Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. desember 1943 Ufbreiðslufundur iempiara í Hafnar- firði Frá frjettaritara vorum í Hafnarfirði. GÓÐTEMPLARAREGLAN Rjer í Hafnarfirði ætlar að hafa útbreiðslufund fyrir starfsemi sína n.k. sunnudag. I tilefni af því hefi jeg átt eftirfarandi við- tal við þingtemplar Kristinn J. Magnússon: — Hvað geturðu sagt mjer um starf Góðtemplarareglunn- ar hjer? — Það er nú víst fátt af henni að segja nú. Okkur finst deyfð í henní, en þar er þó síst lakara starf í henni en öðrum fjelagsskap. Það virðist alt fje- lagslíf vera mjög dauft á þess- um tímum. Annars eru stúk- urnar tvær, Daníelsher nr. 4, 55 ára og Morgunstjarnan nr. 11, 58 ára; og má með sanni segja, að starf þeirra hafi oft verið með ágætum og þær mörgu góðu til leiðar komið. — Þið ætlið að hafa út- breiðslufund, hefi jeg heyrt. — Já, þingstúkan, en hún er tengiliður á milli stúknanna, gengst fyrir útbreiðslufundi nú á sunnudaginn kemur. Fyrst verður «ettur stigfundur kl. ■3% og veitt stigið. Kl. 4 byrjar svo opinn fundur fyrir almenn- ing, Þar flytur erindi herri Ind- riði Indriðason frá Fjalli og hr. leikfimiskennari Viggó Nathan aelsson sýnir kvikmynd (hljóm mynd). Vonum við, að fundur- inn geti orðið bæði til fróðleiks og skemtunar. Annars er það með Regluna eins og svo mörg þörf og nyt- söm fjelög, að þau eiga erfitt oppdráttar. Hún hefir boðað bindindi í nær 60 ár, þjóðinni til mikillar blessunar, en betur má, ef duga skal og langt er onn að lokamarkinu. Þegar athugaðar eru þær breytingar. .sem orðið hafa í þjóðlífinu á síðustu árum, sjest hvað nýtt hefir verið upp tek- ið, en mörgu hinu eldra hafn- að, sem lakara þótti. Þá er það merkilegt, samhliða aukinni mentun og menningu, að áfeng inu skyldi ekki vera fyrir borð kastað, sem fánýtum og skað- legum hlut, sem alt of margir hafa skaðast á. Það eykur gildi hvers manns að vera reglumaður, en áfeng- ið hefir mörgum orðið fjötur um fót. Og vel færí á því, nú á 25 ára afmæli fullveldis ís- lands, að æska þess vildi stíga á stokk og strengja þess heit að hafa Bakkus aldrei að föru- naut á lífsleiðinni. Ráðsiefnur í Ausíur- löndum CURTIN forsætisráðherra Ástralíu og Mac Arthur hers- höfðingi hafa setið á ráðstefnu, sem sögð er mjög mikilvæg, og mun þar að nokkri leyti vera fjallað um ályktanir þær, sem gerðar voru á Kairoráðstefn- nnni. Sagði Curtin, að Ástralíu menn myndu í engu bregðast. Þá hefir Mountbatten lávarð iir, sem nýkominn er af ráð- stefnunni í Kairo, haldið fund með herráði sínu. Einstæður „frjetta44- lestur FRJETTASTOFA Ríkisút- i • varpsins notaði síðari frjetta- tímann í gærkvöldi til þess að lesa upp brjef það, sem 14 und- irskriftamanna höfðu sent stjórnarskrárnefnd nú fyrir skemstu. En í brjefi þessu er farið hinum hörðustu orðum um ákvörðun þá, sem Alþingi hefir nú tekið í lýðveldismál- inu og sem kunngerð var al- þjóð á fullveldisdaginn. Er svo djúpt tekið í árinni í brjefi þessu, að fullyrt er, að ætlan þingsins sje, að stofna lýðveldi á íslandi ,,við þær aðstæður og á þann hátt, sem misbýður drengskapar- og sómatilfinn- ingu þjóðarinnar“, og að Al- þingi „neyði þjóðina til þess að verða sundurlynda' um lausn þessa stórmáls“. — Það er ekki Alþingi eitt, sem þessir háu herrar dæma svona hart. Rík- isstjórnin á hjer sína hlutdeild, því að hún hefir unnið með þinginu í þessu máli. En fyrst Ríkisútvarpið fann hvöt hjá sjer til þess að birta þetta einstæða plagg, og það tveim dögum eftir að það til- kynti alþjóð ákvarðanir Al- þingis< í lýðveldismálinu, væri vissulega ekki til of mikils mælst, að útvarpið birti í heild álit stjórnarskrárnefndar frá 7. apríl s.l. og gleymi þá ekki nöfn unum, sem undir álitinu standa Þá kæmi greinilega í ljós, hverjir það eru, sem „neyði þjóðina til að vera sundurlynda um lausn þessa stórmáls“. Risaflugbáfurinn Mars iekinn í notkun RISAF.LUGBÁTURINN Mars 70 smálestir að stærð, hefir nú farið reynsluför sína og verið afhentur flugdeild Bandaríkja- flotans. Vænghaf flugbáts þessa er yfir 200 fet og knýja hann 4 hreyflar, hver 2,200 hestafla. í Jlugbát þessum eru svefnklef- ar fyrir 32 menn, en auk far- þega getur hann tekið allt að 50 smálestir af vörum. Á reynsluferð sinni var Mars alls 32 klukkustundir, sam- fleytt á flugi með 22 manna á- höfn og flaug vegalengd, sem svarar, að hann hafi farið frá New York til Berlín. Flugbát- urinn mun verða í förum fyrir flota Bandaríkjanna. — FRAKKAR REIÐIR Framh. af bls. 1. veldi. Sú umsögn Smuts, að það þýði ekkert fyrir Frakka að tala aðeins, er rjett, en sannar aðeins vanþekkingu hans á málefnum Frakka. Það: er hart að hugsa sjer að til sjeu menn, sem ekki vilja sjá, að hið fjórða franska lýðveldi er að fæðast hjer í Algiers, og að þetta unga Frakkland mun fylgja hinum stoltu erfðavenjum feðranna' ‘. Mjer var tjáð af hálfu nefndarmanns eins úr þjóð- frelsisnefndinni, að leyft. yröi, í Algiers að birta ræðu Smutfj í heild, og gætu ritstjórar ráðið þeim athugasemdum, er þeir gerðu við hana. ISLENSK STÚLKA í BRESKAFLUGHERNUM UNG ÍSLENSK kona í ensk- um flugmannsbúningi. Hún vekur eftirtekt, bæði , hjer heima og eins í Englandi. Jeg hitti hana að máli á dögunum. Hún var á förum til Englands. Hún hafði verið hjer í fríi hjá fólki sínu. Hún heitir Droplaug og er dóttir Jóhanns Hafstein Jóhannssonar, forstjóra Mann- talsskrifstofunnar. Hún- giftist enskum liðsforingja, majór Les- lie R. Conney, er stjórnaði hjer póstmálum Breta. Hún fór til Englands fyrir 2Va ári. — Hvernig stóð á því að þjer fóruð í flugherinn, spyr jeg hana. — Konur í Englandi þurfa að vinna, sem hafa aldur til þess. Konur, sem eiga börn inn an við þrettán ára aldur, þurfa þó ekki að vinna nema part úr deginum. —•- Hver eru helstu störf kvennanna? — Þær'vinna við hlið karl- manna í öllum greinum. — Nema að því að skjóta úr byssum? —- Þær standa við byssurn- ar eins og aðrir. Nýlega skaut kvenmaður þýska flugvjel yfir Englandi. Þær vinna í verk- smiðjum, í skipasmíðastöðvum og alstaðar. Droplaug Jóhannsdóttir. alveg' hissa hvað hjer er mikið til af öllu. — Öðruvísi í Englandi? —• í Englandi er nóg til af öllu, en ekki of mikið af neinu. Mjer þótti skrítið að koma hjer inn í búð og sjá pappír vafið utanum það sem maður kaupir. Þvílík eyðsla á pappír. í Eng- landi eru menn sektaðir fyrir að fleygja strætisvagnamiða. Þar er ekki notaður umbúða- pappír eins og hjer. Það er óþarfi. -•■ -m — Hvernig líkar bresku her mönnunum við ísland? — Þeir tala yfirleitt vel um dvöl sína hjer. Nema veðrátt- una. Þeim þykir hjer vera nokk uð stormasamt. En margt fólk í Englandi heldur enn í dag að hjer sjeu Eskimóar. Jeg hef stundum lent í orðakasti við fólk, sem þannig hugsar, og spyr þá t. d. hvort því sýnist jeg líta út eins og Eskimói. — Hvenær heldur fólkið í Englandi að styrjöldin verði úti? — Það eru misjafnar skoð- > anir á því þar, eins og hjer, Sumir halda að við sig'rum á næsta ári-, en aðrir að það verði ekki fyrri en snemmavá árinu 1945. En allir eru vissir um sig- urinn. Og allir eru samtaka um það, að vinna að sigrinum, kou ur jafnt sem karlar. Þessi sam hugur gerir manni svo gott og glatt í geði, sagði frú Droplaug- Conney, um leið og hún sveifl- aði sjer í flugmanns yfirhöfn- ina. Því nú gat hún ekki sagt mjer meira frá Englandi. Hún þurfti að kveðja fjölskyldu sína og flýta sjer til skips, oi’ flutti hana áleiðis til skyldu- starfanna fyrir breska heims- veldið. — Hvenær genguð þjer í flug herinn breska? — Jeg var fyrst 9 mánuði í Englandi áður en jeg byrjaði að vinna. Við áttum um tíma heima í Bristol. Húsið oþkai hrundi í loftárás. Við vorum í tvær klukkustundir niðri í rúst unum. Þegar við komúm upp á götunar varð fyrir fótum mjer sundurtætt barnslík. Þá vildi maðurinn minn. að jeg færi hingað heim. Jeg sagði honum, að ef jeg fengi ekki að vera kyr í Englandi og yrði að fara til íslands, þá skyldi_ hann ekki vonast eftir mjer aftur. Svo varð jeg kyr. — Hvar er maðurinn yðar? — Hann er í 8. hernum á Ítalíu. ’ — Heyrið þjer oft frá hon- um? —- Hann skrifar mjer altaT annan hvern dag. Honum lfður bærilega ennþá. Allir, sem eru í her Montgomery, eru vissir um að alt gangi vel. Maðúrimi minn var í her hans í Afríku, á Sikiley og nú á Ítalíu. — Við hvað vinnið þjer í flughernum? — Jeg er í pósthúsi í London. Til þess að komast þar að, þurfti jeg að ganga undir próf. Margir fjellu. Það var svo þungt. En mjer fanst það myndi verða óbærilegt fyrir mig, ef þannig færi fyrir mjer. einu íslensku konunni, sem hef ir reynt að komast í flugher- inn. Það tókst. Jeg er ánægð. En maður þarf að vera við góða heilsu. Á fætur kl. 6 á morgn- ana. Svo marsjerum við til morgunverðar. Svo fimleika- æfingar. Svo byrjar vinnan kl. 8 og er til kl. 5. — Var ekki gaman að koma heim? — Jú, vitaskuld. En jeg varð Leikfjelag Hafnarfjarðar „Ráðskona Bakkabræðra" eftir Oskar Braaten — Ráðskonan og Bakkabræður. LEI IvFJ E LA 0 IIAFNAR- FJARÐAR hafði frumsýningu á leikrítí þessu síðastliðið sunnudagskvöld, fyrir fullu húsinu og miklurn fögnuði á horfenda. Efni leiksins verður ekki rakið li.jer, enda mun það mörgum vera kunnugt frá því, er það var leikið í útvarpinu fyrir ekki all-löngu síðan. Leikstjórn hefir ungfrú Hulda Runólfsdóttir haft á hendi og tekist mæta vel. Ilúrt fer einnig með aðalhlutverk- ið, hina myndugu ráðskonu þeirra Bakkabræðra, og leik- ur liana ágætlega og af mild- um skörungsskap, enda ber hún mjög af öðrum leikend- um. Þó voru þeir I.akkabræð ur oft „skemtilegir. einkunt Gísli, er Ársæll Pálsson leik- ur af góðri kímni enda er hann „ljósið í familíunni“ og fyrir þeim bræðrum í flestu< Hlutverk Axels, elskhugans í leiknum, fer Sveinn V. Stefáns son með, frjálsmannlega ogj eðlilega. Um aðra leikendur er fátt að segja. Yfirleitt var leikur; þeirra tilþrifalítill og varð til þess að setja nokkurn við- vaningsbrag á sýninguna. Leikrit þetta er að vísui ekki miklar bókmentir og gerir ekki kröfu til þess* en það er skemtilegt og vel til þess fallið að koma á- horfendum í gott. skap, endá tókst það fyllilega í þetta sjnn,' þrátt fyrir Ijelegt „leikhús'*1 og afleita vistarveru í Góð- templarahúsi þeirra IlafnfirðH ínga. En vonandi verður ráðn in bót á þeirrn hliö málsinsí áður en langt um líður. Sigurður Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.