Morgunblaðið - 16.12.1943, Side 7

Morgunblaðið - 16.12.1943, Side 7
Fimtudagur 16. des. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 7 VERÐUR BYLTING í ÞÝSKALANDI? Hjer var augsýnilega á ferð- inni svikastarfsemi gagnvart keisaranum, konungi og öllum yfirvöldum. Ályktun var prent uð, og henni dreift ví'ðsvegar. En hvorki foringi ríkislögregl- unnar nje hjeraðsstjórinn þorðu að láta taka mig fastan, og jeg vissi nú, að úrslitastundin var komin. í fylgd með tveimur vinum mínum skundaði jeg til staðar, þar sem þúsundir manna og í þeirra hópi margir her- menn, höfðu safnast saman. Skýrði jeg þeiro frá því, að jafn aðarmannaflokkurinn hefði sett keisaranum þá úrslitakosti, að i hann segði þegar af sjer. Feiki- leg fagnaðaróp. Jeg boðaði síð- an til fjöldafundar á aðaltorg- inu morguninn eftir. Þessi stað ur varð fyrir valinu vegna þess, að hann var fyrir framan höll hjeraðsstjórans og lögreglunn- ar. Það var nokkurskonar hólm göngu áskorun til ríkjandi vald haía. Lýðveldið stofnað. Hvorki jeg nje þessir vinir mínir vorú vopnaðir. Hinn ör- lagarikasti dagur rann upp. Er jeg kom til fnndarstaðarins, voru byltingarsinnaðír hermenn þegar teknir að afvopna varð- sveitirnar. Jeg tók nú foryst- una í mínar hendur. Mjer til mikillar furðu, hlýddu jafnvel skipunum minum hermenn, sem ekki höfðu hugmynd um stjórnmálastöðu mína. Aðeins einn ungur hermaður þrjóskað- ist: ,,Hvað sem öðru líður, þá er maður þessi aðeins óbreytt- ur borgari“, sagði hann. „Hverju máli skiftir það?” svaraði undirforingi nokkur. „Blekkingarstarfseminni er að minsta kosti Jokið”. „Blekking” var það orð, sem flestir þýskir hermenn notuðu um stríðið. Kommúnistar, sem nú voru skriðnir úr rekkju, gerðu á síð- ustu stundu tilraun til þess að ná byltingunni í sínar hendur. Nefnd þeirra kom í bifreið til fundarstaðarins, sem nú úði og grúði af hermönnum og minni flokkum óbreyttra borgara. Það var augljóst, aðþeir, sem lengra voru til vinstri, ætluðu sjer að hafa sinn eigin fund með rót- tsekum stefnumiðum. Þar sem jeg hafði ætíð verið góður stökkmaður og miklu skjótari til en þeir, að minsta kosti líkamlega, hafði jeg klifr að upp á þak bifreiðar þeirra, áður en hún hafði fyllilega num ið staðar, svo að þeir gætu kom ist út. Fyrstu orð mín voru her- óp, sem þama var hrópað í fyrsta sinn i Þýskalandi: „Es lebe die Deutsche Republik“ (Lengi lifi þýska iýðveldið). Æðisgengin fagnaðaróp frá öll- um hliðum. Hermennirnir veif- uðu húfum sínum og lyftu riffl unum. Þetta var fyrst og fremst her mannafundur. Verkamennirnir voru komnir til starfa sinna í verksmiðjunum. Auðvitað voru þeir nú reiðubúnir til þess að hefja allsherjarverkfall, ef vjer þyrftum á því að halda. En nokkrum mínútum síðar komst jeg að raun um það, að hern- aðarmáttur Vilhjádms keisara var svo gersamlega brotinn á Eftlr WiLliam. F. SoLLmann Síðari bak aftur,1 að ekki var lengur þörf á að framkvæma hina fyr- irhuguðu göngu verkamann- anna inn í borgina. Bylting án blóðsúthell- inga. Hvorki foringi ríkislögregl- unnar nje hjeraðsstjórinn reyndu að .hindra lýðveldisyf- irlýsingu vora. Eftir að jeg hafði lokið ræðu minni, hjelt jeg á fund yfirhershöfðingjans og krafðist þess, að æðsta stjórn virkisborgarinnar yrði fengin hinu nýstofnaða verkamanna- og hermannaráði í hendur. — Hershöfðinginn var fölur eftir hina svefnlausu nótt. Alt í kringum hann voru ofurstar, majórar og uhdirforingjar, og báru sumir þeirra hina breiðu og hárauðu borða herforingja- ráðsins. Þegar jeg, óvopnaður og óbreyttur borgari, gekk inn í herbergið, fann jeg alt 1 einu, hversu fjarstæð aðstaða mín var. Hjer var jeg, lýðveldis- sinninn, staddur í hjarta einn- ar sterkustu herstöðvar keisar- ans. Jeg stóð hjer andspænis foringjum hans, er allir höfðu svarið þess eið að láta lífið fyrir stríðsherra sinn, sem enn sat í hásæti fyrir guðs náð og var enn æðsti foringi allra þýskra herja. Og jeg var hjer kominn til þess að biðja um valdaafsal þeirra. Myndi ekki einhver þeirra draga sverð úr slíðrum eða grípa til skamm- byssunnar til þess að afgreiða mig þannig umsvifalaust? Sársauka og skömm gat að líta í augum foringjanna. Hjer aðsstjórinn rjetti fram hönd sína og sagði: „Þal gleður mig, að þjer eruð hjer kominn, herra Sollmann. Má jeg kynna fyrir yður Ritter von Gareis, major, og aðstoðarforingja hans úr her ráðinu? Hans keisaralega há- tign hefir sent þessa herramenn til Köln til þess að kynna sjer óstandið. Viljið þjer vera svo góður að útskýra það fyrir þeim?“ Jeg skýrði þeim nú frá öll- um aðstæðum og sannfærði þá sýnilega. Ritter von Gareis skýrði mjer frá því síðar, er jeg kom á fund herráðsins sem erindreki hinnar nýju stjórnar, að skýrsla hans frá Köln hefði átt mikinn þátt í þeirri ákvörð- un keisarans og hershöfðingja hans að hætta við allar tilraun- ir til.þess að bæla byltinguna niður. Þegar jeg fór á fyrsta fund verkamanna- og her- mannaráðsins eftir viðræður mínar við hjeraðsstjórann, ljek ekki neinn vafi á því, hver hafði með höndum yfirstjórn kastalaborgarinnar Köln og hinna 60.000 hermanna, sem þar voru. Endurskipulagningin hefst. Alt gekk nú eins og í sögu. Ekki einn einasti herforingi eða embættismaður veittu mót- stöðu. Enginn ljet lífið, enginn særðist ög meira að segja hlaut grein enginn högg. Engri verslun, skrifstofu eða verksmiðju var lokað, engin samgönguæð rof- in, ekkert blað bannað. Þetta var siðsamasta bylting, sem sagan getur um. Samdægurs var stofnað land varnarlið, og heimflutningar hermannanna hífust. Bylting- arfulltrúar voru settir í skrif- stofur allra æðstu borgara- legra embættismanna. Undirforingi var gerður hjer- aðsstjóri í Köln. Rækti hann starf sitt prýðilega, jafnvel að dómi andstæðinganna. Kaup- sýslumaður var gerður að lög- regiustjóra. Fæðuúthlutunin var endurskipulögð, settir voru á stofn sjö stjórnardeildir verkamanna- og hermanna- ráðsins, ránstilraunir voru bæld ar niður, og allar eignir ríkis og einstaklinga voru verndaðar, án þess að kæmi til nokkurra árekstra. Trúverðugir vinir voru sendir í bifreiðum til allra helstu borganna til þess að ná byltingunni hvarvetna undir vora yfirstjóm. Hinir róttæku og aðrir vandræðamenn voru einangraðir alls staðar í Rínar- löndum. Hvarvetna í Þýska- landi fór lýðveldisstofnunin fram án allra blóðsúthellinga. Síðar braust út borgarastyrjöld í Berlin og nokkrum hjeruðum. Var barist um það, hvort koma skyldi á fót stjórnskipulegu lýð veldi eða alræði öreiganna. Len in og Trotsky, sem trúðu á heimsbyltinguna, bljesu í glóð- irnar. Kommúnistar voru brotn ir á bak aftur með vopnavaldi. En á óhappaárunum 1919—1923 hófu kommúnistar og nasistar kapphlaup sitt til þess að eyði- leggja lýðræðið og koma á fót einræðisskipulagi. Nasistar fóru með sigur af hólmi í þeirri rið- ureign. Spartakistar og aðrir róttækir flokkar tóku að blómstra í Berlín og annarsstað ar í Þýskalandi sem afleiðing öngþveitis þess, er ósigurinn ha(ði í för með sjer. Afstaða hershöfðingjanna. Yfirherstjórnin í Spa í Belgíu varð svo forviða yfir því, hversu skjótt og friðsamlega byltingin í Köln hafði farið fram, að von Hindenburg, her- marskálkur, og von Gröner, hershöfðingi, báðu mig að koma til Spa. Óskuðu þeir eftir þvi, að jeg skipulegði verkamanna og hermannaráð, er. færi með yfirherstjórnina, og ræddi við hershöfðingjana um skipulegt undanhald hersins frá Frakk- landi og Belgíu yfir Rín. Til dæmis hefðu járnbrautarverk- föll haft í för með sjer hern- aðarlegar ófarir. I fylgd með tveimur vinum mínum fór jeg óvopnaður gegnum borgir Belgíu. Fyrir skömmu hafði þá verið samið um vopnahlje, og Belgíumenn’ því sigri hrósandi. Vjdr komum til Spa skömmu eftir að keisarinn hafði farið til Hollands. Hershöfðingjarnir voru mjög guggnir. Hindenburg fullviss- aði mig um það, að hann myndi með fullkominni hollustu starfa í samvinnu við hina nýju rík- isstjórn, enda þótt hann í hjarta sínu yrði áfram keisara- sinni. Nokkru áður hafði Grön- er, hershöfðingi, skýrt keisar- anum frá því, að við vissar að- stæður væri hollustueiðurinn við æsta herstjórann einskis virði. Nú skýrði hann mjer fra því, að árum saman hefði hann verið andvígur stjórnarfarinu í Berlín. Von Faupel, hershöfð- ingi, sem síðar varð æstur fas- isti, var alveg fárvita. Var hann lítið eitt ölvaður, kjökraði og barmaði sjer mikið yfir því, að framabraut hans væri nú á enda. Fyrir dögun höfðum vjer lok- ið við að gera áætlanir um sam vinnu við herinn um að koma hermönnum vorum og herbún- aði þeirra heim í örugga höfn. Nokkrum dögum síðar viður^ kendi bæði hin nýja ríkisstjórn og herstjórninni í opinberri yf- irlýsingu, að „vegna starfsemi verkamanna- og hermannaráðs ins í Köln, hefði auðnast að koma í veg fyrir uppnám og öngþveiti, er kynni að hafa or- sakast af óskipulegum flótta herja og óbreyttra borgara”. Miljónir hermanna komust heilir á húfi yfir hinar fáu brýr á Rín. Þar sem oss skorti far- angursvagna, bifreiðar og hesta, voru konur og börn skipulögð í sjálfboðaliðasveitir við flutn- ing hergagna og matvæla yfir Rín, áður en hernámsliðið kæmi og slægi eign sinni á þenna varn ing. Amerísku, bresku, frönsku og belgisku herirnir komu þó nógu snemma til Rínarlanda og bundu endi á byltinguna. Her- námsliðið neitaði að eiga nokk- ur skifti við verkamanna- og hermannaráðin. Jeg stóð í nánu sambandi við hernáms- liðið frá upphafi, en einungis vegna stöðu minnar sem þing- maður. Byltingin nálgast aftur. Vjer nálgumst nú hröðum skrefum aðra byltingu í Þýska- landi, sem ef til vill verður í vetur, ef til vill einhverntíma á árinu 1944. Hvers eðlis verður hún? Nákvæmlega eins og 1918 mun engin bylting verða fyr en stórfeldir hernaðarósigrar hafa skapað upplausn í þýska hem- um og eytt áhrifavaldi lögreglu Hitlers heima fyrir í Þýskalandi Hjer koma fyrst og fremst til greina yfirburðir bandamanna á vígvöllunum, en þó ekki það eitt. Upplausninni á hraða með góðum áróðri. frá bandamanna hálfu, á sama hátt og fram- kvæmt var með góðum árangri gegn Mussolini. Enn sem komið er, virðast Rússar einir kunna að tala til Þjóðverja. Meðal leiðtoga þjóð- nefndar frjálsra Þjóðvérja í Moskva, sem rússneska stjórnin átti frumkvæðið að, eru for- ingjar úr h,ópi þýskra herfanga. Rússneska stjórnin, sem er sjer fróð á sviði byltingarmála, veit það, að komandi uppreisn gegn Hitler mun hefjast. í hernum, en ekki meðal óbreyttra borg- ara heima fyrir. Hinir fámennu leyniflokkar, sem alt of mikið hefir verið gert úr, eru saman komnir í einungis fáum borg- um, hafa enga miðstjórn og næstum ekkert samband hver við annan eða við vini erlend- is. Frásagnir um leynifundi fjöl mennra leynifjelagakerfa í Þýskalandi hafa ekki við rök að styðjast. Jeg hygg mig hafa nokkra reynslu i þessháttar starfsemi. Jeg var í hópi þeirra fyrstu, sem hófu prentun blaða, er andstæð voru Hitler, og smyglað var til leyniflokka í Þýskalandi þegar árið 1933. Það var þessi starfsemi, er olli því, að nasistiskar stormsveitir eyði lögðu heimili mitt og mis- þyrmdu mjer líkamlega með þeirri tálvon að geta fengið ein- hverjar upplýsingar um upp- runa leynisamtaka vorra. Eftir flótta minn af herspít- alanum, hjelt jeg nánu sam- bandi við leyniflokkana frá Saar, Luxemburg og Belgíu, þar til jeg fór xil Bandaríkjanna. Það hafa altaf verið til þús- undir hugdjarfra baráttumanna er unnið hafa i leyni, en það hefir aldrei verið til hreyfing, er hefði nægileg stjórnmálaá- hrif til þess að geta ógnað stjórnarkerfi Hitlers. Siðferðisþrekið rýrnar. Siðferðisþrek Þjóðverja rýrnar nú hröðum skrefum. Á þetta ekki rætur sínar að rekja til áróðurs leyniflokkanna, held ur seinagangs í styrjöldinni, undanhaldsins í Rússlandi, ó- faranna á Sikiley og í Afríku, loftárásanna á þýskar borgir, brottflutnings miljóna manna frá hrundum heimilum, víð- tækrar þrælkunarvinnu, eink- um ungra stúlkna og kvenna úr miðstjettunum, sífellds missis æskumanna á vígvöllunum, spillingar á fjármálasviðinu, fæðuskorts, og nú að síðustu falls Mussolinis og innrásarinn ar á Ítalíu. Margir nasistar eru strax farnir að reyna að bjarga sjer með því að fullyrða, að þeir hafi aldrei verið raunverulegir nasistar, og margir þeirra segja þar satt. Andstætt áliti margra í Bandaríkjunum hafa iðnaðar- verkamenn aldrei verið Hitler fylgjandi. Miljónir verkamanna í Þýska- landi eru siðferðislega undir það búnir að berjast gegn hinu hataða stjórnarkerfi Hitlers, ná kvæmlega á sama'hátt og slíkir menn risu upp gegn Mussolini. Þeir gátu -ekki hafið uppreisn sína fyrr en Mussolini hafði mist stjórn hersins úr sínum höndum. Þýsku verkamennirn- ir .munu heldur ekki geta neitt aðhafst meðan þeir verða að standa andspænis vopnuðum her. Það verðiir því herinn, er steypa mun Hitler og samherj- um hans úr valdasessi. Þeir vildu ekki berjast fyrir keisarann. Hindesburg, hermarskálkur, sagði mjer eitt sinn, er hann var að verja flótta Vilhjálms keis- ara frá hersjórninni, að áður Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.