Morgunblaðið - 16.12.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.12.1943, Blaðsíða 11
Fimtudagur 16. des. 1943. 11 MORGUNBLAÐIÐ ífUg YÍCKI mm Sagan af kongsdóttur og svarta bola þess að æsa hann upp. Hvern-' ig getur hlutur verið mjög góð ur, sem þeir þurfa að hæla á hvert reypi til að hann sje keyptur? hugsaði hann með sjer. Sölumennirnir notuð mis- munandi aðferðir til að fá hann til að kaupa. Sumir voru drýg- indalegir og reyndu að hræða hann með að hrifsa af honum jakkann, sem hann var að þukkla á í tíunda sinn og sögðu: „Ef þessi fíni jakki er of dýr fyrir þig, þarftu ekki að eyða honum upp til agna með að þukla á honum. Við höfum strá heil dráttarkarlaföt á fjörutíu sent“. Aðrir voru við hann eins og •hvern annan burgeis, þeir köll uðu hann herra og jafnvel gaml ,an herra og frumburð, svo langt gengu þeir í kurteisinni. Þeir sögðu: „Þessar fínu buxur eru ekki nógu góðar handa gamla herramanninum, baðmull er ekki nærri nógu göfug handa yður,.en hjerna eru svartar silki buxur sem verða jafn fallegar eftir tíu ár og þær eru þann dag í dag“. í fyrstu varð hann hálf ringl- aður á öllum þessum lofræðum, en er hann hafði dvalið um stund í Fooking stræti þekkti hann hverja flík sem þar var til sölu, hann var einnig orð- inn vanur skrumi yngri versl- unarmannanna og hættur að gefa því gaum. Hann var þeg- ar búinn að ákveða hvernig hann ætlaði að vera klæddur er hann tæki á móti syni sínum og því ekki í neinum vafa um hvað hann ætti að kaupa: svart ar buxur, bundnar um öklann, hreina hvíta sokka óg svarta skó, síðan gráan frakka og hatt eins og útlendingarnir báru. En það var komið kvöld þeg- ar hann gerði fyrstu kaupin — keypti sokka og skó fyrir fjöru tíu og þrjú sent. Síðan sá hann hvar maður gekk fram hjá* með fullan vagn af mat í eftirdragi. Hann rankaði við sjer og mundi allt í einu eftir að hann hafði gleymt morgunhrísgrjónunum sínum í ákafanum að versla. Hann var ekki beint svangur, en kendi undarlegs tómleika og sársauka í maganum. En hann stafaði af hinni nýteknu ákvörð un hans að ganga fram hjá Reyknum mikla, Kwei hafði af visku sinni ráðlagt honum að borða mikið næstu daga. „Fínustu klæði munu eigi dylja það fyrir syni þínum að þú ert horaður eins og betlari eða flækingshundur. Enda þótt þú getir aldrei orðið svo feitur á þrem dögum að þú getir skip- að heiðurssess við borð, geturðu að minsta kosti komist í sómá- samleg hold“, sagði Kwe Kuei honum til ráðleggingar; hann var orðlagður fyrir ráðdeild sína. Afgangurinn af dollurun um átta, sem Yen hafði fengið til fatakaupanna átti að fara til að fita hann. Mennirnir, sem lánuðu hon- um fjeð voru allir óskyldir honum, því að Yen átti enga ættingja í Shanghai; það eitt var í sjálfu sjer meiri smán en fátæktin nokkurntímann. En Kwe þekkti þrjá menn sem báru einnig nafnið Lung, og hann mæltist til þess við þá að þeir tækju að sjer að heita ættingjar Lung Yen meðan sonur hans stóð við. Yen vildi ekki láta viðleitni allra þessara vina verða til einskis og þrammaði því áleiðis til næsta útieldhús til að fá sjer eitthvað að borða. Hann lenti einnig í hálfgerð- um vandræðum, þegar til þess kom að ákveða hvað hann ætti að fá sjer; hann átti völ á bæði grænmeti og kjöti með hrís- grjónunum. Það voru mánuðir jafnvel ár síðan Yen hafði etið kjöt, svo að hann var lengi í vafa um hvort hann gerði rjett ■ í að bragða það. „Láttu mig fá skál, bæði af grænmeti og kjöti“, sagði hannn loks og kokkurinn svaraði kurteislega. „Ef þú kaupir kjöt þá færðu ókeypis eins mikið te og þú villt“. Yen át þrjár skálar fullar af hrísgrjónum, ásamt grænmeti og kjöti, enda þótt magi hans væri fullur þegar eftir aðra skál ina. Kokkurinn ljgt fáein te-f blöð í bolla og hellti heitu vatni yfir þau, og Lung Yen sötraði drykkinn með áfergju. Hann sleikti út um og smjattaði eins og hæfði ríkum og vel nærðum Kínvdt-ja og sagði „Hrísgrjón in þín eru næstum eins góð og hrísgrjónin sem eru á boðstól- um í Hongkew“. Hann sagði þetta þó af einskærri vinsemd, því að enda þótt hann gæti í- myndað sjer að góð fæða væri í matsölum Hongkew ........... hafði hann aldrei komið þang- að sjálfur. „Meira te“, spurði kokkur- inn og helti meiru af heitu vatni á sömu teblöðin. — Lung Yen drakk það græðgislega, því að honum fanst að heitt teið hlyti að seðja hið undarlega hungur sem gerði vart við sig þrátt fyr ir allan matinn, sem hann hafði neytt. Svo var þó ekki, en þeg- ar Lung Yen yfirgaf eldhúsið var hann staðráðinn í að leyfa sjer annari munað. Hann fór og keypti sjer sígarettupakka, með mynd af fallegri stúlku utan á, fyrir sex koparskildinga. Hann hafði stundum verið svo hepp- inn að finna hálfreykta vindl- inga í útlendingahverfunum, en því var ekki að heilsa í Foo- king stræti. Landar Yen reyktu ætíð vindlinga sína upp til agna og kæmi það fyrir að þeir skildu eitthvað eftir, var það hirt af gömlum mönnum, sem höfðu það að atvinnu að búa til nýja vindlinga úr gömlum stúfum. • Með vinlding milli varanna og fullan maga lagði Yen af stað til að kaupa síða frakkann, sem átti að gefa honum þann virðu- leika, sem hann skorti til að geta verið mikill maður. — Að síðustu átti hann aðeins eftir að velja á milli þriggja, en það var liðið alllangt fram á kvöld er hann tók endalega ákvörðun. Verst var þó að hann langaði mest í silkikyrtil sem hæfði hon um alls ekki. Hann kostaði fjóra dollara, en Yen þóttist sann- færður um að honum myndi takast að koma honum niður í hálft verð með dálitlu þrefi. Hann var sniðinn úr þykku, en ekki þó of þykku dökkgráu silki, með fallegu munstri í sama lit. Þrem dögum áður hefði hann ekki getað dreymt um að eignast ódýrasta kyrtil. En nú fanst honum allt í einu allar baðmullarflíkur tötraleg- ar í samanburði við þennan dýrðlega dökkgráa silkikyrtil. Hann gat ekki gert sjer grein fyrir hvers vegna, en hann þótt ist engu að síður viss um að þannig búinn myndi hann vinna og virðingu sonar síns á svip- stundu. Hann tók kyrtilinn upp hvað eftir annað og þuklaði á honum og bar hann upp að aug unum til að gá hvort hann ■væri gallaður. „Herramaður- ber gott skynbragð á föt, það leynir sjer ekki“, sagði sölumað urinn. „Þetta er mjög bléssun- arríkt munstur. Mikill gamall kennari átti þennan kyrtil. — Hann er svo dýrmætur að erf- ingjarnir gátu ekki hugsað sjer að láta hann fara í honum til annars heims“. Það var tekið að rökkva og búið að kveikja í verslununum. Sumir kaupmannanna voru farnir að loka búðum sínum. Lung Yen sleit sig lausan frá silkikyrtlinum og keypti Ijós- gráan baðmullarkyrtil, sem var aðeins of stuttur honum. Hann borgaði áttatíu cent fyrir hann. Síðan hjelt hann til húsa skradd arans Lung Wang, sem ætlaði að skjóta skjólshúsi yfir hann fyrst um sinn. Vinir hans höfðu einnig kom ið sjer saman um, að Lung Yen mætti ekki fást við að draga kerru næstu tvo dágana. Þeir sögðu: „Uxinn fitnar ekki með- an hann dregur plóginn, og meira að segja járn verður þunnt af miklum núningi“. Yen samþykkti að það væri ekki mikið vit í að kaupa mat fyrir beinharða peninga og eyða honum svo öllum í blóð Æfintýr eftir P. Chr- Ásbjörnsen. 4. ungsdóttur: „Þegar við komum inn í skóginn, verður þú að gæta þess vel, að snerta ekki einu sinni eitt einasta blað, annars er úti um bæði þig og mig, því í skóginum býr þríhöfðaður þursi, og' hann á skóginn“. Nei, hún sagðist skyldi vara sig á að snerta ekki neitt í skóginum. * Hún var mjög varfærin og beygði sig til þess að rekast ekki á greinarnar, en trjen voru þjett, og hvernig sem hún gætti sín, varð henni það samt á að rekast á blaú, gvo það rifnaði af. „Æ, æ, hvað gerirðu nú?“ sagði boli. „Nú verð jeg að berjast upp á líf og dauða. En geymdu vel blaðiðj sem þú reifst af“. Skömmu síðar komu þau út úr skóginum, og þá kom þríhöfðaður þursi æðandi á móti þeim. „Hver snertir koparskóginn minn?“ spurði hann. „Jeg á nú eins mikið í honum eins og þú“, sagði boli. „Við skulum nú berjast um það“, sagði tröllið. ,,Já, komdu þá bara“, sagði boli. Svo ruku þeir saman og börðust, og boli stangaði alt hvað hann orkaði, en risinn barði og lamdi, og þetta gekk allan daginn, en loksins gat svarti boli gert út af við þursann, en þá var boli orðinn svo meiddur og móður, að hann gat varla staðið. Svo urðu þau að hvíla sig heiian dag, en þá sagði boli við konungsdóttur, að hún skyldi taka horn með smyrslum, sem risinn hafði við belti sjer, og smyrja smyrslunum á meiðslin. Þá bötnuðu þau og svb hjeldu þau áfram aftur. Þau hjeldu nú áfram í marga, mafga daga, og svo komu þau loksins að stórum skógi, þar sem trje og blöð, og alt var úr skýru silfri. Áður en þau fóru inn í skóginn, sagði boli við Katrínu konungsdóttur: „Þegar við komum inn í þenna skóg, verð- ur þú í guðanna bænum að fara varlega og gæta þess að koma ekki við trje, grein nje blað, því annárs er úti um okkur bæði, þar er sexhöfðaður þursi, sem á skóginn, og hann er jeg hræddur um að jeg ráði ekki við“. ,,Nei“, sagði konungsdóttir, „jeg skal reyna að gæta vel að mjer, og snerta ekki við því, sem þú ekki vilt láta mig koma við“. uTliXÍ nnrus^iqiÁmhcJ^Á/ruiL —• Ja, þó jeg sje fátækur núna, var sú tíðin, að jeg ók í mínum eigin vagni. — Þú segir það ekki. — Jú, barnavagni. ★ — Jeg myndi ekki giftast þjer þó að þú værir eini karl- maðurinn í öllum heiminum. — Það er jeg líka viss um, þú myndir verða troðin undir í þrengslunum. ★ — Þenna kjól hjerna skal jeg kaupa, ef þjer viljið gera á honum smávægilega breytingu. — Auðvitað get jeg gert breytingu. — Það er ágætt. Viljið þjer þá ekki gera svo vel að breyta verðinu úr 200 krónum í 100 krónur. ★ Ungfrú A.: Nei, enn hvað þú ert komin með fallegan hring. — Hvað heldurðu að öfunds- sjúkar stelpur segi nú? Ungfrú B.: Það var einmitt það, sem jeg ætla að spyrja þig um. J Lars gamli Peter hefði verið í höfuðborginni og var nú á heimleið með lestinni. — Alla leiðina glápti Lars á manninn, sem §at beint á móti honum í klefanum, en að lokum þraut þolinmæði mannsins. Hann þrumaði: 1 „Hvernig í ósköpunum stend 'ur á því, að þjer sitjið þarna og 'starið alltaf á mig?“ „Hi-hi“, hló Lars Peter. Þjer minnið mig svo hlægilega mikið á konuna mína. Fyrir ut- an skeggið eruð þjer nákvæm- ,lega eins og hún. | „Nú, en jeg hefi ekkert ,skegg“, svaraði maðurinn byrst ur. „Nei, en það er konan mín, sem hefir skegg“, svaraði Lars Peter. Hálf miljón smálesta af járn- grindum hafa verið rifnar niður [í Bretlandi og bræddar upp til stríðsþarfa. — Girðingarnar heyrðu til hálfri fjórðu miljón 'eigenda. En það merkilegasta ' í þessu sambandi er það, að aðeins 130.000 þessara eigenda báðu um skaðabætur (minna en 4%). Allir hinir gáfu stjórn inni sínar járngrindur endur- gjaldslaust. ★ Mussolini leggur til að kon- ungur Itala sje rekinn. Þessi tillaga getur ekki verið lögum samkvæmt, því að Ítalíukon- ungur rak Mussolini áður. ★ ■— Gefðu mjer koss, María. — Taktu hann sjálfur, bján- inn þinn. Ef þú ert einn af þeim, sem þarf að þjóna með allt, þá vil jeg ekki sjá þig“. ★ Árið 1918 gerði Clemenceau þá uppgötvun, að „styrjaldir væru of þýðingarmiklar til þess að láta hershöfðingjana eina um þær”. I ★ Oscar Levant er sagður hafa eitt sinn spurt George Gersh- win: „Ef þú ættir að lifa lífið upp aftur, heldurðu að þú mun- ir þá fella ástarhug tií sjálfs þín í annað sinn?”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.