Morgunblaðið - 05.12.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.1943, Blaðsíða 11
Sunnudagur 5. des. 1943. MORGUNBLAÐID II íftJ£ swnií aði allt af hreinlæti og sápu. ] í öllum stigum og göngum úði, allt og grúði af skólastúlkum í hirðbláum kínverskum bún- ingum, og lágvaxnar kenslu- konur með gleraugu og ein- beittar á svip hjeldu uppi aga. Jafnvel úti í bifreiðinni hafði Bobbie Russel haldið niður í sjer andanum til þess að venj- ast lyktinni af hinum kínverska leiðsögumanni. En nú tók hann upp vasaklút sinn og hjelt hon um fyrir nefið; hann hjelt að lítið bæri á því, en það fór engu að síður ekki fram hjá hinum viðkvæma dr. Chang. „Við erum mjög hreykin af loftræstingunni í þessum skóla", Sagði hann. „Loftinu er haldið á sífeldri hreyfingu með þar til gjörðum rafmagnsútbúnaði; það er hreinsað og kælt eða hitað eftir þörfum. Uppfinding in er amerísk. „Vitið^þjer að í Englandi er litið á slíkt sem hreinasta hje- góma", sagði Helen, sem skemti legast, bæði yfir viðleitni hins kínverska leiðsögumanns til þess að halda við athygli þeirra, og viðbjóðnum, sem eiginmanni hennar tókst ekkjLað dylja. „Skólarnir okkar njóta því aðeins vinsældar og virðingar, að þeir sjeu bæði dimmir og loftlitlir og sjeu byggðir eigi síðar en á sextándu öld". Dr. Chang hneigði sig, þegar minnst var á liðna tímann. — Þau komu nú inn í kennslustofu eina, sem full var af kínversk- um börnum. Þau horfðu öll fram fyrir sig; auðsjáanlega hafði kennslukonan bannað þeím að veita hinum erlendu gestum nokkra athygli. Dr. Chang kynnti fyrir þeim kenslu konuna, dyggðuga piparmey, sem ljet í ljósi ánægju sína yfir þessari virðulegu heimsókn á ágætrí ensku. Tjald, sem á voru letraðir stórir kínverskir stafir, var dregið til hliðar, og leiksýning hófst. Stúlkurnar á sviðinu sungu óg töluðu með skrækum og ó- eðlilegum röddum, og gestirnir skildu hvorki upp nje niður í neinu. Þrjú lítil börn krupu til hlið- ar á leiksviðinu og börðu litlar trumbur og hljófæri úr trje. Dr. Chang hvíslaði á meðan skýringum og hagfræðistað- reyndum varðandi nútíma al- þýðumenntun í Kína. Hávaðinn var kveljandi og Bobbie leit út eins og verið væri að draga úr honum tönn. Dr. Chang tók eftir því. „Mjer er enn í fersku minni kvöldið, sem jeg fór í Metropoli tan Operuna í New York", sagði hann með háði, sem var of hárfínt til þess að gestirnir skildu það. „Það var hræðilegt. Operurnar ykkar eru byggðar upp á sama hátt og leikritin okk ar. Raddirnar eru dulbúnar og þvingaðar og þráðurinn óskilj- anlegur, nema að maður skilji textann". Helen tók upp púðurdósina sína og tók að endurnýja á sjer andlitsfarðann. Molluhiti var í troðfullri stofunni og hitnaði stöðugt. ,,Hve lengi heldur þessu á- fram? spurði Bobbie og fannst honum, að hanh þyldi þetta ekki stundinni lengur. Dr. Chang laut niður að kennslu- konunni og hvíslaði einhverju að henni. „Um það bil fjóra tíma", sagði hann skelfdur á svip. „Þjer vitið auðvitað, að vjer lítum öðruvísi á tímann, en þið á vesturströndinni". Hon- um var þegar ljóst hvað koma myndi. Gestirnir myndu yfir- gefa skólann í miðju kafi, og hann sjálfur, kennararnir, skól- ir*i, börnin og öll hin nýja hreyfin myndi bíða við stórfeldan álitshnekki. Hann átti í hljóðskrafi við kennar- ann, fölur og biðjandi á svip, en hann hafði lokið við að af- saka sig, þegar Russel og kona hans ruddu sjer braút til dyra, mjög óþolinmóð. „Við vonum, að þjer hafið margt fleira að sýna okkur, og það mun því betra að eyða ekki of miklum tíma í þetta eina", sagði Helen, þegar hún sá fölt og örvinglað andlit Kínverjans, sem reyndi þó að brosa kurteis- lega. Eiginmaður hennar lagði ó- venjumikið á sig til þess að koma með hnittna skýringu. „Jeg þjáist af því sem læknar kalla „komplex", sagði hann. „Jeg sje aldrei svo skólastofu, að jeg komist ekki í hugarvíl. Jeg var Ijelegur námsmaður, og fæ ennþá martröð, er jeg hugsa til allra prófanna, sem jeg hefi orðið að taka". Dr. Chang hló þakklátum, en þvinguðum hlátri. ,,Jeg skil það. Jeg skil það prýðilega", sagði hann og var auðheyrt að honum ljetti. Þau stigu upp í bifreiðina aftur og óku af stað. _ „Það er heitt, finnst yður ekki". Það myndi ekki saka að fá sjer að drekka", sagði Russe*l því að whisky-sjúss hans frá morgninum hafði æst upp í hon um þorsta, sem aðeins meira whisky gat slökkt. „Jeg er viss um að vinir mín- ir í Civil Center hafa einhverja hressingu á boðstólum handa okkur". ¦ Þau þögðu alla leiðina til Kráugwau, því að sjerhverri þeirra var niðursokkið í sínar eigin hugsanir. Bobbie hugsaði án afláts um vín; hann bland- aði 'í huganum allar tegundir vínblanda en jafnframt því varð hann æ þystari, þreyttari og gramari. Helen hugsaði um Frank Taylor, sem hún átti von á að hitta við kínverska mið- degisverðinn, sem dr. Chang hafði boðið þeim til. Að vísu var henni það annt um Frank að hún kærði sig um að heim- sækja hann á skrifstofuna, þó var henni annara um hann en svo, að hún gæti gleymt honum alveg. Hann er allra geðugasti náungi, hafði hún hugsað síð- ustu dagana. Hvers vegna hring ir hann ekki til mín? Mjer þætti gaman að dansa við hann, hún dálítið óþreyjufull. Dr. Chang var þó enn þyngra hugsandi en hin tvö. Hann hafði hitt Meilan fyrir tveim dögum síðan, í fyrsta skipti. Hið óvænta, hið ófyrirsjeða hafði skeð: Hann hafði orðið ástfanginn af henni. Hann var eirðarlaus af þrá eftir hinum kæru og þaulæfðu ástarlotum hennar. Það umsneri öllu lífi hans. Það gerði hina fögru og rólegu sambúð hans og Pearl, tilgangslausa og fánýta. Starf hans, hlutverk hans í sköpun Nýja Kína, bardagarnir í Norð- ur-Kína, hin tvísýna framtíð lands hans: allt þetta virtist til gangslaust í sambandi við til- finningar þær, er hin hvíslandi rödd og ávölu brjóst Meilans vöktu hjá honum í dimmu her- bergi hans. Máltíðin, sem þeim var búin í móttökuherberginu í ráðhús- inu í hinu nýja glæsilega hverfi í Civic-Center, samanstóð af heitu sykurlausu te og lituð- um hrísgrjónasnúðum. Rus- sel varð óglatt af að horfa á þaðog skýringar hins hreykna dr. Chang fóru fyrir ofan garð og neðan hjá honum, þar sem hann var gagntekinn af þörf fyrir áfengi. , Gríðarstórar byggingar í kín verskum stíl með gömlu útflúri málað með nýjum anilin litum, lyftur, stigar, anddyri, skrifstof ur, gosbrunnar, marmarastytt- ur, veggir, sem virtust komnir að hruni. Kínverjar, sem töluðu ensku og Kínverjar, sem gátu aðeins brosað; og allsstaðar var hin sama megna sápulykt. Bobbie Russel aðframkom- inn af þreytu tók konu sína á eintal. „Ef við komumst ekki hjeðan þegar í stað líður yfir mig. Jeg er búinn að fá nóg", sagði hann ógnandi. „Jeg fer ekki feti lengra. Jeg æpi, ef við ekki komumst af stað tafar- laust". Helen sá að andlit hans varð alþakið stórum freknum. Það bar vott um, að hann væri far- inn að fölna. „Við erum að fara •áriuifeðfctl. Grunnhyggnu kerlingarnar Æfintýr eftir P. Chr- Ásbjörnsen. 4. kerlinguna, hver það hefði verið, sem hefði ekið burt í kerrunni með hann Brún fyrir. ,,Æ, það var maður frá Himnaríki", sagði hún. „Hann sagði að honum Pjetri heitnum, fyrra manninum mínum, liði svo skelfing illa, að hann flakkaði þar milli bæja og hefði hvörki í sig nje á, svo jeg sendi hann með öll gömlu fötin hans og kistilinn með silfurpeningunum, sem þú vissir um". Maðurinn sá strax hvað hjer var á seyði. Hann steig á bak hesti og reið eins og klárinn komst, á eftir mann- inum með kerruna, en þegar hinn varð þess var, að hann var eltur, teymdi hann kerruhestinn inn í skóginn við veginn, skar stóran hárlokk úr taglinu á hestinum og svo lagðist hann endilangur í brekku nokkra, eftir að hafa hnýtt taglhárinu í trje rjett hjá. Þarna lá hann svo og glápti upp í loftið. „Nei, nei, nei", sagði hann við sjálfan sig, þegar maður kerlingar kom ríðandi. „Nei, nei, aldrei hefi jeg sjeð neitt* svona skrítið. Jeg hjelt að svona nokkuð gæti ekki komið fyrir". Hann stóð um stund og var að hugsa um, hvort þessi, sem lægi þarna, væri galinn, eða hvað þetta væri eigin- lega, en loksins spurði hann: „Á hvað ertu að glápa þarna, maður?" „Jeg segi það aftur", sagði sá sem í brekkunni lá, „a'3 jeg hefi aldrei á æfi minni sjeð annað eins. Það ók þarna maður með brúnan hest beint upp í loftið, hjerna sjerðu hvernig slitnaði af taglinu á hestinum og er hjer enn á birkitrjenu, og þarna sjerðu, hvernig þeir aka af stað uppi í skýjunum". Hinn leit á skýin og svo á birkitrjeð og sagði: „Jeg sje ekkert annað en hrosshárið þarna í trjenu". „Nei, þú getur heldur ekki sjeð það þarna, sem þú stendur", sagði hinn. „En konndu og legstu hjerna hjá mjer og gláptu beint upp, og gáðu að því að hafa ekki augun af skýinu þarna". Og meðan maður kerlingar lá og glápti upp í skýin, svo honum vöknaði um augu, tók hinn hestinn hans og lagði af stað með hann og kerruhestinn og alt saman, og þegar fór að skrölta í kerruhjólunum úti á veginum, þaut hinn upp, en var þá svo ruglaður, að hann gáði ekki að að elta manninn frá Hringaríki, fyrr en það var um seinan. Nú stóð hinn eftir slyppur og snauður, en þegar hann kom heim og kerla hans spurði hvað hann hefði gert af úuhxT rm&vqujvJRx^ — Hjer er leiðinlegt að vera, ekkert skeður. — Það er nú helst að segja. Á morgun ætlum við að hafa sólmyrkva. * Tveir menn hittust í Hljóm- skálagarðinum snemma morg- uns. Þeir voru góðkunningjar. — Þú ert snemma á fótum í dag, sagði annar. —Já, jeg fór út til þess að geta fengið matarlyst, svo að jeg geti borðað morgunverðinn. — Þá eigum við samleið. Jeg fót út til þess að reyna að fá mjer morgunverð, til þess að geta fullnægt matarlystinni. * Á krepputímum. — Geturðu sagt mjer hver er munurinn á þöglum myndum útvarpi og peningum; — Nei. — Jú, þöglar myndir sjer maður, en heyrir ekki í, í út- varpinu heyrir maður, en pen- ,inga sjer maður hvorki eða heyrir. — Þú hlýtur að synda vel Pjetur frændi. — Hvers vegna heldurðu það. — Mamma sagði í gær, að þú værir feitur þorskur. • Móðirin: Hvers vegna komstu ekki með litla bróður þinn inn með þjer. Við ætlum að fara að borða. 1y._ Sonurinn: Já, en Litli bróðir er ekkert svangur. Hann var að enda við að borða snígil úti í garðinum. « • ;— Tommi farðu og gáðu að, hvað klukkan er. Tommi: Hún var rjett að slá eitt. — Ertu viss um það? Tommi: Alveg viss. Jeg heyrði hana slá eitt mörgum sinnum. • — Geturðu ráðið drauma? — Já, já. — Hvað þýðir það, þegar giftan mann dreymir, að hann sje ógiftur? — Það þýðir, að hann verður fyrir vonbrigðum, þegar hann vaknar. ¦— Kom lát Sigga þjer mjög á óvart? — Ekki get jeg sagt það. — Hann var nýbyrjaður að keyra bíl. * ' Dóttirin: Aumingja pabbi, nú hefir hann fyrir tveimur eiginkonum að sjá. Vinurinn: Soo — er hann Mormóni. Dóttirin: Nei, — en jeg er einnig gift. ____._ •' ... _ Eva: Hvernig er Mogens? Elsa: Alveg vonlaus. í gær- kveldi, þegar við sátum saman í stofunni, sprakk öryggi og Ijós ið slokknaði. Það, sem hann hafði mestan áhuga á, var að setja nýtt öryggi í. Hann: Hvað á jeg að gefa þjer til þess að fá koss? Hún: Klóróform. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.