Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 11
Laugardag'ur 11. des. 1943. WORGUNRLAÐÍÐ II Strákurinn, sem Ijek á tröllkarlinn að baki þeirra. Þessi fyndni hans kom þeim algerlega á ó- vart. Helen leit á hann; augr.a- ráð hennar var í ser.n undr- andi og þóttalegt. Kaffið hafðí unnið á móti áfenginu, og Bobbie var kominn á nýtt st'g Þunglyndi og tortrygni lýsti sjer í svip hans. „Við skulum fyrst fara í drykkjustofuna“, sagði hún og ljet sem hún hefði ekki heyrt síðustu orð hans Klukkan var ekki orðin tíu, svo að drykkjustofan var ekki orðin full ennþá. Hún var skreytt kínverskum Búdda- líkneskjum, silkifóðruðum hægindum; ljósin voru dauf og drungaleg. Kurt Planke sat við píanóið í hvítum jakka og spil- aði, að því er virtist einungis fyrir sjálfan sig. Bobbie bað um absinth, Helen drakk sherry, en Frank bað um mik- inn sóda og dálítið whiský. Hann var Staðráðinn í að ger- ast ekki ölvaður. „Eigum við ekki að dansa?“ spurði Frank Helenu, sem sló fingrunum í borðið eftir hljóm- falli danslagsins. Það voru að- eins tvö önnur pör á afmörk- uðu dansgólfinu. . Um leið og þau snertu hvort annað skeði einhver svo snögg og undarleg breyting á tilfinn- ingjum beggja. Frank varð svo mikið um, að hann þagnaði í miðri setningu. Þau dönsuðu þegjandi áfram. Píanóspilarinn brosti, næstum íbygginn að þeim fanst, og hjelt áfram að spila. ,,Jæja?“ sagði Helen að langri stund liðinni. „Jæja“, sagði Frank. Bobbie sat í einu hnipri við barinn og drakk. Hann ýtti glasi sínu til barþjónsins. „Svo lítið meira“, sagði hann. „Velkomið, herra“, sagði barþjónninn og kom með flösk- una. Bobbie virti hann fyrir sjer með sljóvum augum. „Ermð þjer Englendingur?“ spurði hann. „Frá Shropshire, herra“, svaraði maðurinn. Það var ósatt. Hann var ætt- aður frá Bukovina. „Hafið þjer verið lengi í Shanghai?“ spurði Bobbie. „Altof lengi“, sagði maður- inn og andvarpaði. „Sex ár“. „Undarleg borg, Shanghai“, sagði Bobbie, sem var að færa sig upp á skaftið og mjakaoist æ nær takmarkinu. „Það má nú segja“, ansaði maðurinn. „Það er ekkert það til í heiminum, sem ekki fyrir finst í Shanghai. Mjög sjer- kennileg borg, herra“. „Hvað eigið þjer við?“ spurði Bobbie. Glas hans var tómt á ný og hann ýtti því yf- ir borðið. „Það væri hægt að skrifa heila skáldsögu aðeins um það, sem við sjáum í þessari drykkjustofu, _herra“, sagði barþjónninn. „I vikunni sem leið skaut sig maður inni . í snyrtiherbergi karla. í fyrra duttu drukkin skötuhjú niður úr þakgarðinum á átjándu hæð. Og svo konurnar, sem hingað koma! Og mennirnir! Peningaflóðið! Hvernig menn eru ríkir í dag og fátækir á morgun! Þetta er óguðleg borg, herra. íbúar hennar trúa ekki einu sinni á hinn illa“. „Mikið um ópíum?“ spurði Bobbie. Hann svipaðist flóttalega um éftir konu sinni; hún stóð á- Samt I'rank skamt frá hljóð- færinu. „Mikið um ópíum?“ endurtók hann. Barþjónninn var niðursokkinn í að laga vínblöndu. „Ógrynni af því, herra“, svaraði hann. „Hvar ná menn í það?“ spurði Bobbie. Honum var far- ið að leiðast að heyra alla tala um ópíum, finna lyktina af því og sjá menn, sem voru á valdi nautnarinnar, án þess að geta komist að því, hvar hann gæti náð í það. Barþjónninn leit spyrjandi á hann. „Það get jeg ekki sagt yður“, sagði hann. „En píanóleikarinn okkar kann að geta sagt yður það, ef yður er hugleikið að fá vitneskju um það“. Bobbie lauk við absinthið sitt, og eftir að hafa tvístigið um stund fyrir framan barinn, hjelt hann af stað út á dans- gólfið. Hann klappaði á öxlina á Frank. „Nú er röðin komin að mjer, kunningi“, sagði hann. Frank slepti Helen og Bobbie lagði handlegginn um mitti hennar. Absinthið hafði komið honum í gott skap aftur og hann dansaði ágætlega. Hann var mikill hestamaður, góður tennisleikari, og auk þess hár og spengilegur náungi; það sá hann glögt í speglaröðinni með fram veggjunum. Hann var af góðum ættum, átti fallega konu og nóga peninga. Yfirleitt fanst honum þessa stundina, að hann hefði fulla ástæðu til að vera ánægður með sjálfan sig. „Það er hreint ekki svo vit- laust að vera kvæntur þjer“, sagði hann um leið og hann þrýsti Helen fastar að sjer. Það vottaði fyrir brosi á vörum hennar. Frank stóð með bak- ið upp að veggnum og báðar hendur í buxnavösunum og elti hana með augunum hvar sem hún dansaði. Maður hennar skilaði Frank henni aftur eftir einn dans; undarlegur titringur fór um hana, er hann tók utan um hana. „Eigum við ekki að kæla okkur svolítið?“ spurði hann, um leið og hann opnaði dyr, sem lágu út á litlar svalir. Borg in lá fyrir neðan þau, ævintýra lega uppljómuð hvíturft, rauð- um, grænum og bláum ljósum, og kastljós lýstu öðru hvoru upp ána og himininn. Helen studdist fram á súlna- handriðið og horfði niður. Frank stóð í dálítilli fjarlægð frá henni, en þau fundu engu að síður gerla nálægð hvors annars. „Þú ert trúlofaður, Frank, er ekki svo?“ spurði hún eft- ir nokkra þögn. „Jú“, sagði hann. „Það er lengt síðan að jeg trúlofaði mig. Hún kemur hingað eftir þrjá daga“. „Viltu ekki segja mjer eitt- hvað um hana?“ „Ruth er indæl. Jeg vona, að þið eigið eftir að kynnast. rfún hefir brún augu. Hún er hjúkr- unarkona". „Hún hlýtur að vera töfr- andi“. „Ef jeg hefði vitað, hvað var í aðsigi, hefði jeg ekki látið hana koma hingað núna“. „Nú?“ sagði Helen. „Já“, sagði Frank. „Loft- árásirnar geta byrjað þá og þegar. Og auk þess--------“. Hann færði höndina hægt eftir súlnahandriðinu, hleypti í sig kjarki og tók hönd henn- ar. „Það var indælt, að fundum okkar skyldi bera saman", sagði hún. Meðan á þessu stóð hafði Bobbie rutt sjer braut að píanóinu og beið þar þolinmóð- ur. „Viljið þjer þiggja af mjer glas af víni?“ spurði hann, þeg ar loksins negrinn kom og leysti Kurt af. „Þakka gott boð, en jeg drekk aldrei fyrir miðnætti“, svaraði Kurt. Bobbie var ekki ljóst, hvað hann átti að segja til að halda samræðunum á- fram. „Þjer spilið mjög vel“, sagði hann óðamála. „Eigum við ekki að setjast einhvers- staðar?“ Kurt virti hann fyrir sjer frá hvirfli til ilja: lýtalaus sam- kvæmisfötin, fljótandi augun, fölt, laglegt andlitið og munn- svipinn, sem bar vott um vilj aleysi. „Jeg spila eins og svín“, sagði hann óvingjarnlega. Bobbie varð hnugginn yfir háðsblandinni sjálfsfyrirlitn- ingu Kurts. Hann tók undir handlegg hans og leiddi hann til sætis við lítið borð úti í horni. „Hjerna getum við set- Æfintýri eftir Jörgen Moe. 5. En að viku liðinni kom dóttir risans aftur til að gá, há-’ort strákur væri orðinn feitur. „Komdu með litlafing- urinn“, sagði hún, og þá rjetti hann fram kertisstúfinn. „Nú er hann orðinn þolanlegur“, saagði hún við föð- ur sinn. „Einmitt það“, sagði tröllkarlinn. „Þá fer jeg burtu og býð gestum. Á meðan getur þú slátrað honum og steikt helminginn og soðið hinn helminginn". Svo fór tröllkarlinn af stað, og dóttir hans fór að brýna stóran hníf. „Ætlarðu að slátra mjer með honum þessum?“ sagði strákur. „Já, góði minn“, sagði dóttir risans. „En hann bítur ekki neitt“, sagði strákurinn. „Jeg verð víst að brýna hann sjálfur, til þéss að hann bíti al- mennilega.“ Hún fjekk honum hnífinn og hann fór að brýna og brýna. „Jæja, nú skulum við reyna hann á fljettunni þinni“, sagði strákur, þegar hann var búinn að brýna vel og lengi. „Jeg held hann bíti vel núna. Risadóttirin leyfði honum að reyna hnífinn, en þá ætlaði hann að bregða honum á hálsinn á skessu, en hún bað sjer þá griða, og sagðist skyldi hjálpa honum að sleppa burtu frá risanum föður hennar. Þau tóku gamalt svín og slátruðu því, steiktu helminginn, og suðu hinn helminginn og svo fór strákur í fötin af dóttur risans, en hún faldi sig í eiri- hverjum afhelli. Og þegar risinn kom heim með alla gesti- ina, fjölda mörg ferleg tröll, þá sat strákur úti í horni í fötunum af dóttur risans. Risinn kallaði á dóttur sína og bað hana að koma og fá sjer bita, én strákur herpidi eftir henni og sagði, að það lægi svo illa á sjer^ 'að hann hefði enga lyst á mat. „Æ, þú kant líklega ráð við því“, sagði risinn. „Taktu hörpuna og spilaðu á hana“. Hvar er hún þá?“ spurði strákur. „Það ættirðu best að vita sjálf“, sagði tröllkarlinn, ,,þú varst með hana síðast, hún hangir þarna yfir dyr- unum“. llTljlxT Læknir: Hverjir eru þessir nýju sjúklingar með bundið fyrir munninn? Annar læknir: Það ^ru tveir útvarpsþulir, sem hafa kjálka- brotnað við að staglast á erf- iðum orðum: Krasnoarmeisk, Novorossisk, Dniepropetrovsk. ★ Fyrirtæki eitt í New York rit aði eitt sinn Lincoln brjef, það var nokkru áður en’ hann varð forseti, og fór þess á leit við hann, að hann gæfi því skýrslu um efnahagsástæður eins. ná- granna hans. Lincoln varð við beiðni fyr- irtækisins. Svar hans fer hjer á eftir: *„Hefi móttekið brjef yðar frá 10. þ. np — Fyrst og fremst á hann konu og barn. Til sam- ans ættu þau að vera 500 þús. dollara virði fyrir hvern sem er. I öðru lagi hefir hann skrif- stofu, og í henni er borð, sem má meta á einn og hálfan doll- ar, og þrír stólar, segjum doll^ ars virði til samans. Að endingu er stór rottuhola í einu horni: skrifstofunnar, sem má vel sjá inn í. Virðingarfylst A. Lincoln“. ★ Mr. Jones og Mr. Glover snæddu saman kvöldverð í veit ingahúsi einu. Nokkrir vinir þeirra, sem komu inn í sömu erindagerðum og þeir, komu flestir sem snöggvast að borð- inu til þeirra. Mr. Jones sagði þeim þá hvorum um sig frá veiðiferð, sem hann hafði far-. ið í. Mr. Glover skemti sjer vel á meðan á frásögnunum stóð, því að sagan breyttist í hvert skifti. „Heyrðu“, sagði hann loks, er allir voru farnir, „hvernig stendur á því, að sagan er ekki altaf eins hjá þjer, þú breytir henni, í hvert skifti, sem þú segir hana?“ „Jeg segi hverjum og einum ekki meira en það, sem jeg álít að hann geti trúað“. ★ I BeMast átti sjer eitt sinn stað knattspyrnukappleikur. rilli 100 prósent katólikka og 100 prósent mótmælenda. Mað- ur einn, sem var áhorfandi að þessari harðvítugu kepni, því að hvorugir vildu gefa sig, hróp aði ánægjulega og af mikilli hrifningu, þegar katólikkum tókst að skora mark. Rjett á eftir skoruðu mótmælendur. Maðurinn hrópaði þá aftur engu minna. — íri, sem stóð hjá honum, hnipti í hann og sagði: „Hvernig er það. með þig, maður, ertu alger trúleysingi?“ ★ Eitt sinn, > er biskup nokkur hjelt guðsþjónustu úndir berum himni, hrópaði trúleysingi einn til hans: „Trúið þjer, herra biskup, að hvalurinn hafi gleypt Jónas?“ „Þegar jeg kem til himna, skal jeg spyrja Jónas um það“, svaraði biskup. „En gerum nú ráð fyrir“, svaraði hinn, „að hann sje þar ekki“. „Nú, þá getið þjer spurt hann um það sjálfur“, svaraði bisk- up.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.