Morgunblaðið - 05.12.1943, Side 5

Morgunblaðið - 05.12.1943, Side 5
Sunnudagur 5. des. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 5 Guðmundur Björnsson sýslumaður, sjötugur Guðmundur Björnsson er hraustur og hress, ljettur í spori og sællegur, enda segist hann muni verða nær hundrað ára, en í dag er hann aðeins sjö- tugur. Það er nú samt tuga- afmæli og með merkari tíma- mótum í lífinu, því þá er vana- lega dagsverkinu lokið og kvöldvakan byrjuð og hún get- ur oft verið skemtileg. Þessi fáu orð mín ættu því að vera líkust smá skólaræðu. Mjer finst jeg vera kominn að borð- inu til Guðmundar, hann situr jfyrir borðenda og við vinir hans, eldri og yngri, útfrá. Jeg stend upp og lyfti glasinu, eitt- hvað er í því, sem líkist whisky blöndu að lit, en nú er whisky orðið svo dýrt, að það er ekki fyrir uppgjafa embættismenn að kaupa það. Þetta getur verið ávaxtablanda, og látum við það gott heita. í gamla daga tók jeg eftir því að prestarnir skiftu ræðum sín- um í þrjá kafla, mjer fanst það tilvalið — einhvern veginn auð meltara. Jeg ætla líka að skifta þessari stuttu ræðu í þrent. Guðmundur Björnsson er bekkjarbróður minn, við sátum í sömu stofu allan skólatímann og sváfum í Langaloftinu þang að til að við hækkuðum svo í tigninni, að við vorum fluttir í Litlaloftið, þar sváfum við svo, við tíunda mann, i tvo vet- ur, en í Langaloftinu vorum við vanalega 30 saman. Það má geta nærri, að margs er að minnast frá öllum þessum kvöldvökum, að sagðar voru sögur, ort ljóð, spaugyrðum kastað og jafnvel hnútum. Og svo sex klukkutíma seta í skólastofunni daglega meðan á yfirheyrslunni stóð. Við hvert skólaborð sátu fjórir menn, og það borðið, sem var við vegg- inn og fjærst kennaranum, var nefnt efsta borðið, þar sátu mestu virðingamenn bekkjar- ins. Jeg man eftir því, að jeg hálföfundaði afmælisbarnið aí því að hann gat hallað sjer upp að sljettum veggnum í tímun- um, því bekkirnir, sem við sát- um á, voru baklausir, og ef við hinir, sem sátum við neðri borð in, hölluðum okkur lítið eitt aftur, þá rakst skörp rönd á næsta borði í bakið á okkur. svo við gátum ekki nolið f.'óð- leiksins, sem kennarinn jós yf- ír okkur, með eins mikiíli ró- semi eins og þeir á efsta borð- inu, enda vörðu þeir svo vel kastala sinn, að þeir urðu ekki þaðan hraktir fyr en upp vai staðið, til þess nutu þeir margra gagna, sem oflangt yrði hjer upp að telja, en eitt af vopnuin Guðm. Björnssonar skal jeg þó nefna, það var stærðfræðin. Hún fleytti honum yfir marga torfæruna, þar sem flestir hinna hiösuðu. Jeg hefi aldrei vitað neinn fljótari og vissari að reikna en Guðm. Björnsson, enda hjelt hann oftar duxsæt- inu meðan stærðfræðinnar naut við, en hún hvarf er upp úr fjórða bekk kom og þá voru heimspekin og '■ ræðusniídin komnar svo ofarlega í þeim Guðmundi Finnbogasyni og Stefáni Kristinssyni, að þeir fluttu upp fyrir hann með köfl- um, en þó var alt vandræða- laust. Jeg má ekki tala lengra mal um endurminningar frá skóia- árunum, þótt freistandi sje, en það skal þó sagt, að í þá tíð knýttust þau bönd milli skóla- bræðra og þó einkum bekkjar- bræðra, sem slitnuðu seint eða ekki. Skömmu eftir aldamótin var Guðmundur orðinn sýslumað- ur. Jeg man hve einkennisbún- ingurinn fór honum vel, þess- um stóra, myndarlega manni. Þegar jeg var barn, kom sýslu- maðurinn okkar, Benedikt Sveinsson, stundum að Þverá, þar sem jeg ólst upp. Jeg man hve mjer þóttu fallegir knapp- arnir á treyjunni hans og hve mjer fanst yfirvaldssvipur.'nn fara honum vel og jeg afrjeð að verða sýslumaður, en atvikin hömluðu því svo jeg fjekk aldrei neitt „uniform“ nema hvíta sloppinn. Þetta var nú útúrdúr, sem maður verður að leyfa sjer stöku sinnum í skóla- ræðu. Guðm. Björnsson var góður embættismaður, mannúðin og friðsemin stjórnuðu gangi hans og hann skipaði málum manna með vingjarnlegum og viturlegum fortölum, þurfti því sjaldan að kveða upp dóma, en kæmi til þess, hjálpuðust laga- þekkingin, skynsemin og sam- viskusemin að því að gera þá svo úr garði, að þeir komust oit óhaggaðir gegnum allar torfær- ur. Manntalið og fjárheimtur fyrir hið opinbere er stór þátt- ur í starfi sýslumannsins. Nú kom leiknin í reikningi að góðu haldi, var mjer sagt að frágang ur á skjölum og reikningum embættisins hafi verið prýðileg ur og alt fljótt og liðlega af hendi leyst. Á starfsárunum rekur maður sig óhjákvæmilega á eitthvað og einhverja í önnum og skark- ala lífsins, t. d. á stjórnmála- legum vettvangi, geta þá sm.á- ar skeinur af hlotist,sem vana- lega gróa þó fljótt. Afmælis- barnið komst ekki alveg hjá þessu; hann var og er áhuga- samur og einbeittur sjálfstæð- ismaður, velviljaður þjóð sinni og landi og neytti aðstöðu sinn- ar til þess að reyna að koma nytjámálum sveita þeirra, ev ’harts nutu við, í framkværnd*. Hann vann að því að Andakíis-^ fossarnir voru keyptir fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og að rannsókn fór fram á því, hvernig þeir gætu sem fyrst og best lýst og hitað þessar fögru sveitir. Vegamál sveitanna Ijet hann einnig mikið til sín taka. Síðasti kaflinn í þessari stuttu ræðu verður þá húsbóndinn og heimilisfaðirinn. Nálægt miðj- um embættisaldrinum varð Guðmundur valdsmaður í fæð- ingarsveit sinni, er hann var skipaður sýslumaður í Mýia- og Borgarfjarðarsýslum árið 1918. Svarfhóll, æskuheimili hans, stendur í miðju hjeraðinu. Þar er alt vafið grasi og umkringt veiðiám. Þarna fæddist Guð- mundur 5. des. 1873, og voru foreldrar hans 'Björn hrepp- stjóri Ásmundsson og kona hans, Þuríður Jónsdóttir, Hall- dórssonar, Pálssonar á Ásbjarn arstöðum. Þuríður var dugleg ljósmóðir og kom oft við sögu þar sem einhverja erfiðleiKa þurfti að yfirstíga í nágrenn- inu. Björn var af borgfirskum prestaættum kominn og 31. maður í beinan karllegg frá Ingólfi Arnarsyni að því er jeg best veit, enda varð það lýðum ljóst í okt. 1910, að víkingablóð rann í æðum þeirra Snæbjarn- ar hreppstjóra í Hergilsey og hans, er ^þeir hlupu undir reidda exi togaraskipstjóra, er var veiðiþjófur og vildi verja þeim uppgöngu á skip sitt — þetta var þá Guðmundur var sýslumaður i Barðastrandar- sýslu. Sýslumaður og Snæbjörn komust um borð í togarann, en skipstjóri sigldi með þá til Eng lands og hafði þá og síðar af því hina mestu raun. — Mun þessi sjóorusta og utanför lengi í minnum höfð. Við Guðmundur vorum ná- búar í Borgarnesi í mörg ár, heimsótti jeg hann oft í stóra hvíta húsinu, sem hann ljet reisa vestan til í þorpinu, þar var oft gestkvæmt o£ glatt á hjalla og voru þau hjónin sam- taka í því að gera gestunum dvölin sem ánægjulegasta. — Börnin voru mörg og efnileg og gerði það heimilið tilkomu- meira og glaðværara. ■— Hin ágæta kona Guðmundar, Þóra, dóttir Júlíusar Halldórssonar læknis og konu hans Ingibjarg- ar Magnúsdóttur frá Grenjað-. arstað, hefir verið honum mik- ill styrkur á lífsleiðinni. Þessa sögu mætti segja miklu lengri, en það verður þá gert einhvern tíma síðar. En nú sýp jeg úr glasinu og óska afmælis- barninu allra heilla. í. G. Kviknar í bíl í gærkvöldi um klukk- an 8 var slökkviliðið kallað inn á Hverfisgötu. Hafði kviknað í fólksbifreið. Þegar slökkvi- liðið kom á staðinn hafði amer- íska herlögreglan slökt eldirín. Skemdir urðu litlar á bifreið- inni. > > Ný bók: Vormoður Noregs Ævisaga HANS NIELSEN HAUGE Eftir Jakob B. Bull Ástráður Sigursteindórsson, cand. theol., þýddi. Ilans Nielsen Ilauge var einhver stórbrotnasti og besti sonur Noregs. Ilann var vormaðurinn, sem und- irb.jó jarðveginn fyrir andlega og verklega menningu þjóðarinnar. Enn í ,dag er talið að þjóðin búi betur að starfi hans en jafnvel nokkurs sinna ágætu sona. Og vjer skiljum betur jirautsegju og karlmennsku norsku þjóðarinnar um þessar mundir, ef vjer þekkj- um sögu ITauge. Ævi Ilauge var stórbrotin og viðburðarík og liefir hinn kunni norski rithöfundur Jacob B. Bull reist honum veglegan minnisvarða með jiessari bók. Frá- sagan er færð í skáldsögustíl og gerir það bókina með afbrigðum skemtilega aflestrar og áhrifaríka. Bók þessi mun því lesin af ungum sem gömlum til ánægju og gagns. Fyrir jólin eru ennfremur væntanlegar: Heð tvær hendur tómar Saga eftiv Ronald Fangen. Theodór Árnason þýddi, og Guð er oss hæli og styrkur Ræður eftir sjera Friðrik Friðriksson haldnar í Danmörku í þessu stríði. Magnús Runólfsson, cand. theol., þýddi. Þetta eru alt úrvalsbækur, vandaðar að efni og frágangi, með sanngjömu verði. Þessar bækur verða bestu jólabækumar í ár. Hóhaaercim dlili ja T 1 t J > V ' W Vk » I li t t i 1 ' i v * * I k i V ¥ ? »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.