Morgunblaðið - 08.12.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1943, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. des. 1943, 3 Blítt lætur veröldin Bókfellsútgáfa h.f. — Prentverk Akraness hf ÞEGAR SKÁLD hjer á landi é rúmra tveggja áratuga rit- höfundarferil að baki og nöfn- in á ritskrá þess eru orðin hart nær eins mörg og árin, síðan fvrsta bók þess birtist, á það sjerstaka hættu yfir höfði sjer, •— hættuna, að vera tekið eins Og-sjálfsagður hlutur. Það virðist ef til vill kynlegt að tala um hættu í þessu sam- feandi, því þetta er eitt af um- merkjum þess, að skáldið sje búið að ávinna sjer almenna viðurkenningu, — hafi jafnvel sjeð frægðardrauma sína ræt- ast. En hættan er í því fólgin, að allur þorri lesandi manna sje þá búinn að mynda sjer fastákveðnar skoðanir á hæfi- leikum skáldsins. — sjálfsagð- ar eða aðfengnar, rökstuddar eða órökstuddar eins óg gerist og gengur. Höfundurinn hefir eignast sinn ákveðna lesenda- hóp og hann sennilega fjöl- rrsennan, því annars myndu út- gefendur vart hafa sjeð sjer liag í því, að ritskrá hans næði .slíkum vexti. En höfundurinn er þá einnig búinn að eignast sinn ákveðna hóp ekki-les- enda. Og þar getur „hnífunnn staðið í kúnni”, lesendahópur- inn gengið úr sjer með tíman- um, og fáir orðið til að fylla í skörðin. Og ef til vill er þessi hætta meiri einmitt nú en nokkru sinni fyrr, vegna þess mikla vaxtar, sem hlaupið hefir í feókaútgáfuna upp á síðkastið og vegna þess, að við höfum ■enga þá bókrhentágagnrýni eignast, sem nýtur óskoraðs trausts. ★ Um alllangt skeið hefir Guðm. G. Hagalín átt einhvern fjölmennasta lesendahóp ís- lenksra rithöfunda. Ymsar af feeifn bókum hans, sem komið feafa út síðustu árin, hafa ver- ið svo mjög vel hafðar á orði, að í margan hóp hefir varla verið hægt kinnroðalaust að játa sig ekki hafa lesið þær. Á feetta einkum við um hetjusög- ornar „Virka daga”, „Sturlu í Vogum” og „Sögu Eldeyjar- JHjalta”. En jafnvel höfundur þessara bóka er ekki vátrygð- ur gegn þeirri hættu, sem að ofan greinir, því um leið og sögur hans um sægarpa og barn ingsmenn hafa aflað honum snillingsorðs meðal margra les- enda, finst öðrum sem.- þeir þekki hann nú þegar utan að geti farið nærri um, hvers yf- írleitt sje að vænta úr penna hans. Og ekki veit jeg, hve jmargir kunna að vera sammála bókmentafróðum íslendingi, sem ljet svo um fnælt, að ekki gæti hann hugsað sjer að fara á kendirí með jafn leiðinlegurr, manni og Sturlu í Vogum, — meistarastykki Hagalíns! Á þessu stigi rithöfundarfer- ils er höfundi holt að velja sjer viðfangsefni, sem er í öllum að alatriðum frábrugðið þeim efn um, sem hann hefir spreytt sig á undanfarið. Þetta hefir Guðm G. Hagalín gert í skáldsögu þeirri, sem hann hefir sent frá sjer fyrir skemstu, og þó er það enn ein hetjusaga, ef betur er að gáð. „Blítt lætur veröldin“ er saga kaupstaðardrengs, sem er ráðinn til snúninga á sveita- heimili sumarlangt. Sex mann- eskjur eru á heimilinu auk drengsins. Aðrar persónur koma lítt við sögu og gerist hún öll á þessu eina sumri. Á þessum litla myndfleti tekst höf. að sýna heilá veröld mannlegra eðlisþátta, eins og hún orkar á vitund skynugs drengs, sem bernska á mölinni hefir kent stafrof mannþekk- ingar. Einmanakend drengsins fjarri foreldrum og leikbræðrum leysir ímyndunarafl hans og næmleika úr læðingí, svo að húsdýrin, sem hann hefir dag- lega kringum sig, verða að raun verulegum persónum í augum hans. Kýrin Stórhyrna, sem sjeð hefir á bak nýbornum kálfi sínum og drengurinn, sem þráir móður sína, dragast hvort að öðru með seiðmagni frum- hvata, sem eru sameign manns og dýrs. Drengnum er það skapi næst að leiða heimilisfólkið hjá sjer með þumbarahætti heimsborg- ara. Hann heldur hugmynda- heimi sínum lokuðum fyrir því, og það freistar hans ekki held- ur að skygnast inn í hugmynda heim þess. En svo fer þó að lokum, að alt heimilisfólkið stendur að einhverju leyti sem opin bók fyrir honum. Hann skilur í rauninni margt af því, sem hann les þar, barnslegri skilningu, því að hvatir, sem skipa breiðan sess hjá þessu folki, eru ekki vaknaðar hjá honum sjálfum. Hann verður þar margs vísari um ástina á ýmsum hennar kyndugu króka- leiðum, sjer lindir hennar seitla fram — seymar eða tærar — ríkari, finnst honum, að harmi en hamingju. Örlagamáttur þessara hvata fyllir drenginn geyg og veldur honum djúpum trega. Persónan, sem verður til þess að alt heimilisfólkið þarna kem ur að einhverju leyti upp um | Nýtt hús í Kleppsholti | til sölu. Nánari upplýsingar gefur j Guðlaugur Þorláksson ( Austurstræti 7. — Sími 2002. STo« *,,,,,,,,,,,,,,,,,*,,,,,iimimmtmtitmmiiJiimmiimi»immmmmitiiimmiiiiimiimimmimmmmmiimmií • sig á þessu viðsjárverða sviði, er kaupakohan á bænum — Fía Lása, — nafntoguð strætagála úr Reykjavík, en eiginlega góð stelpa inni við beinið. Sjálfsagt verður hún minnisstæðari les- endurn þessarar sögu en aðrar persónur hennar, enda er mjög I til herinar vandað af höfundar- ins hálfu. Kynni þeirra, drengsins og' drósarinnar, eru meginmergur þessa skáldverks, — áhrif þeirra hvors á annað, sálfræði- legt reikningsdæmi, sem er leyst í sögulok með hlífðarlausu raunsæi: Það verður að fara sem fara vill með Fíu Lása. En mann langar til að heyra eitthvað meira um drenginn Jonna. Hetju- og barnings- manns-eðli hans hefir sýnt sig í sumarvistinni. Helst honum það uppi í framtíðinni að vera því eðli trúr? Og hvaða fleti á lífið eftir að sverfa á hann með aldrinum? ★ Jeg tel engan vafa á því, að þessi nýja bók Hagalíris verði mikið lesin og margt um hana rætt. Það má því ef til vill telj- ast smámunasemi að koma hjer fram með aðfinslur út af eín- stökum orðum og orðatiltækj- um, sem mjer finst lýta hana sem fágað listaverk. Jeg get ómögulega sjeð að orðaleppar eins og „ólukkulegur”, „flott”, „fiks”^. „blikka”, „sveitó”, „púkó”, „plan“ og „í hasti“ eigi nokkurt erindi inn í bækur. Og jeg hef tilhneigingu til að álíta það hreinasta misskilning hjá skáldsöguhöfundi, sem hefir jafn næmt eyra fyrir blæbirgð- um íslensks alþýðumáls og Hagalín, að leggja persónum sínum þessi orðskrípi í munn í þeim tilgangi að gæða þær lífi og gera þær eðlilegar. Hagalín á nóg ráð önnur til að ná þeim tilgangi. Hjá honum verður þessu ráði því alveg ofaukið. En með því að seilast til slíkra orða í skáldsögum er fyrsta skrefið stigið til að við- urkenna heimilisfang þeirra í íslensku ritmáli. „Blítt lætur veröldin” er fyrsta bók nýstofnaðs bókaút- gáfufjelags, „Bókfellsútgáfunn- ar h.f.“, og spáir sú byrjun góðu. Kn. A. RÁÐIST Á FLUG- VELLI í GRIKK- LANDI. London í gærkveldi. — Flug- virki og Liberator-sprengju- flugvjelar hafa í björtu í dag gert miklar árásir á tvo flug- velli í Grikklandi, báða nálægt Aþenu. Voru skotnar niður 10 þýskar orustuflugvjelar og miklar skemdir urðu á flug- völlunum. Tvær sprengjuflug- vjelar vantar. —- Reuter. HRÖÐ SÓKN Á NÝJU-GUINEU. London í gærkveldi. •— Sókn Ástralíumanna til J3onga á Nýju-Guineu er mjög hröð, þótt Japanar hafi gert hörð gagnáhlaup oft og tíðum. Einhuga áhugi ríkti á Varðar- fundinum í gærkvöldi Varðarfundur í gærkveldi var fjölsóttur og fór hið besta fram. í Eyjólfur Jóhannsson, formaður fjelagsins, setti fund- inn. Fundarritari var Bjarni Sigurðsson. Fyrstur tók til máls Bjarni Benediktsson, borgargtjóri. — Ræddi hann hið almenna póli- tíska viðhorf á Alþingi. Sýndi hann fram á, hvernig úrræðaleysi þingsins í meðferð hinna stærri mála stafaði fyrst og fremst af því umhorfi, sem þar ríkti. Stjórnin væri laus úr öllum tengslum við þingið og nyti ekki stuðnings þess, en af slíkum stjórnarháttum gæti ekki annað leitt en forystuleysi á þingi og stjórnleysi í land- inu. Ekkert sýndi þetta raunar betur en meðferð fjármálanna á þingi nú. Áætlun gjalda á fjárlögum væri nú þegar ca. 100 milj., en þá væri sýnt, að enn myndi vanta tekjur fast að 20 milj. kr. til að mæta útgjöld- um, er enn væru ótalin. Stjórn- in hefði enn ekki haft neiná forystu um tekjuöflun til að mæta þessum gjöldum. Á þing- inu ríkti hin mesta ringulreið í skattamálum. Vinstri flokk- arnir vildu með eignarauka- skattsfrumvarpi sínu ræna vara sjóðum atvinnuveganna í ríkis- issjóð, en flyttu á sama tíma tillögur um að verja fje úr rík- issjóði til þess að hjálpa fyrir- tækjunum að byggja skip! Þá gerði ræðumaður grein fyrir ýmsum þingmálum varð- andi Reykjavík. - Einnig vjek hann að afstöðu þingflokka til sjálfstæðismálsins og þeirri af- greiðslu, sem því væri nú fyr- irhuguð af þrem flokkum þings ins, — Alþýðufl. undanskilinn. Hlaut ræða borgarstjóra á- gætar undirtektir fundarmanna Næstur tók til máls Sigurður Kristjánsson, forstjóri. Gagnrýndi hann mjög harð- lega, eins og fyrri ræðumaður, meðferð fjármálanna á þingi. Gerði ræðumaðqy m. a. grein f.yrir því, að hann hefði í dag flutt á þingi tillögu um heim- ild til ríkisstjórnarinnar tii þess að skera niður fjárframlög, sem ekki eru bundin í öðrum lögum en fjárlögum, um 30%. Væri ekki öðru til að dreifa en að draga úr fjárframlögunum, þó að hart kynni að koma niður, ef ekki væru handbærar tekj- ur til þess að mæta gjöldun- um. Þá vjek ræðumaður að því, að þótt merkilegt mætti heita, hefði naumast nokkuð verið rætt um sjálf dýrtíðarmálin á þingi. Stjórnin hefði þó sest að völd'um með þeirri stefnuyfir- lýsingu, að vinna bug á dýr- tiðinni. En þaivræki í raun og veru fyrir straumi og vindi. Einu aðgerðirnar væru í raun og veru fjárframlög úr ríkis- sjóði til þess að halda vísitöl- unni niðri. Þó mætti ekki gleyma verðlagseftirlitinu. En þar fylgdi sá böggull skammrifi að kostnaðurinn víð verðlags- eftirlitið, sem væri í rauninni deild úr stjórnarráðinu, væri áætlaður meiri en kostnaður af stjórnarráðinu að öðru leyti. Til verðlagseftirlitsins væri áætl- að 1,3 milj. kr„ en stjórnarráðs- ins alls 1,1 milj. Og til saman- burðar væri alþingiskostnaður allur áætlaður um 500 þús. kr. Að lokum vjek ræðumaður að mjólkursölumálinu og með- ferð þess á þingi. Var ræðu Sigurðar mjög vel tekið. Fundurinn stóð í fullu fjöri, er komið var að miðnætti. „Syrpa" MEÐ HVERJU ári kemur á markaðinn eitthvað nýtt, sem búið er til hjer á landi. Meðal nýjunga þessa árs má telja „Syrpu“, sem er samsafn a£ ýmiskonar töflum, svo sem Ludo, refskák, myllu o. fl., og er alt í sama kassa. Spjöldin eru snoturlega gerð. Er þarna mjög handhæg skemtun að grípa til um jólin og í frístund- um. OOOOOOOOOOOOOOOOOO oooooooooooooo Ýmsar tegundir af SNYRTIVðBUM ^ hentugum til jólagjafa fyrirliggjandfi. SIG. ARfSIALDS Umboðs & Heildverslun- Hafnarstræti 8. — Sími 4950. oooooooooooooooooooooooooooooooö Aigreiðslustúlkur geta fengið fasta atvinnu hjá oss nú þegar. Upplýsingar í skrifstofu vorri. Mjólkursamsalan s V * V ? y ♦{* y 1 I t * t y y x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.