Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. des. 1943. Fullveldi islands Framhald af bls. 7 að til byltingar eða blóðsút- h^llinga kæmi. Þjóðskipulag vort og þjóðmenning jafnaðist fyllilega á við það, sem þá gerð ist í öðrum löndum, og að minsta kosti í bókmentum stóð um vjer um eitt skeið framar flestum öðrum Norðurálfuþjóð- um. Árið 1262 gengum vjer undir konungsvald. Hið er- lenda vald var veikt framan af, en upp úr siðaskiftunum, um miðja 16 öld, færðist það mjög í aukana hjer á landi. Um þær mundir var mikil fram- faraöld að renna upp yfir heim inn, nýji tíminn var^að ganga í garð. Atvinnuvegir þjóðanna blómguðust með nýjum hætti, löndin voru ræktuð upp og prýdd með margvíslegu móti, fólkinu fjölgaði og lífskjör þess fóru batnandi og yfirleitt hóf- ust þá allskonar umbætur og framfarir og hefir því haldið fram síðan, allt til vorra daga. Af oss Islendingum er það að segja, að oss var öldum saman meinuð öll hfutdeild í þessari miklu framsókn þjóðanna. — Framfarirnar fóru fyrir ofan garð og neðan hjá oss. Fólk- inu fjölgaði ekki hjer á landi. Lífskjör þess fóru versnandi en ekki batnandi. Þjóðin varð sí og æ fátækari og fátækari af ver- aldarauði og viðnámsþróttur hennar varð svo lítill, að mann fellir varð af harðrjetti, hve- nær sem eitthvað bar út af um árferði. í stað þess að aðrar þjóðir tóku stórkostlegum fram förum var þjóð vor kyrsett öld- um saman eða jafnvel þokað aftur á bak. Hver fær sagt, hve mörgum og miklum tækifær- uni til aukins þjóðarþroska og aukins einstaklingsþroska var spilt fyrir oss á þessum tímum? Þegar alþingi fekk fjárveiting- arvald í sjermálunum, árið 1874, voru atvinnuvegir vorir enn í svipuðu horfi og þeir voru á miðöldunum eða verra. Bændurnir heyjuðu á þýfðum og ógirtum túnum og engjum og áttu fæstir einu sinni hlöðu- kofa yfir heyfenginn. Sjómenn irnir sóttu sjóinn nærri ein- göngu á opnum bátum. Iðnað- ur var enginn og verslunin að mestu leyti í höndum erlendra maona. Húsakostur lands- manna var hrörleg og end- ingarlítil torfhýsi. Islendingar áttu ekkert haffærandi skíp, nema ef telja skal fáeinar litl- ar fiskiduggur. Hvergi var haf- skipabryggja nje önnur hafn- armannvirki, enginn viti lýsti frá hinum myrku ströndum landsins. Hvergi var akfær veg arspotti og nálega allar ár í landinu voru óbrúaðar. Engir barnaskólar, hjeraðaskólar eða gagnfræðaskólar voru til, engir sjerskólar nema prestaskólinn einn. Ekkert sjúkrahús eða heilsuhæli og einir sjö hjeraðs- læknar á öllu landinu, einn þdlrra hafði t. d. umdæmi um allan Vestfjarða kjálkann, og þannig mætti lengi telja. Þannig skiluðu hinir erlendu ráðamenn landinu í lok þriðja fjórðungs 19 aldar, mestu fram- faraaldarinnar, sem yfir mann- kynið hefir gengið. Þannig reyndist oss það, að láta aðra stjórna oss. ★ ÁRIÐ 1874 tóku íslendingar sjálfir við, fyrst í stað aðeins að litlu leyti og með litlu valdi. Þeir tóku við landinu svo að segja í rústum, mörgum öldum á eftir tímanum. Þeir tóku við því með tvær hendur tómar, snauðir bæði að fje og reynslu. Samt hófust þeir handa þegar í stað. Fyrst var farið hægt og hikandi, en seinna óx mönnum þor og greikkuðu sporið, og land vort og þjóðhagir eru nú orðnir næsta ólíkir því, sem þeir voru 1874. Munurinn er árangurinn af sjálfstjórn vorri á þessu tímabili. Þann árang- ur getum vjer lagt á vogarskál- ina á móti öllum glappaskot- unum og mistökunum, sem vjer höfum gert, og enginn þarf að vera í vafa urh það, hvor skál- in verður þyngri. Þannig hefir það reynst oss að stjórna oss sjálfir. Þessu skulum vjer ekki gleyma og vjer megum ekki gleyma þvi, ef vjer eigum að vera rjettlátir við sjálfa oss. En jeg efast um að almenning- ur hjer á landi geri sjer það nægilega ljóst, hversu stórkost- legar breytingar til hins betra hafa orðið hjer, síðan vjer fyrst fengum að hafa hönd í bagga með stjórn mála vorra. En það væri æskilegt, að menn gerðu sjer það sem best ljóst, því það myndi rjettilega auka þjóðar- metnað þeirra. Það er áreiðan- lega ekki ofmælt, að þjóðin hefir á síðasta mannsaldri bætt land sitt og lífskjör fólksins meira en allar kynslóðirnar, sem á undan voru gengnar, gerðu samanlagt á sínum tíma. Verkið, sem þessi eina kynslóð hefir afkastað, er svo ótrúlega mikið, að henni er óhætt að sýna það hverjum sem er. Það rjettlætir fyllilega hið svo- nefnda sjálfstæðisbrölt hennar. ★ HVERSU mátti það verða, að þessi fámenna þjóð gat lokið slíku verki á ekki lengri tíma? Það er íandinu að þakka. Af af- rakstri þess hefir langmest af því fje verið tekið, sem allar þessar framkvæmdir hafa kost að. Það er þjóðinni að þakka, eðliskostum hennar. En þetta tvent hefði ekki nægt, ef eigi hefði hið þriðja komið til, þjóðernistilfinningin, þjóðar- metnaðurinn, fullveldisviljinn. Sá vilji hefir verið aflgjafinn, sem knúð hefir þjóðina og ein- staklinga hennar fram, L*ótt þeir oft og einatt ekki vissu af því sjálfir, knúð þá til að reyna að komast úr kútnum, knúð þá til þess metnaðar að reyna, ef unt væri, að halda til jafns við aðra. Þótt þjóð vor sje og hafi oft verið tvístruð og sundr uð, þá hefir þessi vilji verið sameign hennar og er enn. Við hann skyldum v]er jafnan reyna að leggja hina ítrustu rækt, efla hann og styrkja svo sem mest má verða, svo að hann megi jafnan lifa með þjóðinni, sterkur og máttugur í áhrifum sínum, því á honum einum getum vjer reist fram- tíð vora. Tito skeytir enp unt Cairostjórnina London í gærkveldi. Stjórnmálafregnritarar herma, að stjórninni júgoslafnesku í Cairo sje orðið allmikið í nöp við Tito hershöfðingja, sem berst gegn Þjóðverjum í Júgoslafíu, hefir sett þar á stofn þjóðstjórn. Ilefir Cairdstjórnin oft reynt að fá Tito til þess að hlýðnast' skipunum hennar, en það hef- ir alt komið fyrir ekkert. Tal- ið er að Tito hafi 2(30.000 manna her, og' er þessi her iangsamlega Sterkastur þeirra skæruherja, sem í Júgoslafíu berjast nú. Jðn Guömundsson .sjötuqur ■ JÓN GUÐMUNDSSON, fyrv. yfirkjötsmatsmaður, er sjötug- ur í dag. Hann er fæddur að Hvammi í Jökuldal, ólst hann upp og dvaldi til þrítugsaldurs á ýmsum stöðum á Fljótsdals- hjeraði. Mun hann hafa verið liðtækur í besta lagi við sýeita- störfin, en gripinn að fram- farahug og útþrá, brýst hann í að sigla til Danmerkur, til að kynna sjer nýtísku slátrunar- aðferðir og meðferð kjöts. — Á þessu var heldur engin van- þörf, því þá munu bændur í Danmörku hafa fengið nærfelt tíu sinnum hærra verð fyrir kjötpundið, en stjettarbræður þeirra heima á íslandi. Jón dvaldi 1 Danmörku um rúmlega þriggja ára ‘skeið, lengst af í Kaupmannahöfn, en einnig í Odense á Fjóni og Es- bjerg á Jótlandi. Þegar hann kom heim, rjeðst hann til Slát- urfjelags Suðurlands, sem þá var ungt fyrirtæki. •— Vann hann þar í fimm ár, en varð þá að hætta sökum heilsubilunar. Árið 1917. gekk Jón í þjón- ustu Tómasar Jónsson kjötkaup manns hjer í bæ og hefir nú unnið hjá því fyrirtæki í fullan aldarfjórðung. Árið 1919 var hann skipaður yfirkjötmatsmaður, samkvæmt þá nýsamþyktum lögum. Um- dæmi hans náði yfir hjeruðin frá Vík í Mýrdal að Gilsfjarð- arbotni. Svo sem geta má nærri, var þetta umsvifamikið starf, að hafa eftirlit með vinnu- brögðum og aðbúnaði á öllum sláturstöðum á þessari löngu leið, eins og þá var högum hátt að um samgöngur allar. Þetta brautryðjandastarf hafði Jón á hendi í 16 ár, og rækti það með hinni mestu samviskusemi, svo sem öll önnur, er honum hafa verið falin. Jón er kvæntur Helgu Ein- arsdóttur, ættaðri úr. Árnes- sýslu. Hafa þau hjón verið eink ar samhent í blíðu og stríðu, svo að sönn fyrirmynd er að. Þau hjón eiga einn son, sem nú dvelur erlendis. Auk þess á Jón eina fósturdóttur á lifi, frá fyrra hjónabandi konu hans. Er hún gift og búsett hjer í bæn- um. Jón er maður þjettur á velli og þjettur í lund, starfsamur og í^cyldurækinn, greiridur vel og grandvar. Við vinir hans, sem höfum átt því láni að fagna, að kynnast honum, sendum honum hug- heilar árnaðaróskir á þessum merkisdegi í lífi hans. og að ó- komin æfiár megi verða honum björt og yírik. Ó. P. -Ordaglegalífiiiu Framh. af 6. síðu. Mjólkurgæðin fara vernsnandi. MARGIR HAFA KVARTAÐ, og það vafalaust með rjettu, yf- ir því, að mjólkin sje mun verri að gæðum eftir að farið var að selja hana í lausu máli úi stömp um í mjólkurbúðunum. Þetta er líka skiljanlegt. Það segir sig sjálft, að mjólk, sem stendur í stömpum, sem ausið er úr, verður ekki eins góð og sú mjólk, sem sett er á flöskur í mjólkurstöð. I mjólkurstöðinni er stöðugt hrært í mjólkinni með stórum vjel- hrærum, áður en hún er sett á flöskurnar, og tryggir það, að sama feitimagn verður í allri mjólkinni, sem á flöskur fer. En það er sama, hve lengi og vel er hrært í stömpunum i mjólk- urbúðunum, það er aldi'ei hægt að fyrirbyggja, að versta mjólk in verði á botninum. Um hreinlætið þarf ekki að tala. Það er svo augijóst mál, að meira hreinlæti er þar sem mannshöndin snertir ekki mjólk urílátin, heldur en þar sem henni er sullað úr einum brusa á ann- an og loks úr mjólkurbúðastömp- unum í ílát viðskiftavmarna. X - 9 iOOOCKXXXXiOOOOOOOOOOOOOOOOOO ^ Eftir Robert Storm <XXXXXX>00<X|<><XXX><x><XX^X><XXX>8 Fangavörðurinn: Jim, gættu þín á byssunni — Þú hefir myrt varðmanninn, Alexander. Þú sleppur aldrei frá þessu. Alexander: — Þegiðu, hans. Jim! fangavörður — og haltu áfram að þegja!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.