Morgunblaðið - 05.12.1943, Síða 7

Morgunblaðið - 05.12.1943, Síða 7
Sunnudagur 5. des. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 7 Yfírlýsing flokkanna. VEL VAR það til fundið hjá þingflokkunum þrem, að senda út yfirlýsing sína l. desember um það, hvernig eða hvenær sjálfstæðismálið yrði afgreitt. Nú er ekki lengur neinn vafi á afgreiðslu málsins. Þing kem- ur saman 10. janúar, til að af- greiða stjórnarskrárfrumvarp milliþinganefndar, sem lagt var fram í apríl í vor og lýðveldi stofnað ekki síðar en 17. júní 1944. Afstaða forystumanna Al- þýðuflokksins er líka greinileg. Alþýðublaðið kallar yfirlýsingu þingflokkanna þriggja frum- hlaup, sem gert sje til sundr- ungar þjóðinni. En hvernig hafa forystu- menn Alþýðublaðsins yfirleitt hegðað sjer í þessu máli? — Undirskrifuðu þeir ekki nefnd- arálit milliþinganefndarinnar í vor, Haraldur Guðmundsson og Stefán Jóhann Stefánsson og hlupu síðan frá undirskrift sinni í sviksamlegum tilgangi við helgasta mál þjóðarinnar? Svo heldur veslings Alþýðu- blaðið að hægt sje að tala um að flokkarnir þrír, sem standa saman um afgreiðslu málsir\s, * sjeu að sundra þjóðinni af því að þeir vilja ekki hnýta sjer aftan í þá menn, sem af ráðn- um hug vilja fresta afgreiðsl- unni í þeim eina tilgangi, að þeir geti fundið einhverja leið til að spila málinu, áður en lýk- ,ur. Ræða ríkisstjóra á fullveldis- daginn hnje mjög að því, að þj$ðin yrði að standa sameinuð í þessu máli. Og það er rjett. En ef undanhaldsmenn ætla að taka þau orð ríkisstjórans sjer til inntekta, þá fara þeir villur vegar, því það er vitað mál, að þeir eru ekki nema fámennur hópur samanborið við hinn mikla meirihluta, er vill af- greiða málið á næsta ári. Eng- inn getur ætlast til þess, að lýð- ræði verði túlkað á þann hátt, að lítill meirihluti fái að ráða gangi höfuðmála, fjöldinn að beygja sig fyrir dutlungum' hinna fáu. Þjóðleg vcrðniæti. í HINU MIKLA styrjaldar- umróti er mikið talað um þjóð- leg verðmæti, og við smáþjóðin verðum að leggja kapp á að varðveita þjóðareinkenni okk- ar. Manni sýnist það ætti að tak- ast í afgreiðslu sjálfstæðismáls- ins. Það er ekki líkt íslend- ingum að vera sammála. Tækj- um við upp á því, þá er í burtu máð eitt af sjerkennum okkar. Það kann að vera að menn kæri sig ekki mikið um varð- veislu þessa sjerkennis. En yrði þjóðlífið ekki svipdaufara, ef við hættum að rífast? Ekki vil jeg mótmæla þeim orðum ríkisstjóra, að best færi á því útí frá, að þjóðin stæði sameinuð sem einn maður, við endanlega afgreiðslu og at- kvæðagreiðslu sjálfstæðismáls- ins. Þetta getur orðið enn. Und- anhaldsmennirnir hafa nægi- legt ráðrúm til þess að sjá, að þeim og þjóðinni er fyrir bestu að ekki sje gerður ágreiningur, þegar til atkvæðagreiðslunnar kemur. En úlfaþytur undanhalds- manna heíir að vissu leyti gert málinu gagn. Á annan hátt en REYKJAYÍKURBRJEF 4. desember. þeir ætluðust til. Ef forystu- menn ÁlþýðUflokksins hefðu ekki skorist úr leik, eftir að fulltrúar hans í milliþinganefnd höfðu þó með undirskrift sinni látist sem þeir væru á sama máli og hinir flokkarnir, þá hefði ríkt óeðlileg þögn um málið. Almenningur hjer í landi kann ekki við slíka þögn um mikilvægustu mál þjóðarinnar. Þögnin hefði útí frá verið virðu legust. En ósamkomulagið hefir orðið til þess að almenningur skilur betur en ella hvað um er að vera. I framtíðinni. EFTIR AÐ stofnað er íslenákt lýðveldi að nýju, þá væri rjett að fá því þjóðareinkenni smátt og smátt breytt, er vanið hefir okkur á að vera altaf að ríf- ast. Mælt er að fámennir hópar heimskautafara eigi* það á hættu að stæk úlfúð rísi á milli þeirri, í einangruninni geti þeir orðið svo leiðir á því, að sjá altaf sömu andlitin i kringum sig. Rifrildishneigð íslendinga er af líkum toga spunnin. Hún á að einhverju leyti rót sína að rekja til einangrunarinnar. Menn hafa leiðst út í deilur við náungann, til þess að láta eitt- hvað gerast í kringum sig. Gáf- aðir atorkumenn höfðu fyrr á tímum ekki nægileg verkefni til að glíma við í daglegu lífi sínu. Atvinnurekstur þeirra gekk í viðjum vanans. Vísindalegui áhugi var ekki vakinn fyrir einu njé neinu. Menn þurftu að brýna mátt sinn og vilja á einhvern hátt. Og það var gert með málaferlum, deilum og þjarki um lítilsverða hluti. Þetta breytist, þegar einangr- un þjóðarinnar hverfur. Menn fá fleiri áhugamál, fleiri hugð- arefni. Og aukin mentun opnar augu manna fyrir viðfangsefn- um, sem áður lágu niðri. Viðs- vegar um land eru nú t. d. menn, sem eyða öllum frístund um sínum til rannsókna á nátt- úru landsins. Hjer þarf að hefj- ast ný náttúrufræðiöld. Þjóðin þarf að beina kröftum sínum ti' þess að rannsaka sem besc náti- úru landsins. Af þeirri þekking skapast nýir lífsvegir, meiri lífsánægja, hollara líf. Heita vatnið. UNDANFARNA DAGA, sið- an heita vatnið fór að streyma frá Reykjum í Mosfellssveit til bæjarins, er verið að prófa bæjarkerfið, svo vatnið hefir ekki dreifst í hitalagnir hús- anna. Hefir oft staðið heit vatns buna út í Tjörnina, svo þar hafa risið miklir gufubólstrar eins og úr hver. Vegfarendum, sem ganga fram hjá Tjörninni, finst til um það, að láta hitann fara svona til ónýtis. Sem betur fer, verður það ekki lengi. Því nú er farið að setja hitalagnir hús- anna í samband við veituna. En hversu mikið er það ekki, sem enn fer til spillis og ónýtis hjer á landi. Meðan gufustrók- arnir stigu upp úr jörðinni á Reykjum i Mosfellssveit, fann maður ekki til þess, að hitinn fór þarna til ónýtis. Og meðan fossar eru óvirkjaðir, fallvötn renna lausbeisluð til sjávar, meðan hjer eru ekki verksmiðj- ur eða tæki til að fullvinna afurðir landsmanna, eða vinna sjer upp nauðsynjavörur, eins og áburðarefni fyrir landbún- aðinn, þá hafa menn það ekki fyrir augunum, hve mikil verð- mæti eru látin ganga þjóðinni úr greipum. Til þess að nema landið til fulls, þarf fjármagn, og það ekki lítið. Hitaveitan hefir t. d. orðið dýr. Þó hefir stofnkostn- aður hennar, þrátt fyrir dýrtíð og styrjaldarálag á allan kostn- að, ekki orðið meiri en svo, að ef vatnið sem hitagjafi væri reiknað með kolaverði eins og það var fyrir stríð, þá myndu hitagjöld þau greiða vexti af stofnkostnaði og rekstur allan. Svo Hitaveitan jafngildir því að bærinn hafi eignast kola- námu er veltir upp úr sjer 35—50 þúsund tonnum af kol- um á ári, fyrir verð, sem er hið sama og var á kolum fyrir stríð. En vegna fjárhagsaðstöðu bæjarins er sjálfsagt að greiða niður stofnkostnað veitunnar, eftir því sem kringumstæður frekast leyfa. Því að eiga veit- una fyrir lægra verð, eða borga niður stofnkostnað og ljetta vaxabyrði af rekstrinum, er sama sem að leggja fje í spari- sjóð. í Noregi ÞAÐ MÁTTI EKKI minna vera, en stúdentarnir notuðu sjer tækifærið 1. desember og vottuðu norskum stúdentum samúð sína í hörmungum þeirra. Handtaka stúdenta og prófessora Oslóarháskóla er eitt hvert stórfeldasta gerræði sem Þjóðverjar bafa enn framið í Noregi. Og er þá mikið sagt. En þessi atgangur þeirra er líka táknrænn fyrir stefnu og starf núverandi forráðamanna Þýskalands, er telja alla menn rjettlausa, sem snúast gegn. tryllingslégum ofbeldisverkuni þeirra. Þjóðverjar vita sem er, að þeir fá aldrei tortýmt norskri þjóðarsál, af því hún verður ekki skotin upp við vegg, eða myrt á næturþeli. En þetta kemst ofbeldið lengst í blindu hatri á menningu og menning- arverðmætum norsku þjóðarinn ar, að handtaka alla kennara og nemendur háskólans í Osló, þurka þannig út alla kenslu, allar rannsóknir, vísindastörf og andlegt líf þessarar stofnunar, en hneppa þá í fangabúðir, sem eru leiðtogar í mentalífi lands- ins og þá, sem undirbúa sig til slíkrar leiðsögu í framtíðinni. Terboven landstjóri Þjóð- verja ljet skila því til prófess- ora og stúdenta, að þetta spor væri stigið nú, vegna þess, að nýlega hafði kviknað í hátíða- sal Háskólans. Slík skemdar- starfsemi hefði ofboðið þolin- mæði hinna þýsku valdhafa(!) Ekkert er vitað um hver var valdur að þessari litilfjörlegu íkviknun. En ef ráðið er af fyrra framferði nasista, er lík- legt, að engir hafi verið þar að verki, aðrir en þeir sjálfir. Það eru þeirra ær og kýr. Að fremja glæpi og refsa andstæðingum sínum fyrir alt saman. Hörmungar Norðmanna eru miklar, og Dana sömuleiðis síð- ustu 3 mánuði. En það er hugg- un í öllum þeim vanda, að allir vita, að þessar frændþjóðir láta ekki bugast, en vilji þeirra og andstaða styrkist við hverja raun, gegn hinni glórulausu harðstjórn Þjóðverja. Guðrún Kristmundsdóttir frá Smyrlabergi Guðrún Kristmundsdóttir frá Smyrlabergi á sextugsafmæli í dng. Á þeim tímamótum getur hún horft ura öxl yfir dáðríkt æfistarf í öruggri vissu þess, að þótt það starf væri unnið í kyr- þey, verður þó minning þess geymd með þakklæti í hugum allra, sem henni kyntust. Guðrún er fædd að Ásbjarn- arnesi í Vestur-Húnavatns- sýslu, 5. desember 1883,.dóttir Kristmundar bónda Guðmunds sonar, er síðar bjó í Melrakkar dal. Átta ára gömul misti hún móður sina, en skömmu síðar kvæntist faðir hennar aftur. — Þau systkinin voru alls 21, og var Guðrún elst þeirra. Var því snemma þörf á hjálp hennar við búskapinn og önnu heimilis- störf. Gekk hún að staðaldri að ýmsum útistörfum, jafnvel skepnuhirðingu á vetrum, til 19 ára aldurs ög geta þeir einir gert sjer hugmynd um hvílík þrekraun það hefir verið fyrir barnunga stúlku, sem kynst hafa norðlenska vetrinum Guðrún var snemma námfús, en þeirri löngun sinni varð hún að fórna fyrir velferð þeirra, er henni voru kærastir. Árið 1907 hóf Guðrún bú- skap með Stefáni Jónssyni írá Sauðanesi. Bjuggu þau fyrst að Litla-Búrfelli, en síðar lengst af á Smyrlabergi í Torfulækj- arhreppi, V.-Húnvatnssýslu. — Áttu þau hjónin að staðaldri við þröngan kost að búa, en þó munu margir minnast með þakklæti hinnar dæmafáu gest risni þeirra. Var að jafnaði tal- ið sjálfsagt, þegar farið var i kaupstaðarferðir úr Svartár- dalnum, og fremri hluta Langa dalsins. að komið var við á Smyrlabergi og greiði þeginn af hinum gestrisnu húsbændum. Árið 1920 misti Guðrún mann sinn, eftir langvarandi van- heilsu. Stóð hún þó ein uppi með hinn stóra þarnahóp þeirra Alls höfðu þau hjón eignast 10 börn og var hið yngsta tveggja ára, en hið elsta 16, er faðir þeirra dó. Á þessum örlagatimum sýndi Guðrún fyrir alvöru, hvað í henni bjó. Með dæmafárri þrautseigju tók hún ein upp þá baráttu, sem áður hvíldi á herð um tveggja. Hún hjelt búskapn um áfram og greiddi smám sam an að fullu hinn þunga skulda- bag'ga, sem fallið hafði á heim- ilið eftir heimsstyrjöldina, vegna margskonar örðugleika, sem þá höfðu steðjað að. Má slíkt afrek teljast eindæmi, þeg ar jafnframt er tekið tillit til hinnar miklu ómegðar, er fyrir var að sjá. Slík afrek vinna þeir einir, sem aldrei líta á eigin hag, en fórna kröftum sínum ó- skiftum í annara þágu. En á- vexti þeirrar baráttu hefir Guð rún fengið að sjá í hinum mann vænlega barnahóp sínum. Tvö þeirra eru búsett í Reykjavík, Jón og Helga, þrjú á Blönduósi, Kristmundur, Páll og Hjálmar, Steinunn á Reykjarhóli í Þing- eyjarsýslu, Sigurlaug í Búðar- dal, Sigríður að Glæsibæ í Fljót um i Skagafirði, Unnir í IJtla- dal í Húnavatnssýslu og Gísli veitingamaður í Siglufirði, en hjá honum dvelur Guðrún nú. Ættingjar óg vinir senda Guð rúnú í dag hugheilar árnaðar- óskir með þakklæti fyrir liðin ár. Kunnugur, í Þýskalandi. HVE LENGI þolir þýska þjóð in sjálf þá kúgun og harðstjórn, sem hún á við að búa. Menn hafa verið að búast við því, að bylting brytist út innan Þýska- lands, og herstyrkur þeirra fjelli við það saman eins og spilaborg. KÚnnugir menn eru vantrú- aðir .á, að nokkuð slíkt get átt sjer stað. í Þýskalandi er Gesta po einvöld. Enginn þorir að hreyfa andmælum gegn yfir- völdunum. Hver maður, sem sýnir minstu óhlýðni, er tafar- laust tekinn fastur. Menn þurfa ekki annað en sýna áhugaleysi við vinnu, þá eru þeir teknir í fangabúðir og lamdir með svipum til auðsveipni gagnvart valdhöfunum. Fólk má ekki hlusta á erlent útvarp. Dauða- hegning liggur við þvi. Svo er innilokun þjóðarinnar full- komin, og vantrú nasistanna sjálfra á sigurmátti stefnu sinnar, ef frjáls vilji manna og dómgreind fengi að ráða. Þegar á hörmungar þjóðar- innar er minst, hið vegalausa fólk, sem mist hafa heimili sín í loftárásum bandamanna, harð rjetti og skort, sem margir hafa við að búa, þá er þjóðinni lofað því, að úr öllu þessu rætist, þegar þýska herstjórnin er til- búin að táka í notkun „leyni- voþnið“, sem á að leggja Eng- land í auðn og tortíma Bretuni. Þá er sigurinn unninn, segir dr. Göbbels.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.