Morgunblaðið - 05.12.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1943, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 5. des. 1943, Húsmæður ræða mjólkurmálin og smjörleysið HÚSMÆÐRAFJELAG Rvík- ur hjelt fund 3. des. í Vonar- stræti 4. Form. fjelagsins, frú Jónína Guðmundsd. ræddi um húsmæðranámskeið og þess- háttar. Frú Fjóla Fjf.ldsted hjelt ræðu um mataræðið, vöruvönd un og vörugæði. Bað húsmæð- ur að vera þar vel á verði og gaf ýmsar leiðbeiningar í þá átt. Þvínæst talaði hún um jólabakstur og gaf góð ráð. Var gerður góður rómur að máli hennar, og urðu nokkrar um- ræður þar að lútandi. Þá tók fundurinn fyrir mjólkurmálið. Soffía Ólafsd. ' tók þar fyrst til máls og bar fram tillögu, er hljóðar svo: ,,Húsmæðrafjelag Reykjavík ur vill enn á ný bera þær óskir sínar fram við Mjólkursamsöl- una, að mjólkin sje flokkuð niður eftir gæðum. Ennfremur •vill Húsmæðrafjelagið í þessu sambandi hvetja bæjaryfir- völdin til að athuga möguleika á því, að Korpúlfsstaðabúið verði starfrækt'á nýjan leik, er . aðstæður þar leyfa. Er það al- Veg sjerstaklega með tilliti til þeirra, er þörfina hafa mesta fyrir kostabestu mjólkina, að fjelagið æskir þessí:. Tillagan var samþykt ein- róma. Þá kom fram tillaga varð- andi smjörleysið í bænum, og er á þessa leið: „Húsmæðrafjelag Reykjavík- ur beinir þeirri fyrirspum til hæstv. ríkisstjórnar, hverju það sæti, að ekki hefir verið fáanlegt smjör nú um longri tíma. Og hvort breytingar til batnaðar megi vænta í þeim efnum bráðlega“. Þessi'tillaga var einnig' sam- þykt í einu hljóði. Urðu fjörugar umræður um þessi mál og tóku margar til máls. Að því búnu mintist form. með hlýjum orðum hins mikla athafnamanns Thor Jensens, er átti áttræðisafmæli þennan dag. Samþykti fjelagið með miklu i lófataki að senda þeim heiðurs hjónum sínar bestu kveðjur og árnaðaróskir 4 tilefni dagsins. Að lokum var samdrykkja og stiginn dans. VINNA FYRIR ALLA ÖRYRKJA. London í gær —: BEVIN verkamálaráðherra Bretlands lagði fyrir þingið frumvarp í dag, þar sem gert er ráð fyrir, að öllum öryrkjum verði sjeð fyrir atvinnu að ófriðnum lokn um, bæði þeim. sem verða ör- yrkjar af ófriðarástæðum, eða við vinnu sína. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að atvinnurek- endur, sem hafa 25 manns eða íleiri í vinnu, verði skyldaðir til að taka ákveðinn fjölda ör- yrkja í vinnu. Bevin gat þess, að fyrir stríð hefðu verið tald- ir 130.000 öryrkjar í Bretlandi, sem ekki gætu unnið handar- vik. Nú væri þessi tala komin niður í 18.000. — Reuter. • (slenska flugvjelin ,Hafömin' stórlaskast Fótabúnaður flugmanna Fl.ugmenn banclamanna, sem berjast gegn Japönum á Suð- vesfur-Kyrrahafssvæðinu, haia m.eð sjer stora og flugbeitta hnífa, til þéss að höggva sjer braut gegnum frumskógana, ef þeir verða að nauðlenda fjarri baekistöðvum sínum. Mynd- in sýnir hvernig hnífununi er fyrir koniið í stígvjelum flug- mamiaima. Var að hefja sig fil fiugs á Hornafirði með sjúkling. ÍSLENSKA SJÓFLUGVJELIN „Haförninn", laskað- ist mjög mikið í fyrradag, er hún var að hefja sig til flugs á Hornafjarðarós. Lenti vjelin á sandrifi, sem rjett flaut vfir. Engan sakaði, sem í vjelinni var. í flugvjelinni var sjúklingur í sjúkrakörfu, en flugvjelin hafði farið austur til að sækja sjúklinginn. Auk þess voru í vjelinni tveir farþegar, auk flugmannsins, Björn Eiríksson- ar. Óhappið vildi til um miðjan dag. Vatnið í Hornafjarðarósn- um er gruggugt og því slæmt að sjá torfærur. Hinsvegar er Björn Eiríksson gætinn flug- maður og þaulkunnugur þarna eystra, því hann hefir oft og mörgum sinnum bæði lent og hafið sig til flugs á þessum slóðum. Nánari fregnir um hvað flug vjelin er mikið löskuð eru ekki enn fyrir hendí, en kunnugir menn telja, að hún sje mjög mikið skemd og verði ekkert um það sagt að svo stöddu, hvort nokktir leið muni að gera við vjelina. „Haförninn” er „Waco”-vjel. Keypti Flugfjelag íslands hana hingað til lands árið 1940. — Hefir Björn verið lengst af með vjelina, m. a. í síldarleit núna í tvö undanfarin sumur. Nú er svo komið, að Flugfje- lag íslands á aðeins eina flug- vjel nothæfa, en það er stóra tveggja- hreyfla landflugvjelin. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Dóra Berg- þórsdóttir (Bergþórssonar bónda á Þórustöðum í Ölíusi) og Kon- ráð Axelsson frá Húsavík, starfs maður við Kaupfjelag Árnes- inga, Selfossi. Hermenn gera árás á bifrniðastjóra í GÆRKVÖLDI gerðu tveir amerískir hermenn svívirðilega árás á bílstjóra. Tildrög málsins eru þessi: Hermennirnir komu á Litlubílstöðina og báðu um að fá bíl leigðan, var Björgvin Ólafsson, bifreiðarstjóri, Skóla- vörðustíg 42 fenginn til að aka hermönnunum og ók hann þeim suður í Hafnarfjörð. — Ekkert sjerstakt ber til tíðinda fyrr en í bakaleiðinni, er komið er á móts við Þóroddsstaði, veit þá Björgvin ekki fyrr en honum er greitt höfuð högg. Við höggið missir hann stjórn á bílnum og rann hann út af veginum. — Sennilegt þykir, að flaska hafi verið notuð sem barefli. Kemst nú Björgvin út úr bílnum, inn í hús og hringdi hann þaðan á lögregsluna. Þegar lögreglan kom á stað- inn voru hermennirpir á bak og burt. Farið var með Björg- vin á slysavarðstofuna og kom þar I ljós að hann hafði hlotið þrjú stór sár á höfði, ennfrem- ur skurð í vinstri lófa. Að lok- inni aðgerð var Björgvin flutt- ur heim til sín. Fleiri fuiiveldis- kveðjur AUK ÞEIRRA fullveldis- kveðja erlendis frá, sem áður hafa verið birtar hjer í blaðinu, bárust ríkisstjóra eftirfarandi kveðjur: Frá íslendingum í Washington: „Ríkisstjóri íslands, Bessa- stöðum. íslendingar og íslandsvinir saman komnir á heimili sendi- herra senda íslensku þjóðinni og yður einlægar árnaðaróskir tilefni 25 ára fullveldisafmæl- is. — Thor Thors sendiherra“. Frá Dönum í Bret- landi: „Hans hágöfgi ríkisstjórinn Sveinn Björnsson, Reykjavík. Á þjóðhátíðardegi íslands óska frjálsir Danir í Stóra-Bret- landi að senda yðar hágöfgi am ar hjartanlegustu kveðjur á- samt bestu óskum um framtíð íslands og íslensku þjóðarinn- ar. — E. Reventlow, F. Kröy- erkielberg, J. Christmas Möll- er“. Frá Færeyingum: „Sveinn Björnsson ríkisfor- seti, Reykjavík. Heilir og sælir frændur á minnisdegi og verið vel a full- veldis breyt. Vær samfegnumst. A Lögtingi 1. desember. — Jo- annes Patursson, Rikard Long, Johs. Slettenæs, P. Petersen, A. Sörensen, R. Rasmussen, Th. Petersen, J. F. Kjoelbro, Ole Jacob Jensen, S. Ellefsen, P. Dahl, Robert Joensen". Frá Norðmönnum: „Ríkisstjóri Sveinn Björns- son Reykjavík. Á 25 ára minn- ingardegi um það, er Island kom i hóp frjálsra og óháðra ríkja sendi jeg innilegar'heilla- óskir og kærar kveðjur til Sögueyjunnar frá frændþjóð- inni í Noregi og frá norsku stjórninni. Johan Nygaardsvold i forsætisráðherra“. Yarðbáturinn Óðinn kemur með reka VARÐBÁTURINN ÓÐINN kom hingað í gær með reka hann, er fundist hefir vestur á Snæfellsnesi, undanfarna daga. Er hjer um að ræða ýmislegt úr bát, svo sem þóftur, 6 árar, byrðingur og krókstjaki, enn- fremur fiðurkoddi. Nýlega hef- ir fundist bjarghringur og var hann merktur v.b. „Hilmir,” skamt frá Saxhóli í Beruvík. Ekki var þó bjarghringurinn með reka þeim, er Óðinn kom með í gær, en rekaldið verður athugað hjer í Reykjavík á næstunni. mm hjálpi herteknu lönd- unum fyrst NORSK TIDEND í London birtir fregn frá frjettaritara sín um í London um samþvkt, er gerð var á þingi Viðreisnar- og h j álparstar f seminef ndar (UNRRA), hinna sameinuðu þjóða í Atlantic City. í samþykt þessari ei- svo ákveðið, að því aðeins skuli hjálp og viðreisn veitt af UNRRA í Þýskal., eða öðrum óvinalöndum, að það sje til hagsmuna fyrir hinar sam- einuðu þjóðir. T. d. þegar um er að ræða veikindafaraldra, er hætta er á að hreiðist út til ná- grannalandanna. Það voru fulltrúar Norð- manna, sem báru þessa tillögu fram, en formaður Norðmanna á þinginu er Morgenstierne sendiherra Norðmanna í Wash- ington og hann stjórnaði bar- áttu um það á þinginu, að árás- arþjóðum yrði ekki sýnd nein linkind. Allmiklar umræður \ urðu um tillöguna á þinginu og endaði með því, að atkvæða- greiðsla fór fram með nafna- kalli og.er það fyrsta málið, er þingið afgreiðir þannig. Morgenstierne ráðherra, tók það fram, að það væri ekki í hefndarskyni að þessi tillaga væri fram komin. Tilgangur- inn með (T^SIRRA) væri að veita hjálp í þeim löndum, er ráðist hefir verið á, sem nu berjast með sameinuðu þjóðun- um. Allir fulltrúar hinna her- numdu' landa -stuttu tillögu Norðmanna.Við fyrstu atkvæða greiðslu, sem fór fram með handaupprjettingu var tillagan samþykt með 19 atkvæðum gegn 16, en eftir tillögu fulltrúa Nýja Sjálands var síðan haft nafnakall um tillöguna og var i hún þá samþykt með 24 atkv. gegn 16. Fulltrúar Bandaríkjanna, Breta og allra samveldislanda Breta, og Magnús Sigurðsson,. fulltrúi íslands, greiddi atkv. á móti tillögunni, en með tillög- unni voru fulltrúar allra her- numdu landanna, Rússlands og nokkrir fulltrúar Suður- og Mið-Ameriku ríkja. (Frá norska blaðafulltrúanum) Broiá verðlags- Frá skrifstofu verð- lagsstjóra: NÝLEGA hefir bifreiðaverk- stæði Daníels Friðrikssonar, Akranesi, verið sektað fyrir of háa álagningu á selda vinnu. Sekt og ólöglegur hagnaður nem' kr. 3.773.62. Rafmagnsbilun í gærkvöldi í GÆRKVÖLDI laust eftir kl. 21 bilaði rafstrengur frá að- veitustöð að spennistöð við Bergstaðastræti, með þeim af- íeiðingum, að bærinn varð Ijóslaus um tíma. Ljósin komu þó mjög bráðlega aftur, að und anteknum nokkrum hverfum, þar sem ljóslaust var í rúman klukkutíma eða jafnvel lengur í sumum. Ennfremur varð rafmagns- bilun við Engjaveg og var unn- ið þar að viðgerð í nótt. Vegna bilunarinnar urðu sum kvikmyndahúsin að aflýsa sýn ingum og skemtun, sem átti að halda að Ilötel Borg, var frest- að þar til í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.