Morgunblaðið - 16.12.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1943, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIfi Fimtudagur 16. des. 1943. wc$wMdb Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla ( Ritstjórn, auftlýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utahlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Rannsókn mjólkurmála MÖRG ORÐ hafa Tímamenn skrafað og skrifað um til- lögu Gunnars Thoroddsen um rannsóknarnefnd mjólk- urmála, og mörgu hafa þeir logið í eyru bænda í sam- bandi við þetta mál. Nú hefir þingið afgreitt málið á þann veg, sem G. Th. lagði til í tillögu sinni. Skipuð verður nefnd til að rann- saka mjólkurmálin í heild. Er þingsályktunin, sem Nd. samþykti svohljóðandi: „Skipuð skal sex ma:>.na nefnd til athugunar á framleiðslu og sölu mjólkur og mjólkurafurða á verðjöfnunarsvæði Reykjavik- ur og Hafnarfjarðar. í nefndinni eiga sæti yfirdýralæknir ríkis- ins, og sje hann formaður nefndarinnar, 2 menn úr bæjarstjórn Reykjavíkur og kosnir af henni, 1 úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar, skipaður af henni, mjólkurfræðingur, skipaður af stjórn Bún- aðarfjelags íslands, og 1 skipaður af stjórn mjólkursamsölunnar. Nefndin skal rannsaka og gera tillögur um þau atriði, sem hjer segir: 1. Á hvern hátt Reykjavík og Hafnarfirði verði best trygð góð og holl neyslumjólk. 2. Á hvern hátt verði trygt, að sem best verði fullnægt þörfum neyslusræðisins fyrir mjólk og mjólkurafurðir, svo . sem. smjör, skyr og rjóma, alt árið. 3. Athuga, hversu mikið mjólkurmagn hefir síðustu árirr farið til neyslu og hversu mikið til vinslu mjólkurafurða. 4. Rannsaka dreifingar- og flutningsfyrirkomulagið að því leyti, sem það getur haft áhrif á gæði mjólkurinnar og trygt það, að jafnan sje á markaðinum næg sölumjólk. Jafnframt skal athugað, hvort ekki sje rjett að taka upp skömtun á mjólk þá tíma árs, er minst mjólkurmagn berst á markaðinn, og gera tillögur um þessi atriði. • 5. Gera tillögur um, hversu auka rnegi mjólkurneyslu íslend- inga, eftir að hið erlenda setulið hættir mjólkurkaupum. 6. Gera tillögur um, hversu best yerði háttað friðsamlegum við- skiftum framleiðenda og neytenda um mjólkursölumálin. Nefndin skal hefja störf sín og Ijúka þeim svo fljótt sem verða má. Skylt er stjórn mjólkursamsölunnar og framkvæmdarstjóra hennar að veita nefndinni allar þær upplýsingar, er hún kann að óska eftir og lúta að starfi hennar". Athygli mun það vekja, að í niðurlagi ályktunarinnar, er lögð sama skylda á herðar stjórnar mjólkursamsölunn- ar og G. Th. fór fram á í tillögu sinni, en þetta hneykslaði mest Tímaliðið. Vonandi vinst það við þessa nefndarskipan, að: gagn- gerðar umbætur fáist á mjólkurskipulaginu í heild, Og þá hefir vissulega ekki til einskis verið af stað farið. Skipasmíðastöðin lögíest í GÆR var afgreidd sem lög frá Alþingi breyting á- hafnarlögum Reykjavíkur. Felst breytingin í því, að nú er styrkur og ábyrgðarheimild ríkissjóðs miðuð við bygg- ingu skipasmíðastöðvar í Reykjavík. Á það hefír oftsinnis verið bent hjer í blaðinu, að bygg- ing fullkominnar skipasmíðastöðvar í landinu væri eitt af stærstu framfaramálum þjóðarinnar. íslendingar hljóta í framtíðinni að byggja öll sín skip sjálfir, smá og stór. Til þess hafa þeir að mörgu leyti ágæt skilyrði. Orkan er frumskilyrði þess, að iðnaður verði rekinn. En af orkunni hafa íslendingar nóg. Þess eru ýms dæmi, að þjóðir, sem hvorki hafa orku nje hráefni, hafa komið upp hjá sjer miklum skipasmíðaiðnaði. Að því verður að vinda eins bráðan bug og unt er, að koma upp hinni fyrirhuguðu skipasmíðastóð hjer í Rvík. Eftir styrjöldina verður brýn nauðsyn á slíku fyrirtæki hjer. Er því vel, að Alþingi hefir með samþykt fyrgreindr- ar lagabreytingar, lagt grundvöll að framkvæmdum í málinu. En svo er annað. Æskilegt væri, að ungir íslend- ingar hæfu nám í skipabyggingum og byggju sig þannig undir slík störf. Nú þegar hafa nokkrir slíkir menn aflað sjer slíkrar mentunar og þarf þekkingarleysi í þessum efnum því ekki að standa í vegi fyrir framkvæmdum. nernaounnn í SCyrrahafi EFTIR RAYMOND GRAHAM SWING NU SEM STENDUR eru mörg og margvísleg verk í fram- kvæmd í Kyrrahafinu, sem, ef 'til vill mynda markverðasta þátt hinnar margskiptu sóknar Bandamanna til Tokyo. Þau benda frekar en nokkuð annað á óumflýjanlegagan sigur B?ndamanna og skilyrðislausa uppgjöf Japana. Það, að Bandamenn skuli geta beint ógrynni liðs að ein- um stað í umsáturshring sínum um Tokyo og jafnframt haldið uppi þýðingarmiklum árásum á margar stöðvar, skýrir þá stað reynd,. að Japanir hafa ekki lengur frumkvæðið í Kyrrahaf inu. Undanfarnar vikur hefir at- hygli manna beinst að árásum Bandamanna á Rabaul, Gas- mata og Cape Gleucester, her- námi Finschafen og Empress Augusta Bay, iandgöngunni- við Tarawa, sem yarð til þess, að Bandamenn náðu Gilbérts-eyju ununvá.sitt yald og hinum á- köfu árásum Bandamanna- á stöðvar Japana, • flugvjelar þeirra og <skip. við Marshall- eyjar. -¦•-.- - Síðastliðna viku var rúmlega 700 tonnUm af sprengjUm varp- að yfir Cape Gloucester,. þar sem Japanir höfðu komið sjer upp flugvjjelabækistöð. Þetta sprengjumagn virðist ekki stór- kostlegt miðað við magn pað, sem áttundi flugher Bandaríkj- anna hefir varpað yfir megin- land Evrópu, en í Kyrrahafinu, þar sem bækistöðvar allar eru tiltölulega smáar, er þetta sprengjumagn óskaplegt. Auk árásanna á Gloucester.og Gasmata gerði flotinn fyrstu á- rás sína á. vesturhluta Nýja- Bretlands. Hve flota vorum er frjálst um snúning á þessum svæðum — þar sem nýlega ein göngu japönsk skip gátu leikið laugum hala — er ágætt vitni þesp, að Bandamenn hafa nú algjörlega náð yfírhöndinni í loftinu. Frekari dæmi þess eru hinar stöðugu'árásir á Bougain ville, en þar urðu flugmenn sprengjuflugyjela Bandamanna varir við aðeins eina japanska njósnaflugvjel, þetta sýnir, að Japanir hafa ekki lengur nokkra flugvelli á Bougain- ville. í Bandaríkjunum er engin til hneyging til þess að gera lítið úr erfiðleikum Bandamanna. Sú staðreynd, að árásum er haldið uppi gegn svona mörgum stöðv- um í einu, sýnir, hve traustlega Japan er varið af hinum dreyfða tengda eyjaklassa. En Bandamenn hafa nú þegar náð yfirhendinni í loftinu og er það aðeins byrjun framkvæmda, sem mun enda með hruni Jap- ans, eins og skýrt var frá í hinni athyglisverðu Kairo- yf- irlýsingu. íslensk myndlist. í auglýsingu um þessa bók í blaðinu í fyrra- dag átti að standa að í henni væri nokkrar litmyndir. tífinu (//f aaaté .«*«***«.«.*.****«*«««.»*«**,«*.«««"«t**.**.**.* Samsöluforstjórinn ræðir um mjólkur- flöskulok. FORSTJÓRI Mjólkursamsöl- unnar, hr. Halldór Eiríksson hef- ir sent Morgunblaðinu grein vegna skrifa um mjólkurflösku- lok, en eins og lesendum Morg- unblaðsins er kunnugt skýrði blaðið frá því á dögunum, að auð velt myndi að fá mjólkurflösku- lok í Ameríku, enda væru þau auglvst með heilsíðuauglýsing- um í amerískum tímaritum. En nú er best að láta forstjórann haía orðið. Grein sína nefnir hann: MJÓLKURFLÖSKULOKIN „Morgunblaðið víkur að þessu máli 10. og 11. þ. mán., og birtir mynd af mjólkurflöskulokum, er það segir að fáanleg muni vera í Ameríku. í þessum skrifum blaðsins virð ist mjer gæta nokkurs misskiln- ings, og ekki upplýsa þau ann- að en það, sem áður var um þetta vitað. Til sönnunar því, vísa jeg sem eaa, »*..*..*..#..*«.*..*..**.*..*.»*..*..*..**.*.Á V*«**«*V***V*»**«*VV%****% «*****«r bæinn og væntanlega eru nýjar vjelar í þeirri stöð. ósennilegt, að þar vanti flöskulokunarvjel. Allar hljóta vjelar í stöðina að vera keyptar í Ameríku núna eftir að styrjöldin braust út og ekki hefir verið yfir því kvartað, að ekki hafi veiið hægt að fá þær vjelar, sen\ nauðsynlegar þóttu í stöðina. Hitt er og staðreynd, að Arr.e- ríkumenn hafa ekki neitað okk- ur um eina einustu vjel, sem tal- ist hefir nauðsynleg og það þarf enginn að vera í neinum vafa um, að mjólkurvinsluvjelar hefðu ekki verið taldar síður nauð- synlegar en aðrar vjelar, sem við höfum fengið frá Ameríku, ekkí* aðeins hindrunarlaust, heldur beinlínis með forgangsrjettí fram yfir ýmsar aðrar vörur. Hefir samsalan leitað til inn- lendra kaupsýslumanna um út- vegun á flöskulokunarvjel? er spurning sem kemílr í huga margra þegar þetta mál er rætt. Ogenn liggur sú spurning beint [til greinar, sem Tíminn birti fyrir í þessu sambandi, hvort ekki. fyrir mig nýlega (27. nóvember J hefði verið hægt að fá einfalda; síðastl.), en.þar ræddi jeg nokk- uð þetta mál og för Stefáns Björnssonar, mjólkUrfræðings, til Ameríku — en Stefán fór þá ferð fyrst. og fremst í þeim til- gangi að reyna að ráða bót á þessu vandamáli., Jeg komst þar m. a. svo að orði „Að vísu varð Stefán þess vís- ári, áð í Ameríku væru nú notr aðar . einskonar pappírshettur. til að loka mjólkurflöskum með, en ógerjegt reyndist, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir þá og síðar, að fá þar keypta eða smíð- aða vjel, sem notast yrði við hjer til slíkra hluta". Að dómi þeirra manna, sem best þekkja til þessara hluta, er það eitt ekki nægilegt, þótt hægt •kunni að vera að fá einhverskon- ar flöskulok, heldur hitt, að fá- anleg sjeu lok eða efni í lok, sem notast verður við, annaðhvort fyrir þá flöskulokunarvjel, sem til er, eða þá.aðra fáanlega vjel, sem hægt væri að koma við hjer. En það er eínmitt þetta, sem ekki hefir tekist. Af hendi Mjólkursamsölunnar er hjer hvorki um viljaskort nje fyrirsláft að ræða, eins og Morg- unblaðið telur vera. Samsalan víldi fátt frekar, en að það hefði aldrei komið fyrir, að hætta hefði þurft að selja mjólkina á flöskum. Og það er áreiðanlega vilji allra þeirra, sem að henni standa, að .úr þessu verði bætt eins fljótt og tök eru á. Það ætti og' að vera nokkuð augljóst mál, að hefði Samsalan látið sjer á sama standa um þessa hluti, hefði hún ekki farið að kosta mann til Ameríkuferðar, í þeim tilgangi að reyna að greiða fram úr málinu. I annan stað má og benda á það, að auk þeirra miklu óþæginda, sem núverandi ástand hefir í för með sjer fyrir þá, sem mjólkina kaupa, þá or- sakar það mjög aukin útgjöld Samsöluna, t. d. vegna aukins fólkshalds o. fl., og hefir hún því, einnig að því er þá hliðina snert- ir, síður en svo ástæðu að við- halda því degi lengur en brýn nauðsyn krefur, og mun að sjálf sSgðu heldur ekki gera það. — 14. des. '43 Halldór Eiríksson". Stutt athugasemd við greinagerðina. ÞAÐ er alþjóð kunnugt, að Mjólkursamsalan er að láta reisa nýja mjólkurstöð hjer innan við vjel til bráðabirgða tilað setja lokur á mjólkurflöskur.' Það' er vissulega ekki gaman. að þurfa að rengja orð herra Hall dórs Eiríkssonar eða sendimanns' hans, sem hann nefnir að hafi- farið til Ameríku í þeim aðaltil- gangi að útvega flöskulokunar- vjel. ... En af ástæðum, sem að fram- an eru greindar er mönnum ekki láandi þótt þeir efist um, að nógu vel hafi verið á þessum' málum haldið. ; Hitt er svo gleðilegt að heyra, að forstjóri Samsölunnar skuli hafa áhuga fyrir að bæta úr þess- um málum og að hann hef ir f ull- an skilning á, að núverandi fyrir komulag mjólkursamsölunnar er ekki viðunandi, eins og hvað eft- ir annað hefir verið á bent hjer í blaðinu. Bækur Menningar- sjóðs eru komnar út Saga íslendinga, Stjórn- málasagan, Andvari og Almanakið. Nýlega eru komnar út frá Bókaútgáfu Menningarsjóðs fyrstu bækur þessa árs. Eru það þessar: Saga íslendinga, 6. bindi, síðara bindi Stjórnmála- sögunnar, Andvari og Alma- nakið. 6. bindi Sögu íslendinga fjall ar um tímabilið frá 1700—1770. Höfundar þessa bindis eru tveir, dr. Páll E. Ólason og dr. Þor- kell Jóhannesson. Ritar dr. Páll kaflann um tímabilið frá 1700 —1750, en dr. Þorkell um ára- tugina 1750—70. Er frásögn beggja með- mjög svipuðum hætti, svo bókin hefir sama heildarsvip, þó höfundar sjeu tveir. Stjórnmálasaga síðustu 20 ára fyrir styrjöldina, eftir Skúla Þórðarson magister, er nú öll komin út. Er þar, sem kunnugt er, alment yfirlit um stjórnmál in þessi ár, og er í bókinni tals- vert af myndum. I Andvára er að þessu sinni æfisaga Einars H. Kvaran, eftir Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.