Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 1. des. 1943. MORQ UNBLAÐIÐ 15 m*tvalcsboh £TTW YtCKlMl/rí? Hún sagði hægt á bjagaðri þýsku: „Ku — ástin mín“. „Fagra, fagra Meilan, ástin mín“, sagði Kurt. „Það sem jeg vil fá að vita er heimilisfang þitt. Hlustaðu nú á mig Greta litla. Jeg bý — Ku býr — Shanghai-hótel. Hvar býr Meilan? Hvar? Skilurðu mig? Setjum nú svo að mig langi til að bjóða þjer á dansleik. — Hvar?“ Meilan laut höfði og endur- tók niðurlút sögu sína. „Meilan er eign og ámbátt hins mikla lávarðar, Chang Bogum. Hinn mikli lávarður keypti mig og systir mína, þeg- ar við vorum lítil börn. Hann gaf okkur föt og hrísgrjón og ljet konu ala* okkur upp og kenna okkur að þjóna karl- mönnum. Lávarðurinn Chang Bogum hefir gert systur minni þann heiður að taka sjer hana fyrir fylgikonu. En hann hefir geymt mig handa hinum mikla lávarði syni sínum, Chang Yut- sing. Syni hans líst vel á mig og jeg á að búa í stóru húsi og fá nóg af armböndum og eyrna lokkum og eins marga silki- kyrtla og mig lystir. Og ef jeg gef honum son mtm hann setja mig yfir konu sína, sem er ó- þyrja, og þá mun jeg ráða yfir húsinu. Samt þykir mjer leiðin- legt að skilja við þig, litli prins inn minn“. „Þetta er allt ákaflega skemmtilegt, Greta litla“, sagði Kurt, þegar hlje varð á hinu kínverska orðaflóði. „Jeg þykist að minnsta kosti skilja það af framkomu þinni, að þú átt eitthvað gott í vændum. Mjer gerir það hvorki til nje frá — jeg kæri mig kollóttan. Vjer tökum þá saman við píp- una á ný, þú kemst ekki í hálf- kvist við ópíumnautn, þrátt fyrir allt, Greta litla. Adieu, gullið mitt. Það var ánægjuegt að kynnast þjer“. Að svo mæltu stóð hann upp og byrjaði þegj- andi að klæða sig. Meilan sat á rúminu og horfði á hann. Fóstran gerði allskon- ar hávaða í ytra herberginu til að gefa elskhuganum í skyn að tími væri kominn til fyrir hann að fara að hypja sig. Kurt flautaði meðan hann klæddi sig. Meilan stóð upp og rjetti honum föt hans, eina og eina flík í einu, en hann tók hana upp og setti hana niður á rúmið aftur eins og brúðu. — Hann var hálf örvinglaður, og hann flautaði enn hærra til að dylja það og reirði svo fast á sjer hálsknýtið, að það leit út fyrir að hann hefði ekkert á móti því að hengja sig. Bindið ,sem var gullt með grænum doppum var gjöf frá Meilan. Hún hafði einnig gefið honum herfilega ljóta ermahnappa, spm hún hafði keypt í japanskri verslun. Það var eftirtektarvert og hneykslanlegt í senn að Kurt borgaði aldrei ástmeyjum nje gaf þeim gjafir. Það var alltaf öfugt. Hann litaðist um eftir hár- bursta, dýfði honum síðan ofárt í sprungna þvottaskál og ein- beitti huganum við að lagfæra á sjer hjárið. Þegar hann ,leit við bg á Meilah,'s&’hdnií áb lit- il tár blikuðu í augnakrókum hennar. „Þetta er allt og sumt sem vjer þörfnumst“, sagði hann og stakk báðum höndum í buxna- vasana, til að þær gerðu ekk- ert af sjer. „Kínverskar stúlk- ur gera aldrei uppistand. Það stendur skrifað í hverjum ferða mannabækling. Gert er gert og það er búið sem búið er. Hverj- um stendur ekki á sama?“ Það var liðið meira en ár síðan Kurt kom til Shanghai. Hinar hræðilegu fyrstu vikur liðu honum seint úr minni. Dr. Hain hafði fengið lítilsháttar styrk frá góðgerðarstarfsemi sem styrkti Gyðinga útlaga frá Þýskalandi, og hann gaf Kurt með sjer, þar eð hann var Aríi og átti því ekkert tilkall til styrks þessa. Þeir bjuggu á gistihúsi sem fullt var af lús- um og öðru því um líku, og dagarnir liðu í stöðugum ótta fyrir því að þeir kynnu að sökkva dýpra en nokkrum hvít um manni var auðið að afbera. Loks fjekk hann þó atvinnu við að spila á píanó í Dreka- klúbbnum, sem var í rauninni ekkert annað en krá. Hann hafði herbergi að húsa- baki innan um fjölda stúlkna af öllum kynþáttum, sem höfðu verið reknar úr næturklúbb- um alþjóðahverfisins vegna sjúkdóma, drykkjuskapar eða lögbrota, og reyndu nú að skapa sjer sjálfstæða atvinnu. Það ríkti sífeld afbrýðisemi milli hinna grönnu og unglegu Asíu- stúlkna og hinna feitlögnu og lífsþreyttu, en þó stoltu rússn- esku kvenna, sem allar þóttust vera afkomendur eða ættingj- ar zarsins. Meðaumkun olli því, að Kurt lenti í ástarbralli við eina þeirra, Natösju að nafni. Kunningsskapur þeirra hóíst með því, að hann bar hana tiL herbergis hennar eftir ofsalegt móðursýkis kast. Nataskja var of tilfinninganæma. Þar sem hún flóði alltaf í tárum, herti Kurt hjarta sitt gagnvart henni Tilfinninganæmin, sem var honum annars eiginleg sem Þjóðverja og listamanni gufaði upp. Hann gerðist kaldhæðinn og ósvífinn, og kýmni hans bar keim af hinum sjerstaka napra blæ, sem verður mörgum Shanghai-búum svo eiginlegur. Natasja leti í brösum við Kór eu-stúlku, er Betsy nefndist, Hann var þrætueplið. Það var í herbergi Betsy, þar sem hún bjó með annari stúlku, að hann komst í kynnj við hina ógleym anlegu lykt að ópíum. Betsy var algjörlega á valdi nautn- arinnar, og kom hún honum í kynni við hana. Strax og hann hafði komist yfir óþægindi byrjunarstigsins, komst hann á það stig, sem Kínverjar eiga við, er þeir tala um samræmi við alheiminn. Hneygð til kvenna var Kurt í blóð borin, og hafði alla ævi þjáð hann. Nú fylltist hann dásamlegum friði í fullnægingu og hafði ekki lengur neina þörf fyrir konur. Skýndilega hvarf Betsý. Það var ekki stúlkan sem hann saknaði, heldur varð hann sjúk ,ur af, þrá eftir p,ípunni,. sem Íi'ánM 'háfðl vamð úrtg ál; 'Þar sem hann hafði enga peninga til þess að kaupa hið dýra eitur, sgm fáanlegt var hjá hundruð um leynisala í borginni, gerðist hann brátt tíður gestur á sóða- legum smáknæpum, þar sem fátæklingarnir: dráttarkarlar burðarkarlar og verkamenn úr bómullarverksmiðjunum vöndu komur sínar. Hið ódýra ópíum, sem þeir fengu þar var beiskt og sterkt. Það var búið til úr úrgangi, og olli mjög djúpum svefni. Lífið er svo fullt af mæðu, að aðeins hinn mikli reykur gerir það bærilegt, sögðu þeir, og Kurt samþykkti þetta. Ekkert hefir neina þýð- ingu, hver kærir sig ekki koll- óttan? Sjerstakt tilfelli bjargaði honum og dr. Hain frá hungur dauða. Hin ríkmannalega bif- reið B. C. Chang bankastjóra ók yfir konu kínversks járn- brautarmanns og ungan son hennar í hinni þröngu Ineng Min Ineng. Dr. Hain, sem horfði á slys- ið veitti þeim fyrstu hjálp, fór með þau á sjúkrahús, fjekk blóvökva fyrir barnið og gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að bjarga lífi þeirra beggja. Enda þótt litið ,væri á það sem sjálfsagðan hlut að ekið væri yfir fótgangandi fólk, og slíkt vekti litla eftirtekt, því að ekill B. G. Changs gat aðeins sýnt veldi húsbónda síns með því að skeyta ekkert um allar umferðareglur, þá var þetta þó undantekning frá reglunni. I þetta skipti áttu fórnarlömbin þó nokkuð undir sjer líka. Járn- brautarþjónninn hafði sambönd sem náðu til flutningamálaráðu neytisins. Hann tilheyrði hinni heiðruðu og áhrifaríku Wu-ætt, og enda þótt hann væri fjar- skyldur ættingi, þá nægði það honum til þess að krefjast Grunnhyggnu kerlingarnar Æfintýr eftir P. Chr- Ásbjörnsen. EINU SINNI voru hjón, sem ætluðu að fara að sá, en þá áttu þau ekkert sáðkorn, og heldur ekki peninga til þess að kaupa það fyrir. Eina kú áttu þau og hana ætlaði nú maðurinn að fara með til bæjarins og selja hana, til þess að hann gæti keypt sáðkorn. En þegar til átti að taka, þorði konan ekki að sleppa manninum, því hún var hrædd um að hann myndi kaupa brennivín fyrir kýr- verðið. Þess vegna fór hún sjálf af stað með kúna og eina hænu hafði hún líka með sjer. Þegar hún var komin rjett að borginni, mætti hún slátrara. „Ætlarðu að selja kúna; kona góð“, sagði hann. „Ójá, jeg verð víst að gera það“, sagði hún. „Hvað viltu þá fá fyrir hana?“ spurði hann. „Mörk vil jeg fá fyrir kúna, en hænuna skaltu fá fyrir tíu dali“. „Hænuna hefi jeg ekkert með að gera“, svaraði hann, „og hana getur þú sjálfsagt losnað við í borginni, en fyrir kúna skal jeg gefa þjer mörk silfurs“. Þannig seldi kerling kúna og fjekk sína peninga, en ekki fann hún neinn í borginni, sem vildi gefa tíu dali fyrir þessa gömlu hænuskjátu, sem hún var með. Svo fór hún aftur til slátrarans og sagði við hann: „Jeg losna ekki við hænuræfilinn, góði maður. Þú verður að taka hana af mjer, eins og þú tókst kúna“. „Ætli okkur semjist ekki um það“, sagði slátrarinn, bauð kerlingunni inn og gaf henni mat og skenkti henni svo mikið vín, að hún varð drukkin og snarringluð í höfðinu. Meðan kerlingin var að sofa úr sjer vímuna, tók slátr- arinn hana, dýfði henni í tjörutunnu og helti yfir hana úr fiðurpoka, sem hann átti. > ». Þegar kerlingin svo vaknaði aftur, var hún öll í fiðri og fór að hugsa um, hverju þetta sætti: Er þetta jeg eða ekki jeg? Nei, það er ómögulegt að þetta sje jeg, þetta hlýtur að vera einhver stór og undarlegur fugl. En hvernig á jeg að fara að því að vita hvort þetta er jeg eða ekki jeg. — Jú, nú veit jeg það, ef kálfamir sleikja mig og hundurinn geltir ekki að mjer, þegar jeg kem heim, þá er þetta jeg sjálf. Hundurinn hafði varla fyrr komið auga á slíkt ferlíki, en hann tók að gelta eins og vitlaus væri, eða eins og þjófar og ræningjar væru að koma heim að bænum. „Nei, þetta getur víst ekki verið jeg“, sagði kerling þá. Þegar hún kom inn í fjósið, vildi kálfurinn ekki sleikja hana, I a jutujl Hún: Hvernig vogið þjer yð- ur að kyssa mig? Hann: Jú, sjáið þjer til ung- frú. Þjer vitið að skrifað stend- ur: Breytið við aðra eins og þjer viljið að aðrir breyti við yður. ★ Kvenfarþegi: Heyrið þjer ferjumaður. Eruð þjer ekki hræddir um að báturinn sökkvi, þegar hann er svona hlaðinn fólki? Ferjumaðurinn: Nei, það er jeg ekki. Jeg skal nefnilega segja yður, að jeg hefi alltaf á mjer björgunarbelti undir vest- inu. ★ „Þarna fóru tveir negrar. — Annar þeirra var sonur hins, en hinn var ekki faðir hins fyr nefnda“. „Þetta skil jeg ekki“. „Jú, það var móðir hans“. ★ „Hvað var það, sem olli dauða hajns?“ ! ,,Kaffi“. „Hvei’nig þá?“ „Hann fjekk tvö hunduð punda kaffisekk í höfuðið“. ★ „Hvernig þoldirðu að vera í bænum í sumar? Það var svo hræðilega heitt“. „Það kom nú ekki mikið við mig. Jeg gekk á milli kunn- ingjanna og bað um að lána mjer peninga. Jeg var þá viss um, að fá kuldalegar móttök- ur“. ★ „Hvað er að þjer í fótunum?“ „Jeg er með líkþorn“. „Hvers vegna gerir þú þá ekki eitthvað fyrir þau? „Hvers vegna ætti jeg að gera það? Aldrei hafa þau gert neitt fyrir mig“. ★ Hún: Sörensen hjónin hafa verið gift í 20 ár, og samt situr hann heima hjá henni á hverju kvöldi. Þetta getur maður nú kallað ást. Hann: Nei, þjer skjátlast góða mín. Það er gigt. „Það var sennilega ást við fyrstu sýn?“ „Nei, aðra, því að í fyrsta skiftið vissi jeg ekki, að faðir hennar átti peninga“. ★ Frá Skotlandi. „Hvers vegna eruð þjer í svona illu skapi hr. Parker? Þjer sem hafið rjett unnið stærsta vinninginn í happdrætt inu?“ „Jú, herra Johnstone. Jeg átti tvo happdrættisseðla, og nú naga jeg mig í handabökin fyrir að hafa eytt peningum í hinn“. . ’ ★ „Það er naumast. Hefirðu fengið einhver ný skotfæri? „Nei, en jeg er nýbúinn að kaupa bíl”. ★ „Jeg gaf fimmtíu þúsund krónur fyrir þessa mynd, en byrjaði lífið sem berfættur smádréngur11. „Ekki fæddist jeg heldur með sokka á fótunum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.