Morgunblaðið - 15.12.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.12.1943, Blaðsíða 11
Miövikudagur 15. JsSsSgöíESI MORGUNBLAÐÍÐ 11 Sagan af kongsdóttur og svarta bola Helen svaraði aðeins með brosi, sem varpaði ljóma á hvern andlitsdrátt hennar. — Frank virti hana fyrir sjer með óblandinni hrifningu. — Hann hafði aldrei sjeð neitt jafn fagurt. Hann hafði aldrei sjeð jafn fallega og dásamlega konu, sem bar ■erfið örlög með annari eins hugprýði og hún. Hann hafði ekki einu sinni get- að ímyndað sjer að önnur eins kona væri til. japanskt skip bar Ruth Ander Son æ nær honum, en þó var hann fjarlægari henni en nokkru sinni fyr. ,,Jeg ætla að ná í leigu bif- reið“, sagði Helen. „Jeg fylgi þjer heim“, sagði Frank. ,,Jeg læt þig ekki vera eina með honum. Jeg ætla að gæta þín“. Hún hjelt áfram að horfa á hann með dulræðu brosi. Hún hristi höfuðið lítið eitt. Bifreið in staðnæmdist hjá þeim og Frank hjálpaði henni inn í hana. Hinn vanalegi viðburður skeði er þau voru að aka af stað. Kínverjarnir æptu og rjettu fram lófann eftir ölmusu. •— Frank ljet sem hann sæi það ekki og lokaði glugganum, en bifreiðastjórinn ók ekki af stað. Frank blótaði lágt og skipaði honum að .hypja sig af stað tafarlaust. „Gefðu þeim eitthvað“, sagði Helen. „Hann langar til að hjálpa þeim; þess vegna ekur hann ekki af stað. Þetta eru fátækir ræflar“. „Eða hann fær prósentur“, tautaði Frank. Hann æpti öll skammaryrði, sem kínversku- kunnátta hans leyfði honum og með óvæntum rykk hafði bif- reiðin sig af stað. Það varð dauðaþögn um leið og þau komust fram hjá æpandi skríln um, þau mæltu ekki orð frá vörum lengi vel, þar sem þau sátu hlið við hlið,' svo nálægt hvert öðru að axlir þeirra og handleggir snertust. Þau fundu ekkert til þess, það var eðlis- hvöt sem laðaði þau hvort að öðrru. „Er þetta — jeg á við, hefir þetta oft komið fyrir áður?“ spurði Frank eftir nokkra stund. Hún brosti eins og áður en svaraði engu. Hann sá nú að tár runnu niður kinnar hennar, enda þótt brosið hyrfi ekki af andliti hennar. „Já“, sagði hún eftir nokkurt hik. „Þannig er lífi mínu hátt- að nú“. Hún reyndi að þurka af sjer tárin á handarbakinu; hún fór í senn klaufalega og barnalega að því, og kinnar hennar voru orðnar jafnvotar aftur eftir augnablik. Tárin streymdu án afláts eins og sumarregn. Má- mó, hugsaði Frank. Það var al- gerlega óvænt hugsun, hann hafði ekki hugsað til Mamó langa langa lengi. Regnið frá Wai Alealea sagði löngu gleymd rödd innra með honum. „Regn- ið frá Wai Alealea“, heyrði hann sjálfan sig segja um leið og hann laut yfir Helen. „Afsakaðu“, hvíslaði hún. „Jeg hefi enga æfingu í að gráta“. Það er þessi borg, hugsaði hún. Maður verður viðkvæm- ur hjerna. Hún hafði ekki grát ið í mörg ár. Nú streymdu tár- in úr augum hennar eins og hún væri að úthella tárum sem safnast hefðu fyrir í tíu ár. „Gráttu ekki meira“, bað Frank og dró hana nær sjer. ■—• Hún þurkaði sjer um augun á faldi gula kjólsins, því að hún hafði gleymt töskunni sinni í Delmonico. „Þegar jeg var barn“, sagði hún og hjelt áfram að kjökra ,;þá var krystalskúla í herberg- inu mínu —“ ,,Já?“ sagði Frank spyrjandi, ■ þegar hún þagnaði. „Það var allt og sumt“, sagði hún. „Hve lengi hefurðu lifað þessu lífi?“ spurði Frank reiði- lega. Hann var nú kominn svo nálægt henni að andardráttur hans ljek um hár hennar. „Þrjú ár“. „Hversvegna giftistu hon- um?“ spurði hann. Hún heyrði gremju og afbrýði í rödd hans, og hugsaði sig vandlega um áð ur ert hún svaraði. „Meðaumkvun“, sagði hún, „mig langaði til að bjarga hon- um — en jeg get það ekki. Jeg elska hann ekki nógu heitt — það er ástæðan11. Áður en Frank vissi hvað hann var að gera, hafði hann tekið hana í faðm sjer; vangar hennar voru enn votir, varirn- ar ilmandi; hann tók báðum handleggjunum utan um háls- inn á henni. Þau vissu hvorki í þennan heim nje annan, með- an þau óku þannig áfram, það skiptist á birta og myrkur, er 1 þau óku fram hjá götuljósun- um. Einhvers staðar langt úti á ánni kvað við draugalegur blástur skips. Það var að sigla inn. VI. Yen var aðeins fátækur drátt arkarl, en það kom upp úr kaf inu er í nauðirnar rak að hann átti vini sem vildu hjálpa hon- um. Vinátta gerir meira að segja vatnið sætt sagði gamla máltækið. Þeir tóku sig saman og hófu samskot til að útvega þá átta dollara, sem það myndi1 kosta að gera glorsoltinn drátt arkarlinn Yen að virðulegum og sómasamlegum herra Lung Yen, sem gat tekið á móti syni sínum, án þess að þurfa að fyr- irverða sig fyrir sjálfan sig. — Tólf menn lánuðu fimtíu cent hver. Kwe Kuei lagði tvo doll- ara í sjóðinn. Yen átti að end- urgreiða upphæðina smám sam- an fimtíu sent á mánuði, þac. sem þetta var lánað í vináttu- skyni átti hann að sleppa við að borga rentur. Ef hann hætti við Reykinn mikla gæti hann hæglega staði$ við þessar skuld bindingar. Og ef hann yrði svo lánsamur að fá útlendinga til að fara til Kwe Kuei losnaði hann brátt við skuld sína, því að útlendingar borguðu fyrir Reykinn Mikla með silfurpen- ingum og Yen fjekk háar pró- sentur. Það tók Kwe Kuei eðli- lega nokkra daga að safna sam- an lánsfjenu, svo að Yen átti aðeins þrjá daga eftir til að gerbreyta sjálfum sjer. Hann byrjaði þegar að velja sjer föt til að taka á móti syni sínum í. Hann þrammaði af stað til Fooking-strætis, þar sem úði og grúði af fornsölum, sem höfðu á boðstólum jakka, buxur og kyrtla. Sölumennirnir sungu viðstöðulaust lof og dýrt því sem þeir höfðu á boðstólnum og hinu undursamlega lágu verði sem menn þurftu að greiða fyrir það. „Síður kyrtill úr þykksilki, sterkur og fallegur, nógu fínn handa mandarin, fjórir doll- arar. Önnur eins kaup komið þjer aldrei til með að geta gert ........jakki úr sterku svörtu klæði, aðeins notaður einu sinni, jakki hæfur brúðguma, hálfur dollar, aðeins .... þess- ar buxur, sem bankastjóri klæddist á hátíðisdegi, gljáandi eins og vatn hins silfraða sjáv- ar, fínasta silki frá Chekang, óslítandi, kosta þann, sem er svo lánsamur að geta notað þær aðeins þrjátíu cent........ Síður kyrtill úr þykksilki", og síðan endurtekning á öllu saman. Yen staðnæmdist ekki til að kaupa það sem hann vantaði í fyrstu versluninni. Þetta var of hátíðlegt tækifæri til þess. Hann reikaði strætið þvert og endilangt, skoðaði hverja flík, sem haldið var upp til sýnis, þreifaði á efninu, skoðaði liti og gæði flíkurinnar, bar hana upp að birtunni til að vita hvort hvergi sæi í gegnum hana, lagði hana síðan frá sjer aftur, hikaði hjelt áfram, kom aftur, þrefaði um verðið og hjelt loks burtu án þess að kaupa hana. ‘ Hann hegðaði sjer svona í hverri fornsölu, hann skoðaði einnig gömul föt sem lágu þar í hrúgum en voru ekki höfð til sýnis. Lofsöngur sölumannsins gerði hann tortrygginn í stað Æfintýr eftir P. Chr- Ásbjörnsen. 3. inni, en enginn varð glaðari en dóttir konungsins, hún Katrín. En drotningin gerði sjer upp veiki, og gaf lækn- inum marga peninga, til þess að hann segði, að henni gæti ekki batnað aftur, nema hún fengi kjöt af svarta bola að borða. Bæði Katrín konungsdóttir og aðrir spurðu lækn- inn, hvort ekki væri eitthvað annað meðal til. sem gæti læknað drotninguna, og báðu um að slátra ekki bola, því öllum þótti vænt um hann, og sögðu að annar eins boli væri ekki til í öllu ríkinu. En það var ekki við það kom- andi, það varð að slátra honum, ekki um annað að tala. Þegar Katrín konungsdóttir heyrði það, varð henni mjög illa við og fór niður í fjós til bola. Þar stóð hann með hangandi höfuð og var eitthvað svo stúrinn á svipinn, að Katrín fór að hágráta. „Hvers vegna ertu að gráta?“ spurði boli. Þá sagði hún honum, að konungurinn væri kominn heim aftur, og að drotningin hefði lagst veik, og sagt, að hún gæti ekki korhist á fætur. „Ef mjer verður komið fyrir kattarnef, þá verður ekki verið lengi að gera út af við þig líka“, sagði boli. „Ef þú ert sama sinnis og jeg, þá förum við burtu hjeðan í nótt“. Katrínu konungsdóttur fanst að vísu leiðinlegt að fara burtu frá föður sínum, en þó var enn verra að vera undir sama þaki og drotningin, og svo lofaði hún bola að hún skyldi koma með honum. Um kvöldið, þegar allir aðrir voru háttaðir, læddist Katrín út í f jós til bola, og svo lögðu þau af stað eins fljótt og þau gátu. Boli bar konungsdóttur á bakinu. Hann mun- aði ekki mikið um það, og hann fór hratt yfir. Þegar svo fólk kom á fætur næsta morgun og átti að fara að slátra svarta bola, þá var hann allur á burt, og þegar konungur kom og spurði eftir dóttur sinni, var hún líka horfin. Hann ljet leita hennar tim alt landið og lýsa eftir henni við allar kirkjur, en enginn hafði sjeð neitt til hennar nje heldur til svarta bola. En meðan á þessu gekk, fór boli um mörg lönd með Katrínu konungsdóttur, og»svo komu þau að stórum koparskógi. Trje og greinar og blöð og biórn, alt var úr kopar. En áður en þau fóru inn í skóginn, sagði boli við kon- Þegar Mark Twain stundaði blaðamennsku, var hann rit- stjóri smáblaðs eins í Missouri. Eitt sinn fjekk hann 'brjef frá kaupmanni, sem -var þekktur fyrir, hve nískur hann var. — Hann *%d- tímdi aldrei að aug- lýsa varning sinn. I brjefinu skýrði kaupmaðurinn frá því, að hann hefði sjeð kónguló skríða eftir blaðinu, sem hann fjekk þá um morguninn. Hann spurði þvínæst Twain, hvort hann áliti að þetta væri góðs eða ills viti. Twain svaraði: — Þó þjer finnið könguló í blaðinu yðar veit það hvorki á gott eða illt. Köngulóin skreið aðeins eftir blaðinu til þess að sjá, hvaða kaupmenn auglýstu ekki í því, því að hún veit að til þeirra getur hún farið og spunnið vef sinn 1 dyrunum hjá þeim og lifað þar rólegu lífi óhindrað til dauðadags". ★ Sölumaður kom eitt sinn og pantaði herbergi í einu af stærstu gistihúsum Chicago- borgar. Hann hafði meðferðis einungis smátösku, Dyravörður gistihússins spurði hann að, hvar hinn farangur hans væri. , „Jeg hefi engan“, svaraði sölumaðurinn. , „Hvað, jeg hjelt að þjer vær- uð sölumaður?" sagði dyra- vörðurinn. „Það er rjett, jeg er sölumað- ur, en jeg hefi engan farangur með mjer. Jeg sel visku“. Dyravörðurinn hristi höfuð- ið og sagði: „Jæja, herra, þjer eruð fyrsti sölumaðurinn, sem gistir hjer og hefir ekki haft með sjer neitt sýnishorn11. ★ Victor Emanuel Ítalíukon- ungur, \hefir um lengri tíma verið mjög afskiftalítill af mál efnum ríkisins og haft sáralít- il áhrif og völd. Það er sagt frá því, að eitt sinn var hann á gangi ásamt Mussolini í skemti garði einum í Rómaborg. Þá ljet konungurinn vasaklút sinn falla á jörðina. Mussolini varð hugsi um stund, en áttaði sig þó nokkuð fljótt á, að honum bar að taka vasaklútinn upp og gerði sig líklegan til þess að gera það, en konungurinn stöðvaði hann. „Leyfið mjer- að taka klút- inn upp“, sagði konungur. „Hann er hvort sem er það eina, sem þjer hafið látið mig hindrunarlaust reka nefið í að undanförnu“. ★ „Það er víst guðs vilji, að jeg taki ofan“, heyrðist maður- inn segja þegar hann óð út í Tjörnina í þriðja sinn eftir hatt inum sínum. ★ Líkræða: Presturinn: Hinn látni var ágætismaður. Þegar aðrir sváfu, vakti hann, og það, sem aðra vantaði, fanst hjá honum. ★ Canadabúar borða nú 1 milj- ón kg. meira smjör en þeir gerðu fyrir stríð. Ástæðan fyr- ir því mun vera sú, að þeim var bannað að auka smjörneytslu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.