Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 8
8 'fl;-------------------------------; MORGUNBLAÐIt 1 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón K.jartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands. kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. „Áfram — áfram miðar“ FYRSTA DESEMBER 1918 unnu íslendingar stóran sigur í baráttu þjóðarinnar íyrir sjálfstæði og fullveldi. Fyrsta desember fyrir 25 árum var íslenski þjóðfáninn, — tákn sjálfstæðis og fullveldis, — í fyrsta sinn dreginn að hún á stjórnarráðshúsinu í höfuðstað landsins. Sigurinn, sem vanst 1. des. 1918, var í sjálfu sjer stór- vægilegur vegna þess áfanga, sem þá þegar náðist, með fullveldisviðurkenningu sambandslaganna. En hann var stórvægilegastur vegna þeirra fyrirmæla, sem í sam- bandslögunum fólust um það, að eftir 25 ár skyldi það á valdi íslendinga einna að ákveða fyrir sitt leyti um skipan sinna mála, hvort þeir kysu þá framhald sambandsins við Dani eða óskuðu að standa algjörlega frjálsir og óháðir í samfjelagi þjóðanna. ★ Á tímabilinu frá 1918 hafa íslendingar ekki farið í launkofa með hug sinn og vilja í þessum málum. Fram til þess er ófriðurinn braust út, haustið 1939, mörkuðu þeir spor af spori leiðina til fullra sambandsslita og algjörs sjálfstæðis. Árið 1928 var því yfir lýst á Al- þingi af öllum þingflokkum, að gefnu tilefni, vegna fyrirspurnar Sigurðar Eggerz, að þeir vildu vinna að því, að sambandslagasamningnum yrði sagt upp svo fljótt, sem lög stæðu til. Á Alþingi 1937 voru ítrekaðar óskir þingsins til sambandsslita. Einstakar yfirlýsingar stjórn- málaflokkanna fyrr og síðar hafa stöðugt hnigið í þessa sömu átt. ★ Eftir að núverandi ófriður braust út, hefir rás við- burðanna á rnargan annan hátt farið en ráð var fyrir gert. En sókn þjóðarinnar, þrá og viðleitni til sjálfstæðis og fullveldis, hefir ekki hvikað. íslendingar tóku endan- lega og hiklaust meðferð utanríkismálanna í sínar hendur og fluttu meðferð konungsvaldsins inn í landið sam- stundis og Danir höfðu orðið fyrir hinni grimmilegu árás Þjóðverja. Og enn lýsti Alþingi því yfir 17. maí 1941, að það teldi ísland hafa öðlast rjett til fullra sam- bandsslita, og að af íslands hálfu verði ekki um að ræða endurnýjun á sambandslagasáttmálanum við Danmörku. Þá ályktaði Alþingi að kjósa ríkisstjóra og lýsti yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi verði stofnað á íslandi jafnskjótt og sambandinu við Danmörku yrði formlega slitið. Á árinu 1942 var stjórnarskránni breytt þannig, að ekki þarf nema eina alþingissamþykt með eftirfarandi stað- festingu þjóðaratkvæðis til lýðveldisstofnunar. Og hinn 7. apríl s. 1. skilaði stjórnarskrárnefnd Alþingis sam- eiginlegu áliti og hafði þá útbúið frumvarp til stjórn- skipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins íslands. Var í greinargerð fram tekið: „Til gildistöku þessara stjórn- skipunarlaga kom nefndin sjer saman um að leggja til, að valinn yrði 17. júní 1944“. ★ Og loks er þá þess að minnast, að þessu hafa íslend- ingar ekki farið fram óstuddir, þar sem þeir hafa þegar fyrirfram trygt sjer viðurkenningu valdugasta lýðríkis heimsins, Bandaríkjanna, á þeim fyrirætlunum að stofn- setja íslenska lýðveldið á næsta ári, og felst einnig í því ómetanlegur sigur fyrir öryggi og framtíð hins litla og unga lýðveldis. íslendingar horfa í dag fram á veginn. Þeir vita, að þeir hafa í engu hallað á aðra. Alveg sjerstaklega rúmar þeirra eigin fullveldisþrá fyllstu samúð og skilning með örlagaríku hlutskifti Dana. íslendingar óska einskis frem- ur, er nýtt tímabil er að hefjast í skiptum þessara tveggja þjóða, en að frelsi, friður og fullveldi megi verða kyndlar þeirra ^hugsjóna, er l^si báðum þjóðum á ókomnum tímum.' Vísindafjelag íslands ára í dag I VISINDAFJELAG ÍSLEND- INGA á aldarfjórðungs afmæli í dag. Fjelagið var stofnað sama j daginn og ísland öðlaðist full- veldisviðurkenningu sína, og aðallega í þeim tilgangi, að ísl. vísindamenn fengju nokkra fyrirgreiðslu til þess að koma ritgerðum sínum á erlend mál og fá þau gefin út hjer á landi. Einnig til þess að komast í beint samband við önnur erlend vís- indafjelög og fá rit þeirra í skiftum fyrir rit þau, sem fje- lagið kynni að gefa út. Hvorttveggja má segja að hafi tekist vonum framar. Á þessum 25 árum hefir fjelagið, þrátt fyrir vanefni sín, gefið út 26 rit og ritgerðir, stærri og minni, 24 rit eftir innlenda höf. og 2 rit eftir erlenda höf., en alt um íslensk efni. Flest eru ritin gefin út á ensku eða þýsku og hafa þannig náð augum og eyrum erl. vísindamanna í þeim greinum, er þau fjalla um. fundi árlega. Hitt, að komast í samband við erl. vísindafjelög, hefir og tek- ist mjög sæmilega. Áður en þessi síðasta styrjöld braust út, var það komið í samband við rúmlega 40 vísindafjelög víðs- vegar um heim; en skiljanlega hefir ófriðurinn rofið þau sam- bönd í bili. Þess skal getið með sjerstöku þakklæti, að Bjarni Jónsson kvikmyndastjóri og kona hans ánöfnuðu fyrir nokkrum árum fjel. 10000 kr. að gjöf, er varið skal til rannsókna á heilsulind- um Islands. Hafa þau gefið síð- an 2000 kr. á ári í 3 ár, svo að sjóðurinn er nú orðinn hátt á 17. þús. kr. Og mættu gjarna Ennfremur hefir Alþingi veitt fjelaginu nokkurn útgáfustyrk hin síðari ár, auk þess sem það hefir öðru hvoru fengið styrk úr Sáttmálasjóði, sjóði Eggerts Ólafssonar o. fl., og er alls þess nú þakksamlega minst á af- mælinu. En til þess að hjálpa ísl. vísindamönnum enn meir á næstu 25 árum, þyrfti það að eflast mun meir fjárhagslega og því ættu fjáðir menn að hugsa til þess, ef þeir vildu sýna sig að rausn og höfðings- skap og styðja gott málefni, sem er efling íslenskrar vís- indastarfsemi á komandi tím- um. Hver veit nema vísindastarf- semin, ásamt bókmentum og listum, skapi hinni litlu þjóð vorri tilverurjett og sæmilegan sess meðal steerri og voldugri þjóða. Og víst er um það, að margt er enn óskýrt og órannsakað á voru landi, en æskilegt, að ís- lendingar sjálfir önnuðust þær rannséknir eftir bestu getu. En til þess þyrfti Vísinda- fjelagið að verða auðugt fje- lag, er gæti stutt rannsóknir þessar á alla lund. Með þessum fáu orðum ósk- um vjer fjelaginu alls góðs á komandi tímum og væntum þess, að sem flestir verði til þess §ð rjetta því hjálparþönd. Fjelagið minnist afmælisins með hádegisverði i Oddfellow- húsinu k). 1 miðdogis í dág. Miðvikudagnr 1. des. 1943. 25 ára fullveldi. í DAG höldum við íslendingar hátíðlegt 25 ára afmæli fullveld- isins. Margs er að minnast í því sambandi og verður það ekki reynt hjer. En aðeins vildi jeg drepa lítilsháttar á málefni í sam bandi við þenna dag, sem jeg hefi áður gert að umtalsefni, en það er, að sennilega verður þetta í síðasta sinn, sem við höldum 1. desember hátíðlegan, sem að- al þjóðhátíðardag. Vonandi ber íslenska þjóðin gæfu til að fá nýjan fullveldisdag á næsta sumri. 17. júní verður væntan- lega sá dagur, sem í framtíðinm verður öllum þjóðlegum Islend ingum kærastur. íslenska þjóðin hefir verið tal in fullvalda og sjálfstæð í 25 ár, en þó er það svo, að umheimur- inn veit ekki betur um þetta sjálfstæði okkar en það, að svo landabrjefi, erlendu, þar sem ís- lands er getið stendur, að land- ið sje danskt, eða lúti danskii stjórn. Nú síðast fyrir nokkrum ^lögum birti þekt enskt blað, „The Sphere“ uppdrátt af Norð- ur-Atlantshafinu. Þar stóð skír- um stöfum, að ísland væri danskt. En þó ýmislegt megi finna, að þegar rætt er um sjálfstæði og fullveldið þá er samt ástæða til að halda þenna dag hátíðlegan á 25 ára afmælinu. Við óskum því hverjum öðrum til hamingju með daginn í dag, með þeirri von, að næsta 1. desember verði þjóð- in alfullvalda. 9 Ánægja yfir útvarps- tónleikum. Kæri Víkverji! TÓNLISTARUNNANDI skrif- ar eftirfarandi: „I stað þess að aðrir skrifa þjer til þess að finna að einhverju, þá vil jeg skrifa þjer nokkrar línur til þess að þakka það, sem vel ér gjört. Jeg á við Tón- listarskólann í útvarpinu. Hefi jeg alltaf hlakkað til þess á haustin þegar þeir hafa komið aftur á dagslcrána, en saknað þeirra á sumrin. Og veit jeg að svo er um marga kunningja mína. Það, sem kemur mjer til þess að senda þjer þessar línur, eru tónleikarnir síðasta þriðjudag, 23.. þ. m. Þeir, sem þeir Árni Kristjánsson, Björn Ólafsson og dr. Edstein spiluðu hið gull- fagra Dumdy tríó, eftir Dvorák, af svo mikilli leikni og list og með svo miklum tóngæðum að slíkt mun ekki hafa heyrst af „lifandi" músík hjer í útvarpinu. Mjer er líka minnisstætt þeg- ar þeir fjelagar spiluðu tríó nr. 7 í b-dúr eftir Beethoven fyrir nokkuð löngu síðan. Finst mjer þeir altaf vera að stækka í list sinni Ætli við áttum okkur nokk uð á því að þarna eigum við menn, sem komið gætu fram hvar sem er í heiminum og hægt er að mæla á alheimsmæli- kvarða. Vil jeg svo þakka þeim fje- lögum, fyrir marga yndislega ánægjústund, og óska þess, að við fáum að heyra þá sem oft- ast, og njóta þeirra sem lengst.“ • „Tungiið og tíeyr- ingur“. TUNGLIÐ og tíeyringur (The Moon and Sixpence) er titill skáldsögu eftir enska skáldið W. Somerset Maugham, sem vak- ið hefir mikla athygli og fjölda- rnargir hjer á landi kannast við. Sdgán segír ’fi á baráttu og starfí málara eins. Hann er ráðsettur fjesýsumaður, en yfirgefur fyrir- varalaust konu og börn, til þess að byrja að læra að mála. Hann á í mesta basli, en heldur þó stefnu sinni, án þess að líta til hægri eða vinstri. Loks fer hann til Tahiti og þar dvelst hann til æviloka. þar fær hann holdsveiki og verður blindur. Kunnugir menn eru fljótir að átta sig á, að skáldsaga þessi er í aðalatriðum ævisaga franska málarans Gauguins (1848—1903) Paul Gauguin er talinn með önd vegismálurum 19. aldar og skap- aði m. a. nýja litatækni, sem mikil áhrif hefir haft á yngri málara, en barátta hans var að ýmsu leyti raunaleg og átakan- leg. En síðari tímar hafa veitt honum í fullum mæli þá viður- kenningu, sem hann fór á mis við í lifanda lífi. Eftir skáldsögu W. Somerset Maughams hefir verið gerð kvik ,mynd, sem sýnd verður hjer mjög bráðlega. Það getur verið, að glöggir fje- sýslumenn, eða aðrir, sem vilja hafa hlutina nákvæma fetti fingur út í þýðingu á nafni sögu Maughams og segi sem svo, að „sixpence‘‘, sje meira en tíeyr- ingur og rjett er það, að þýðing- in er ekki nákvæm. En það er ekki nafnið heldur efnið, sem er aðalatriðið. Skautasvellið á Tjörninni. SKAUTASTÚLKA skrifar mjer og er áhyggjufull út af heita vatninu, frá Hitaveitunni, sem rennur í Tjörnina og eyðilegg- ur skautasvellið fyrir unga fólk- inu. Hún spyr hvar Reykvíking- ar eigi að fara á skauta, ef að Tjörnin verði eyðilögð fyrir þeim. Eins og jeg hefi áður sagt, þarf hvorki þessi skautastúlka eða annað skautafólk að hafa neinar áhyggjur út af skautasvellinu. Það er aðeins í nokkra daga, sem heitt vatn rennur út í Tjörnina. Þegar Hitaveitan hefir tekið til starfa verður hætt að láta vatn- ið renna í Tjörnina og þá er það bara undir forsjóninni komið hvenær skautasvellið kemur,- © Hverjir töfðu Hitaveit- una? SKATTBORGARI sendir mjer eftirfarandi uppástungu: „Jeg sá nýlega í einhverju blaði að kostnaður við hita- veituna mundi verða um það bil fjórfaldur við upprunalega áætl un. Allir vita að þessi gífurlega hækku* stafar af því að málið var vísvitandi tafið af ýmsum svonefndum forystumönnum. — Þar sem þessir menn eru stælt- astir í munninum, en ófærir að bera fjárhagslega ábyrgð á gjörð um sínum, vil jeg mælast til að nöfn þeirra og öll afskifti af mál inu frá fyrstu tíð, verði birt, svo borgararnir flaski ekki á að end- urkjósa þá hina sömu í ábyrgð- ar- og trúnaðarstöður bæjarfje- lagsins“. 59.000 herfangar í Noregi. Fregn frá norska blaðafull- trúanum segir, að samkvæmt tilkynningum Þjóðverja sjálfra, sjeu nú alls 59.000 herfángaT f Noregi. Flestir þessara manna eru Rússar. *** •*’*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.