Morgunblaðið - 05.12.1943, Page 1

Morgunblaðið - 05.12.1943, Page 1
1500 smdiestir af sprengjum d Leipzig -4 Rússar nálgast Slobin London í gærkvcldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSAR skýra frá því í her- stjórnaftilkynningu sinni í kvöld, að þeir hafi tekið 30 þorp og bæi fyrir austan Slob- ip í Hvíta Rússlandi og að her- sveitir þeirra sjeu nú aðeins eina 12 km. frá þessari mikif- vægu borg við efri Dnieper. Á milli Slobin og Rogachev hafa Þjóðverjar enn nokkuð stóran brúarsporð á eystri bökkum Dnieperfljóts, en brúarspoi’ður inn minkar óðum, því að Rúss- ar sækja nú einnig að Roga- chev og eru komnir þar að Dnieperfljóti. Þá hafa Rússar einnig hald- ið uppi sókn vestur af Kremen- ,qhug og tóku þar 12 bæi og þorp í dag. Vestur af Kiev er ekki getið um neina bardaga í dag. Loilárás á Hong Kong. Reuterfregn frá Chungking í gærkvöldi segir svo frá því, að amerískar sprengjuflugvjelar, sem bækistöðu hafa í Kína, hafi í fyrradag gert snarpa loftárás á Hong Kong, hina miklu borg í Kína, sem nú er í höndum Japana. Myndin sýnir Hong Kong úr lofti. 5 ára drengur deyr í bílslysi ■ÞAÐ SORGLEGA SLYS vildi til í gærdag, að fimm ára gamall drengur, Jens Kristinn Þorsteinsson, sonur Þorsteins Guðmundssonar skipstjóra, Kaplaskjólsveg 12, varð fyrir herbifreið og beið bana. Slysið vildi til um kl. 14.30 í gær fyrir framan húsið Kapla- skjólsveg 11. Drengurinn var þegar fluttur í herbúðir, sem eru þarna skamt undan, en þar andaðist hann. Enn er ekki að fullu rannsak að, hvernig slysið vildi til. Þjóðverjar handtaka kvenstúdenta í Noregi London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun blaðsins frá Reuter. NASISTARNIR þýsku hafa svarað mótmælum þeim, sem borist hafa hvaðanæfa að úr hinum frjálsu löndum, út af handtökum 1200 norskra stúdenta og 65 prófessora, með því, að fyrirskipa Öllum norskum kvenstúdentum að gefa sig fram á næstu lögreglustöð, en kvenstúdent- unum var leyft að fara heim á dögunum, er handtökurn- ar við Osloháskóla fóru fram. Er talið, að Gestapo ætli einnig að taka kveristúdentana fasta og flytja í fanga- búðir. Nýja sóknin á Ítalíu gengur vel London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- blaðsins frá Reuter. SOKN SU, sem fimti her bandamanna á Ítalíu hyrjaði á fimtudaginn var hefir gengið að óskum þótt við alveg ó- venjumikla örðugleika hafi verið við að stríða. í dag er tilkynt að 5. her- inn hafi sótt fram 3 km. og þó það sje ekki löng leið að sjá á pappírnum segja hernaðar- sjerfræðingar að um mikinn sjgur sje að ræða. Handamenn verða að sækja að Þjóðverjum, sem verjast í hlíðum Appeninafjalla. Eru fjallshlíðarnar þama sums- staðar um 300 fet á hæð. Fimti herinn hóf sókn sína með ógurlegri stórskotahríð. JTefir slík skothríð eklci áður þekst í hernaðinum á Italíu, enda seg.ja þýskir fangar, að það liat'i ekki verið á valdi mannlegs máttax að standast Pramh. á hls. 10. Auk þeirra stúdenta, sem Gestapo hefir þegar handtekið, leitax hún um allan Noreg að þeim stúdentum, sem sluppu við handtökur á dögunum. — Feiknarmikil gremja ríkir hvar vetna á Norðurlöndum og' víð- ar útaf þessu dæmalausa at- ferli nazista. Samúðarkveðjur og mótmæli gegn athæfinu hafa komið frá fjölda löndum, þar á meðal eru talin hjer í London í dag; Danmörk, Finn- land, Island og Svissland. Fjöldafundir í Svíþjóð. En kröftugust hafa mótmæl- in verið í Svíþjóð. í hverjum einasta háskólabæ Svíþjóðar eru fánar dregnir í hálfa stöng og víða hafa farið fram mót- Framh. á 2. síðu. Óstjórnlegir eldar í borginni 12 klst. eftir árásina London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- blaðsins frá Rentér. ÓSTJÓRNLEGIR eldar loguðu í Leipzig í kvöld. 12 klukku- stundum eftir hina miklu loftárás, sem flugvjelar breska flughersins gerðu á borgina í nótt. Reykurinn frá eldunum. í borginni steig 8 km. í loft upp og flugmaður, sem sendur var til eftirlitsflugs yfir borgina síðari hluta dags í dag, sagðist hafa sjeð eldana er hann var kominn 350 km. frá borginni á heimleið til Englands. Þjóðhátíð Finna á morgun Á MORGUN, þann 6. des- ember, heldur ein af Norður- landaþjóðunum, Finnar, þjóð- hátíð sína til þess að minnast 26 ára sjálfstæðis síns, sjálf- stæðis, sem nú er að vísu svip- ur hjá sjón, eins og hjá svo mörgum öðrum þjóðum nú, í þeim hamförum, sem yfir heim inn ganga. Finnar áttu að baki sjer langa og harða og oft óg- urlega þjáningafulla sjálfstæð- isbaráttu, en eftir hið fyrra heimsstríð birti skyndilega fyr ir þeim og þeir sáu sína dýr- ustu óskir um frelsi og sjálf- stæði rætast. TyrklandsSorseli í Kairo með Roose- velf og ChurchilO ANKARA í gærkveldi —: Ó- staðfestar fregnir eru hjer á lofti um, að Inönu forseti sje farinn til Kairo til að ræða við þá Roosevelt forseta og Churc- hill forsætisráðherra, en þeir eru nú taldir vera komnir þangað frá Teheran. Undanfarið hefir mikið verið bollalagt um, að Tyrkir myndu fara í stríðið með bandamönn- um. Telja margir, að Tyrkir vilji vera með í ráðum, þegar Miðjarðarhafsmálin verða á- kveðin, en þeir hafa mikilla hagsmuna að gæta þar eins og á Balkanskaga. — Reuter. SKIPATJÓN SYÍA SVÍAR hafa alls mist 211 skip af ófriðarvöldum í þessu stríði. Voru þau samtals 864,- 785 smálestir og ljetu við þessa skiptapa 1.176 manns líf sitt. Göbbuðu Þjóðverja. Bresku flugmennirnir göbb- uðu Þjóðverja. Þeir ljetu líta svo út, sem ferðinni væri heit- ið til Berlínar. Fóru Mosquito- flugvjelar á undan sprengju-1 flugvjelasveitunum og stefndi hinni mikli flugfloti í áttina til Berlínar. Þýsku orustuflugvjel arnar komu á móti árásarflug- vjelunum og sló fljótt í bar- daga í loftinu. En alt í einu breyttu sprengjuflugvjelarnar um stefnu og hjeldu til Leip- zig. En MosqUitovjelarnar íóru yfir Berlín. Þegar Þjóðverjar loks áttuðu.sig á þessu, var það orðið um seinan. — Bresku sprengjuflugvjelarnar voru bún ar að losa sprengjufarma sína á hinu fræga Leipzigborg og komnar á leið heim aftur. Mikið tjón í borginni. Flugvjelar, sem hafa það hlutverk að leita uppi skot- mörk fyrir sprengjuflugvjel- arnar, fóru á undan aðalárásar flotanum og sleptu niður blys- um, sem lýstu upp skotmörk- in. Segir einn flugmaðurinn, er þátt tók í árásinni, að það hafi ekki verið hægt annað en að sjá skotmörkin þrátt fyrir að lágskýjað var yfir borginni. —• Bretar vörpuðu samtals 1500 smáléstum af sprengjum á borgina og er þetta því ein af mestu loftárásum styrjaldar- innar. (Talið var, að Þjóðverj- ar hefðu varpað niður 450 smálestum á Coventry). Þjóðverjar .• viðurkenna í frjettum sínum, að mikið tjón hafi orðið í Leipzig. Þýðingarmiklar verksmiðjur. Leipzig er ein af stærstu borg um Þýskalands. íbúar voru fyr ir stríð um 700.000. Þar eru miklar flugvjelaverksmiðjur. Hafa Þjóðverjar flutt þangað verksmiðjur, sem áður voru í Rínarhj eruðunum. Bretar mistu 23 sprengjuflug vjelar í árásinni og eina orustu flugvjel. Bresku flugvjelarnar Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.