Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. des. 1943. - F U GÓÐIR ÍSLENDINGAR! Jeg kem hingað í kveld sem full- trúi Stúdentafjelags Reykjavík ur, og mjer er ánægja og sæmd að því, að tala af hálfu þess fjelags á þeim degi, sem sjer- staklega er helgaður fullveldi þjóðarinnar. Meðan vjer börð- umst fyrir því að fá fullveldi vort viðurkent, stóðu stúdent- ar ávalt í fremstu röð í þeirri baráttu. Fáir hjeldu fullveldis- hugsjón vorri drengilegar á lofti en þeir, og jeg veit, að enn eru menn í Stúdentafjelagi Reykjavíkur, sem meta þá hug- sjón jafnmikíls og fyrirrennar- ar þeirra fyrir 1918 gerðu, og von mín er sú, að íslenskir stú- dentar verði ávalt trúir þeirri hugsjón á ókomnum árum. * FULLVELDI þjóðar er í því fólgið, að hún eigi rjett á að ráða ein landi sinum og málum síhum, án ihlutunar annara. — Það er sitt hvað að eiga rjett og að fá notið hans. Þjóð getur verið fullvalda að lögum, þótt hún sje það ekki i framkvæmd. Hún getur átt rjett til að ráða sjer sjálf, þótt aðrir meini henni með ofríki að neyta þess rjettar óg taki sjer sjálfir vald til þess að ráða málum henn- ar. Allir vita, að í viðskiftum þjóða á miUi er oft svo ástatt, •að rjetturinn stendur öðrum megin og ofbeldið hinum meg- in, og fer þá stundum svo, að ofbeldið má sín meira, að minsta kosti í svip. En rjettur- inn glatar eigi gildi sínu fyrir því. Rjettur er rjettur jafnt fyrir því, þótt honum sje traðk- að. Mjer þykir sjerstök ástæða til að minna á þetta tvent, •*— fullveldi að lögum og fullveldi í framkvæmd, — nú á þessum degi. Hann er alment nefndur fullveldisdagur og sumir menn miða aldur fullveldis þjóðar vorrar einatt við I. desember 1918, eins og sá dagur væri fæðingardagur þess og þjóðin hefði þá fyrst orðið fullvalda. Jeg skal játa það, að mjer hef- ir ávalt sámað, er jeg hefi heyrt eða sjeð dagsins minst með þeim hætti, hvort heldur hefir verið í ræðu eða riti. ■— Mjer hefir virst það bera vott um ófyrirgefanlegt minnisleysi hjá þeim, er svo hafa talað, ófyrirgefanlegt virðingarleysi þeirra fyrir sögu þjóðarinnar, og ófyrirgefanlegt ræktarleysi i garð þeirra manna, sem drengi legast börðust fyrir rjetti henn ar. Mjer hefir virst, sem þess- ir menn væru að lýsa ómerk orð Jóns Sigurðssonar og ann- ara góðra manna, er sýndu fram á það með fullkomnum fræðilegum rökum, að rjettar- staða landsins var sú, að það var fullvalda ríki í konungs- sambandi einu við Danmörku. ★ FULLVELDI ÍSLANDS er ekki 25 ára í dag. Það fæddist ekki 1. desember 1918, heldur í júnímánuði árið 930, er for- feður vorir stofnuðu allsherj- arríki á Þingvöllum. ísland hef ir verið fullvalda riki að lögum MORGUNBLAÐIÐ Olaíur Lárusson pr&Sessor: LLVELDI ÍSLAN Útvarpserindi flutt 1. des. 1943 alla tíð síðan. Þegar landsmenn gengu undir konung 1262, bjuggu þeir svo um þá hnúta, að þeir gengu undir vald kon- ungsins eins en ekki undir vald þjóðar hans, og þeir játuðust aldrei síðar undir vald nokk- urrar erlendrar þjóðar. Það er eitt undraverðasta atriðið í sögu þjóðar vorrar, að henni skyldi lánasþ að komast gegnum allar þær örðugu aldir, sem hún hefir lifað, án þess að afsala sjer nokkru sinni fullveldi sínu. Það er eins og hulinn verndar- kraftur hafi hlíft henni, svo að hún glataði aldrei þessari dýr- mætu eign sinni. Samabandslögin voru engin náðargjöf oss til handa. Vjer fengum engan nýjan rjett með þeím, Vjer fengum aðeins við- urkenningu á rjetti, sem vjer áttum fyrir. Þeir sem höfðu 'fram til þess vjefengt fullveldi vort, viðurkendu það nú, og þeir Ijetu af hendi og í vorar hendur, að langmestu leyti, þau umráð, sem þeir höfðu tek- ið sjer ýfir málum vorum. Að sjálfsögðu var þetta mikill sig- ur fyrir oss, þótt hann hefði getað verið meiri, og að sjálf- sögðu er það maklegt, að þess dags sje minst, er þetta gerðist, því þótt hann færði oss engan nýjan rjett þá færði hann oss nýtt vald. Það er mikilsvert að eiga rjett, en hitt er einnig mik ilsvert að fá notið rjettar þess, er maður á. Með sambandslögunum varð því mikil breyting á högum vorum. Jeg efast Um að unga kynslóðin, sem vaxin er upp síð an, geri sjer það nægilega ljóst, en oss, sem eldri erum, ætti að vera sú breyting minnisstæð. Vjer megum minnast þess, að vjer lásum í íslandslýsingunni, sem vjer. lærðum í skólunum, að Island væri óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. Þannig var rjettarstöðu lands vors þá lýst í lögum, sem dönsk stjórnar- völd höfðu sett á eindæmi sitt, gegn mótmælum Islendinga, og þannig var hún í framkvæmd- inni, og var þetta ekki vel fall- ið til að efla þjóðarmetnað ís- lenskrar æsku. Vjer megum minnast þess, að þá blakti er- lendur fáni á stjórnarbygging- um hjer á landi. Þá urðu ís- lensk skip að sigla undir dönsk um fána, og íslendingum var meinaður aðgangur að alþjóða- mótum, nema þeir kæmu þang- að sem Danir og undir dönsk- um fána. Sjálfir áttum við eng- an fána, er vjer máttum sýna öðrum þjóðum. Vjer megum minnast þess, að þá vorum vjer taldir vera danskir ríkisborgar- ar en ekki íslenskir. íslending- ar urðu þá að leita til erlends dómstóls til þess að fá fullnað- ardóm í deilumálum sínum og leggja t>au þar undir dóm er- lendra manna, sem ókunnugir voru öllum landsháttum hjer á landi. Þó hafði staða vor þok- ast nokkuð til hins betra, áður en sambandslögin tóku gildi. -i-í 1 Alþingi fekk árið 1874 hlut- • deild í löggjafar- og fjárveit- j ingarvaldi í hinum svonefndu sjermálum vorum, en áður höfðu dönsk stjórnarvöld farið ^ með óskorað vald í þessum mál j um. Árið 1904 íluttist æðsta ^ umboðsstjórnin hingað til lands er ráðherra skyldi framvegis vera búsettur hjer á landi og bera ábyrgð gagnvart Alþíngi. Áður höfðu danskir ráðherrar farið með þau völd. Enginii þessara dönsku ráðherra kunui íslenska tungu, enginn þcirra hafði nokkru sinni til Íslands komið, að einum undanskild- um, sem. eitt sinn dvaldi hjer á landi tæpan hálfan mánuð. Var því ekki að vænta mik- illar þekkingar á íslenskum landshögum hjá þessum ráða- mönnum vorum, og þeir báru enga ábyrgð gagnvart oss á þvi, hversu þeir fóru með vald sitt, og vjer fengum engu um það ráðið, hverjum þessi miklu völd yfir oss væru fengin í hendui. ★ NÚ ER þetta alt breytt. — Danskir ráðherrar og danskir dómstólar hafa ekki lengur ur- skurðarvald í íslenskum málum. Vjer eigum vorn eigin fána og getum sýnt hann hvar sem er. Vjer erum íslenskir ríkisborg- arar, ekki danskir. »— Börnin . þurfa ekki lengur að læra það i skólunum, að ísland sje óað- skiljanlegur hluti Danaveldis. Breyting þessi á að mikla : leyti rót sína til sambandslag- anna að rekja, og þótt vjer sjeum þess minnugir, að full- veldið er eldra en þau, þá fer vel á því, að vjer einmitt helg- um hinn 1. desember fuílvelui voru. Hinn lagalegi rjettur vor tn að ráða oss sjálfir er ótvíræð- ur. Vjer áttum þann rjett ; einnig fyrir 1918, og vjer átt- * um einnig annan rjett til íull- J , veldis, siðferðislegan rjett. — Vjer vorum sjerstök þjóð, með sjerstakri þjóðmenningu og þjóðareinkennum. — Lagalegur rjettur er mikils virði, en sið- ferðislegur rjettur er það ekki síður, og þegar til lengdar læt- ur mun svo reynast, að mest sje undir honum komið. Þegar um siðferðilegan rjett þjóðar er spurt, er á tvent að líta, stöðu hennar út á við og stöðu henn- ar heima fyrir, hversu hún býr að öðrum þjóðum og hversu hún stjórnar sjálfri sjer. ★ FORFEÐUR vorir tóku ekki land sitt frá öðrum. Þeir tóku það mannfaust. Þeir þurftu ekki að reisa bygð sína á gröfum neinna fj'rri eigenda landsins. Vjer niðjar þeirra eigum því land vort með betra rjetti en nokkur önnur þjóð á land sitt, og þjóð vor er svo gæfusöm, að eftir þúsund æviár stendur hún ekki í óbættum sökum við neina aðra þjóð. í hinum mikla og hörmulega hildarleik, sem nú er háður, höfum vjer kom- ist hjá því, að fella á oss nokkra I blóðskuld, en þess getum vjer [ minst með þakklæti og stolti, ! að sjómenn vorir hafa á þessum ! árum bjargað fjölda mannslífa [ frá báðum hernaðaraðilum, oft . og einatt með því að leggja líf j sitt í beran háska, og unnið ■ þar hetjuverk, sem jafnast* á við þau, sem unnin eru á víg- völlunum. Það er þátttaka vor í heimsstyrjöldínni. Vjer erum smáþjóð, og nú á timum heyrast raddir um það, að dagar smáþjóðanna sjeu taldir. Menn segja, að þær verði að endurskoða sjálfstæði sitt, fórna nokkru af því, fórna ^ því á altari hinna svo nefndu . stóru þjóða.Vjer smáþjóðafólk- I ið skyldum varast að ljá þeim ! röddum eyra. Það þarf ekki að [ segja oss það, að vjer höfum ekki bolmagn á við stórþjóð- irnar, ef til átaka kemur. Vjer vitum það. Vjer vitum, að þær geta framleitt margfalt meira en vjer af eiturgasi og sprengi- J efnum, vitum að þær geta smíð j að miklu fleiri fallbyssur og flugvjelar, brynreiðar og skrið- dreka, kafbáta og orustuskip, og þær geta sent fram til bar- daga margfaldan liðstyrk á við oss. Þeirra er valdið, vald hnef- ans, vald ofbeldisins. Sá sem minni máttar er, getur nevðst til að lúta því valdi, en hann á aldrei að viðurkenna rjett- mæti þess. Vjer iiöfum orðið að kenna aflsmunar, bæði fyrr og síðar, en vjer höfum aldrei við- urkent rjett þess ofbeldis. — ■ Land vort er hernumið sem * stendur. Vjer skulum vona, að ! þau loforð, sem gefin voru, er það ástand hófst, verði haldin. Verði þau ekki efnd, er það skylda vor, jafnt við sjálfa oss sem við fortíð þjóðar vorrar og framtíð, að Ijá því aldrei sam- þykki vort, hvaða fríðindi, sem í boði kunna að vera. Smáþjóð- irnar eiga ekki nema eitt vopn gegn ofbeldinu, rjettinn. Það vopn eigum einnig vjer, og vjer skulum vona, að oss bresti aldrei siðferðisþrótt til að beita því vopni í hverri nauðsyn. ★ VJER HÖFUM hingað til ekki gert á hluta nokkurrar annarar þjóðar, og það verð- ur langt þangað til að heims- friðinum stafar hætta frá oss. Þess vegna ætti að vera óhætt, að láta það viðgangast, að vjer ráðum sjálfum oss og landi voru. En erum vjer færir um það, einir og án íhlutunar ann- ara? Það hafa löngum verið til menn hjer á landi, sem hafa efast um það. Þeir hafa nefnt sjálfstæðisviðleitni landa sinna sjálfstæðisbrölt og öðrum við- líka óvirðingarnöfnum. Sann- arlega hefir það heldur ekki vantað, að vjer höfum gagn- rýnt meðferð sjálfra vor á vor- um eigin málum. Mjer kemúr ekki til hugar að neita því, að margt hafi farið miður hjá oss en skyldi, nje því, að vjer höf- um gert mörg mistök og glappa 7 D S - skot. Mjer kemur heldur ekki til hugar að neita því, að gagn rýnin hafi oft haft við full rök að styðjast, og oft verið bæði gagnleg og nauðsynleg. — En um þá sköðun er jeg ekki einn, að gagnrýnin í umræðum vor- um um þjóðmál hafi iðulega far ið svo langt út fyrir takmörk þess sem sæmilegt er, að þjóð- inni stafi beinlínis háski af því og að hún hafi borið þann ávöxt að vekja vantrú og vantraust margra manna á þjóð sinni og leiðtogum hennar. En vjer skul um lofa gagnrýninni að hvíla sig í dag, vjer getum hvort sem er ætlað henni nægan tíma endranær. í dag skulum vjer reyna að sýna sjálfum oss það rjettlæti, að grenslast eftir því, hvort vjer kunnum ekki að hafa einhverjar málsbætur, hvort vjer höfum ekki ein- hverja afsökun á að minsta kosti sumum glappaskotunum, og hvort vjer hö’íum ekki eitt- hvað það frám að bera, sem jafnað gæti mistökin upp áð einhverju leyti. ★ Þáð þarf ekki að vekja neina furðu, þótt oss hafi mistekist sitt af hverju í sjálfstjórn vorri. Vjer höfum lýðræðisskipulag á stjórnarháttum vorum. Nú um stundir er það mikill siður, að tala um oss íslendinga sem sjerstaklega frábæra lýðræðis- þjoð, elstu lýðræðisþjóðina, þjóð sem sje lýðræðið sjerstak- lega í blóðið borið og sje sam- grónari því en flestar aðrar þjóðiiv Þetta tal ber ekki vott um annað en frábæra vanþekk ingu á sögu þjóðarinnar. Sann- leikurinn er sá, að frá 1662, er einveldið hófst, og allar götur til 1874 eða jafnvel til 1904, höfðum vjer íslendingar ekk- ert af lýðræði að segja. — Og vjer getum farið lengra aftur í tíminn, til 1262 eða lengra, því þótt Alþingi hefði nokkurt vald á þeim árum, þá var allt annað en lýðræðisskipulag á þinginu á þeim tímum. Þingræð ið hjer á landi á ekki fertugs- afmæli fyr.en á næsta ári. Vjer erum því eðlilega viðvaningar í þeirri list að stjórna oss sjálf- ir, og það þarf enginn að furða sig á því, þótt mistök og glappa skot verði hjá viðvaningum, — Slíkt mun líka koma fyrir hjá þeim, sem eldri eru og reynd- ari. ★ FÁAR þjóðir ættu betur að geta dæmt um‘ það en vjer, hvers virði það er að ráða sjálf- ir málum sínum. Vjer höfum reynsluna fyrir hvorutveggja, vjer höfum ráðið oss sjálfir og vjer höfum orðið að þola það, að aðrir rjeðu yfir oss. Vjer rjeð um sjálfir málum vorum á þjóð veldistímanum, í 332 ár. Mest- an þann tíma stóð stjórnarskip- un sú, sem þjóðveldipu var sett í fyrstu, án stórvægilegra breyt inga og er óhætt að segja, að slík festa á stjórnarskipun, hafi verið sjaldgæf í öðrum lönd- um á þeim tímum. Jafnvel eins viðkvæmt mál og trúskifti landsmanna var leyst, án þess ÍYamhj á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.