Morgunblaðið - 15.12.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1943, Blaðsíða 1
tutMðfrft 30. árgangur 284. tbl. — Miðvikudagur 15. desember 1943 Isafoldarprentsmiðja h.f. VAXANDI HÆTTA FYRIR ÞÝSKA HERINIM í S.-RIJSSLANDI Fundurinn í Tsheran mun slytla stríðið LONDON í gær. ; ANTHONY EDEN, utanrík- ismálaráðherra gaf breska þing inu skýrslu um fundahöldin í Kairo og Theheran, á fundi í dag. Eden sagði meðal annars, að fundur þeirra Roosevelts, Churchills og Stalins í Theher- an myndi stytta stríðið. Þar hefði verið ákveðið hvar og hvenær ráðist yrði á Þjóðverja til að sigra þá. Eden mintist á Japana og sagði, að Bretar yrðu að berj- ast við þá þar til yfir lyki, hve hörð og érfið og löng sú barátta yrði. Ræðumaður sagðist hafa verið viss um það, er hann fór til Moskva í haust, að gott sam komulag myndi nást og sam- vinna milli Bretlands, Banda- ríkjanna og Rússlands. Hann sagðist vera enn vissari um þetta nú. Þessar þjóðir myndu vinna saman til að tryggja frið inn. • Eden mintist á baráttu Jugo- slafa. Hann kvað föðurlandsvin ina undir stjórn Titos hershöfð ingja njóta stuðnings bresSu stjórnarinnar. Þar hefði hún sinn hernaðarlega fulltrúa, sem er 32 ára þingmaður frá Lan- caster. Jugoslafar munu sjálfir kjósa. sjer þá stjórn, sem þeir yilja hafa eftirstyrjöldina. Föð urlandsvinirnir, sem nú berjast gegn Þjóðverjum, líta ekki á sig sem . ríkisstjórn og hafa ekki beðið um viðurkenningu frá Bretum á stjórn sinni. ¦ Eden mintist einnig á Grikki og sagðist vona, að gríska þjóð- in myndi sameinast gegn Þjóð- verjum. Utanríkismálaráðherrann bar þinginu kveðju frá Churchill, sem hann sagði að væri enn utanlands til að vinna að nauð- synlegum málum, „við góða heilsu og vongóður", eins og Eden komst að orði. Tveir piltar stela hjóbörðum Á SUNNUDAGSNOTT s.L, brutust tveir piltar, annar 19, en hinn 20 ára, inn í vöru- geymslu, sem Eggert Kristjáns- son og Co. hafa í Fischerssundi og stálu þar 6 hjólbörðum, sumum nýjum, en öðrum not- uðum. Þegar lögreglan náði í piltana, voru þeir búnir að selja tvo hjólbarðana fyrir 600 kr. Voru þetta stórir hjólbarðar á „felgum". Hina fjóra hjólbarðana höfðu piltarnir falið bak við skúr, sem stendur skámt frá Gróubæ, við Vesturgötu. Utanbæjarmönnum sagt upp í hitaveitu- vinnu NU VINNA I HITAVEIT- UNNI um 450 manns, 390 við gröft, steypu og ýmsa aðra vinnu, en um 60 vinna við teng ingar heimæða. Öllum utanbæj armönnum sem unnu í hitaveit unni hefir nú verið sagt upp, en þeir voru um 100. Þegar flestir voru í hitaveitu vinnu í sumar og haust, unnu hjá Hitaveitunni um 700 manns. Fækkaði mjög í vinn- unni um það leyti, er skólar byrjuðu, er námsfólk fór í skóla. Verkið gengur vel. Það fer nú að síga á seinni hlutann með hitaveituvinnuna. Alfreð Guðmundsson, eftirlits- maður, skýrði blaðinu svo frá í gærkvöldi, að hitaveitufram- kvæmdir hefðu gengið mjög vel undanfarna viku. — Hefir verið lokið að miklu leyti að steypa rennur í Þingholtunum. Hefir verið hagstæð tíð fyrir þessar framkvæmdir undan- farna daga. :WVEUKIE-LUKi/ Cherkassy fjell í gær London í gærkvöldi. — Einkaskeyti tll Morg- unblaðsins frá Reuter. Eftir Harold King. AÐSTAÐA þýska hersins í Suður-Rússlandi fer versnandi með hverjum deginum sem líður. A Kiev-vígstöðvunum hefir gagnsókn Þjóðverja verði stöðvuð og í Dnejerbugðunni sækja hersveitir Rússa stöðugt og örugglega fram. 1 dag fjell Cherkassy og tilkynti Stalin það í s.jerstakri. dagskipan. en. fall borgarinnar var endurtekið í herstjórnartilkynningunni í kvöld. Tito veldur Þjóðver j- um miklu tjóni LONDON í gær: — Þjóðverjar tefla fram 6 herfylkjum í hinni nýju sókn sinni gegn föður- landsvinahersveitum Titos hers höfðingja í Júgóslafíu. Sækja Þjóðverjar að hersveitum Ti- tos í Austur-Bosníu og í fjall- lendi Montenegro. Hersveitir Titos hafa haldið stöðvum sínum og valdið Þjóð- verjum miklu tjóni. A einum stað sóttu 2000 Þjóðverjar að Júgóslöfum. Þeir hrundu á- hlaupinu og lágu um 350 Þjóð- verjar eftir dauðir í valnum. Bandamenn hafa veitt hersveit um Titos lið með því að gera loftárásir á stöðvar Þjóðverja á Dalmatíuströndinni. MIKILL KOLASKORT* UR I BANDARÍKJUN UM WASHINGTON í gærkveldi: Mikill kolaskortur er nú í Bandaríkjunum og búist við að hann verði enn meiri á næsta ári og dragi úr framleiðslu Bandaríkjanna að mun. Reynt verður að bæta úr kolaskort- inum með auknum innflutningi frá Evrópu. Það er talið að Bandaríkin vanti um 25,000,000 smálestir af kolurh á næsta ári, en það svarar til um 45 daga kolanotkunar í landinu. Reuter. Ríissljindsvígstöðvarnar -----------j» m ?----------- Állundi herinn um~ kringir Ortona London í gærkvöldl. Einka- skeytiítil Morgunblaðsins frá Reuter. Eftir David Brown. ÁTTUNDI HERINN breski hefir enn sótt fram á austur- strönd ítalíu. Hafa hersveitir Montgomerys sótt fram á 25 km. breiðri víglínu og hafa kanadiskar hersveitir tekið hæðir á ströndinni, ^þar sem sjest til bæjarins Ortona, sem nú er í skotfæri. Indverskar hersveitir hafa sótt fram fyrir vestan Ortona og vegurinn inn í land frá borginni, er undir stöðugri skothríð. Þjóðv. geta ekki notað veginn að neinu ráði lengur. Víða er f ramsóknin hæg.. Veð ur er enn óhagstætt og vegir allir ein aurbleyta og því erf- itt um alla flutninga. Kessel- ring gerir allt, sem hann getur til að koma í veg fyrir að átt- undi herinn sæki fram í áttina til Pescara, en þar er strax hægara um vik og þaðan ligg- ur aðalvegurinn .vestur til Rómaborgar. Á víglinu fimta hersins, hefir verið heldur lítið um hernað- araðgerðir undanfarna daga, nema yiðureignir framvarða- sveita. Flugherinn . veitir landhern- um mikinn stuðning. í gær gerðu Bandaríkjaflugvjelar á- rásir á brýr hjá Cassino. Var ráðist á brú hjá Ponte Corvo og aðra hjá Casello. Það er talið, að báðar þessar brýr sjeu nú ónothæfar. Cassino er eitt af þýðingarmestu virkjum Þjóð- verja á þessum slóðum. Mælagjald Hilaveit- unnar FYRIR bæjarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram breyt ingartillaga við" gjaldskrá Hita- veitunnar, en það er viðbótar- grein um leigu fyrir vatns- mæla. Er lagt til að gjald fyr- ir mæla verði kr. 3,00 á mánuði fyrir mæla allt að % tommur og kr. 10.00 fyrir 1 tommu mæla og þar yfir. Hitaveitan leggur til mæl- ana og annast viðhald þeirra. Rannsókn mjólkur- málanna Á KVÖLDFUNDI í Nd. í gær fór loks fram atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu Gunn ars Thoroddsen um rannsókn- arnefnd mjólkurmála. Samþykt var með 16:15 atkv. breytingartill. frá minnihluta landbúnaðarnefndar (Bj. Ásg. og Jóns á Reynistað). Hefir sú tillaga áður verið birt hjer í blaðinu. Þannig breytt var til- lagan samþykt og afgreidd sem ályktun Nd. Verð bóka lækkar um 20 prósent ÚTSÖLUVERÐ allra inn- lendra bóka,, sem gefnar hafa verið út eftir 1. okt. 1942, lækk ar um 20<^> frá og með deginum í dag að telja. Er birt til- kynning um þetta frá verð- lagsstjóra hjer í blaðinu í dag. Verðlagsstjóri getur þó breytt verðinu, ef útgefandi sannar fyrir honum, að tap verði á út- gáfunni. Bókaútgefendum er eftirleið- is skylt að senda skrifstofu verðlagsstj. nákvæma skýrslu um útgáfukostnað sjerhverrar bókar og stærð upplags. Þeim er og óheimilt að ákveða út- söluverð bóka, án samþykkis verðlagsstjóra. Riíssneskur her er nú að- eins um '20 km. norður af Kirovograd. Annar stór rúss- neskur her sækir fram frá, Cherkassy og annarsstaðar á 200 km. bi*eiðri víglinu sækja Rússar fram og brjótast víða inn í varnarkefi Þjóðverja. Veður hefir verið kait undan-: farið og eftir því sem jörð harnar í í'rostunum verður auðveldara fyrir Rússa að sækja fram, enda búa þeir sig \uidir það. Fyrir vestan Kiev hefir dreg, jð i'ir gagnsókn Þjóðverja síð asta sólahringinn og þeir sækja ekki á jafn breiðri víg- línu og áður. Þrjá daga í röð hafa Rússar ekki aðeins hald- ið ölium sínum stöðvum í gagnarásum Þjóðverja heldur unnið nokkuð á. Þjóð"vei*jar hafa sent frani óþreytt lið og hafa þar að auki víggirt stöðvar sínar af miklu kappi en samt sækja Rússar fram. Mikill skærubardagar á Krím. Frá Krimsskaga berast fregnir um aukna skærubar- - daga Rússa. Rússnesku skæru liðamir hafa unnið Þjóðverj- um mikið tjón. Skæruliðarnir . halda til í hellum, sem eru hiargir kílometrar á lengd. Herstjórnartilkynningin. I herstjórnartilkynningu Rússa er sagt frá töku Cherkassy og enfremur, að fyrir vestan Kremenchug hafi rússsneskar hersveitir haldið áfram sóku sinni og tekið nokkra bæi, þar á meðal borgina Shaveln- iki, Borovita, Pogoreltsy, Mordava og Ratoshintsy. Þái segir ennfremur að Rússar hafi tekið nokkra staði í sókn, sinni til Kirovograd. Fyrir sunnan Malin hafa Rússar tekið Radomysl. Á öðrum vígstöðvum hafa verið vnn að^ gerðir framvarðasveita að ræða. 1 gær (13.) segjast Rúss ar hafa eyðilagt 24 skriðdreka, oð 14 flugvjelar fyrir Þjóð- A'erjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.