Morgunblaðið - 16.12.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1943, Blaðsíða 2
MORGUNBLADIÐ FimtudagTir 16. des. 1943. „Eru það slíkir skattgreið- endur er ríkið þarfnast?" Utdráttur úr ræðu Jóhanns Jósefssonar EIGNAAUKASKATTUR vinstri samfylkingarinnar var til 1. umræðu í neðri deild í gær. Umræðunni varð ekki lok ið. Jóhann Jóscísson flutti mjög kröftuga og skilmerkilega ræðu gegn þessu máli. Rök flutningsmanna. .Tóhann benti á, að rökstuðn- ingur flutningsmanna fyrir þessu frv. væri mjög ósann- gjarn. Því væri sem sje sleg- ið' föstu, að öll eignaaukning, sem átt hefði sjer stað hjer á landi, væri til orðin fyrir ,,við- burðanna rás". Enginn greinar- munur væri gerður á því, hvernig fjárins hefði verið afl- að. Þeir menn, sem aflað hafi fjárins í sambandi við fram- leiðslustörf, væru settir á sama bekk og hinir, er ekki komu nálægt framleiðslunni, svo sem þeir, sem rekið hafa veitinga- krár, eða þeir, er gerst hafa milliliðir við framkvæmdir hjá setuliðinu og ekki haft annað starf með höndum en að aug- lýsa eftir verkamönnum (og taka þá frá framleiðslustörf- um), samið lista yfir verka- mennina og síðan fengið viss- an hundraðshluta af heildar- vinnulaunum. —• Þessir menn' hafa rakað saman stórgróða, og hjer er vissulega um að ræða gróða, sem til er orðinn ein- göngu fyrir ,,rás viðburðanna". En útgerðarmenn og aðrir, er vinna að framleiðslustörfum eru settir á bekk með þessum nýríku stórgróðamönnum! Svo djúpt eru þeir þingmenn sokknir, sem standa að þessu frv., að þeir sjá engan mun á því, hvort eigna er aflað á þann hátt, að verið er að þjena fyrir alt landsfólkið, eða með „svind ilbraski". Sú þjóð er vissulega illa á vegi stödd, sem hefir slíka löggjafa. m Útgerðin. Nú vita þessir menn vafa- laust það, sem öll þjóðin veit, að útgerðin barst- í bökkum öll árin frá 1930 þar til stríðið skall á. Svo djúpt var hún sokk in í skuldafenið á tímabili, -að Alþingi sá sig til neytt, að rjetta henni hjálparhönd. A stríðsárunum hefir útgerð- in yfirleitt bætt hag sinn og sumir þættir hennar mjög veru lega. Hafa því útgerðarfjelögin yfirleitt getað losast úr skuld- um og sum safnað nokkurri eign. En er þetta slík þjóðaróhæfa, að ástæða sje til þess að Al- Jiingi hef jist nú handa og fram- kvæmi refsiaðgerðir gagnvart þessuin mönnum? En þess utan horfir nú svo við hjá vjelbáta- útvegnum, að þar er ekki leng- ur um hagnað að ræða, og því óþarft að gera sjerstakar ráð- síafanir til að knjesetja hann. Vjelbátaútvegurinn berst nú í bökkum. Síðastliðið ár voru flestir bátar á Vesturlandi rekn ir með tapi. Og* nú e,r svo komið, að mik- ið framboð er á vjelbátum. — Menn vilja selja bátana, því að er horfin. Þessvegna er það fá- vitaháttur í hæsta máta, að Al- þingi geri sjer leik að því, að hrinda þessum atvinnurekstri aftur ofan í skuldafenið og gera hann óstarfhæfan. Afkoma fólksins. Atvinna og afkoma fólksins í landinu er best borgið með því, að til sjeu menn, sem eru þess megnugir að starfa að fram leiðslunni og að sú starfsemi gefi hagnað. Annar hyrningar- steinn er ekki til í því þjóð- skipulagi, sem við búum við. En þegar bæta á slíku eign- árráni, sem stefnt er að með þessu frumvarpi, ofan á þann þunga tekjuskatt, sem nú er krafinn, þá er vissulega kipt fótunum undan heilbrigðum atvinnurekstri í landinu. Þá er ekki lengur um það að ræða, að nokkur möguleiki verði til þess, að reka framleiðslustarf- semi með hagnaði. Og þá þýðir ekkert fyrir Alþingi, að fara að bjóða fríðindi, til þess að koma framleiðslunni aftur í gang. Við munum hvernig fór hjer á árunum, þegar broddar Alþýðuflokksins buðu glæsileg fríðindi til þess að kaupa ný- tísku togara. Enginn — ekki einu sinni broddarnir sjálfir — vildu líta við þeim glæsilegu tilþoðum Alþingis. • Fljótir að gleyma. „ íslendingar eru fljótir . að gleyma. Nú virðast menn hafa gleymt því, hvernig ástatt var hjá atvinnuvegum þjóðarinnar fyrir fáum árum, vegna þess að rofað hefir til í bili. Vilja menn fá sama ástand aftur? i Jeg tel það furðulega dirfsku að meðal flutningsmanna þessa frv. skuli vera menn, sem árum saman hafa setið í hæstlaunuðu embættum landsins, menn, sem vitað er um, að eiga glæsilegar húseignir, jarðir og dýrar lóð- ir, en þegar litið er skattskrána kemur í ljós, að þeir greiða engan eignarskatt. Jeg spyr: Eru það slíkir skatt greiðendur, sem ríkið þarfnast á þessum tímum? (Til skýringar skal þess get- ið, að flm. þessa frv. eru þeir Haraldur Guðmundsson, Her- mann Jónasson og Brynjólfur Bjarnason). Þetta er aðeins útdráttur úr hinni skörulegu ræðu Jóhanns Jósefssonar. Málið var ekki út- rætt. Skatfabrjálæðið: Vinnuveit- endafjeiagið móímælir Vinnuveitendafjelag ís- lands hefir sent Alþingi eftii'farandi mótmæli: Á ALMENNUM fundi fjelags vors í dag var sam- þykt með samhljóða atkv. svohljóðandi fundarályktun: „Vinnuveitendafjelag íslands' mótmælir fastlega gagnvart Aiþingi að'gjörð verði. að lög1 um frumvarp til laga um eign- araukaskatt og frumvarp til' laga uni breyting á lögum nr. 6, 9. jan. tt$5, um tekjuskatt) og eignarskatt og lögum nr. 20, 20. maí 1942, um breyting á þeini lögum, en frumvörp þessi liggja nú fyrir þinginu. Telur fjelagið að með frum, vörpum )>essum sje stefnt til þess að atvinnulíf landsins bíði mikinn,*" og jaínvel ó- bætanlegan hnekki, fyrst og fremst vegna þess að hjer er verið að seilast mcð skatt- álagning til tekna atvinnufyr- irtækjanna á löngu liðnum árum, sem skattgreiðslu er lokið fyrir samkvæmt lögum, og margvíslegar ráðstaf'anir og viðsMfti framkvæmd fyrir löngu á þeim grundvelii að ckki verði um frekari skatt- greiðslur að ræða, enda yrði' þetta hið hættulegasta for- dæmi. 1 öðru lagi mundi hjer lagð' ur í rústir grundvöllur sá, sem reynt hefir verið að leggja að framtíðarstarfsemi atvinnu- veganna eftir stríðið, og öll frekari viðleitni í þá átt gjörð ómöguleg. Loks viljum vjer leggja á- herslu á að atvinnuvegirnir; þola alls ekki frekari skatta- álögur en þegar eru í gildi, ef: nokkur von á að vera um heil brigðan atvinnurekstur hjer á landi framvegis. Þvottapottar og eldhúsvaskar Þeir, sem eiga staðfestar pantanir hjá oss á of- angreindum vörum, eru beðnir að vitja þeirra fyrir 23. þ. m. annars seldir öðrum- J. Þorláksson & l\lorðmann hagnaðarvonin á rekstri þeirra' Skrifstofa Og afgr. Bankastræti 11. Sími 1280- ^Mceótiriettur Hafnarstjórn vann máiið gegn Sænska frystihúsinu HÆSTIRJETTUR kvað í gær upp dóm í máli Hafnarstjórnar Reykjavíkur gegn eigendum Sænsk- íslenska frystihússins. Svo sem kunnut er, reis mál þetta út af kaupum á sænska frystihúsinu. H.f. Frosti keypti eigina, en Hafnarstjórn átti forkaupsrjett að eigninni og samþykti bæjarstjTirn að neyía þess rjettar. Gengu þá kaup h.f. Frosta til baka. Höfðaði þá Hafnarstjórn mál og krafðist þess að ganga inn í kaup h.f. Frosta og krafðist afsals fyrir eigninni . gegn greiðslu kr. 766.458.55 (en það var kaupverð h.f. Frosta), eða til vara, að fá afsal gegn greiðslu þess verðs, er virðing- armenn ákváðu. Úrslitiri urðu þau í Hæsta- rjetti, að Hafnarstjórn Reykja- víkur var dæmdur rjettur til afsals fyrir eigninni gegn greiðslu kaupverðs, er ákveðið sjeu með virðingu. J I forscndum doms Hæsta- rjettar segir svo: ,,í mgr. 6. gr. lóðarleigusamn ingsins frá 26. febrúar 1927, er svo kveðið á, að leigusali hafi forkaupsrjett að húsum og mannvirkjum á lóðinni fyrir matsverð, ef leigutaki vill selja rjett sinn. Þegar stefndi gerði faseignir þessar hinn 8. júní kaupsamning við h.f. Frosta um 1942, öðlaðist áfrýjandi rjett þann til kaupa, er lóðarleigu- samningurinn veitir honum, og fellur rjettur áfrýjanda 'ekki niður við það, þótt h.f. Frosti og áfrýjandi hafi síðar komið sjer saman um afnám kaup- samnings síns. Það hafa ekki komið upp nægileg rök til stuðnings því, að ákvæði 2. mgr. . gr. lóðar- leigusamningsins um kaup fast eignanna fyrir matsverð sje ein ungis sett í þágu áfrýjanda, og verður aðalkrafa hans því ekki tekin til greina. Átti áfrýjandi því við sölu fasteignanna til hf. Frosta rjett til að fá þær fyrir matsverð samkvæmt ákvæðum lóðarleigusamningsins. —Þegar áfrýjandi þurfti að taka ákvörð un um það, hvort þess rjettar, er lóðarsamningurinn veitti honum, skyldi neytt, var hon- um. mikils vert að fá glöggva vitneskju um sölu fasteignanna til h.f. Frosta, því að sóluverð- ið gat gefið vísbendingu um verð fasteignanna í kaupum og sölum, sbr. 10. gr. laga nr. 61, 1917. Skýrslur um söluverðið til h.f. Frosta komu ekki heim hver við aðra, og rengdi áfrýj- andi þær. aðrar en skýrslu h.f. Frosta í brjefi 29. okt. 1942. Áfrýjandi lýsti yfir því í brjefi til h.f. Frosta 9. nóv. og í sím- skeyti til stefnda 5. desember s. á., að hann ætlaði sjer að neyta þess fylsta rjettar, sem hann taldi sig eiga samkvæmt lóðarleigusamningnum. Höfðaði hann síðan mál þetta til gildis forkauparjettinum með stefnu 30. des. s. á. Þegar það er virt, að stefndi hafði í öndverðu við söluna til h.f. Frosta forkaupsrjett áfrýj- anda að engu og að áfrýjancta veittist mjög erfitt að fá hjá stefnda fræðslu um atriði, sem mikils var vert um, þá þykir stefndi bera ábyrgða að miklu leyti á því, að skifti aðila dróg- ust á langinn. Verður háttsemi áfrýjanda því ekki metin hon- um til rjettarspjalla. Samkvæm þessu ber að dæma áfrýjanda rjett til þess að fá afsala úr hendi stefnda fyrir fasteignum þeim, er í málinu greinir, gegn greiðslu kaup- verðs, sem ákveðið sje með mati samkvæmt 6. og 12. gr. greinds lóðarleigusamnings, en ekki þykir rjett að fastákveða það mat við verðlag á þeim tíma, er í varakröfunni greinir. Eftir þessum úrslitum þykir rjett, að stefndi greiði áfrýj- anda upp í málskostnað í hjer- aiði og fyrir hæstarjetti kr. 5000.00". Tómas Jónsson borgarriari flui málið af hálfu Hafnar- sjórnar, en Sefán Jóh. Sefáns- Son hrl. fyrir eigendur frysi- hússins. Launakjör þingmanna Á FUNDI í Sameinuðu Al. þingi í gær voru samþyktar, tvær þingsályktunartillögur, varðandi launakjör þing-i manna og var Lárus Jóhann-i esson flm. beggja. Önnur tillagan var svohl.í „Alþingi ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd tili að gera, fyrir næsta reglu-i _legt Alþingi, tillögur um sæmi] leg launakjör alþingismanna, Skal í því sambandi athugx að, hvort ekki sje ástæða till greiða þeim alþingismönnum, sem setið hafa Alþingi tug ára, eða meira, eða ekkjum þeirra^ ellistyrk, er þeir láta af þingi mennsku, ef þeir eiga ekkil rjett til hans samkvæmt öðr-i um lögum". Hin tillagan var svohljóð-i andi: „Alþingi ályktar að fela; þingfararkaupsnefnd að gi'eiða; þeim alþingismönnum, semj búa utan Reykjavíkur, og! þeim þingmönnum, sem búsettl ir eru í Reykjavík, en þurfai að sleppa starfi vegna þing-i setunnar að dómi hennar,: hæfilega uppbót á dag, frá því að níiverandi Alþingi hófst'% Við meðferð málsins komui margar breytt. fram, en þæn yoru allar feldar. Aðaltillag-« au var samþykt mcð 19:17j atkv. Dagpeningar alþingismannaj nii munu vera (mcð uppbót)| um 1500 kr. á mánuði, en aukj þess fá utanbæjar þingmennl 300 kr. htisnleigustyrk á máni uði. Ennfremur njóta utanbæ| armenn þeirra sjerstökm hlunninda, að þ'urfa ekki aðj telja þingfararkaupið fram ti| skatts. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.