Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. des. 1943, 650 stúdentar og 250 abrir fangar sendir til Þýskalands ÞAÐ voru 650 stúdentar sera sendir voru í fyrsta hópnum til Þýskalands á fimtudagsmorg- un. Með sama skipi voru sendir 250 fangar úr fangabúðunum við Falstad, segir í fregn frá norska blaðafulltrúanum í gær. Stúdentar komu með járn- brautarlest frá Larvík til Oslo. Var mikið varðlið með lestinni og stúdentunum' tilkynt, að ef þeir.reyndu að flýja, þá yrðu þeir skotnir umsvifalaust. Mikill mannfjöldi hafði safn ast saman umhverfis járnbraut arstöðina í Oslo, og eins við höfnina. En lögregla og þýskir hermenn dreifðu mannfjöldan- um. Áðrir fangar 250 að tölu, sem sendir voru með sama skipi komu frá fangabúðunum við Falstad í Þrændalögum. Er þeir voru fluttir til Þrándheims var mikið þýskt lið við járnbrautar stöðina þar, er hafði vjelbyss- ur að vopnum. Sagt er að aðbúð stúdent- anna, sem eftir eru í Larvík, sje óumræðilega slæm. Þýskur hervörður mjög vopn aður er nú nótt og dag umhverf is hinn lokaða háskóla í Olso. Leppblað Nasista í Oslo, Aftenbladet, segir að öll þjóðin beri meðaumkun í brjósti gagn- vart foreldrum þeirra stúdenta, ■er sendir hafa verið til Þýska- lands. Eltingaleikur Gestapo. .Gestapo-menn halda áfram að elta uppi stúdenta þá, sem sluppu við handtökuna þ. 30. nov. Mótmælum rignir yfir Nazistana tíð verða tii hindrunar vísinda iegu samstarfi þjóða í milli. Hinn þýski tónlistamaður Fúrthwangler hjelt hljómleika í tónlistarfjelaginu í Stokk- hólmi á sunnudaginn _ var. — Það lá við að hljóm^eikarnir yrðu stöðvaðir. En vegna fram komu Þjóðverjans hefir komið til mála að tónlistafjelagið missi rjettindi sín til hljómleika Ávarp frá breska kenslu- málaráðherranum. Kenslumálaráðherra Breta, Butler, kallaði nýlega kenslu- málaráðherra Norðmanna, Hjelmtveit á sinn fund, og um leið kenslumálaráðherra ann- ara ríkisstjórna er hafa aðset- ur í London. Hann afhenti norska kenslu- málaráðherranum ávarp, þar sem skýrt er frá hinni miklu samúð bresku stjórnarinnar og bresku þjóðarinnar í hinum síð ustu raunum Norðmanna. í ávarpinu segir m. a.: Við Bretar erum agndofa yf ir því ofbeldi sem herveldið þýska beitir gagnvart stúdent- um og kennurum Osloháskóla. Þjóðverjar hafa handtekið og hótað að flytja úr landi blóman af æsku Noregs í þeim tilgangi að bæla niður hinn andtega við námsþrótt þjóðarinnar, og herja á þann hluta þjóðarinnar, sem mest þörf er fyrir, þegar til endurreisnarinnar kemur eftir styrjöldina. Við höfum dáðst af hinni vopnlausu baráttu, sem norska þjóðin hefir háð í þrjú ár. Við höfum sjeð hvernig þjóð yðar, hr. ráðherra, hefir notfært sjer þá menning er hinir ágætu skól ar hennár hafa >eitt henni, og sem hefir gefið þjóð yðar þrótt til þess að standast allar árásir ofbeldismannanna. • Þessi tilraun þeirra, sem hin ar fyrri mun engan árangur bera. Enn hafa Nasistar sýnt, að það er áform þeirra, að bæla niður alt þrek og menningu. En fordæmi Oslo-stúdentanna munu styrkja frelsisvini um all an heim. Kenslumálaráðherrar þeir, er saman voru komnir á þessum fundi gerðu samþykt í sama anda og ávarp Butlers. , Norski kenslumálaráðherrapn þakþaði velvild þá og stuðn- ing er hjer kæmi fram við mál- stað Norðmanna og mintist á að yfirlýsingar fundarins myndu mjög gleða þá Norð- menn er heima sitja. Fjelag breskra kvenstúdenta hefir sent norsku þjóðinni sam úðarkveðju út af stúdéntahand- tökunum. Samkv. fregn frá Oslo til norsku frjettastofunnar í Lond , on hefir varðliðið við landa- mæri Svíþjóðar verið aukið meira en nokkru sinni áður. Eru allar lestir gaumgæfilega rannsakaðar og öllum vegum lokað. Þýskir varðmenn stöðva alla vegfarendur á austurleið- um. Hafa margir stúdentar ver ið handteknir á flótta’. Þó hin opinberu blöð í Nor- egi hafi ekki minst einu orði á afstöðu Svía til þessara mála, þá er norsku þjóðinni kunnugt utn hana, enda hefir verið .sagt frá henni í Ieyníblöðunum, Tilmæli sænskra vísindamanna. * Sænska vísindafjelagið hefir sent tilsvarandi fjelögum í Ber- t lín, Munchen, Léipzig og Göt— ylingen tilmæli um það, að þess- ar þýsku vísindastofnanir beiti sjer fyrir því, að komið verði í veg fyrir þessa geigvænlegu á- rás á norskt mentalíf. Segir í ávarpi Svíanna, að ef það takist ekki að hindra þetta ofbeldisverk, muni það verða erfitt fyrir sænska vísindamenn um langa framtíð að taka upp nokkra samvinnu við Þjóðverja á hinu vísindalega sviði. Kennararáð listaháskólans í Stokkhólmi hefir samþykt að fylgja mótmælum Tiáskólanna og annara æðri skóla. Og Lækna fjelag Svía hefir sent harðorð mótmæli út af handtökunum, sem muni um ómælanlega fram Vopn lögreglunnar Framh. af bls. 1. < Vopnin frá 1933. ekki nógu örugg. Lögreglustjóri sagði blaða- mönnum frá því, að hin gömlu vopn lögreglunnar hafi að ýmsu leyti verið úrelt og ekki nógu örugg. Fyrsta skilyrði fyrir lögreglumann væri að hafa. góða æfingu í meðferð vopna og hafa yfir að ráða nákvæm og góð vopn. Lög- reglumaðurinn ætti, andstætt við hermanninn, að valda sem minstu tjóni á andstæð- ing sínum. Aðalatriðið vferí að lögreglumaðurinn gæti stöðvn að mann þann, sem hann ætti í höggi við, en um leið yrði hann, að forðast að slasa hann, eftir því, sem mögulegt væri. 'Þessvegna væri svo nauðsyn- legt að lögreglan næði lcikni (í meðferð vopna sinna. Ör- jvggi væri fyrsta skilyrðið. Nú væri lögreglan búin að fá !vopn, sem væru örugg. Þjálf- un í meðferð skotvopna gerði’ lögreglumanninn ekki aðeinsí j öruggan, heldur og varfærinn' Hversvegna lörreglan þarf vopn. Lögreglustjóri færði ýmsar ástæður fyrir því, að lögregl- unni hjer yæri nauðsynlegt sð hafa vopn og kunna með þau að fara. Lögreglumenn væru oft kallaðir til að af- lífa húsdýr vegna slysa, eða af öðrum ástæðum. Ennfrem- ur væri beðið um aðstoð þeirra er dýr slyppu úr haldi og þyrfti þá oft að nota skot- vopn. Það væri ekki öruggt að senda inohn til þessara starfa nema að þeir hefðu góð vopn og kynnu með þáu að fara. Þá ryfjaði lögreglustjóri, upp nokkur at.vik, þar sem; lögreglan hefir komist í hami krappan og þurfti á vopnum, að halda. Hann drap á upp- reisn pólska skipstjórans, sem beitti vopnum gegn lögregl- unni og skaut á lögreglu- menn, 14. mars 1941. Breska skipstjórann, sem skaut á Geirjón Ilelgason í myrkri í Bjarnaborg. Á amerísku skips* höfnina, þar sem drukknir menn höfðu yfirbugað. skip-: stjóra sinn. 1 öllum þessum tilfellum voru hinir erlendu menn háðir íslenskum lög- um. — Fleiri dæmi nefndi lögreglustjóri máli sínu til sönnunar. Lögreglustjóri sagði að það væri staðreynd, að er- lendir ofbeldismepn virtu að engu óvopnaða löggæslumenn og af þcim ástæðum einum væri nóg ástæða fyrir lög- regluna að hafa skotvopn. Útvarpið og brjef 14-menninganna: Dómsmáiaráhherra gefur Alþingi skýrslu í málinu EINS OG ÁÐUR var getið hjer í blaðinu, beindi Sig- urður Bjarnason þm. N.-ís- firðinga fýrirspurn til ríkis- stjómarinnar s.l. mánudag, varðandi það tiltæki Ríkisút- varpsins, að Iáta lesa í frjetta tíma br.jef 14-menninganna, en í brjefinu væri farið móðg andi og meiðandi ummælum, um Alþingi og ríkisstjórn í sambandi við lausn lýðveld- ismálsins. Spurðist S. B.j. fyrÍT' um á- lit ríkisstjórnarinnar á þessu. Skýrsla dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra Einar Arnórsson kvaddi sjer hljóðs utan dagskrár í Nd. í gær og gaf skýrslu í þessu máli. Ráð- herrann mælti á þessa leið: Laust fyrir mánaðamótin síðustu rituðu 14 menn st.jórn arskrárnefnd brjef, Þar segir m. a., að stofnun lýðveldis beri að haga svo, að í engu sje „vikið frá gerðum samn- ingum og drengilegri máls- meðferð“. Ennfremur segir þar svo: „Ef Alþingi fellir samning- inn úr gildi, án þess að full- nægt sje minstu kröfum sam- bandslaganna, —og stofnar lýðveldi á Islandi við þær að- stæður og á þann hátt, sem misbýður . drengskapar-. og sómatilfinningu þjóðarinnar og rjettarvitund þeirra, sem henni hefir verið innrætt af ágætustu leiðtogum hennar í 100 ára sjálfstæðisbaráttu, munu þau hörmulegu tíðindi gerast, að Alþingi neyði þjóð ina til þess að vera sundur- lynda um lausn þessa stór- máls. Vjer munum telja það siðferðislega skyldu vora að leggja málstað vorn fyrir al- þjóð íslendinga, svo að at- kvæðagreiðsla um málið verði sem sönnust skýrsla um vilja þjóðarinnar. Oss er ekki nóg, að formlega sje stofnað lýð- veldi á íslandi. Vjer vitum, að margvíslegar hættur geta steðjað að frelsi voru, þjóð- erni og menningu. Og gegn þeim hættum verður aðeins, barist til þrautar með sam- huga átökum þjóðar, sem er jafnófús að fremja rangindi sem að þola rangindi. Vjer erum ekki að rjúfa neina þjóðareiningu um lausn sjálf- stæðismálsins. Sú eining hefir þegar verið rofin með því að fara að nauðsynjalausu með málin inn á brautir, sem all- mikill hluti þjóðarinnar mun aldrei,sætta sig við“. í frjettalestri útvárpsins s. I. föstudagskvöld var brjef þetta lesið í heild, þ. á. m. þessar tvær tilvithanir, er jeg, las upp. Þett-a hefir sætt að- finslum ýmsra. Ekki þó svo að skilja, að útvarpið hafi á nokkurn hátt farið rangt með, heldur hitt, að ekki þótti sæma að útvarpið birti orð- rjetta þá kafla brjefsins, ei* jeg las. ,Teg hefi að sjálfsögðn ekkert við það að athuga, aðj útvarpið birti það úr nefndil brjefi, sem snerti s.jálfa frjett-< ina. Tel það rjett og sjálfi sagt, enda s.je gætt hlutleysisí í frásögn. En hitt tel jeg ó- viðeigandi að birta þá kaflai úr brjefinu, þar sem farið er meiðandi og móðgandi umi mælum um meiri hluta AL þingis og þann hluta þjóðar-, innar, sem honum er fylgji andi.. Þessvegna átti jeg s.l. mámj dagsmorgun tal við rjettaú aðila og benti honum á, að þessi meðferð útvarpsins hefðí vakið gremju. Hann fjelst á, að ekki hafi verið rjett aðj lesa þessa kafla, og lofaðf hann að hafa gát á þessu frarrt vegis, að ekki yrði lesin npp, meiðandi ummæli um þing og stjórn. Jeg gef deildinni þessai skýrslu vegna fyrirspurnar, er fram hafi komið frá þm’, N.-lsfirðinga varðandi þettai mál. 4. þm. Reykvíkinga (Stefáif Jóh. Stefánsson) hafði sam* tímis hreyft athugasemdumj viðvíkjandi fundi í kvik-f myndahúsi Háskólans, senf fallið hafði niður. Jeg hefi] ekkert gert í því m áli enda tel jeg mjer ekki skylii að híutast til um, hverj-< um stjórn Iláskólans lánar. ■hús sitt. Annað mál væri það, ef Inis Háskólans væru notaði til ótilhlýðilegs verknaðar. ÞáJ væri ásæða til afskifta af! hálfu ráðherra. Annars er ó* þarfi að ræða þetta mál, þarj sem fram er komin þál.till, um að víta þi’já prófessoraí fyrir afskifti þeirra af þessm máli; gefst því tækifæri tilj að ræða það síðar. Umræður. Sig. Bjarnason þakkaði ráð; herra fyrir greinargóðaj skýrslu og fyrir þær ráðstaf-< anir, sem hann hefði gert. Stefán Jóh. Stefánsson vaij óánægður með skýrslu' ráðs herrans og aðgerðir hans. | þessum málum. En ráðherra, svaraði því, .að hann gæti skiL ið, að þessi þingmaður væri] ekki ánægður, en_ við þaðj yrði að sitja. --------------- i (hurchill enn í (alro London í'gærkveldi. CHURC 4IILL forsætisráð-. herra Breta er enn staddur í Cairo og hafi hann fund meðl blaðamönnum í dag. Lýstf hann þar ánæg.ju sinni yfir* ráðstefnum þeim, er hann hef ir setið \að undanfömu. —- Meðan Churcliill hefir dvals ið í Cairo, hafa þeir heimsótij hann, Pjetur konungur Júgo-i slafá og þjóðhofðinginn í Irs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.