Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 6
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Á að tvístra þjóðinni? ALÞINGI hefir nú ákveðið að fara þá leið í lýðveldis- málinu, sem stjórnarskrámefnd lagði einróma til á síð- astliðnu vori að farin yrði. Samkvæmt tillögu stjórnar- skrárnefndar skyldi dagurinn 17. júní Í944 valinn til stofnunar lýðveldis á íslandi. Alþingi hefir á þetta fallist og tilkynt alþjóð hvernig málsmeðferð verði háttað. Skal ir Alþingi kvatt saman til reglulegs fundar eigi síðar en 10. janúar næstkomandi og þá verður lýðveldisstjórnarskrá- in afgreidd. Síðar í vetur, eða' í vor, verður svo þjóðarat- kvæðagreiðsla um málið. Kemur svo Alþingi á ný sam- an kring um 17. júní, en þann dag verður lýðveldið stofnað. ★ Þar sem Alþingi hefir tekið ákvörðun í þessu máli, verður að vænta þess, að hver einasti Islendingur geri nú skyldu sína. Og fyrst og fremst verður að vænta þess, að gleymdur verði nú sá ágreiningur, sem staðið hefir um skeið og deilt- hefir verið um, varðandi leiðina að takmarkinu, sem allir eru sammála um. Það væri óhæfa og gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar, ef menn hjeldu áfram að deila um formsatriðin, eftir að Alþingi hefir tekið sínar ákvarðanir í málinu. Á þetta er mint nú, vegna þess að Alþýðublaðið held- ur í gær áfram á sömu óheillabrautinni og það hefir áður verið á, þrátt fyrir boðskapinn frá Alþingi. Heldur blað- ið nú fram þeirri fáheyrðu blekkingu, að Alþingi sje 'að sundra þjóðinni, er það tekur ákvarðanir í fullu samræmi við samkomulagið, sem stjórnarskrárnefnd gerði. Ef þjóðin hefði verið spurð, áður en þingið tók ákvörðun, myndi svar hennar án efa hafa orðið á einn veg: Með tillögu stjórnarskrárnefndar, sem fulltrúar allra þing- flokka stóðu að. Hitt getur svo Alþýðublaðið gert upp við sjálft sig, hverjir það eru, sem reynt hafa að tvístra þjóðinni í þessu máli. Það þarf ekki annað en líta á nöfnin, sem standa undir áliti og tillögum stjórnarskrárnefndar, og athuga þau í sambandi við það, sem síðar gerðist. ★ Eins og kunnugt er, sendu 270 menn Alþingi nú í haust áskorun um, að fara aðra leið í sjálfstæðismálinu en þá, sem stjórnarskrárnefnd hafði markað. Vitað er, að flest- ir þessara manna- munu ekki skerast úr leik nú, eftir að Alþingi hefir tekið sínar ákvarðanir. Þeir munu af heil- um hug standa með þeirri lausn, sem nú er ákveðin, enda þótt þeir hefðu kosið aðra leið. Hinsvegar er enn óráðið, hver verður afstaða fárra þessara manna. Þeir hafa — fjórtán að tölu — skrifað stjórnarskrárnefnd brjef og farið þess á leit, að nefnd- in breytti ákvörðun sinni. Vitanlega gat nefndin ekki orðið við þeim ^tilmælum, enda hefði það verið bein svik við þjóðina. En þessir 14-menningar láta í veðri vaka í brjefi sínu, að þeir muni halda baráttunni áfram. Þeir segja: „Vjer munum telja það siðferðilega skyldu vora að leggja málstað vorn fyrir alþjóð íslendinga, svo að atkvæðagreiðslan um málið verði sem sönnust skýrsla um vilja þjóðarinnar“. í þessum orðum felst bein hótun. En það verða þess- ir menn að gera sjer ljóst, að sje það ætlan þeirra og takist þeim að tvístra þjóðinni í atkvaqþagreiðslunni um lýðveldismálið, vegna ágreinings um formsatriðin ein, verður út á við á það litið þannig, að íslenska þjóðin standi ekki einhuga um sjálfstæðismálið. Erlendar þjóð- ir líta aðeins á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, en gera sjer ekki grein fyrir hinu, að íslendingar voru að deila um formsatriði, og þessvegna kom þjóðin tvístruð. Meðal þeirra fjórtán manna,-sem hafa skrifað updir brjefið til stjórnarskrárnefndar, eru svo gætnir og vitr- ir menn, að því verður ekki trúað, að óreyndu, að þeir haldi áfram deilunni um formið, eftir að Alþingi hefir tekið ákvarðanir sínar. Slíkt væri meira ábyrgðarleysi en hægt er að ætla nokkrum íslendingi. MORGUNBLAÐIÉ Erienf yfirlit. HINA SIÐUSTU VHfU j hafa breytingarnar á Aust- I urvígstöðvunum ekki verið eins miklar og að undan- förnu, og má segja, að mikið sje farið að draga úr sókn Rússa, þótt hún sje ekki stöðv- uð enn, nema sumsstaðar. Það leit um tíma út fyrir, að mikið ætlaði að verða úr sókn þeirri, sem Rússar byrjuðu eftir fall Gomel, en svo virðist ekki hafa farið, enda er svæði það, sem sóknin er hafin á, frábærlega erfitt yfirferðar, vötnótt og með miklum skógum. — Sunnar hafa Þjóðverjar náð járnbraut- arbænum Korosten af Rússum og en virðist sem sVo að þeir haldi úppi sókn á svæðinu fyr- vestan Kiev, og lítur mest út fyrir, að þeirri sókn sje ekki stefnt að landvinningum, held- ur mannvígum í sem stærstum stíl, hvort sem það er satt eða ekki, að þeim hafi tekist að umkringja þarna og uppræta ýmsar rússneskar sveitir. Næsta einkennileg virðist viðureignin á Krímskaganum, og er þar ann að tveggja að Rússar spari mjög lið til sóknar, eða að Þjóðverj- ar eru þar sterkari en ætlað var, þótt einangraðir sjeu. * Hmn frægi attundi her er nu kominn yfir Sangro-ána á all breiðu svæði, og að minsta kosti langt inn í varnarstöðv- ar Þjóðverja, ef ekki í gegnum þær, og hörfa Þjóðverjar und- an norður á bóginn, en hægt, og veita öflugt viðnám. Fimti herinn hefir ekki hreyft sig enn sem komið er, en allar líkur benda til þess, að hann fari líka að fara á stúfana. Hefir þannig verið haldið uppi mikl- um loftárásum á varnarstöðvar Þjóðverja á þeim vígslóðum, enda mun það nú vera ætlun bandamanna að láta til skarar skríða á Ítalíu, þótt veður sjeu ekki sem best eins og stendur, og spáir jafn-varfærinn her- fræðingur og Cyril Falls því, að Róm verði tekin fyrir jólin. En hvort sem það rætist, eða ekki, þá er það víst, að harðir bardagar verða háðir á Italíu á næstunni. ★ Loftárásum bandamanna á Berlín heldur áíram, og var ein mikil árás gerð á borgina í yrrinótt. Segja flugmenn banda manna að varnir hafi aldrei verið eins harðar og í þetta sinnið, enda komu 41 flugvjel ekki aftur úr þessum leiðangri og er það óvenjumikið tjón. Ennfremur sögðu flugmennirn- ir, að Þjóðverjar hafi haft flug- vjelar til þess að varpa svif- blysum yfir bresku vjelarnar í allt að 80 km. fjarlægð frá borginni, og í bjarmanum af blysum þessum rjeðust svo or- ustuflugvjelarnar fram. ★ Nú mun standa yfir fundur þeirra Churchills, Roosevelts og Stalins, að líkindum einhvers- staðar í Persíu, og vgiður sjálf- sagt gefin út yfirlýsing að hon- um loknum. Munu margir bíða hennar með nokkurri eftirvænt íngu, þótt menn sjeu yfirleitt órðnir æði vanir ráðstefnum, fundum og yfirlýsingum í þess- ari styrjöld. Laugardagur 4. desember 1943 \JiLverjl óhripan: LJr ílacflc >■: i I 9 y ❖ Hitaveitan. HITAVEITAN hefir oft verið umræðuefni manna, hjer í bæn- um, en vafalaust aldrei eins og nú, eftir að búið er að hleypa vatninu frá Reykjum á nokkur hús. Menn eru óþolinmóðir, sem von er. Allir vilja fá heita vatn- ið sem fyrst. En vitanlega verð- ur það að ganga eftir röð og það verður að treysta þeim, sem um verkið sjá, að þeir geri alt, sem í þeirra valdi stendur til að flýta verkinu. Jeg er líka sannfærður um, að það er gert. Það er ekki síður hagur bæjarins heldur en notenda heita vatnsins, að það komi sem fyrst. Hinsvegar er það skiljanlegt, að fólk sje óþolinmótt. Kolakaup og ýmislegt fleira kemur til greina. Menn reyna því að reikna út, hvenær heita vatnið muni koma. Eins og er er ekki nokkur leið að segja með^peinni vissu hvenær heita vatnið kem- ur í þetta eða hitt húsið, nema í þeim götum, sem verið er að vinna við. Þar er hægt ,að sjá það nokkurnveginn upp á dag. Ættu menn að fylgjast með því hjá nágrönnum sínum, hvenær vatnið kemur í þeirra hús. Fjölda margir hringja, eða reyna að hringja til Helga Sig- urðssonar forstjóra til að spyrja hann um, hvenær heita vatnið komi til þeirra, en það er" ekki nokkur von til þess, að h?mn hafi tíma til að svara öllum þeim fyrirspurnum. Hann myndi ekki gera neitt annað og hefði þó ekki við. En störf hans eru marg þætt og er ekki nema sann- gjarnt, að hann sje látinn í friði þessa dagana. Sama máli gegnir með aðra starfsmenn Hitaveit- unnar. Ef að Helgi Sigurðsson eða aðrir starfsmenn Hitaveitunnar vissu fyrir víst, hvenær heita vatnið kæmi í þetta eða hitt hús- ið, myndu þeir ábyggilega ekki þegja yfir því.En það er ný- býrjað á því að veita vatninu í húsin og því lítil sem engin reynsla fengin ennþá, hve langan tíma það tekur. Það getur verið, að þegar meiri reynsla er feng- in fyrir, hvernig verkið gengur, að þá sje hægt að giska á, hve- nær heita vatnið komi í það og það hverfið og þá geta menn verið vissir um, að það verður birt. Starfsbróðir minn gagnrýndur. YFIRLEITT og nærri altaf hefi jeg neitað að birta brjef frá mönnum, sem deila á „kollega“ mína við hin blöðin, sem skrifa pistla í líkingu við mína. Þessir dáikar mínir áttu aldrei að vera rifrildisdálkar. Til gangur þeirra er m. a. að benda á það, sem aflaga fer með hóf- legum orðum og í þeim tilgangi að byggja upp og bæta úr.göll- unum, en alls ekki að rífa niður. En nú hefir mjer borist brjef frá kunningja mínum, góðum og gegnum borgara, sem telur að hann eigi vantalað við „kol- lega“ minn „Scrutator". Höfund- ur brjefsins er Sigbjörn Ármann kaupmaður og gef jeg honum hjer með orðið: Víkverji minn. Mótmælalaust hlýðir ekki að láta „collega" þinn „Scrutator“ í „Raddir almennings“ í dagblað- inu „Vísir“ áúsa úr skálum ann- að tveggja, reiði sinnar eða frá- munalegs ofstækiskends i sjálf- X ctg^le^ct líjLínu X t I byrgingsálits, því bið jeg þig fyr- ir þessar línur. Okkar litla þjóðfjelagi er eng- inn greiði gerður með því, að blaðamenn vanmeti það traust, sem þeim er sýnt, með því að hafa ótakmarkaðan aðgang að blaðakosti og rífi niður alla vel hugsaða og velmeinta hluti, hvort sem þeir eru nú andlegs eða efnalegs eðlis, enda þótt þeim kunni að vera að ein- hverju leyti áfátt“. „Gissur Þorvaldsson“. „JEG HLUSTAÐI á leikritið „Gissur Þorvaldsson“ í útvarp- inu á laugardagskvöldið —* og vil nú nota tækifærið til að færa öllum þeim, sem þar áttu hlut að máli, innilegt þakklæti mitt fyrir óvenju veigamikla stund. Útvarpsráði, leikendum og sjer í lagi skáldinu sje heiður og þökk. Við alla þessa aðila vil jeg segja: Meira — já, meira, og það einmitt úr sögum okkar. Það gæti orðið til þess, að þeim yrði veitt meiri athygli af upprenn- andi kynslóð, því miður mun ekki af veita. Útvarpið á að nota aðstöðu sína og kynna sögu þjóðarinnar, einrhitt á þenna hátt. Hin ungu skáld og sjer í lagi leikritaskáld eiga að sækja verkefnin í sögurnar okkar — þar er nógu úr að velja. Á und- anförnum öldum má telja, að ef til vill ekkert hafi gefið þjóð- inni eins mikinn andlegan og líkamlegan þrótt eins og lestur sagnanna á vökunni — enda kunnu sumir seinustu ættliðir forfeðra okkar þær utanað. En hvað er nú? Lið fyrir lið nenni jeg ekki að hrekja gagnrýni „collega“ þíns í sambandi við tilhögunina og útvarp á leikritinu. Gagnrýn- in öll er þvættingur og froða frá upphafi til enda, en þá kastar fyrst tólfunum, þegar hann fer að lítilsvirða Lárus og Þorstein Ö. Stephensen. Sá fyrnefndi dæm ir sig sjálfur, að jeg hygg, sá síðarnefndi er svo vel þektur og vel kyntur hjá bæði eldri sem yngri, og tvímælalaust, að öllum öðrum ólöstuðum, lang vinsæl- asti upplesari, leikari og barna- vinur, sem útvarpið hefir til þessa átt. . En hræddur er jeg um, að það yrðu margar óánægjuraddirnar, ef okkar ágætu og sjer í lagi ágætustu leikarar hætta að láta til sín heyra þar og á leiksvið- inu og þá sjer í lagi fyrir áeggj- an þessa þlaðamanns. Með þökk fyrir birtinguna. Þinn einl. Sigbjörn Ármann“. • Hættið að senda nafnlausu brjefin. . ENN EIN SINNI verð jeg að minna kunningja mína, sepi skrifa mjer á, að það þýðir ekki að senda mjer nafnlaus brjef. Daglega fæ jeg brjef með ágæt- um greinum og þörfum, en sem jeg get ekki birt vegna þes's, að höfundar geta ekki um nafn sitt. Stundum þyrfti jeg að ná tali af þeim brjefriturum, sem skrifa mjer í sambandi við það, sem þeir segja. Jeg vil því enn einu sinni mælast til þess, að þeir, sem skrifa mjer, láti getið nafns síns og heimilisfangs. Hjónaefni. 1. des. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Dagbjört Einarsdóttir, Bergstaðastr. 67 og Kristján Ó. Magnússon, skrif- stofumaður hjá Ó. Johnson & Kaaber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.