Morgunblaðið - 18.12.1943, Side 1

Morgunblaðið - 18.12.1943, Side 1
30. árgangur 287. tbl. — Laugardagur 18. desember 1943 IsafoIdarprentsmið}a h.f. Ný og hörð sókn Rússa við Nevel London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morbl. frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR ræða mest í tilkynningum sínum í dag um mikla sókn Rússa, sem þeir hafi byrjað fyrir nokkru við Nevel, og virðist ekki annað sýnna, en Þjóðverjar hafi orðið að hörfa þar nokkuð undan. — Rússar minnast ekki á þetta í tilkynn- ^rgu sinni í kvöld, en hún er óvenju stutt. Er í henni hvergi getið um stórbardaga, nema við Kirovograd, þar sem Rússar segjast hafa hrundið mögnuð- um gagnáhlaupum Þjóðverja. ,,Annars staðar á vígstöðvun- um", segir tilkynningin, ,,var stórskotahríð og framvarða- skærur”. Hvorugur minnist einu orði á vígstöðvarnar fyrir vestan Kiev, og munu bardagar í stór- um stíl vera hættir þar í bili. Éinnig virðist vera kyrt fyrir vestan Cherkassi og Krivoi-rog. En orusturnar við Kirovograd eru hinar hörðustu, og beita Þjóðverjar þar steypiflugvjel- um, en loftorustur eru tíðar. Roosevell á stöðug- um ráðstefnum Washington í gærkv. ROOSEVELT forseti hefir setið á stöðugum ráðstefnum, síðan hann kom heim, en hann flaug vestur um haf með við- komu í Dakar. Hefir Roosevelt rætt við sendiherra Breta, Tyrkja, Egypta og Rússa og ýmsa helstu ráðgjafa sína. — Blaðamenn segja, að Roosevelt muni i jólaræðu sinni ræða um ráðstefnurnar í Teheran og Cairo. —Reuter. Roosevelt segir frd samsæri Smjör kemur á markaðinn A I AMERÍSKA SM.TÖRIÐ er nii komið til landsins og var komið í nokkrar verslanir i gær, en í dag mun smjörið. koma verslanir bæ.jarins. Ekki er fullkunnugt hversu birgð- irnar eru miklar, en forstjóri tM j ól kursamsölunnar sa gð i' sagði blaðinu í gærkveldi að' ekki væri ástæða til að ætla að bæjarbúar yrðu smjörlausir um jólin, ef dreifing ]>ess yrði jöfn. Harðir bardagar milli Ortona og Orzonia London í gærkvöldi. MIKLIR bardagar eru nú háðir á 15 km vígstöðvum milli bæj- anna Ortona á Adriahafsströnd inni og Orzonia innar í landi. Hafa Nýsjálenskar sveitir sótt þarna fram nokkurn spöl gegn mótspyrnu Þjóðverja, sem beita þarna skriðdrekum og eld- slöngum í ákafa. Hafa Nýsjá- lendirtgarnir komist yfir þjóð- veginn milli bæjanna tveggja á nokkrum stöðum, en á strönd- inni hafa Kanadamenn unnið nokkra landspildu. Ortona er þó enn á valdi Þjóðverja. Á vígstöðvum fimta hersins hafa litlar breytingar orðið hafa Ameríkumenn náð hæð einni, en ítalir hafa þar verið settir til að taka aðra. Frakkar eru nú komnir á vígstöðvar 5. hersins, eru það sveitir, er börð ust í Tunis. —Reuter. Sóknin á Nýja Bret- landi gengur vel Einkaskeyti til Morgubl. frá Reuter. INNRÁS bandamanna á Nýja Bretlandi gengur að óskum, og sækja þeir með skriðdrekaliði inn í land frá lendingarstaðn- um. Steypiárásir Japana hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Árásin var gerð á suðvestur- horni eyjarinnar, sem að Nýju Guineu snýr, og er samgöngu- leið Japana til Gasmata, ann- arar helstu hafnaðarborgarinn- ar á eynni, þar með rofin. Vara lið streymir nú í land. Lið bandamanna gekk á land við Arava-skagann, og fór að- allega á smáum vjelbátum, en var varið af. flugvjelum og mikilli skothríð herskipaflota. Voru varnir Japana minni en búist var við. Er talið að megin varnir Japana sjeu innar á eynni. Nýja Bretland er stór eyja og löng, og á henni tvær all- miklar hafnarborgir, Rabaul á norðausturhorni eyjarinnar og Gasmata á suðvesturströndinni. Á eynni eru frumskógar miklir og hún ill til yfirferðar, eins og flestar eyjar um þessar slóð- ir, en á miðri eynni eru fjöll mikil. Churchill skánar Frú hans larin til hans London í gærkveldi. TILKYNT var í London í dag, að Churchill fo«ætisráð- herra hjeldi áfram að skána, og hefði lungnabólgan ekki breiðst frekar út. Ennfremur var tilkynt, að frú Churchill væri lögð af stað frá London, til þess að vera hjá manni sín- um í veikindum hans. Lagði frúin af stað í morgun. — Al- menningur í Bretlandi hefir orðið mjög kvíðinn vegna fregn anna um veikindi Churchills. — Reuter. VÍ SITALAN 2 5 9 KAUPLAGSNEFND og Hag- stofan hafa reiknað út fram- færsluvísitöluna fyrir desem- bermánuð og er hún 259. — Er vísitalan þannig óbreytt frá því er hún var í nóvembermánuði. Norskur sendiherra í Slokkhólmi í FREGN frá norska blaða- fulltrúanum segir: ,,Nú berast fregnir um að sænska stjórnin loksins hafi viðurkent sendi- mann Noregs í Svíþjóð, fyrver- andi fulltrúa í utanríkisráðu- neytinu norska, Jens Bull, sem sendiherra Norðmanna í Sví- þjóð. Norska stjórnin hefir fyr- ir löngu tilnefnt hann sem sendi herra sinn í Svíþjóð, en hingað til hefir sænska stjórnin að- eins viðurkent hann sem sendi- fulltrúa (charge d’affaires). — Bull sendiherra er nú nýkom- inn frá London til Stokkhólms, en í London var hann formaður norskrar nefndar, sem þátt tók í ýmsum ráðstefnum, meðal annars ráðstefnu um fiskiveið- ar, þar sem Islendingar einnig höfðu sendinefnd. Sænsku blöðin láta í ljós á- nægju yfir því, að Bull hefir verið viðurkendur sem sendi- herra, og taka fram, að ósk Norðmanna um þessa viður- kenningu hafi verið gömul, og erfitt sje að skilja hversvegna stjórnin hafi hikað svo lengi með að koma með þessa viður- kenningu, sem norska stjórnin í London óskaði eftir”. Átti að ráða hann, Churchill og Stalin af dögum i Teheran Washington í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ROOSEVELT FORSETI sagði frá því á blaðamannafundL í dag, að Þjóðverjar hefðu ætlað að ráða sig af dögum í Teheran og þá Churchill og Stalin líka, og hafi hann þess A'egna búið í rússneska sendiherrabústaðnum í Teheran. Roosevelt sagði, að Stalin hefði komist á snoðir um þetta samsæri. ________________________ Ánægður með Teheranfundinn. Forsetinn sagði blaðamönn- unum, að hann væri mjög á- nægður með Teheranfundinn og hældi þeim Churchill og Stalin á hvert reipi. Einnig tal- aði hann um Chiang Kai Shek og fundahöldin í Kairo og í því sambandi tók hann fram, að það væri sjer ánægja, að búið væri að afnema lög þau, sem bönnuðu Kínverjum að taka sjer bólfestu í Bandaríkj- unum. Um veikindi Churchills. Roosevelt mintist á veikindi Churchills við blaðamennina og sagði, að þó frjettirnar um líðan Churchills væru betri nú, en þær voru fyrst, hefði hann miklar áhyggjur vegna veik- inda forsætisráðherrans, þar sem þetta væri í annað sinn á sama árinu, sem Churchill veiktist af lungnabólgu. Reykjavíkurbær greiði 180.000 krónur Á bæjarráðsfundi í gær lá fyi'ir fundinn niðurstöður gerðardóms, er skipaður var í máli Seltjarnarneshrepps og Mosfellshrepps gegn Reykja- víkurbæ. Seltjarnarneshreppur taldi sig hafa orðið fyrir skaða, er jarðir Elliðaárs, Ilólms og til- þeyrandi lóðir voru lagðar undir Reykjavíkurbæ. Niðurstaða gerðadóms í þessu máli var sú að Reyfja- víkurþær greiði Seltjarnarnes- hreppi 40.000 krónur, með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1944. Seltj arnarneshreppur h afð i farið fram á miklu hærri upp- hæð, eða um það bil 72.000 kr. ÚrMosfellshreppi voru jarð- irnar: Grafarholt, Gufunes, Keldur, Eiði, Ivnútskot, Ivorp- úífsstöðum, Lamhagi, Reyni- vatn og jarðarhluti af Ilólms eyði lagðar undir Reykjavík- urbæ. Gerði Mosfellshreppur kröfu á hendur Reykjavíkur- bæ, er nam um það bil 420.000 krónur. Niðurstaða gerðardóms, var sú, að Reykjavíkurbær greiði Mosfellsh. 140.000 krónur, með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1944 að telja. Gerðadóni skipuðu eftir- taldir menn: Gissur Bersveins- son, hæstarjettardóm., Þórður Eyjólfsson hæstarjettardóm. og Björn E. Árnason, ondur- skoðandi. Skotið á Dalmatiustrendur LONDN í gærkvöldi. — Bresk- ir tundurspillar sigldu í nótt sem leið upp að Dalmatíuströnd um og skutu á ýmsar stöðvar Þjóðverja, einnig hafnarmann- virki. Morgunin eftir söktu tund- urspillarnir svo tveim smáskip- um. ■—Reuter. Influensa lamar flutninga INFLÚENSUFARALDUR sá, sem geisar nú í Bretlandi, hef- ir valdið miklum truflunum á járnbrautarflutningum í land- inu, einkum kolaflutningum. Hafa flutningaverkamenn lagst í hrönnum, og einnig þeir, er aka járnbrautarlestunum. —• Þannig lágu í einu 10% allra fluningaverkamanna. Voru á einum degi 75 fólksfluninga- lestir látnar hætta akstri, vegna þess að áhafnir þeirra varð að nota til þess að aka vöruflutn- ingalestum, en þó urðu þá 9 vöruflutningalestir að halda kyrru fyiúr, vegna þess, að á- hafnir skorti. Kemur veikin hart niður á mönnum, sem þreyttir eru orðn ir af löngu erfiði. —Reuter Finnar hrekja Rússa. LONDON í gærlcvöldi. Þýska frjettastofan segir, að finska herstjórnin hafi í dag tilkynt, að árás Rússa á Aunnuseiði hafi farið þannig, að Finnar hafi hrakið þá alllangt aftur á bak með gagnárásum. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.