Morgunblaðið - 09.12.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1943, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 9. des. 1943. IViinningarorð um Þuríði Erlendsdóttuk L# Þuríður Erlendsdóttir var faedd 17. mars 1865 að Hindar- stapa í Hraunhreppi. Foreldrar .hennar voru merkishjónin Þuríður Þórarinsdóttir og Er- lendur Ólafsson frá Jörfa. Bæði voru þau góðrar ættar. Erlend- ur var kominn af góðum bændaættum á Mýrum, en Þu- ríður var komin af Torfa presti Halldórssyni, bróður Jóns fróða í Hítardal, föður Finns biskups. Þuriður nam ung ljósmóð- urfræði, en hjúkrun sjúkra varð ævistarf hennar. • Með Andrjesi Andrjessyni, Magnússonar frá Syðra'Laug- holti eignaðist Þuríður tvo sonu, sem báðir eru kunnir gæfu og drengskaparmenn, Bertel, sem er stýrimaður hjá Eimskipafjelagi íslands og Magnús, sem er útgerðarmaður hjer í Reykjavík. Þuríður andaðist 1. des. s. 1. Með Þuríði er til moldar geng- in ein hin gagnmerkasta og besta kona. Hún var gáfuð, fríð sýnum og trúkona mikil. Hún hafði þann undursamlega eig- inleika að í návist hennar var jafnan að finna það öryggi og þá ástúð, sem gerir öllum, sem ‘kyntust henni, ógleymanlega •og hugljúfa minninguna um hana. Þessir hæfileikar eru að vísu öllum mönnum æsiklegir, en ekki síst þeim, sem eiga að annast þá sem sjúkir eru, enda var mjög orð á því gert, að Þuríður yrði með návist sinni og mjúkum móðurhöndum hug- þekk þeim, sem leituðu sjúkir hjálpar hennar. Mjer er sjerstaklega minnis- stætt hve vinur minn Lárus heitihn Bjarnason lofaði Þuríði er hún hjúkraði honum sjúk- um. Hafði hann mjög á orði hver ljettir sjer væri að því að njóta umönnunar konu, sem í senn væri góð hjúkrunarkona, gáfuð og ástúðleg. Þótt Þuríður þyrfti stundum að reyna andbyr í lífinu, mátti hún kallast hamingjusöm. Hún naut í ríkum mæli ástar og virð ingar þeirra, er einhver kynni höfðu af henni. — Hamingja og drengskajur, sem einkendi líf sona hennar, varð einnig henn- . ar gleði. Minningarnar, sem við vinir hennar og ástvinir geym- um í þakklátum hjörtum um KVEÐJA FRA HUGRUNU. Jeg sá þig fyrst á síðla vetrarkveldi er svalur blærinn strauk um vanga minn, þá leit jeg strax þann geisla af æðra eldi sem áttir þú, og stælti vilja þinn. Með helgri ró þú horfðir fram á veginn og hugðir að hvar líknar væri þörf þú launin miklu hlýtur hinu megin á himnum geymast öll þín líknarstörf. Já, hann var bjartur, eldur augna þinna og allur svipur tígulleika bar, þitt gletnisbros það gaf mjer strax til kynna að gáfuð kona og margreynd færi þar við fótskör þína fanst mjer traust að vera ef fjékk jeg tóm, þig sækja vildi heim. Þeir eiga gott, sem birtu kunna áð bera og breyta sorg í gleði hjer í heim. Þótt líkama þinn lömun kröftum eyddi þú lagðir ekki árar bátinn í. Þinn sterki vilji, götu þína greiddi, þú gleymdir ekki heldur vina því að einn er til, sem allar nægtir gefur; þú ætíð sagðir „Hann mig áfram bar mjer daprast flug, því dauðan ekkert tefur“. Ef Drottinn vill. ,,Jeg kem“! Mitt verður svar. „Jeg er svo rík, því á jeg góða syni sem alla hluti gera fyrir mig“. Svo ræddir þú um velunnara og vini sem vildu altaf gleðja og hressa þig. Já, vertu sæl! Til sólar fegri landa er sál þin flutt, þig kveðja vinir hljótt. Já, vertu sæl. Jeg sje þig glaða standa með sigurbros á vörum. Góða nótt. hana, eru staðfesting þess, að líf hennar átti göfugan tilgang, g því lauk svo, að við vitum, að enda þótt hún nú færi á mis við jólagleðina í hópi ástvina sinna hjer, þá á hún nú í vændum þá jólagleði, sem öllu er æðri — gleðinu sem hún þráði altaf að verða þátttakandi í. Þakka þjer svo fyrir sam- fylgdina og „Njóttu nú gleði næstu jóla hvar aldrei skyggir ský á sól. en skína dagar næturlaust. Þar allir dagar eru jól og enginn vetur þar nje haust”. Guð veri með þjer. A. Þ. Harðari ioftárásum spáð LONDON í gær —: Plug- málasjerfræðingar spá því, að innan skams muni banda- menn auka mjög loftárásir sínar á Þýskaland og stiiðv- ar Þjóðverja í hernumdu löndunum. Flugmájasjerfræðingarnir segja, að híje það, sem orð- ið hefir á loftárásunum und- ánfarna daga, muni tákna, að verið sje að - undirbúa stærri og meiri loftárásir, en nokkru sinni hafa verið gerð ar á Þýskaland. Steinunni Mýrdal „Dáin horfin harmafregn11. „Hún Steinun Mýrdal er dáin“. Þetta var sagt við mig, um leið að jeg kom inn úr dyr- unum heima hjá mjer. Er þetta satt? „Já, það stendur í blað- inu“, og þar með var vissan fengin. Menn þurfa oft dálítinn tíma, til þess að átta sig, þegar þeir frjetta lát vina sinna og kunn- ingja. Þannig var það með mig, þegár jeg frjtti lát Steinunnar. Við sem þektum hana best, vissum að heilsa hennar var ekki sterk. En vonuðum þó, að það væri ekki eins alvarlegt og raun varð á. Sjálf mun hún hafa haft hugboð um annað. Steinunn Mýrdal var dóttir Jóhanns Sigmundssonar og konu hans Þuríðar Sigmunds- dóttur, sem síðast bjuggu á Njálsgötu 55 í Reykjavík, mestu ágætis hjón. Var Jóhann einn af þeim, sem stóðu fremst í flokki þeirra manna, sem mest og best börðust fyrir bættum kjörum íslenskra sjómanna. Árið 1916 giftist Steinunn ágætismanninum Sigurjóni Mýr dal skipstjóra. Var sambúð þeirra hjóna eins og best verð- Ur kosið. Mönnum er í fersku minni sjóslysið mikla, þegar togarinn „Ólafur“, fórst með allri áhöfn. Þar misti Steinun mann sinn. Það áttu margir um sárt að binda eftir það slys, eins og jafnan þegar stór slys verða á sjó og landi. Þetta var þannig áfall fyrir Steinunni, sjálf heilsutæp, með 5 börn. En með dugnaði og ráð deild tókst henni að halda upp- eldisstarfinu áfram og mun oft hafa lagt meira að sjer en heilsa hennar þoldi. Jeg heyrði Steinunni sjaldan mim^st á sjálfa sig í sambandi við Olafsslysið, heldur hinar, sem urðu ekkjur á sama tíma og hún. Jeg hefi það fyrir satt, að hún gengið á milli þeirra, til þess, að votta þeim samúð og hugga, eftir því sem hún gat. Það þarf mikið trúarþrek til þess að geta þetta, og bera sjálf í brjósti jafn sára sorg Sem húh bar. — En hún var sterk í trúnni og trúði á framhaldslífið. Það var gott að koma á heim- ili Steinunnar. Þar var hin ís- lénska gestrisni í ríkum mæli og myndarbragur á öllu. Hún hafði gott lag á því að koma gestum sínum í gott skap, enda var hún prýðilega vel gefin. Nú er hún horfin okkur í bili, hehnar er sárt saknað af kunn- ingjum hennar og vinum, af móður hennar og bræðrum. — En sárastur er söknaðurinn hjá börnum hennar, sem nú hafa mist sína umhyggjusömu og góðu móðir. En margar og. góð- ar minningar, sem þið eigið um ykkar góðu foreldra, munu hjálpa ykkur á ógengnum braut um. Steinun var jarðsungin þann 23. þ. mán. að viðstöddu fjöl- menni, sem sýndi best hversu vinamörg hún var. — Inn og út úr kirkju báru skipstjórar og aðrir vinir. Síðasta spölin að gröfinni var hún borin af bræðr um hennar og heimilisvinum. Jarðarförin var öll hin virðu- legasta. Vertu sæl Steinun Mýrdal. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi: Hafðu þökk fyrir alt óg alt Gekst þú með Guði, Guð þjer nú fylgi Hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt“. Á. Fanga-uppreisn Napoli. Fangar á ítöísku eynni San Stefano, sem er um 50 km. norð vestur af Napoli, flestir dæmdir í æfilangt fangelsi, gerðu á dög- unum uppreisn. Komu fangarnir, sem flestir voru stórglæpaménn sjer sam- an um að þeir skyldu reyna hvernig frelsið væri, fyrst ekk ert herlið væri á eynni, og voru þeir alls 257. Þeir yfirbuguðu fangaverðina, lokuðu þá inni og bjuggu til mikinn bálköst af öllum skjölum fangelsisins, þar á meðal sínum eigin málsskjöl- um. Síðan settu þeir á'fót stjórn á eynni. Blaðamaðurinn: Mjer þykir leitt að jeg skyldi hafa verið að segja þjer frá að Alexander mikii ætlar að strjúka úr fangelsinu. X-9: Hvað segir þú! Alexánder mikli? Þú nefndir 1 h'a'hti' ékki k Ááírí kðárí/ Öhritchell! Chritchell: Gleymdu þessu. Hann verður hengd- ur hvort sem er. í Belinda: Þú ætlar þó ekki að fara til íangeisis^ ins, X-9. Fangavörðurinn sagði að alt væri í lágí. X-9: Það er kannske nokkuð úr leið, en jeg ætla nú samt að líta inn. Críritehell: Nokkúð úr leið! Svona 100 mílur. Belinda: Ög hahn, sem var búinn að bjóða mjer ■ til kvöldverðar! * * ‘ • *-- ' *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.