Morgunblaðið - 19.12.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1943, Blaðsíða 1
nstÞIftftifr 30. árgangur 288. tbl. — Sunnudagur 19. desember 1943, Isafoldarprentsmiðja h.f. Bati (hurc hills gengur seinf London í gærkvöldi. — I tilkynningu, sem gefin var út um heilsufar Churchills for sætisráðherra í dag, segir, að lífæð hans hafi slegið nokkuð óreglulega í dag, en hitinn hafi heldur farið minkandi og bólg- an í lunganu virðist vera nokk- uð áð hjaðna. Frú Churchill er komin til manns síns. Fór hún loitleiðis frá Bretlandi austur. Reuter. Fimfi herinn tekur Legon > : London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Fimti herinn hefir náð fjalla- þorpinu Legone, eftir mjög erf iða og harða bardaga, og er nú barist um annað þorp þar í nánd, San Pietro. En annars- staðar á vígstöðvum fimta hers- ins er frekar lítið um að vera. Áttundi herinn á stöðugt í mjög hörðum bardögum, en að staðan hefir því nær ekkert breytst, nema hvað Nýsjálend- ingum hefir tekist að vinna nokkuð á í námunda við Or- zonia, og tryggja aðstöðu sína milli þessa bæjar og Ortona við ströndina. Þjóðverjar gera hin hörðustu gagnáhlaup, og er sagt að fallhlífasveitir taki nú þátt í vbrn þeirra þarna. Beittu þeir einnig skriðdrekum í gær, og kom til nokkurra viðureigna. Mistu Þjóðverjar þar 13 skrið- dreka. ¦ Veður hefir aftur versnað og var lítið um lofthernað, engar flugvjelar á lofti, nema orustu- flugvjelar. — ítalskar orustu- flúgvjelar tóku í fyrsta skifti í gær þátt í hernaði með banda- mönnum. Rjeðust þær á stöðv- ar Þjóðverja í Jugoslavíu. Influensan í Bret- landi að ná hámarki London í gærkvöldi. TALIÐ er, að inflúensufar- aldur sá, sem nú gengur í Bret- landi sje að ná hámarki, en vikuna, sem endaði 11. þ. m., dóu af völdum faraldursins í borgun Bretlands 1148 manns, en öll sjúkrahús eru enn full, og mjög erfitt víða um aðhlynn ingu við sjúklinga. Þá fer út- breiðsla faraldursins vaxandi í Bandarikjunum og er talið að fastir í Washington.Einnig hafa 90,000 manns liggi nú rúm- borist fregnir um að mikill in- flúensufaraldur sje í Berlín, en Þjóðverjar hafa opinberlega borið þetta til baka. —i Reuter. ALLUR ARAVASKAGIÁ VALDI BANDAMANNA Ettirmaður Mounibattens Þegar Mountbatten flotafor- ingi ljet af embætti, sem yfir- maður bresku strandhöggssveit- anna, og gerðist yfirforingi herja bandamanna í Suðaustur-Asíu, tók við fyrra starfi har-s Lay- cock hershöfðingi, sem myndin að ofan sýnir. Hann hefir ver- ið foringi strandhöggssveita, síð an þær voru stoínaðar og getið sjer hirni besta orðstír. Meðal annars tók hann þátt í innrás- inni á Sikiley og bardögunum á Krít, þar sem hann komst nauðu lega úr höndum Þjóðverja. Stórorustur í aðsigi við Kirovograd London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Fregnritari vor í Moskva, Har old King, símar, að alt bendi til þess, að risavaxinn hildar- leikur sje í aðsigi við Kirovo- grad, þar sem Þjóðverjar draga saman mikið lið og gera stöðug gagnáhlaup. Segir King, að svo virðist, sem meginhluti liðs þessa sje enn ekki kominn í bar daga, og megi búast við að þeir fari harðnandi á næstunni. Þá segir King, að Rússum hafi gengið hægar í sókn sinni til Smyela í gær, bæði vegna harðneskjulegar varnar og vegna hins, að land er þar ilt yfirferðar. Herstjórnartilkynning Rússa er mjög stutt í kvöld, segir að- eins frá bardögunum við Kirovo grad, þar sem gagnáhlaupum Þjóðverja hafi verið hrundið, og bætir við, að annaTsstaðar á vígstöðvunum hafi ekkert ver ið um að vera, nema stórskota- liðsviðureignir og framvarða- skærur. Þjóðverjar segja i tilkynn- Steypiárásir Japana mistókust Washington í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ALLUR Aravaskaginn á Nýja Bretlandi er nú í hönd- um innrásarliðs bandamanna, sem þar gekk á land fyrir skemstu, þótt sóknin hafi vérið æði örðug, bæði vegna erfiðs landslags og stöðugra steypiárása Japana. Steypi- flugvjelarnar mættu harðri mótspyrnu og gátu ekki hindrað það, að bandamenn gætu tryggt hinar nýunnu stöðvar. __________________________ Níu steypiflugvjelar voru skotnar niður fyrir Japön- um í þessum viðureignum, og fimm orustuflugvjelar. Bandamenn mistu aðeins fá- ar flugvjelar, í þessari við- ureign, og engar, er stórar sprengjuflugvjelar Banda- ríkjamanna gerðu harða á- rás á stöðvar Japana við Cape Gloucester. — Var þar varpað niður um 70 smálest um af sprengjum. Með því að ná Aravaskag anum á sitt vald, haf a banda menn hemil á siglingum öll- um milli Nýju Guineu og Nýja Bretlands, og er það talið mjög mikilvægt atriði á þessu stigi baráttunnar. —- Japanar hafa nú loks viður- kent innrásina í Nýja Bret- land, og segjast valda inn- rásarherjunum miklu tjóni. Einnig skýrðu Japanar frá mikilli loftárás Bandaríkja- flugvjela á Rabaul. Ástralskir frumskógaher- menn hafa tekið iapanska varnarstöð við Lakon, en sá staður er á Nýju Guineu, Fyrsta loftárásin á Padua FYRSTA loftárásin var í gær gerð á borgina Padua i Norður- ítalíu, og voru það flugvirki, varin Lightingflugvjelum, sem að verki voru. Var einkum gerð atlaga að járnbrautar- stoðvum borgarinnar, og var árásin einn liður í eyðilegg- ingu á samgönguleiðunum milli Þýskalands og Italíu. Talið er að miklar skemdir hafi orðið í borginni. i —Reuter. ingu sinni frá stórbardögum við Nevel, og virðist gæta þar uggs um ástandið. Einnig segjast þeir hafa eyðilagt 54 rússneska gegnt Nýja Bretlandi. Urðu skriðdreka í gagnáhlaupum við Kirovograd, og greina frá mik- illi stórskotahríð fyrir vestan Slobin. Hvorugur hefir fregn- ir að færa frá Kievvígstöðv- unum. Japanar þar manntjóni. fyrir miklu Birgðaskipi sökt. London í gærkveldi. — Bau- fighterflugvjelar, sem höfðu tundursketi að vopni, söktu full hlöðnu þýsku birgðaskipi í dag við Bretagneskaga. Kveiktu þær fyrst í skipinu, en söktu þvi síðan með tveim tundur- skeytum. Flugvjelarnar komu allar aftur. — Reuter. Quisling gefur leyfi FREGN frá norska blaðafull- trúanum hermir, að Quisling hafi gefið dómsmálaráðh. sín- um, Riisnes, frí þar til eftir nýár til þess að vera á vígstöðvunum með „Öðru norska lögregluher- fylkinu". Læknatösku stolið í FYRRINÖTT var tösku með la.'knisáhölduin stolið frá' Úlfari Þórðarsyni lœkni. ITafði læknirinn farið í sjúkravitjun á l)íl símim og skilið toskuna eftir í bílnum á meðan. Svo. A'ol vildi til að ekki var mik- ið af áhöldum í töskunni er lienni var stolið. . Málið er í rannsókn. Rússar missa kafbáta London í gærkveldi. — Þýska frjettastofan segir að Þjóðverjar hafi undanfarna tvo mánuði sökt 6 rússneskum kaf- bátum á Kirjálabotni og Eystra salti. Söktu flugvjelar sumum. Reuter. Svíar svara ÞjóSverjum London í gærkv. SÆNSKA stjórnin hefir nú veitt andsvör við svari Þjóð- verja gegn mótmælum þeim, er Svíar sendu þýsku stjórninni við því, er handteknir voru norskir stúdentar og fluttir til Þýskalands. Sögðu Þjóðverjar í svari sínu að þetta kæmi Svíum ekki við. Svíar segja nú, að raunar komi þeim mikið við það, sem gerist í nágrannalandi, og verði fram hald á slíkum aðferðum það eitt, að enn versni sambúð Svía og Þjóðverja. —¦ Reuter. Hættufnerki í Lon- don í nótf London í gærkveldi. Hjer voru gefin hættumerki seint í kvöld, og hefir ekki ver ið ráðist á borgina síðan að- faranótt föstudags í fyriri viku. Merkin stóðu aðeins stutta stund, en mjög mikil skothríð heyrðist. Enn er ekki vitað um tjón. — Reuter. HörSsókn oegn Tito London í gærkveldi. TITO hershöfðingi í Jugo- slaviu tilkynnir í dag, að Þjóð- verjar herði nú sóknina á hendur sveitum hans, og hafi tekist að hrekja þær afturá- bak á sumum stöðum. Þýskar fregnir herma, að allmargir fangar hafi verið teknir. Enn- fremur segir tilkynning Titos, að árásum Þjóðverja hafi all- víða verið hrundið. —Reuter. Lewis semur um verkföll London í gærkveldi. PREGNÍR frá P.andaríkj- unum kerma, að John L. Le\v- is eigi nii í samingum fyrir hönd kolanámumanna, um það, að þeir geri ekki verk- Pí)44 og til jafnlengdar næsta föll í eitt ár, frá ]>ví 1. apríl ár. Þetta hefir þegar verið lagt fyrir verkamálaráðu- neytið. — Reuter, --------• » »-------- Sálarrannsóknafje- lag Islands 25 ára SÁLARRANNSÓKNARFJE- LAG ÍSLANDS er 25 ára í dag. Síra Kristinn Daníelsson hef ir skrifað grein fyrir Morgun- blaðið um fjelagið, tildraganda að stofnun þess og sögu þess í stórum dráttum. Mun sú grein verða birt hj'er í blaðinu ein- hvern næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.