Morgunblaðið - 14.12.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.12.1943, Blaðsíða 7
I>riðjudagur 14. des. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 7 Skipulagsskrá IUinningar- sjóðs Thor Jensens Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður 1. gr. Sjóðurinn heitir: Náms- sjóður Thors Jensen. 2. gr. Sjóðurinn er eign Versl unarmannafjelags Reykjavík- ur, sem stofnað var 1891, og er sj'óðurinn afhentur f jlaginu með gjafabrjefi Thors Jensen, dags. 17. september 1943, og er að ^.pphæð kr. 50.000.00. Sjóðurinn tekur nú þegar til starfa. 3. gr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilegt verslunar- fólk, menn eða konur, til náms í verslunarfræðum hjer á landi eða erlendis. Fjelagaf í Verslunarmanna- fjelagi Reykjavíkur hafa for- gangsrjett til styrks en meðal fjelagsmanna skulu þeir að öðru jöfnu ganga fyrir, sem lokið hafa burtfararprófi úr Verslunarskóla Islands. 4. gr. Sjóðnum skal stjórnað af fimm manna stjórnarnefnd. sjóðsins Thor Jensen, tilnefnir einn mann í hina fyrstu stjórn og skal sá vera formaður henn- ar. Stjórn Verslunarmannafje- lags Reykjavíkur kýs þrjá menn og stjóm Verslunarráðs íslands einn og skifta þeir með sjer verkum, með þeirri tak- mörkun, sem á undan getur, að gefandi sjóðsins tilnefnir for mann stjórnarnefndarinnar. Þessir fyrstu stjórnendur sjóðsins skulu allir í samein- ingu velja fimm varamenn og sje tiltekið hver er varamaður hvers hinna fyrstu stjórnenda. Þegar einhver hinna fyrstu stjórnenda fer úr stjórn sjóðs- ins, hvort sem það er vegna dauða eða af öðrum ástæðum, tekur varamaður hans sæti í stjórninni og verður þá aðal- maður, en varamann í hans stað skal þá þegar tilnefna eftir sömu reglum og hinir uppruna legu varamenn voru valdir. Engan má tilnefna varamann nema samþykki hans liggi fyr- ir, um að hann vilji taka starf- ið að sjer. Á þennan hátt skal jafnan farið þegar autt verður sæti aðalmanns eða varamanns í stjórninni, svo að hún sje jafn an skipuð 5 aðalmönnum og 5 varamönnum. í forföllum að- alsmanns um stundarsakir tek ur varamaður þess eða þeirra, sem forföll hafa, sæti í stjórn- inni, enda sje ekki ágreiningur um að forföllhamli. Skipta má um varamenn, ef allir stjórn- endur sjóðsins samþykkja. Nú verður vegna forfalls stjórnenda, veikinda eða af öðr um óviðráðanlegum ástæðum eigi mögulegt að ná samþykki allra að því er snertir kjör að- alstjórnenda eða varastjórn- enda, svo sem gjört er ráð fyrir hjer að framan, og skulu þá hinir framkvæpria nauðsynleg- ar ráðstafanir til þess að stjórn og varastjórn verði fullskipuð samkvæmt því, sem ætlast er til með framanrituðum reglum. í stjórn sjóðsins ræður afl atkvæða nema öðruvísi sje á- kveðið í skipulagsskrá þessari. 5. gr. Gjörðabók fyrir sjóðinn skal stjórna hans löggilda, skal færa í gjörðabókina aUt um sjóð inn, sem máli þykir skipta, þar á meðal fundargjörðir sjóðs- stjórnarinnar og sjerstaklega allar ákvarðanir hennar um málefni sjóðsins. Ennfremur Skal bóka í gjörðabókina kjör varamanna, og allar breytingar, sem verða á stjórn sjóðsins. — Varamenn skulu rita í gjörða- bókina um kjör sitt. 6. gr. Sjóðinn skal ávaxta með því að kaupa fyrir fje hans bankavaxtabrjef veðdeildar Landsbankans íslands, hliðstæð veðbrjef tryggð með öruggu fasteignaveði eða veðbrjef með ríkisábyrgð og peningar sem kunna að liggja fyrir, skulu á- vaxtaðir á tryggum stað enda samþykki allir stjórnendur hvernig fjenu skuli komið á vöxtu. 7. gr. Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða og árlega skal leggja 1/5 — einn fimta — af vöxtum við höfuðstólinn. Að öðru leyti skal vöxtunum var- ið samkvmt tilgangi sjóðsins. Sjóðsstjórnin ræður þó að hve miklu leyti vöxtunum er varið í þessum tilgangi ár hvert eða hvort þeir verða lagðir við höf- uðstól, frekar en gert er ráð fyrir að framan, eða geymdir til síðari ára til úthlutunar þá. Nú hlotnast sjóðnum gjafir eða honum er aflað fjár á einn eða annan hátt og skal þá skal þá leggja þær upphæðir við höfuðstól sjóðsins. Stjórn sjóðsins skal auglýsa árlega með hæfilegum fyrir- vara eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum og úthluta síðan þeirri styrkupphæð, sem hún vill úthluta hverju sinni, sam- kvæmt tilgangi sjóðsins og í samræmi við ákvæði skipulags skrár þessarar. Stjórnin skal þó gæta þess að hver einstök styrkupphæð sje ekki lægri en svo, að hún geti talist til veru- legrar styrktar fyrir þann, sem hana hlýtur. Sarrla námsmanni má veita styrk oftar en einu sinni, en þó ekki lengur en í 3 ár. Gera má styrþega að skil yrði, að hann, að loknu fram- haldsnámi í verslunarfræðum, haldi fyrirlestra eða hafi æf- ingar með nemendum í Versl- unarskóla íslands í samráði við skólastjóra þess skóla. 9. gr. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Hið fyrsta reikn ingsár sjóðsins telst frá stofn- un hans til ársloka 1944. 'Sjóðs- stjórn ber að færa bók um eign ir sjóðsins, tekjur hans og gjöld. Stjórn sjóðsins semur við lok hvers reikningsárs reikning fyrir sjóðinn og skal hann síðan staðfestur af löggiltum endur- skoðanda. Reikningurinn skal innfærður í efnahagsbók sjóðs- ins og auglýstur í Lögbirtablað- inu í síðasta lagi fyrir lok febr- úarmánaðar ár hvert. 10. gr. Leita skal samþykkis Verslunarráðs íslands á skipu- lagsskrá þessari og að því fengnu skal leita staðfestingar ríkisstjóra. Skipulagsskrá þess ari má ekki breyta, nema allir stjórnarmenn sjóðsins sam- þykki svo og stjórn Verslunar- mannafjelags Reykjavíkur og Verslunarróðs Islands. Þó má aldrei breyta fyrirmælunum um tilgang sjóðsins nje reglum 4. gr. um skipan sjóðsstjórnar. Reykjavík, 3. okt. 1943. I stjórn Verslunarmanna- fjelags Reykjavíkur. Verslunarráð íslands er sam þykkt ofanritaðri skipulags- skrá. Reykjavík, 00. okt 1943. F. h. Verslunarráðs íslands. Lánsútboðið Framh. af bls. 2. spurnin eftir brjefum 10-ára lánsins verði sjerstaklega mik- il, en þau fást ekki keypt nema í sambandi við kaup á brjefum lengra lánsins. Kaup á hinum síðar nefndu gefa forkaups- rjett að sömu upphæð af brjef- um 10-ára lánsins, meðan þau endast. Landsbanki íslands hefir yfir tekið bæði þessi lán og býður nú skuldabrjef þeirra til sölu á nafnverði. Verður byrjað að taka á móti áskriftum á morg- un, hjá Landsbankanum og öðr um kaupþingsfjelögum og hjá tveim aðilum, sem ekki eru kaupþingsfjelagar. — Brjefin, sem eru í tveim stærðum, 5000 kr. og 1000 kr., verða afhent áskrifendum 4. janúar næstk., gegn greiðslu kaupverðsins. Búist er við almennri þátt- töku í þessu skuldabrjefaút- boði en verið hefir í lánsútboð- um fram að þessu. Sparifje al- mennings hefir vaxið mikið og hinir lágu innlánsvextir hvetja menn til þess að koma a. m. k. hluta af sparifjenu f^u'ir í skudabrjefum. Þegar vöb er á fulltrygðum vaxtabrjefum, er bera 4% vexti, er eðlilegt, að mönnum finnist lítið að fá ekki nema 2% í vexti af sparifje sínu í hin nýju skuldabrjef Reykj avíkurbæj ar. íslendingar vestra minnasl 1. des. ISLENDINGAR víða um Bandaríkin mintust 1. des. Þannig Aar íslensk dagskrá í útvarpinu í New York að kvöldi 30. nóv. Þar talaði Kristín Thoroddsen, en Guð- mundur Kristjánsson söng nookkur lög, og mað lokum þjóðsönginn. 1 Wiseonsinháskólaniun í Madison mintist hið nystofn- aða Islendingafjelag dagsins. Isíendingar seni nám stunda við háskóiann, komu saman í hátðasal hans. Flutti þar Á- gúst Sveinbjarnason forseti fjelagsins, erindi um sögu Is- lands, enfremur voru sungnif ættjarðarsöngvar. Islendingafjelag þetta í Mad-isin, var stofnað þann 30. nóv. af stúdentum, er komu til háskólans í haust. Ágúst. Sveinbjörnsson er forseti fje- lagsins, Unnsteinn Stefánsson, ritari og Þórhallur Ilalldórs- son frjettaritari. -Aðrir með- lirnir eru þeir Sigurður Sig- ursson, Jón G.uðjónsson, Júl- íus Guðmundsson í DAG fer fram í Dómkirkj- unni kveðjuathöfn yfir Ingvari Guðjónssyni, útgerðarmanni. Hann andaðist í Landsspítal- anum hinn 8. desember. Með Ingvari er fallinn í val- inn einn kunnasti útgerðar- og athafnamaður Islendinga. Hann var af fátækum for- eldrum kominn, einn af átta svstkinum. Fór hann á barns- aldri til vandalausra og ólst upp á ýmsum stöðum í Húnavatns- oingi. Vegna meðfæddrar at- gjörvi og með miklum dugnaði tókst honum að ryðja sjer braut til fjár og frama. Ingvar var um tuttugu ára skeið einn helsti útgerðarmaður norðanlands. — Jafnframt hafði hann með hönd um síldarsöltun, meiri en nokk- ur annars. Mest mun söltun á bryggjum hans hafa numið fimmtíu þúsund tunnum á einu sumri. Hann hóf fyrst síldarsöltun sumarið 1920 og tapaði þá all- miklu fje, en þar sannaðist hið fornkveðna, að ,,fall er farar heill”, því að upp frá því tókst honum oftast að sigla flevi sínu heilu í höfn milli boða og blind skerja. Var það þó oft á fárra manna færi á hinum fyrri út- gerðarárujp Ingvars meðan síld arútvegurinn hafði ekki sildar- verksmiðjureksturinn við að styðjast og var því áhættumest- ur atvinnuvegur á landi hjer. Ingvar var kunnur að því, að hann bjó skip sín betur að veiðarfærum og öðrum bún- aði, en flestir eða allir aðrir. Völdust því til hans dugandi menn og skip hans voru ætíð meðal þeirra, sem best öfluðu. Hinn frægi aflakóngur á síld- veiðum Eggert Kristjánsson, á | „Birninum” var í fjölda mörg ár á vegum Ingvars. ÍStörfuðu löngum sömu menn við útveg hans á sjó og landi ár frá árl, enda þótti það jafnan keppi- kefli að vinna við útveg Ingv- ars. Varð og sú raunin á, að þeir báru öðrum meira úr být- um er í hans þjónustu voru. Ingvar keypti höfuðbólið Kaupang í Eyjafirði árið 1928, og hóf þar framkvæmdir mikl- ar með atbeina Árna bróður síns, er þá fluttist þangað og býr þar enn. Ingvar var maður hjálpsam- ur og gaf stórfje til menning- armála, svo sem barnaheimila og kirkna. Ættingjum sínum og fleirum veitti hann mikinn stuðning. Ingvar vakti athygli hvar sem hann kom. — Hann var gerfilegur maður sýnum, ljós yfirlitum, vel eygur, prúðmann legur í framgöngu, djúphygg- inn og tillagagóður. Er því mikið skarð fyrir skildi, er slík- ur maður er horfinn sjónum vorum. Þess mætti geta til mafks um það, hve úrræðagóður og lag- inn hann var, er við erfiðleika var að etja, að honum tókst að ná kaupum á skotsku skipi, rjett fyrir styrjöldina, setja í það nýja vjel í Norégi, og end- urbæta það á ýmsan hátt. Það er vjelskipið „Gunnvör”, sem reynst hefir mesta happafleyta r Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður. við síldveiðar og ísfisksflutn- inga undir skipstjórn Barða Barðasonar. Var þó ekki hlaup- ið að því, að koma skipinu til landsins, því að Inngvari var synjað um gjaldeyrisleyfi til kaupanna og síðan lögsóttur og dæmdur í sektir fyrir að hafa ekki gert fulla grein fyrir því með hverjum hætti hon- um hefði tekist að koma þessu skipi í innlenda eign. Sýnir þessi aðferð hins opinbera hverjum afarkostum útgerðar- menn hafa orðið að sæta við aukningu fiskiflotans, og að það var ekki heiglum hent að sigr- ast á þeim nátttröllum, sem þar hafa staðið í vegi, enda fáum tekist. Ingvar var fæddur 17. júlí 1888 að Neðra-Vatnshorni á Vatnsnesi í Húnavatnsþingi. Foreldrar hans voru Guðjón Helgason bóndi, síðar verk- stjóri hjá Ásgeiri Pjeturssyni og fiskimatsmaður, ættaður úr Vopnafirði, og Kristín Árna- dóttir frá Hörgshóli, af kunn- um bændaættum í Húnavatns- þingi. Ólst Ingvar upp á ýms- um stöðum norður þar, sem áður segir. Ingvar fór fyrst til sjóróðra suður í Hafnir í Gullbringu- sýslu, er hann var 17 ára. Fór h§nn gangandi að norðan svo sem þá var siður og bar far- angur sinrt í poka á bakinu. Sumarið eftir vann hann við lagning landssímans um Borg- arfjörð, undir forustu Björnæs verkstjóra. Stundaði síðan sjó- mensku á ýmsum stöðum. — Byrjaði formensku hjá Helga Hafliðasyni í Siglufirði árið 1909. Árið 1015 tók hann far- mannapróf við Stýrimannaskól ann. Árin 1916—1920 rak hann utgerð í fjelagi'við Ásgeir Pjet- ursson og var skipstjóri á skipi því, er þeir áttu saman, fyrst m.b. Ingibjörgu og síðar m.b. Hvíting. Var hann þá jafnframt fiskimatsmaður. Árið 1920 hóf hann síldarsöltun á eigin spýt- ur, eins og áður segir. Þeir hinir mörgu, sem starf- að hafa á vegum Ingvars Guð- jónssonar, munu allir sakna hans, svo og vinir og ættingjar, og þeir mest, sem þektu hann best. Sveinn Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.