Morgunblaðið - 14.12.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIC Þriðjudag'ur 14. des. 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Ný snurða á Fram- sóknarþræði ÞAÐ HEFIR VERIÐ heldur mæðusamt á Framsóknar- heimilinu á síðastliðnu ári. Þóttu nokkur tíðindi, er það surðist á sínum tíma, að bornar væru á bál ritsmíðar formanns flokksins, er skyldu á ,,þrykk út ganga“ í Tímanum. Meiri þóttu síðari tíðindi, er formaður flokksins var út- lægur ger og hrakinn frá Tímanum, sem hann hafði varið mestum hluta æfi sinnar til að rita í. Og enn þóttu tíðindi, engu minst, er Eysteinn Jóns- son settist í formannsstólinn við hliðina á Jónasi og tjáði honum, að hann mætti áfram vera formaður „út á við“, en sjálfur ætlaði hann að vera formaður „inn á við“, í þingflokknum, þar sem hin pólitísku ráð væru ráðin. Og loks er hlaupin ný snurða á þráðinn, en mörgum þóttu endarnir þegar orðnir æði ógreiðir. Kemur nú fram á sjónarsviðið sá maður, sem Tíminn segir, að ,,á síðustu árum hafi borið höfuð og herðar yfir alla foringja sam- vinnumanna á Suðurlandi“. — Hann gerir sjer hægt um hönd, ritar blaðagrein og segir við bændur: Látið Fram- sóknarflokkinn eiga sig, vegna þess (eftir því sem frá er skýrt í Tímanum) að hann „hefir lent í höndum æfin- týramanna, sem helst megi telja verkfæri kommúnista". Stofnið nýjan flokk! Flokk framleiðenda! Loftið í baðstofu Framsóknar þyngir. Madama Fram- sókn varpar öndinni mæðulega. „Og þú líka, — barnið mitt Brútus!“ Því að hún sjer nú einn sinna bestu sveina bregðast sjer, þar sem er hennar ágæti kaupfjelagsjöfur, Egill í Sigtúnum. Nú voru góð ráð dýr! Enda hafa þeir „tvíhent atgeir- inn“ Tímasveinarnir og sent Agli kveðju í tveim blöðum, ekki litla að fyrirferð. Tilræði við útgerðina SJOMENN og utgerðarmenn hafa að vonum risið upp og mótmælt einum rómi hinni nýju aðferð „vinstri“ flokkanna á Alþingi gegn togaraútgerðinni, er fram kem- ur í skattafrumvörpum þeirra. Stjórn Farmanna og fiski- manna sambands íslands og Fjelag íslenskra botnvöru- skipaeigenda sendu þinginu í gær harðorð mótmæli og ljetu fylgja ítarlegar og rökstuddar álitsgerðir. Morgun- blaðið birtir í dag álitsgerð útgerðarmanna, en álitsgerð stjórnar F. F. S. í. barst blaðinu svo seint í gærkvöldi, að hún getur ekki birst fyr en í næsta hlaði. í álitsgerð útgerðarmanna segir m. a.: ^Verði skattar þessir lagðir á útgerðarfyrirtækin, telj- um vjer víst, að mikill hluti útgerðarinnar muni stöðvast, er þeir koma í framkvæmd.------Vjer teljum það stór- háskalegt fyrir framtíðarafkomu þjóðarinnar, ef endur- nýjun togaraflotans, annars fiskiskipaflota landsmanna og bygging nýtísku tækja til hagnýtingar sjávarafurða, á nær eing'ngu að byggjast á fjárhagsgetu ríkisins á ár- unura eftir stríðið, þegar búast má við að kreppa muni að. í báðum álitsgerðunum segir, að nýbyggingarsjóðir togarafjelaganna* sjeu nú um 430 þúsund krónur að með- altali á skip, eða „um % hluti þess verðs, sem líklegt er að nýtísku togari muni kosta að styrjöldinni lokinni“, eins og segir í áliti útgerðarmanna. En í álitsgerð sjómanna segir svo: „Það er öllum heilvita mönnum ljóst, að fyrir slíka upp- hæð fæst enginn togari endurnýjaður, og ef háttvirt Al- þingi ber ekki gæfu til þess nú, þegar styrjöldin virðist vera að nálgast endalok, að sjá svo um, að margfalt meira fje fáist í nýbyggingarsjóði skipanna, er stórkostleg þjóð- arhætta á ferðum“. \ Stjórn FFSÍ bendir ennfremur á, að á s.l. ári hafi 28 smál. mótorbátur kostað 320 þús. kr. og segir svo: „Sá kotungs-hugsunarháttur verður að hverfa, að ætla sjer að láta togara fæða af sjer 30—40 smál. mótorbát“. I Morgunblaðinu fyrir 25 árum Veturinn var mildur framan af. •13. des. ,,Hvít jörð var hjer í gær- morgun og þykir það nú tíðind- um sæta, því að stöðug blíðviðri og þíðviðri hafa verið í haust og vetur. Er sama tíð um land alt og mun nær eins dæmi, að norðanlands skuli haldast auð jörð fram undir jól“. ★ Hreindýrum vegnar vel í Al- aska. 16. des. „Fysr 20 árum var dálítil hjörð hreindýra send frá Finn- mörk til Alaska í tilraunaskyni. Nokkrir Finnar fóru með dýr- unum og áttu þeir að leiðbeina Alaskabúum í meðferð dýranna. Tilraunin hefir hepnast svo vel, að nú eru 200.000 í landinu af þessum kynstofni og hreindýra- ræktin besta tekjugrein". Vafalaust er ísland mjög vel fallíð til hreindýraræktar, þó að eigi fjölgi stofni þeim, sem hjer er í landinu að neinum mun. — Sennilega er um úrkynjun að ræða“. ★ Þá var hávaðasamt á götun- um. 17. des. „Ryskingar og ólæti voru með mesta móti á götum bæjarins í fyrrakvöld. Voru það aðallega unglingar um og innan við tví- tugt, sem stóðu fyrir því, og flestir meira eða minna ölvaðir. Lögreglan tók tvo fasta. — Það mætti gjarna fara að gefa ís- landi nýtt nafn og kalla það „Vínland hið nýja“. Það ætti að minsta kosti betur við heldur en bannlandsnafnið". ★ Þá var góð tíð og mokafli fyr ir austan. í skeyti frá Seyðis- firði segir: 18. des. „Öndvegistíð er um alt Aust- urland og snjólaust með öllu nema á fjöllum. Er hvergi far- ið að gefa fje ennþá. — Óvana- lega góður afli er hjer nú, þeg- ar róið er, þetta 7—8 skippund í róðri“. ★ Gangverð erlendrar myntar var þá: 21. des. „Sænsk króna 108.85 Norsk króna 104.50 Mark 46.00 Pund Sterling 17.57 Dollar 372.00“. ★ Akureyringar fá borgar- stjóra. Um það segir í frjetta- skeyti frá Akureyri: 22. des. „Hjer fór fram atkvæða- greiðsla um það í gær, hvort Ak- ureyri skyldi hafa sjerstakan borgarstjóra framvegis, og voru 201 atkvæði með því, en 168 á móti. Með því ganga hin nýju bæjarstjórnarlög í gildi ★ Manntjófi Frakka í styrjöld- inni 1914—18. 29. des. „Því var lýst yfir í neðri deild franska þingsins, að fram til nóvember hafi Frakkar mist 42.600 liðsforingja og 1.789.000 hermenn. Ástand gatnanna í bænum. ÞAÐ HAFA FÆSTIR verið ánægðir það ástand, sem götur bæjarins hafá verfð í undanfarin ár, en allir hafa verið sammála um, og sjeð ástæðurnar fyrir því. Það hefði verið tilgangslaust eyðsla á fje af bæjarins hálfu að láta gera við götur, og steypa þær eða malbika, en síðan hefði þurft að rífa allt saman upp skömmu síðar vegna hitaveitu- lagna. Það er ekki fyr en nú, þegar veður batna með vorinu, að fyrir alvöru er hægt að fara að hugsa um að koma götunum í lag, en þá verður líka vonandi tekið til óspilltra málanna, eftir því, sem efni og ástæður leyfa. Annars er það merkilegt hve vel hefir tekist að koma götum í samt lag, eftir að búið var að rífa þær upp til að leggja í þær hitaveitulagnir. Menn þurfa ekki nema að líta á Austurstrætið nú og hugsa sjer það fyrir nokkr- um dögum, sundurgrafið. Sama er að segja t. d. um Suðurgötuna og margar fleiri götur. Það virð- ist sem malbikuðu göturnar lati minst á sjá, að þær hafi verið grafnar upp og sundurtættar, hinsvegar er því miður ei.ki hægt að segja það sama um margar götur, sem aðeins eru ofaníbornar með sandi. Þær eru margar eitt flag síðan* hitaveitu- lagnirnar voru lagðar. Það aru þessar götur, sem hafa eyðilagst vegna uppmokstursins, sem eitt- hvað þyrfti að gera fyrir og það undir eins og tækifæri gefst. Ekkert göturyk. FÁTT ER EINS hvimleitt hjer í Reykjavík eins og göturykið, sem ávalt gerir vart við sig í þurkatíð. Nú er von til þess, að hægt verði að sigrast á þessum „forna fjanda“ bæjarbúa að miklu leyti. Undanfarin ár hefir ekki verið nægjanlegt vatn til þess,að hægt væri að eyða því í götuþvott, en nú eftir að hitaveitan flytur jafn mikið vatn til bæjarins eins og Gvendabrunnavatnsveitan ætti að vera nægjanlegt vatn til að sigrast á hinu leiða og óhclla göturyki. Heilbrigðisráðunautur mir.n, þ. e. sá, sem jeg ráðfæri mig við er jeg skrifa um heilbrigðis- og þrifnaðarmál segir mjer, að það eigi að þvo göturnar. Þvo þær á hverjum degi eins og gólf eru þvegin í heimahúsum. þá muni rykið brátt hverfa. En það er ekki hægt að þvo götur, nema, sem eru malbikaðar og steinlagð ar gangstjettir. Hinar göturnar verður að sprauta vatni á þegar þurkar ganga. Mjer lýst prýðilega á þessa hugmynd með götu og gang- stjettaþvottinn. Það er einmitt það, sem hefir vantað. Afgreiðslan í mjólk- urbúðunum. í GÆR fjekk jeg langt brjef frá gamalli konu vegna ummæla sem hjer hafa birst um misjafna afgreiðslu í mjólkurbúðum. Gamla konan lýsir með falleg- um orðum góðum viðskiftum, sem hún hefir haft við mjólkur- búðina, sem hún verslar við. Af- greiðslustúlkurnar hafa sýnt henni mikla kurteisi og tekið til- lit til hennar á allan hótt. Er þetta gott dæmi um það, hvernig góð afgreiðsla á að vera í versl- unum yfirleitt. Vonapdi hafa margir sömu sögu að segja. Það kemur aðeins fram sá misskilningur í brjefi gömlu konunnar, sem jeg verð að leið- rjetta, en hann er sá, að þær kvartanir, sem bornar hafa ver- ið hjer fram útaf slæmri af- greiðslu í mjólkurbúðum, sje á- rás á afgreiðslustúlkurnar í heild Fyrir það fyrsta dettur mjer aldrei í hug að ráðast á einn eða neinn í þessum dálkum, því að jeg tel það ekki árás, þegar minst er á það, sem aflaga fer og gagnrýnin miðar að því, að bætt verði úr göllunum. Það get ur vel verið, að einhverjum hafi sárnað, að aðfinslur skyldu koma fram opinberlega. En þær af- greiðslustúlkur, sem vel hafa komið fram — og jeg vona, að þær sjeu í miklum meiri hluta — þurfa ekki að taka aðfinslurnar til sín. Hinar eiga að gera það og bæta ráð sitt. Frjalsir Danir á Islandi Á FJÖLSÓTTUM funði Dana, sem haldin var að Hót- el ísland miðvikudaginn þ. 8. des. fór fram kosning í nefnd þeirri er starfað hefir síðan 1941 undir nafninu „Danske. i Island“. Ilin nýkosna nefnd er þannig skipuð: Robert Bendixen birgða- vörður, Lauritz Boeskov garð- yrkjum., Björn Fanöe verkfr., Valdemar Hansen framkv.stj., Axel Ilerskind framkvstj., M. E. Jensen skólastjóri, J. C. Klein . kaupm.jErik V Lundgaard verkfr., G. E. Neilsen endurskoðandi, Tvai Pind bólstrari, Niels Tybjerg garðyrkjumaður. Tjlgangur og starisvið nefndarinnar er sama og ann- ara samtaka með sama nafni í hirium frjálsa heimi. Það er : að stuðla að því að Danmörk aftur verði frjáls og óháð með því að styðja bandamenn í mi verandi stríði, svo og að und irbúa og skipuleggja hjálp til handa Dönum, sem neyð líða vegna þvingunaraðgerða Þjóð verja í heimalandinu. Formaður nefndarinnar er A. llerskind framkvæmdar- Stjóri, en framkvædanefnd skijja Robert Bendixen. birgð- arvörður, Björn Fanöe verk- fræðingur og G. E. Nielsen endrirskoðandi. Nefndin mun áframhaldandi starfa í samvinnu við sendi- herra Dana. Utanáskriftin er „Frie Danske i Island". Póst- hólf 811 Reykjavík. LOFTÁRÁS Á AMSTERDAM. London í gærkveldi. — Maraud erflugvjelar, sem fjöldi orustu- flugvjela fylgdi, flugu yfir Ermarsund í dag, og var árás- inni beint gegn flugvöllum við Amsterdam. Urðu miklar sprengingar og eldar komu upp. Reutðr,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.