Morgunblaðið - 09.12.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1943, Blaðsíða 1
30. árgangur 279. tbl. — Fimtudagur 9. desember 1943. Isafoldarprentsmiðja h.f. Mikill sigur* Rússa í Dnjeperbugðunni Bandamenn taka mikilvæg fjöll Sækja fram á Italíu þrátf fyrir slæmt veður London í gærkveldi. . Einkaskeyti til Morgunblaðsins írá Reuter. Á ÍTALÍU hefir 5. herinn sótt fram þrátt fyrir miklar vetrarrigningar og harða mót- spyrnu þýsku hersveitanna. — Hefir hann náð öruggri fótfestu á fjallinu Camino og tekið borg irnar Camino, Corbruzzo og Cauno. Þjóðverjar veittu þar mikla mótstöðu og gerðu mörg gagnáhlaup og urðu bardagarn ir þar mjög harðir. Á nokkrum stöðum ljetu Þjóðverjar ekki undan síga, fyrr en stórskotalið bandamanna hafði gersamlega sundrað fylkingum þeirra. Þá hefir amerískur og bresk- ur her náð vesturhlíðum fjalls- ,ins Maggiore á sitt vald, og er nú unnið að því að uppræta smáskæruflokka, sem leynast enn í fjöllunum, sem banda- menn hafa náð á sitt vald. Á Lorovígstöðvunum sækir 8. herinn hægt fram í áttina að borgunum Chieti og Pescara. Sóknarskilyrði eru þarna mjög Framh. á 2. siðu. Sigur Bandaríkja- manna við Marshall-eyjar WASHINGTON í gærkveldi: Flotamálaráðuneytið skýrir frá því í kvöld, að í árás Banda- ríkjaherskipa á Marshall-eyjar, sem Japanar hafa ráðið yfir frá því skömmu eftir síðustu heims styrjöld, hafi tveimur japönsk- um beitiskipum verið sökt og fjórum kaupskipum. 3 skip voru löskuð. Bandaríkjamenn skutu niður 72 flugvjelar fyrir Japönum og eyðilögðu margar sjrengjuflugvjelar af millistærð á jörðu niðri. — Reuter. Pencillinn bjargaði Snarpir bardagar í Burma London í gærkveldi. í tilkynningu Mountbattens hershöfðingja fyrir síðastliðna viku, segir, að komið hafi til snarpra bardaga á Arakanvíg- stöðvunum í Burma, og var víða barist í návígi. Það var framvarðasveitum, sem lenti saman þarna, en hvorugur hef- ir enn byrjað sókn. — Loftsókn bandamanna heldur hinsvegar áfram sem áður. — Reuter. Nýtt stjórnarfrumvarp: 2% gjald nf cifverði allra innfluttra vara 15% álag á tekju- og eignarskatt FRAM ER komið á Alþingi nýtt skattafrumvarp, til fjár- öflunar ,,vegna dýrtíðarráðstafana". Er hjer um tvennskonar álögur að ræða, sbr. tvær fyrstu greinar frumvarpsins, sem eru svohljóðandi: 1. gr.: „Til ársloka 1944 er ríkisstjórninni heimilt að leggja sjerstakt 2% gjald á cifverð allra innfluttra vara. Skal það innheimt á sama hátt og toll- ar". i 2. gr.: ,,Á árinu 1944 er heim ilt að innheimta tekju- og eign- arskatt með 15% viðauka". I" örstuttri greinargerð, sem fylgir frumvarpinu, segir svo: „Það er nú ljóst orðið að ekki verður nægilegur tekjuafgang- ur á fjárlögum næsta árs til þess að standa straum af nauð- synlegum ráðstöfunum vegna dýrtíðar. Verður því ekki hjá því komist að afla nýrra tekna í þessu skyni". Þett'a er öll skýringin sem fylgir þessu nýja skattafrum- varpi. Framh. á 2. siðu. Læknar álíta að þessi litla stúlka, sem á heima í New York, hefði ekki lifað nema 5 klukkustundir, ef ekki hefði verið reynt við hana nýtt lyf, sem nefnist Pencillin. En nú er húh albata orðin og er hjer tekin mynd af henni, er hún var að fara frá sjúkrahúsinu. Útbrolataugaveiki í Norður-Noregi Fregnir frá Stokkhólmi segja að útbrota taugaveikisfaraldur geisi nú í Kirkenes við landa- mæri Finnlands og Noregs. Þeg ar hefir komið í ljós, að 200 til 300 manns hafa tekið veikina. Álitið er að smitun hafi orðið gegnum drykkjarvatn, og er þess vegna vonast til að takast megi að hefta útbreiðslu veik- innar. Læknar og hjúkrunar konur eru komnar til Kirke- nes, en húsnæðisskortur er mik ill. (Frá norska blaðafulltrú- anum). ngvar Guðjónsson útgerðarm. látinn m&VAM guðjönsson" útgevðarniaðuv írá Siglufivði andaðist í f®r í Landspítal- anum. Hans hafði gengið undir uppskurS, on hjavtabil- un vav'ð homiiu að bana. Þcssa þjóðkunna athafna- nianns mmi ver'ða nánar get- i'ð síðav hjev í blaðiim. Talið að Tyrkir fari i striðio þá og fsepr London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. MÍKLAR P.OLLALEGO- INOAR eru um það, að Tyrk ir favi í stvíðið þá Bg þegar með bandamönnum. eða þeg- ar bandaniienn eru iillninir að gera innrás á Balkan. In- önu forseti Tyrklands er kom inn aftur' til Ankara f rá Kairo. Sendiherra Þjóðverja í An- kara, von Papen, faefir farið á fund forsætisráðherra Tyrkja og átt við hann langt samtals. Ilvað þeim fór á, milli hefir ekki verið birt. í Balkanlöndum, sem eru með Þjóðverjum í stríðinu, hefir Kairo-ráðstefnan vakið óróa. í Búlgaríu var í skyndi kallaður saman aukafundur í ráðuneytinu og telja marg- ir, að þar hafi verið rætt um„ hvernig Búlgarar geti losað sig iir bandalaginu við Þjóð- verja. 1 Ungverjalandi hefir þing- ið verið kvatt saman til fund ar og mun eiga að ræ'ða um hið breytta viðhorf, sem skap ast hefir við Kairo-ráðstefn- una. Eden utanríkisraðherra hefir rætt við þjóðhöfðingja og ráðherra þeirra' Balkan- landa, sem Þjóðvei-jar hafa hertekið. Ilefir Eden setið á fundum með Georg Grikkja- konungi og ráðherrum hans og ennfremur hefir hann rætt við Pjetur Júgóslafíukonung og hans ráðherra. Þa'ð er alment bfiist vi'ð tíðindum frá Balkanlöndum á næstunni vegna hins breytta viðhorfs, sem orðið er aust- ur þav eftir Kairo-váðstefn- una. járlögin rædd allan gærdag ÞRIÐJU umvæðu fjárlag- anna var haldið áfram í gæv. Stóð fundur í Sþ* allan dag- inn og fjárlögin eina málið á dagskránni. Eftiv kvöld- verð var fundinum haldið á- fram og var ætlunin, að reyna að ljúka umræðunni. Atkvæðagreiðsla yrði þá sennilega á morgun. Þjóðverjar vinna á fyrir vestan Kiev London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSAR HAFA í DAG unn- ið mikilvægan sigur í Dnieper- bugðunni. Þeir hafa tekið hluta af járnbrautinni milli Nikolaev og Znamenka. Er þar með flutn ingaleið Þjóðverja til Krivoi Rog rofin og er mikill þýskur her í hættu í Nnieperbugnum. Einnig opnast nú Rússum leið til að sækja að Krivoi Rog að vestan, en Krivoi Rog er þýð- ingarmikil varnarborg fyrir Þjóðverja, sem þeir hafa lagt mikið í sölurnar til að halda. En Rússar hafa aftur á móti beðið nokkurn hnekki á víg- stoðvunum fyrir vestan Kiev. Viðurknna þeir í herstjórnar- tilkynningu sinni í kvöld, að þeir hafi neyðst til að láta und- an síga á þeim slóðum og látið af hendi nokkur þorp. Rússar sækja frant vestan Chremenschug. I rússnesku herstjórnartil- kynningunni i kvöld er sagt að Rússar hafi sótt fram fyrir suð- vestan Chremenchug. Þar náðu Rússar á sitt vald borginni Yes- lisavetgratka, sem er aðalborg- in í Krivograd-hjeraði. Þjóð- verjar veittu varna öflugt við- nám. Taka Sharovka. Rússar náðu á sitt vald járn- brautarstöðinni Sharovka í dag, en það er þar, sem þeir rufu járnbrautina Milli Nikolav og Znamenka og milli Znamenka og Rivoi Rog. Þá segir og í herstjórnartil- kynningunni, að í Dnjeper- bugðnum, fyrir suðvestan Dnej propetrovsk hafa Rússar haldið uppi staðbundnum árásum í dag og náð á sitt vald nokkrum mik ilvægum varnarstöðvum Þjóð- verja. Hörfa hjá Chernya. Það var hjá Chernya, sem Rússar neyddust til að hörfa og láta af hendi nokkra bæi. Á öðrum stöðum segja Rússar að aðeins hafi verið um aðgerðir framvarðasveita að ræða. Þeir segjast hafa eyðilagt 96 skrið- dreka fyrir Þjóðverjum í gær (þriðjudag) og skotið niður 19 þýskar flugvjelar. Hernaðarsjerfræðingar telja, að með sókn sinni í Dnjeper- bugðnum sjeu Rússar að reyna að neyða Þjóðverja til að hætta við að sækja til Kiev, því það var lið frá Dnjeperbugðunum, sem von Mannstein fjekk liðs- auka til sókn'ar sinnar vestur af Kiev. . .