Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. desember 1943 MORGUNBLAÐIÐ 5- ^J^uenjjjóJih ocý ^JJeimiíiÁ (M«**í*****«*****»*****«M******«*****I*,*M!MWM***«********«**t*,****u*t“»**«**«******M*M** x | § y *:♦ ,«m/V**«‘%*,am<**,",*,«**,*‘,*‘.**,**,»4,,*,**,‘*,**,‘‘/VV,*m.**«m.*VVV*«**/V*«v JJiúÁ yuóteapa lóL inm Fisk- og makkaronipye: 90 gr. makkaroni, 1 djúpur diskur af soðn- um, hreinsuðum fiski. Sósan: 50 gr. smjör, 50 gr. hveiti, Vz tsk. karry, Vz ltr. fisksoð eða mjólk, brauðmylsna. Makkaronurnar eru soðnar í söltu vatni í 20—30 mín. Þá er þeim helt upp í gatasigti og vatnið látið síga vel af þeim. Smjörið brætt. Hveiti og karry jafnað saman við. Þynnt út með heitu soðinu. Síðan • soðið í nokkrar mínútur. Svo er tekið smurt mót. Þar í er fyrst látið eitt lag af fiski, annað af makkaronum og það þriðja af sósu. Þá er enn látið eitt lag af fiski, makkaronum og sósu, og síðan er brauð- mylsnu stráð yfir. Mótið er hit- að í 20 mín. í vatnsbaði, í ofni. Rjetturinn er borinn á borð með bræddu smjöri, eða eggja- smjöri og kartöflum. Fiskur í formi með brúnni sósu 2 kg. ýsa. 2 eggjahvítur, brauðmylsna, salt og pipar Sósan: 40 gr. smjör, 40 gr. hveiti, ca. Vz ltr. fisksoð, örlítið af pipar, 1 dl. rabarbaravín, 1 sítróna. Ysan er hreinsuð vel og roð- ið tekið af. Síðan flökuð og skorin í hæfilega bita. Hvít- urnar eru hálf-þeyttar. Það má drýgja þær með örlítilli mjólk. Fisknum er velt í hvít- unum og síðan í brauðmylsnu, salti og pipar blönduðu saman Þá er hann brúnaður í feitinni, og raðað í mót. Síðan er löguð brúnuð sósa, þynnt út með fisk soðinu, og pipar og vín látið í. Sósunni er hellt yfir fiskinn, og sítrónsneiðum raðað á. —- Þetta er síðan bakað í Vz klst. Borið á borð í mótinu með soðn um kartöflum. Fyiltar rófur: 4—6 stórar rófur, 1% pund kjötfars, 2 Itr. vatn. salt. Rófurnar eru þvegnar, af- Jiýddafr, lok skorið af þeim, holaðar innan og fylltar með farsi. Lokið látið á og bundið utan um með bómullargarni. Síðan eru rófurnar látnar í sjóð andi, salt vatn og soðnar í Vz til 1 tíma. Þá eru þær færðar upp, bönd in tekin af og bornar á borð með bræddu smjöri eða ljósri sósu og rófustöppu, sem löguð er úr því, sem holað var inn- an úr rófunum. Sykur, salt og pipar eftir smekk. Fyllt ýsa með farsi. I meðalstór ýsa, 50 gr. smjörl., Hjer er eitt sýnishorn úr hinni nýju bók „íslenskrar Ullar ”. Mynd þessi er af einni síð- unni úr bókinni. Stóri bekkurinn er mjög fallegur í kvenpeysu, en þeir minni fara vel í trefla og barnapeysur. apnœ NÚ á tímum, eftir að menn fóru að gefa ganrn að merkis- dögum í lífi sínu, er það orðin algeng venja að haida upp á hjúskaparafmæli. Áður fyr, þegar öll lífsskilyrði voru erf- iðari, gripu menn hvert tæki- færi, sem þeir gátu, til þess að gera sjer glaðan dag. Margir þessara hátíðisdaga voru sett- ir í sanrhand við t. d. sáðtím- ann, iippskerutímann, árstíða- skifti eða aðra merkisatburði í lnw*kap móður náttúru. í hinu perSónulega lífi urðu þá h.júskaparafmælin ágætt tækifæri til þess að gera sjer dagamun. Gjafir voru gefiiar í tilefni þess, og það varð að fastri venju að setja eitthvert ákveðið efni í samband við á- kveðinn afmælisdag. Fyrsti afmælisdagurinn var kendur við pappír, fimti við trje, tíuridi við tin, tólfti við silki, fimtándi við krystal, tuttugasti við postulín, tutt- ugasti og fimti við silfur, þrí- tugasti við fílabein, þrítug- asti og fimti við kóral, fertug- asti. við rúbín, fertugasti og fimti við safír, fimtugasti við gull, fimtugasti og fimti við smaragð, sextugasti við de- inent. Venjulega eru mest hátíða- höldin á silfur- og gullbnið- kaupsdaginn. Vz pund fiskfars, salt. Ýsan þvegin vel og afhreistr uð. Hryggurinn skorinn úr, þannig að ýsan líti út sem heil sje. Saltinu stráð á og smjörinu í smábitum. Ýsan fyllt með farsi og saumað fyrir. Síðan er hún soðin á fiskgrind eða í víð- um potti (í ljereftsklút) og lát in sjóða hægt í 30 mínútur. Borin á borð með bræddu smjöri eða ljósri sósu (t. d. karry, kabers eða sítrónusósu) og soðnum kartöflum. u Vitiðþjer- ■— að nú í smjöreklunni er prýðilegt að hafa dálítið af lauk út í smjörlíkið, þegar það er haft út á fisk. Það þarf ekki mikið af honum, en hann tekur alveg af, hið leiðinlega smjör- líkisbragð. Húsráð Ef skóhornið vantar. Ef skóhornið finst nú hvergi, einmitt þegar við þurf um á því áð halda, eins og stunduril kemur fyrir, má í staðinn notast við endann á handklæðinu eða vasaklútn- um. Ilann er lagður niður í skóinn, og skórinn dreginn upp á fótinn, um leið og mað- ur dregur handklæðið óöa vasaklútinn að sjer. Skrifstofan íslensk Ull hef ir að undanförnu geíið út riokkra) bæklinga til stuðn- ings starfi sínu og til leið- beiningar þeim, er vilia virina úr íslenskri ull i heimahús- um. Hjer í blaðinu hefir áður verið getið um bókina „Prjón- les”, eftir Katrínu Árnadóttur, en það er kenslubók handá' byrjöndum í vjelprjóni og til leiðbeiningar þeim, er stundað hsfa vjelprjón í heimahúsum. Hjer mun einnig hafa verið getið áður um lítið kver, „Jurtalitun”, en í því eru, eins og nafnið bendir til, leið beiningar um jurtalitun. . Nú í haust kom út þriðja bókin. í henni eru mörg falleg mynztur, er má prjóna, vefa og sauma eftir. Á fvemstu síðu er t. d. mynd af 100 ára gamalli sessu, en í oókinni eru í allt þrjátíu myndir af mismunandi bekkjum. Er út- gáfan öll mjög smekkleg og vönduð, og hefir Steíndórs- prent h.f. annast prentunina. Bókin kostar aðeins sex krónur, og fæst á skiifstofu „íslenskrar Ullar” í Suður- götu 22, hjer í Reykjavík. KÁPUBIJÐIIM, LAUGAYEGI 35- selur, eins og að undanfömu það, sem hentar hverjum einstökum best fyrir jólin. KÁPUR á fullorðna, unglinga og börn- Dagkjóla, Samkvæmiskjóla, Undirföt, Náttkjóla. TÖSKUR í úrvali- Einnig samkvæmistöskur. PELSAR í úrvali (Persianer, Persianer- lamb, Indian-lamb, Bizan, Beever-lamb og Corner). LEIKFÖNG í úrvali seljast MJÖG ÓDÝRT til Leiður vani Það eru ekki aðeins óvita- börn, er hafa tilhneigingu til þess að stinga upp í sig öllu, sem þau snerta á. Fullorðið fólk gerir þetta einnig. Það stingur upp í sig bíómiðum, peningum og horninu á dagblaðinu sínu. Naglar og nálar er geymt í munninum, sje verið að smíða eða sauma. Sjálfs agtþykir að tyggja end ann á pennastönginni sinni eða blýantinum o. s. frv. Það er í sjálfu sjer leiður vani, að stinga því í munninn, er alls ekki á þar heima, og það ætti enginn siðaður maður að gera. V En þetta getur einnig verifí stórhættulegt. Dæmi eru til þess, að menn hafa gleypt nálar eða nagla, svo að orðiSJ hefir að gera á þeim hættulega uppskurði eða þeir jafnvel dáið. Þá geta naglarnir einnig verið ryðgaðir, og hl’utir eins og pen- ingar, pappír eða bíómiðar, er hafa gengið í gegnum ótal hend ur geta oft borið bakteríur í þúsundatali. ■ Það er einnig óvani að sleikja blekuga penna. Það kann að virðast ótrúlegt að nokkrum manni detti í hug, að sleikja blekuga penna, en það er nú samt svo. Þótt blekið sjálft sje ekki eitrað, geta leynst í því bakteríur, og sje t. d. Iítil rispa á vörinni, getur bakterían bor- ist' út‘í blóðið í gegnum hana. LJr matmúólvi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.