Morgunblaðið - 05.12.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1943, Blaðsíða 8
r MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. des. 1943. s Mentaskólínn- Fjölnir. Árshótíð Fjölnis .verður haldin í Oddfellowhúsinu mánudag 6. des. og hefst kl- 10 e. h. Aðgöngumiðar í Oddfellowhúsinu eftir kl- 4 sama dag. Dansnefndin- 5* t | Enskar ’> I * t V I I I X D II K K U R fjölbreytt úrval fyrirliggjandi. SIG. ARNALDS Umboðs- & Heildverslun. Sími 4950. I v Ý í i I Getum bætt við nokkrum | Bifreiðastjórum | til sjerleyfis- og innanbæjaraksturs I Bifreiðastöð Steindórs | «|»»IMim»MMII»tllMOMMMtlllMtlimil»«lt»tll»»ltMI»ll»tl»tllllllltllltMIIIIIIMIIIIMII»l»MtlHIIIMIfll»»»limillMM»IMtM? Eignin nr. 59 við Sólvallagötu er til sölu nú þegar- — Semja ber við Ólaf Þorgrímsson hrl. Austurstræti 14. Sími 5332. Jólatrjesskraul Loftskraut — Kertaklemmur — Kínverjar, knöll og ýmiskonar leikföng verður best að kaupa með- an úrvalið er mest. K. EINARSSON & BJÖRNSSON Bankastræti II. AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI Arni Finnbogason skipstjóri, fimtugur Á morgun verður fimtugur einn af ágætustu sonum Vest- mannaeyja, Árni Finnbogason, útgerðarmaður. Hann er fæddur að Norður- garði í Vestmannaeyjum 6. des- ember 1893, sonur hjónanna Rósu Eyjólfsdóttur og Finnboga Björnssonar, sem þar bjuggu. Móðir sína misti hann ungur. en faðir hans ljest í hárri elli síðastliðið sumar. Árni hefir alið allan sinn ald ur í Vestmannaeyjum og er Vestmannaeyingur í þess orðí bestu merkingu. Nokkrum ár- um eftir missi móður sinnar, sem hann harmaði mjög, flr.lt- ist hann alfarinn úr föðurbús- um til Björns bróður síns á Kirkjulandi. Árið 1916 kvænt- ist hann Aðalheiði Sigurðardótt ur frá Brekkuhúsi og þar hófu þau búskap sama ár, en fluttust síðar niður í kaupstaðinn og hafa búið þar til þessa dags. Þeim hefir orðið níu barna auð ið og eru átta þeirra á lífi, hjn efnilegustu. Árni er maður fríður svnum og föngulegur og þótti hann hið mesta glæsimenni á unga aldri. En auk þess sem Árni er glæsi- menni að vallarsýn, er hann mikill drengskaparmaður og fullyrða má, að þeir sjeu fáir, sem geta borið honum annað orð. Árni er greindur vel, hag- ur mjög til verka og hefir lagt gjörva hönd á margt. Eins og margra annara Vest- mannaeyinga hefir það orðið hlutskifti Árna um æfina að sækja gull í greipar Ægis. — Hann byrjaði sjósókn strax í barnæsku, fyrst á opnum bát- um, síðar á vjelbátum. Skipstjórn hefir hann haft á hendi síðan hann var um tví- tugt. Hefir honum altaf farnast vel, verið fengsæll og lánsam- ur formaður. Fyrsta árið, sem hann var formaður, þá á v.b. Happasæl, bjargaði hann báts- höfn, sem var í lífsháska stöad skamt frá svonefndum . Smá- eyjum. Það var aðfaranótt 6. janúar 1916, að v.b. Sæfara vantaði úr fiskiróðri, og þar eð veður var hið versta, óttuðust menn um afdrif bátsins. Fóru þá tveir bátar úr landi að leita og var Happasæll annar þeirra, en hinn hjet íslendingur. 'i'il þess síðarnefnda hefir aldrei spurst og fórst hann með ailri áhöfn, en Árni og fjelagar hans fundu bátinn, sem þeir leituðu að, komu um borð i hann drátt- artug og h-jeldu áleiðis til lands. En þegar þeir komu í Faxasund, slitnaði dráttartug- in og þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir reyndist ógerlegt að bjarga bátnum, en Árni tók á- höfn hans yfir í sinn bát og komst heill á húfi til lands. Þótti þetta hið mesta afreks- verk og var Árni sæmdur heið- urspeningi úr sjóði Carnegies. Hefir mjer sagt eínn þeirra manna, sem var með Árna í þessari för, að það hefði verið hreinasta snild að sjá, hvernig hann stóð að björgun þessari, þá aðeins tvítugur að aldri og í fyrsta skifti sem formaður. Árni var um margra ára skeið formaður fyrir aðra, þar á meðal Gísla J. Johnsen í all- mörg ár, en árið 1939 eignaðist hann v.b. Vin og hefir verið formaður á honum síðan. Einn er sá þáttur í fari Árna, sem er mjög einkennandi fyrir hann, en það er þrifnaður hans og snyrtimenska í allri umgengni. Hvort sem það er á sjó úti eða á heimili hans, dylst engum, að hjer er maður sem vill hafa hlutina á rjettum stað. Árni Finnbogason getur litið yfir liðin ár með ánægju. Þótt oft hafi yerið þröngt í búi og barnahópurinn stór, hefir Árni aldrei lagt árar í bát og hjer hefir hann notið ómetanlegs stuðnings konu sinnar, því að hún er ein af þeim konum, sem vaxa við erfiðleikana. Þau hjónin hafa verið samhent um æfina og ótaldir munu þeir vera sem þau í kyrþey hafa rjett hjálparhönd á erfiðum stund- um. Þetta skal ekki rakið hjer, því að engan greiða gæti jeg gert Árna verri en þann, að gera heyrum kunn góðverk hans, en þegar jeg skrifa um hann hundrað ára, þá skal jeg ekki hlífa honum! í tilefni fimtugs afmælisins munu margir minnast han^>g heimilisins með hlýju og þakk- læti í huga. Vinur. Landsspítalann vantar starfsstúlku um óákveðinn tíma í forföllum annarar. Upplýsingar hjá forstöðu- konunni- H E K L U-fiskibollur aftur fyrirliggjandi- Eggert Kristjánsson & Co. h.f. v \ OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ) X - 9 Eftir Robert Storra iíXXXXXX^^^O^XX^OOOOOCK^OOOOOOOO’ OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' /NTO 7HE WARDEN. i i ! VÖrður: — Alt í lagi hjer... .Hvað ætli gangi að fangaverð- inum? ■. ; - V t f í-.-í • ■ .>«••»»•’ I > sltfrfé* » j « a é, < trtrárt, rfrc rrrtt t r . / nr/,t -r* tm 4 rr*•**«' tt t f f * r* t r V M im/i« / r* », í*» r, r r rt * * «m ftrá't’.r . Eftirlitsménnirnir .í Quary-fangelsinu athuga fangaklefana, toftirjað ;X—r"9 hefir aðvarað þá um að eitthvað sje í aðsigi. * •: I • i'í'' t í ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.