Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1, des. Ið43. M.ORGUNBLAÐIÐ 7 Stofnun lýðveldis á næsta ári þau verði best tengd að nýju og ör- ugglegast treyst á þann hátt, að full sambandsslit fari fram sem fyrst. Á næsta ári geta þau farið fram samkvæmt lögum. Þá eigum vjer að framkvæma þau og stofna lýðveldi. Steingr. Steinþórsson. Sveinn Sigurðsson, ritstjóri: Saga íslands sannar haldleysi tengslanna. Vegna þess, að sam- bandslagasamningur- _ inn við Danmörku er að verða útrunninn og verður ekki end- urnýjaður, samkvæmt ítrekuðum yfirlýsing- um alþingis undanfar in fimtán ár — og yf- irlýstum rjetti til fullkomins innlends framkvæmdavalds, svo sem verið hef- ir eitt megininntak íslenskrar sjálf- stæðisbaráttu frá upphafi. En saga Is- lands sannar haldleysi þeirra stjórn- málatengsla, sem verið hafa við Dan- mörku, nú síðast eftirminnilega þrí- vegis á rúmri öld: Napóleonsstyrjald- artímabilinu, heimsstyrj aldartímabil- inu 1914—1918 og yfirstandandi styrj- aldartímabili, íslensk þjóðveldisstofn- un á næsta ári er eðlileg og sjálfsögð afleiðing aldalangrar baráttu þjóðar, sem aldrei misti sjónar á frelsinu, hversu sem að syrti, og berst áfram fyrir hugsjón frelsisins, uns fullur sig- ur er fenginn. Sveinn Sigurðsson. Frú Theodóra Thoroddsen, rithöf.: Megum ekki sofa á verðinum. Alla leið frá 1908 hefi jeg litið svo á, að ekki kæmi annað til mála, en að vjer ís- lendingar slitum stjórnmálasambandi voru við Dani, þegar oss gæfist kostur á. Jeg fæ heldur ekki sjeð, að Danir sjeu nokkuru bættari með að hafa oss í eftirdragi. Má vera, að þeir miklu menn, sem að styrjaldarlokum sjá kosti smæl- ingjanna borgið, verði oss hliðhollir, en jeg vil ekki að niðjar vorir geti með sanni sagt, að vjer höfum sofið á verðinum, og látið tækifærið til að tryggja stöðu vora fara fram hjá oss. Þess vegna vil jeg, að lýðveldi sje stofnað, þegar á næstá ári á íslandi. Theodóra Thoroddsen. Torfi Hjartarson, tollstjóri: Treystum sjálfum oss, Islendingar. íslendingum ber að hefja merkið hátt. Þeir varðveita mik- inn menningararf. Sagan sýnir að frjáls og fullvalda er þjóðin bærust um að varð- veita hann og auka. íslendingar hafa eignast innlendan þjóðhöfðingja og tekið öll sín mál í eigin hendur. Löngu, ömurlegu sambandi við Danmörku er lokið. Langþráðu takmarki sjálfstæð- isbaráttunnar er náð. Eftir er að ganga formlega frá stjórnskipan nýs þjóðveldis. Það er nú á valdi íslendinga að neyta rjettar og tækifæris til þess. Það er skylda við feður og framtíð, er aðrar þjóðir skilja og virða. Með því er engri þjóð órjett- ur gjör. Treystum sjálfum oss, íslendingar. Öðrum með vinsemd en varúð. Torfi Hjartarson. Þorsteinn Einarsson, i íþróttafulltrúi: „ísland frjálst — [ og það sem fyrst“. Á heimilum og í skólum þeim, sem jeg hefi dvalið á, hafa á- hrif þeirra kvenna og karla, sem mótuðu hug minn, um við- leitni þjóðarinnar á öflun algjörs sjálfs- forræðis, verið svo sterk, að mjer finnst hik frá minni hálfu vera svik við málefnið og það fólk, sem túlkaði háleita hugsjón. Hví skyldum við hika? Treystum við ekki sjálfum okkur, að standa einir? Erum við hræddir við að taka ákvörðun? Við, sem alist höfum upp við söng kvæðisins, þar sem segir: „ísland frjálst — og það sem fyrst — viljum binda enda á frelsisbaráttuna 17. júní 1944. Sameinumst um það takmark! Þorsteinn Einarsson. Y Y Y f *;* Y *;* Y Y Y Y Y Y Y 4 4 Ý Y Y Y Y f 4 4 Y X X Y Y Y * t | 4 1 4 4 Y 4 4 Y Y Y x I 'f f I I Komin í bókabúðir: Bókin sem allir þurfa að eignast ec HEILSURÆKT OG MANNAMEIN Læknisfræði nútímans fyrir almenning. Heilsuleysið dafnar í vanþekl^ingunni, en þekkingin er voldugasta vopnið gegn öllum sjúkdómum- , Ath- Áskrifendur í Reykjavík, sem ekki hafa enn fengið bókina, geta vitjað hennar í vei*sl- Örkin í Lækjargötu næstkomandi fimtudag, föstudag og laugardag. Tilgangs- laust fyrir nýja áskrifendur að gefa sig fram nú. ! i ! 1 i i II II II * = 125 ára afmæli brautryðjandans í íslenskri skáld- sagnagerð, og vinsælasta höfundarins fram á þennan dag. f tilefni af þessum merkisviðburði tilkynn- ir Helgafell útgáfu á nýju riti, sem er alveg einstætt í íslenskum bókmentum. Jón Thoroddsen og skáldsögur hans eftir Steingrím J- I>or- steinsson, mag. art- Hjer er um að ræða algera nýjung í íslenskri bókmentasögu. Aldrei áður hefir jafn- víðtæk rannsókn verið gerð á ævi, ritum og umhverfi nokkurs ís- lendings frá síðari Öld- um. Ritið er í tveim bindum, um 700 síður, skraut- bundið í alskinn. Trillubáfurinn ÞÓR frá Suðureyri í Tálknafirði, er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst- Stærð ca. 3,5 tonn. Veiðarfæri fylgja. Uppl- gefur Jón Eiríksson lögfræðingur, Vesturgötu 56. Sími 5681. (HELGAFELL, Aðalstræti (Uppsölum) millllllllllllllllli!limillllllllllilll!lllllllltlllllllllllllilllllllltlll!!lll!1llllllllllllllllllllllllllllllililllll!lllllinill!11llilli!llllimilllllll!il!!illllllllliuil!llil!lll)il!llll!lliuilllltmm« AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI )Ub aol. AUgÍýSING ER GULÚS ÍGILlíl tuywn jet hnl! | mef' vlernutrunn * fri ' Karlmaður eða kvenmaður sem fgetui’ tekið að sjer enskar bi’jefaskriftir og' vjelritxxn, getnr fengið atvinnxx á ;Skr.ifstofu nú þegar «ða xxnx áramót. !• Uþpl. Ixjá Jóh. Ivarlssyþi & 06.. Pyrirspuritxxm elcki kvarað f , - sjraa. liilillllllllilillJIIIHllllillillllllllllllllHlliilllllBlilllllliillHlllllllllllilllillllWHIIIIIHIIIIIilllllllHIWHIWIWIIIIIlllillllllllliiWiilllliilllillUllllllllllilllllllllilllllllllillllllIllllllllllHiniIillHimHIIIflÍlllilHfllliWlllllllllUllllS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.