Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 11
Laugardag'ur 4. desember 1943 ORGUNBLAÐIÐ 11 íftlg vícki mm „Jeg veit ekki hvernig starf hans sem atvinnuelskhugi gengur“, sagði Madame háðs- lega. „Engum dylst að ópíum eyðileggur hneigð manna til kvenna. En hann er engu að allra snotrasti náungi. „Nei þarna kemur B. G. í allri sinni dýrð. Monsieur Chang!“ hrópaði hún, og veif- aði báðum handleggjunum. — En . bankastjórinn, sem var klæddur kínverskum búning, úr ljósgrænu silki hneigði sig aðeins lítilega um leið og hann gekk fram hjá. Hann leit að vísu lauslega á Helen. Augum manns, sem kann að meta kvenlega fegurð. Helen tók eft- ir augnaráði hans, eins og kona sem þekkir karlmenn. Hún brosti með sjálfri sjer. Madame hafði tekið eftir og notið hinna snöggu svipbrigða. „Þetta er B. G. Chang, á- hrifamesti maðurinn í Shang- hai eftir því sem menn segja“, sagði hún um leið og hann gekk burt.. „í stríðinu milli Chang Tsolin og Fong-Iuhiang hershöfðingja studdi hann báða aðila fjárhagslega. Fong hefir svarið að koma honum fyrir kattarnef. Þess vegna býr Chang hjerna á hótelinu. Einu sinni gerði hann sjer lítið fýrir og kyrkti þrjá menn, sem reyndu að ræna honum, Það er sagt, að hann sje svo sterkur að hann lyfti heilu nauti. En best er þó sagan um það, hvern- ið hann losaði sig úr greipum bófa í annað sinn. ímyndið yð- ur: Hann var að fara út úr bank anum, og áður en honum tókst að komast inn í bifreiðina stóðu tveir menn með skambyssu- hlaupin við bakið á honum. — Lögregluþjónn stóð skamt frá, en eðlilega gat B. G. ekki kall- að tjl hans. Hvað haldið þjer að hann hafi gert? Hann josaði belti sitt í snatri — þjer vitið að Kínverjar halda buxunum sínum aðeins uppi með belti — svo buxur hans fjellu á hæla niður. Eðlilega kom lögreglu- þjónn æðandi, er hann sá slíka óhæfu — risavaxinn Kínverja nakinn að neðan á miðju al- þjóðahverfinu — þannig bjarg- aðist Chang. Snarræði, finst yður ekki? Og þroskuð kýmnis _gáfa“. Russel virtist ekki hafa hlust að á þessa síðustu sögu Ma- dame, því að hann fitjaði á ný upp á fyrra umræðuefninu. „Þjer nefnduð ópíum, sagði hann syfjulega. „Allir tala um' ópíum. Er svo auðvelt að ná í það: hjerna?“ „Ekkert er jafn auðvelt, kæfi Monsieur Russel. Annarhvor maður hjerna hefir ópíum. Mjer hefir verið sagt, að það gangi sama máli um það, og um hvattarótarbrennivínið í Banda ríkjunum á banntímanum. — Ekkert er auðveldara, en að kaupa ópíum í Shanghai“. „Hvernig til dæmis“, spurði Russel. Helen leit snöggt og rannsakandi á hann. „Þjer þurfið ekki annað en að spyrja einhvern sem neytir ópíums“, sagði Madame glettn islega. „Eins og er þarfnast jeg um, að jeg held. Síðan Japanir rjeðust inn í Norður-Kína hef- ir ópíum, jafnvel morfín og vín flætt inn í landið“. „Mjer leikur hugur á að fara til Peking, ef þess er nokkur kostur“, sagði Helen til þess að breyta um umræðuefni. „Hún ef næsti áfengastaður okkar. Það er ljófca óheppnin að koma hingað einmitt þegar stríðið er að brjótast út“. „Það er alltaf stríð einhvers staðar í Kína“, sagði Madame Tissand. „Það er engin ástæða til þess að taka það hátíðlega. En hjerna kemur nú Chang Hjerna erum við Monsieur Chang — hjerna“. Dr. Chang var í nýstrokkn- um hvítum fötum og með nýj- an barðastóran stráhatt í hend- inni. Hann var í hvítum skóm, ljósgrænum silkisokkum og með bindi í sama lit. Hann ang- aði af hárfeiti og kölnarvatni. „Jeg bið þúsundfaldrar afsök unar, sje jeg of seinn“, sagði hann vandræðalegur. „Alls ekki. Jeg er viss um, að við höfum tíma til að sjá .alveg nógu mikið“, tautaði Russel. Frá upphafi hafði hann verið því mótfallinn að taka boði Kínverjans, en Helen þjáðist — af óslökkvandi fróð- leiksþorstá, og vildi sjá allt markvert, hvar sem þau ferðuð ust, og Bobbie Russel skorfi þrek til þess að gera annað en það sem kona hans ætlaðist til af honum. „Jeg á við, að við kærum okkur ekki um að gera of mik- ið ómak“, bætti hann við, því að Helen hafði brýnt vandlega fyrir honum nauðsyn þess að vera kurteis við Kínverja. Dr. Chang mótmælti kurteislega. Hann hafði boðist til að sýna Russelshjónunum hið mark- verðasta í Shanghai fyrir orð kínverska sendiherrans í Tokio. Hann var mikill vinur hans og hafðT skrifað honum, að mjög hefði verið dekrað við Rússels- hjónin í Japan og að Robert Russel tilheyrði ætt, sem hefði stjórnmálaáhrif í Englandi. — Það væri því^afar mikilvægt að láta hann fá gott álit á Nýja- Kína, til þess að vega upp á móti áhrifum Japana. Það var með þetta fyrir aug- um, sem Iutsing Chang, klædd- ur nýjum fötum frá hvirfli til ilja, angandi og brosandi, sveitt ur og vandræðalegur, gerði sitt ýtrasta hvað snerti hneigingar og beyingar, en þótt enskan væri ekki í sem bestu samræmi við hina kínversku kurteisi. Gríðarstór straumlínubifreið með ökumanni í hvítum ein- kennisbúningi stóð fyrir fram an gistihúsið. Chang hafði feng ið hana að láni hjá föður sínum til þess að hafa áhrif á Englend ingana. Dr. Chang tók upp talpípuna og gaf ökumanninum fyrirskip un á kínversku, hvert skildi halda. Hann var óðamála eins og venjulega, 'í)egar til hans kasta kom að skýra frá hinum miklu ftamförum í Kína. Bland aðar tilfinhingar gerðu vart við sig í brjósti hans. fyrirlitning á á aðskotadýrunum sem kúg- uðu og þrælkuðu þjóðina, beisk blygðunartilfinning vegna veik leika kynþáttar hans, og aðdáun á miklu sjálfstrausti útlending anna. Undarlegt sambland, sem allsstaðar einkendi viðskipti hvítu og gulu kynþáttana. „Við skulum staldra við í ein um af barnaskólunum okkar“ sagði hann við förunauta sína. „Börnin eru að æfa leikrit, og jeg býst við að yður þætti gam an að sjá hvað gert er í Kína á sviði kennslumálanna. Helen sá skelfingarsvipinn á andliti manns síns og flýtti sjer að svara: „Vissulega. Jeg hefi mjög mikinn áhuga á skóla- málum“. Það lifnaði yfir Yutsing við þessi uppörvunarorð hennar. ,,í næstu viku get jeg sýnt yður nokkuð, sem hlýtur að vekja undrun yðar: Skátamót, sem fimrn Jjúsund skátar úr hjerað- inu Kíangsi taka þátt í. Það er aðal hugðarefni mitt, frú Rus- (sel. Æskan, hin komandi kyn- slóð! Það er erfitt fyrir eldri kynslóðina að breyta lifnaðar- háttum sínum, en næsta kyn- slóð verður öðruvísi. Því get jeg lofað yður. Meira að segja Moses varð að dvelja í fjörutíu ár í eyðiaaörkinni með hinum útvöldu, uns ný kynslóð var fullvaxta. Hvað eru fjörutíu ár? Hvað eru hundrað ár í endur- sköpun þjóðar? Helen horfði á andlit hins smávaxna Kínverja, sem logaði af áhuga. „Þjer eruð biblíu- fróður?“ spurði hún kurteis- lega. „Jeg er kristinn“, svaraði hann hóglátlega. Bobbie tók engan þátt í samræðunum. Skólinn var drungaleg bygg- ing úr steinsteypu með gríðar- (stórum gluggum og leikvelli skamt frá. Þegar inp kom lykt- AVttVlIcSÍJÓlí Grunnhyggnu kerlingarnar Æfintýr eftiV P. Chr- Ásbjörnsen. / 3. „Ætlarðu að gera út af við manninn þinn, kona góð?“ spurði maðurinn. „Nei, jeg er bara að reyna að berja höfuðsmátt á þessa skyrtu“. Karlinn bar sig illa og sagði: „Æ, mikið skelfing er að þurfa að fara í nýja skyrtu. Og ef einhver gæti búið til höfuðsmátt á skyrtuna með einhverju öðru móti, þá skyldi jeg borga honum þrjú hundruð dali“. „,Ekki skal jeg verða lengi að því, ef jeg fengi skæri“, sagði maðurinn. Honum voru fengin skæri, klipti höfuð- smátt á skyrtuna, og hjelt svo áfram með peningana sína. Þarna var önnur jafn heimsk, hugsaði hann með sjer. Eftir langa göngu kom hann að bæ einum, þangað fór hann heim og ætlaði að hvíla sig þar. Kerling kom til dyra, bauð honum inn og spurði: „Hvað- an ert þú, maður minn?“ „Jfeg er frá Hringaríki“. „Æ, nei, er það mögulegt? Ertu frá himnaríki. Þá þekkirðu líklega hann Pjetur sáluga, manninn minn sem var?“ „Já, hann þekki jeg vel“, sagði maðurinn. „Hvernig líður honum þá?“ spurði kerling. „Æ, honum líður nú heldur illa“, sagði maðurinn frá Hringaríki. „Hann flakkar þar milli bæja og á hvorki föt- in utan á sig nje mat til þess að seðja sig á. — Og um peninga er auðvitað ekki að tala“. „Ó, mikil skelfing er að heyra þetta“, sagði kerling. „Hann þyrfti nú líka helst að vera svona staddur, hann, sem ljet svo 'mikið eftir sig. Það er hjerna herbergi fult af fötum, sem hann átti og hreint ekki svo lítill kistill fullur af peningum. Ef þú vilt fara með þetta til hans, þá skaltu fá bæði hest og kerru, til þess að koma því. Hann getur svo haft hestinn og kerruna, til þess að komast á milli bæja í Himnaríki, því ekki þyrfti hann nú að ganga“. Maðurinn frá Hringaríki fjekk nú fulla kerru af föt- um og stóran peningakistil, og eins mikið af mat og drykk og hann vildi, og þegar hann hafði borðað og drukkið nægju sína, settist hann upp í kerruna og fór sína leið. Þetta var sú þriðja, sagði hann við sjálfan sig. En maðurinn kerlingarinnar, því hún var gift aftur, var úti á akri að plægja og sá ókunnan mann fara frá bæn- um með hestinn og kerruna, sem hann átti alveg jafn mikið og konan hans. Hann hljóp þá heim og spurði US3VUL ekki neinna nautnalyfja. Það.hinum fáfróðu og siðlausu í- eru japönsk hótel — með stúlkjbúum annara heimsálfa, hatur stöðugt illu „Er Stjáni skapi?“. „Nei. læknirinn sagði hon- um í gær, að hann mundi aldrei geta unnið framar, og það hressti hann nú mikið upp“ ★ „Mamma, hvers vegna er Hansen læknir betri á kvöldin en daginn?“ „Hvaða vitleysa er í þjer barn?“ „Jú, í símaskránni stendur: Hansen læknir, sími 9944, best eftir kl. 6“. ★ Frú A: „Jeg þvæ demantana mína á hverjum degi úr kampa víni. Hvað gerir þú við þína, þegar þeir óhreinkast?“ Frú B.: „Jeg kasta þeim, og kaupi nýja“. ★ „Jeg á trygga konu. Þrisvar sinnum hefir hún hlaupið frá mjer, en komið aftur í öll skift in“. Á Kennarinn: Jæja Hans. Hvað er sá maður kallaður, sem segir annað en það, sem hann mein- ar?“ Hans: „Kurteis, herra kenn- ari“. ★ Læknirinn: „Þjer segið að barnið hafi gleypt fimmeyring. En þurfið þjer nauðsynlega að nota hann í kvöld“. ★ Kennarinn: „Hvernig var mögulegt fyrir hvalinn, að gleypa Jónas?“ Nemandinn: „Vegna þess að hann var einn af minni spá- mönnunum". ★ „Haldið þfer að það sje rjett, Jón, að konur lifi legur en menn?“ „Já. Að minsta kosti þegar um er að ræða ekkjur“. ★ „Hitti jeg Jóri Jónsson hjer?“ „Hann pr ekki hjer“. „Er langt síðan hann fór að heiman?" „Já, sjö ár“. „Þetta er nú í þriðja skiftið í þessum mánuði, sem þjer biðj ið um fyrirfram greiðslu". „Já, herra forstjóri, konan mín þarf nauðsynlega að nota peninga". „Dyrfist jeg að spyrja til hvers?“ „Já, það getur vel verið. Ekki geri jeg það“. ic „Það hefði getað farið illa fyr ir tengdamóður þinni áðan. —• Tveim mínútum e'ftir að hún stóð upp frá legubekknum, datt stóra klukkan niður í hann“. „Hm. — Klukkan sú hefir alltaf verið of sein“. "ér Hann: Hvað í ósköpunum hef ir skeð? Hvers vegna kemur þú heim með plástur á öðru eyranu? Hún: Plástur? Þetta er nýi hatturinn minn“. ★ „Lekur alltaf svona í gegn- um þakið?“ „Nei, bara þegar rigning er“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.