Morgunblaðið - 15.12.1943, Page 1

Morgunblaðið - 15.12.1943, Page 1
 30. árgangur 284. tbl. — Miðvikudag'ur 15. desember 1943 Isafoldarprentsmiðja h.f. VAXANDI HÆTTA FYRIR ÞÝSKA HERIMM í S.-RIÍSSLANDI Fundurinn í Teheran mun stytia stríðið LONDON í gær. ANTHONY EDEN, utanrík- ismálaráðherra gaf breska þing inu skýrslu um fundahöldin í Kairo og Theheran, á fundi í dag. Eden sagði meðal annars, að fundur þeirra Roosevelts, Churchills og Stalins í Theher- an myndi stytta stríðið. Þar hefði verið ákveðið hvar og hvenær ráðist yrði á Þjóðverja til að sigra þá. Eden mintist á Japana og sagði, að Bretar yrðu að berj- ast við þá þar til yfir lyki, hve hörð og erfið og löng sú barátta yrði. Ræðumaður sagðist hafa verið viss um það, er hann fór til Moskva í haust, að gott sam komulag myndi nást og sam- vinna milli Bretlands, Banda- ríkjanna og Rússlands. Hann sagðist vera enn vissari um þetta nú. Þessar þjóðir myndu vinna saman til að tryggja frið inn. • Eden mintist á baráttu Jugo- slafa. Hann kvað föðurlandsvin ina undir stjórn Titos hershöfð ingja njóta stuðnings bresícu stjórnarinnar. Þar hefði hún sinn hernaðarlega fulltrúa, sem er 32 ára þingmaður frá Lan- caster. Jugoslafar munu sjálfir kjósa sjer þá stjórn, sem þeir vilja hafa eftir styrjÖldina. Föð urlandsvinirnir, sem nú berjast gegn Þjóðverjum, líta ekki á sig sem . ríkisstjórn og hafa ekki beðið um viðurkenningu frá Bretum á stjórn sinni. ■ Eden mintist einnig á Grikki og sagðist vona, að gríska þjóð- in myndi sameinast gegn Þjóð- verjum. Utanríkismálaráðherrann bar þinginu kveðju frá Churchill, sem hann sagði að væri enn utanlands til að vinna að nauð- synlegum málum, „við góða heilsu og vongóður“, eins og Eden komst að orði. Tveir pillar slela hjóbörðum Á SUNNUDAGSNOTT s.L, brutust tveir piltar, annar 19, en hinn 20 ára, inn í vöru- geymslu, sem Eggert Kristjáns- son og Co. hafa 1 Fischerssundi og stálu þar 6 hjólbörðum, sumum nýjum, en öðrum not- uðum. Þegar lögreglan náði í piltana, voru þeir búnir að selja tvo hjólbarðana fyrir 600 kr. Voru þetta stórir hjólbarðar á „felgum”. Hina fjóra hjólbarðana höfðu piltarnir falið bak við skúr, sem stendur skámt frá Gróubæ, við Vesturgötu. Ulanbæjarmönnum sagl upp í hilaveilu-. vinnu NÚ VINNA í HITAVEIT- UNNI um 450 manns, 390 við gröft, steypu og ýmsa aðra vinnu, en um 60 vinna við teng ingar heimæða. Öllum utanbæj armönnum sem unnu í hitaveit unni hefir nú verið sagt upp, en þeir voru um 100. Þegar flestir voru í hitaveitu vinnu í sumar og haust, unnu hjá Hitaveitunni um 700 manns. Fækkaði mjög í vinn- unni um það leyti, er skólar byrjuðu, er námsfólk fór í skóla. Vcrkið gengur vel. Það fer nú að síga á seinni hlutann með hitaveituvinnuna. Alfreð Guðmundsson, eftirlits- maður, skýrði blaðinu svo frá í gærkvöldi, að hitaveitufram- kvæmdir hefðu gengið mjög vel undanfarna viku. — Hefir verið lokið að miklu leyti að steypa rennur í Þingholtunum. Hefir verið hagstæð tíð fyrir þessar framkvæmdir undan- farna daga. i^rvEUKieiUKi o ■POLOTSK llússla ndsví gstöð va rnar Cherkassy fjell í gær London í gærkvöldi. — Eiiikaskeyti tll Morg- unblaðsins frá Reuter. Eftir Harold King. AÐSTAÐA þýska hersins í Suður-Rússlandi fer versnandi með hverjum deginum sem líður. Á Kiev-vígstöðvunum hefir gagnsókn Þjóðverja verði stöðvuð og í Dnejerbugðunni sækja hersveitir Rússa stöðugt og örvrgglega fram. 1 dag fjell Cherkassy og tilkynti Stalin það í sjerstakri. dagskipan, en fall borgarinnar var endurtekið í lierstjórnartilkynningunni í kvöld. Tito veldur Þjóðverj- um miklu Ijóni LONDON í gær: — Þjóðverjar tefla fram 6 herfylkjum í hinni nýju sókn sinni gegn föður- landsvinahersveitum Titos herS höfðingja í Júgóslafíu. Sækja Þjóðverjar að hersveitum Ti- tos í Austur-Bosníu og í fjall- lendi Montenegro. Hersveitir Titos hafa haldið stöðvum sínum og valdið Þjóð- verjum miklu tjóni. Á einum stað sóttu 2000 Þjóðverjar að Júgóslöfum. Þeir hrundu á- hlaupinu og lágu um 350 Þjóð- verjar eftir dauðir í valnum. Bandamenn hafa veitt hersveit um Titos lið með því að gera loftárásir á stöðvar Þjóðverja á Dalmatíuströndinni. MIKILL KOLASKORT- UR í BANDARÍKJUN UM WASHINGTON í gærkveldi: Mikill kolaskortur er nú í Bandaríkjunum og búist við að hann verði enn meiri á næsta ári og dragi úr framleiðslu Bandaríkjanna að mun. Reynt verður að bæta úr kolaskort- inum með auknum innflutningi frá Evrópu. Það er talið að Bandaríkin vanti um 25,000,000 smálestir af kolurh á næsta ári, en það svarar til um 45 daga kolanotkunar í landinu. Reuter. Áltundi herinn um- kringir Orlona London í gærkvöldi. Einka- skeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Eftir David Brown. ÁTTUNDI HERINN breski hefir enn sótt fram á austur- strönd Ítalíu. Hafa hersveitir Montgomerys sótt fram á 25 km. breiðri víglínu og hafa kanadiskar hersveitir tekið hæðir á ströndinni, þar sem sjest til bæjarins Ortona, sem nú er í skotfæri. Indverskar hersveitir hafa sótt fram fyrir vestan Ortona og vegurinn inn í land frá borginni, er undir stöðugri skothríð. Þjóðv. geta ekki notað veginn að neinu ráði lengur. Víða er framsóknin hæg.. Veð ur er enn óhagstætt og vegir allir ein aurbleyta og því erf- itt um alla flutninga. Kessel- ring gerir allt, sem hann getur til að koma í veg fyrir að átt- undi herinn sæki fram í áttina til Pescara, en þar er strax hægara um vik og þaðan ligg- ur aðalvegurinn yestur til Rómaborgar. Á víglínu fimta hersins, hefir verið heldur lítið um hernað- araðgerðir undanfarna dag'a, nema yiðureignir framvarða- sveita. Flugherinn veitir landhern- um mikinn stuðning. í gær gerðu Bandaríkjaflugvjelar á- rásir á brýr hjá Cassino. Var ráðist á brú hjá Ponte Corvo og aðra hjá Casello. Það er talið, að báðar þessar brýr sjeu nú ónothæfar. Cassino er eitt af þýðingarmestu virkjum Þjóð- verja á þessum slóðum. Mælagjald Hilaveii- unnar FYRIR bæjarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram breyt ingartillaga við gjaldskrá Hita- veitunnar, en það er viðbótar- grein um leigu fyrir vatns- mæla. Er lagt til að gjald fyr- ir mæla verði kr. 3,00 á mánuði fyrir mæla allt að .% tommur og kr. 10.00 fyrir 1 tommu mæla og þar yfir. Hitaveitan leggur til mæl- ana og annast viðhald þeirra. Rannsókn mjólkur- málanna Á KVÖLDFUNDI í Nd. í gær fór loks fram atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu Gunn ars Thoroddsen um rannsókn- arnefnd mjólkurmála. Samþykt var með 16:15 atkv. breytingartill. frá minnihluta landbúnaðarnefndar (Bj. Ásg. og Jóns á Reynistað). Hefir sú tillaga áður verið birt hjer í blaðinu. Þannig breytt var til- lagan samþykt og afgreidd sem ályktun Nd. Verð bóka lækkar um 20 prósent ÚTSÖLUVERÐ allra inn- lendra bóka,, sem gefnar hafa verið út eftir 1. okt. 1942, lækk ar um 20% frá og með deginum í dag að telja. Er birt til- kynning um þetta frá verð- lagsstjóra hjer í blaðinu í dag. Verðlagsstjóri getur þó breytt verðinu, ef útgefandi sannar fyrir honum, að tap verði á út- gáfunni. Bókaútgefendum er eftirleið- is skylt að senda skrifstofu verðlagsstj. nákvæma skýrslu um útgáfukostnað sjerhverrar bókar og stærð upplags. Þeim er og óheimilt að ákveða út- söluverð bóka, án samþykkis verðlagsstjóra. Rússneskur her er nú að- eins um 20 km. norður af Kirovograd. Annar stór rúss- neskur her sækir fram frá, Cherkassy og annarsstaðar á 200 km. breiðri víglínu sæk.ja Rússar fram og brjótast víða inn í varnarkefi Þ.jóðverja. Veður hefir verið kalt undan- farið og eftir því sem jörð harnar í frostunum verður auðveldara fyrir Rússa að sækja fram, enda búa þeir sig \tndir það. Pyrir vestan Kiev hefir dreg. ið úr gagnsókn Þjóðverja síð asta sólahringinn og þeir sæk.ja ekki á jafn breiðri víg- ]ínu og áður. Þrjá daga í i-öð Jiafa Rússar ekki aðeins hald- ið öRum sínum stöðvum í gagnárásum Þjóðverja heldur unnið nokkúð á. Þjóðverjar hafa sent fram óþreytt lið og hafa þar að auki víggirt stöðvar sínar af miklu kappi en samt sækja Rússar frarn. Mikill skærubardagar á Krím. Frá Krimsskaga berast fregnir um aukna skærubar- daga Rússa. Rússnesku skæru liðarnir hafa vmnið Þjóðverj- ixm mikið tjón. Skæruliðarnir halda til í hellum, sem eru inargir kílometrar á lengd. Herst j ómartilkynningin. í herstjórnartilkynningu Rússa er sagt frá töku Cherkassv og enfremur, að fyrir vestan Kremenchug hafi rússsneskar hersveitir haidið áfram sóku sinni og tekið nokkra bæi, þar á meðal borgina Shaveln- iki, Borovita, Pogoreltsy, Mordava og Ratoshintsy. Þái segir ennfremur að Rússar hafi tekið nokkra staði í sókn sinni til Kirovograd. Fyrir sunnan Malin hafa. Rússar tekið Radomysl. Á öðrum vígstöðvum hafa verið um að- gerðir framvarðasveita að ræða. í gær (13.) segjast Rúss ar hafa eyðilagt 24 skriðdreka, oð 14 flugvjelar fyrir Þjóð- verjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.