Morgunblaðið - 19.12.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1943, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIfi Sunnudagur 19. des. 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfus Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Samhugur, þakklæti og góðvild ÞEGAR DREGUR AÐ JÓLUM hlýnar í hjörtunum. — Þessi mikla fagnaðarhátíð örfar hið góða, umhyggjuna í hugarfarinu. Reykvíkingar hafa nú á annan tug ára sýnt í verki, er að jólum líður, það þrent, er allt má prýða samlíf borg aranna og fjelagshyggju, þ. e. samhug, þakklæti og góð vild. Þetta hafa þeir sýnt með almennri og öflugri „vetr arhjálp“. Vetrarhjálpin má ekki gleymast. Reykvíkingar hafa heldur ekki gleymt henni. Eins og áður, hafa þeir þegar brugðið við af myndarskap og örlæti. En þörfin er víða brýn. Það eru margir gamlir, einstæðir og örkumla, sem myndu, án allrar fjelagslegrar aðhlynningar, búa við döpur jól. Þó að víða sje nú velgengni og góð efnahags- afkoma, er margt það fólk, sem af ýmsum orsökum er fyr- irmunað að vera þátttakendur í fjáröflun veltitímanna. Hinsvegar sækir þá verðbólgan og dýrtíðin slíkt fólk heim með geigvænlegri afleiðingum en aðra. Vetrahjálpinni munu nú hafa borist beiðnir víða að, ekki síður en áður, og sannarlega ætti þá ekki síður að reynast kleift að svara slíkum beiðnum nú, þegar geta manna alment er meiri. í þessu sambandi er einnig rjett að geta þess, að fyrir tilstuðlan Mæðrastyrksnefndar hefir margri einstæðings móðurinni verið rjett hlý hönd um jólin, og hver myndi ekki vilja stuðla að því, að svo yrði enn? Að auðsýna samhug er ein af helstu dygðum borgar- anna. Hin starfandi kynslóð stendur í þakkarskuld við þá aldurhnignu og ferðlúnu, er hafa eytt sinni lífsorku í starf og stirit. Góðvil er samboðnust jólaboðskapnum. Ef þetta er haft í huga, verður bjartara hjá miklu fleiri um jólin, en ella myndi. Tvær hliðar á einu máli ÞEIR GERA sjer mjög tíðrætt þessa dagana, kommún- istar og jafnaðarmenn, um hinn óskapa fjáraustur til bænda, er þeir nefna svo, þar sem borgað er niður mark- aðsverð innlendra afurða með milligreiðslum úr ríkissjóði. Ýmsum öðrum stendur stuggur af þessum milligreiðsl- um. En það er ein hlið á þessu máli, hvort það sje yfirleitt til lengdar heppileg leið í glímunni við verðbólgu og dýr- tíð, að verja ríkisfje til þess að lækka útsöluverð einnar eða annarar vöru. Alveg óskilt þessu, önnur hlið á sama máli, er það, hvort slíkar „milligreiðslur“, sem fram- kvæmdar eru, sjeu frekar styrkur til einnar eða annarar stjettar, eða yfir höfuð nokkuð styrkur til nokkurrar stjettar, heldur aðeins almenn þjóðfjelagsleg ráðstöfun til þess að verjast allsherjar fjárhagslegri hættu, sem t. d. alviðurkent er, að dýrtíðin hafi í för með sjer. Hjer hefir oft verið á það bent, að það ráð að borga þannig niður dýrtíðina, eða rjettara sagt, halda vísitölu dýrtíðarinnar niðri, væri skammgóður vermir, ef ekki aðr ar beinar dýrtíðarráðstafanir kæmu einnig til skjalanna. Hitt er aftur á móti augljós misskilningur, ef menn t. d. halda að ríkisgreiðslur til þess að halda niðri verði land- búnaðarafurða á innlendum markaði, sjeu styrkir til bænda. Fyrir vikið fá neytendur vöruna ódýrari. Þess vegna hafa sumir talað um neytendastyrki í þessu sam- bandi. Það er jafn rangt. Hjer er um óbeina dýrtíðar- ráðstöfun að ræða, sem varðar fjárhagskerfi þjóðarmnar í heild og er ekki frekar einni stjett en annarri í vil. Allt er þetta óskylt því, hvort vöruverð eða kaupgjald sje sanngjarnt eða rjett hlutfall þar á milli. Váeri miklum misskilningi futt úr vegi, ef menn vildu gera sjer rjetta greín fyrir þessu atriði, en ljetu ekki í sambandi við það -villa- sjer sýn naeð blekkingum og falsi. Jólin eru að nálgast, hátíð Tiðaripg að ganga í gafð í heimi; böls og styrjaldar. Hjer á þessu landi og yfirleitt í hinum kristna heimi hafa menn það efst í huga, hvernig þeir geti gert sínum nánustu og vinum sínum sem mest til gleði og ánægju um jólin. Einnig hugsa margir til þeirra, sem af ein- hverjum ástæðum hafa orðið hart úti í lífinu, það sýnir best söfnunin til Vetrarhjálparinn- ar. — Menn eru önnum kafnir við það að búa sig þannig undir jólin, að þau geti verið sem há- tíðlegust, þeir minnast fjar- lægra vina, senda þeim gjafir og kveðjur. Þetta er vissulega fagurt, en fegurst þó, ef þetta væri örlítil spegilmynd af lífinu, eins og því verður yfirleitt lifað ein- hverntíma í sælli framtíð. Ekki umstangið, annirnar, heldur jólahugarfarið sjálft, góðvildin, friður hugans. Margir segja að jólin sjeu orð in alt of mikil veraldarhátíð. Það er máske eitthvað til í því, að sumsstaðar komi fyrir óhóf og þarflaus eyðsla í sambandi við fæðingarhátíð hins fátæka barns, sem fæddist í jötunni. Vera má og að alvörublærinn sje farinn að hverfa af hátíð- inni, en þó er hitt líklegra, að meira eimi enn eftir af honum, en maður skyldi hugsa sjer á þessum umrótstímum. Það þarf ekkert að efast um það, að jólin eru sá tími ársins, sem kirkjan á mest ítök í hug- um almennings. Vegna boðskap ar hennar er þessi hátíð haldin, og aldrei fylgja menn eins al- ment eins og þá kenningum kristninnar, kenningum höf- undar þess, sem fæddist hina helgu nótt. Um jólin lækka deil ur og illindi meðal manna og flokka, á jólunum hafa meira að segja vopnin sigið augnablik í höndum stríðandi lýða, og þeir hafa innra með sjer fundið til þess, sem á að vera aðall mann anna, kærleikur, góðvild. Annars mun það svo, að her- menn, sem vegast á á blóðvöll- um styrjaldarinnar, hati sjald- an andstæðinga sína, þeir finna best að þetta eru menn eins og þeir. En höfundar hatursins leggja sig ekki í hættu, þeir sitja óhultir að tjaldabaki við sína saurugu iðju, og þeir hvíla sig ekki einu sinni um jólin, ■— postular hatursins eiga engin jól, þekkja engin jól, þeirra verk er að reyna að eyða til- finningum jólanna úr huga sem flestra. Það er draumur kristinnar kirkju, að jólahugarfarið ríki um gjörvallan þenna heim. Það er fjarlægur draumur, ekki síst í dag, en kristnir menn sækja öruggir í trú sinni mót órafjar- lægum markmiðum, undir merki hans, sem fæddist í jöt- unni lágu. Framsókn Breta í Burma London í gærkveldi. Breskar hersveitir hafa sótt fram um tæpa fimm kílómetra á einum stað Arakanvígstöðvanna, og urðu þar nokkrir bardagar. Mountbatten lávarður hefir kannað Burmavígstöðvarnar úr lofti og fylgdu orustuflugvjelar flugvjel hans. — Reuter. Hotel de Gink. FYRIR NOKKRU síðan birti jeg hjer í dálkunum grein um Hotel de Gink, luxushótelið við eina flugstöð bandamanna hjer á landi. Upplýsingar mínar hafði jeg frá Hamilton Kerr, breskum þingmanni, sem hafði minst á gistihús þetta í grein, sem hann skrifaði fyrir breskt blað um ferðalag sitt til íslands. Jeg benti á, að það væri óviðunandi, að íslenskir blaðamenn og íslenskir blaðalesendur skyldu þurfa að sækja vitneskju um það, sem væri að gerast rjett við þeirra eigin bæjardyr, í erlend blöð. Nú veit jeg ekki hvort her- stjórn Bandaríkjanna hefir les- ið þetta greinakorn mitt, en hitt veit jeg að í vikunni var blaða- mönnum boðið að skoða flug- vallarsvæðið og þar á meðal hið marg um talaða Hotel de Gink. Þegar lagt var af stað í þessa ferð býst jeg við að margir, ef ekki flestir blaðamannanna hafi hugsað til þess með nokkurri eft irvæntingu að sjá með eigin aug um Hotel de Gink, þar sem svo margt stórmennið hefir gist á leið sinni til, eða frá Ameríku og Bretlands. En það fór nú samt svo, að de Gink reyndist ekki aðalatriðið í ferðalaginu. William S. Key hershöfðingi sá sjálfur um, að blaðamennirnir fengju öll tækifæri til að sjá það, sem þeir vildu sjá. Bandaríkja- menn hljóta að vera ákaflega gestrisin þjóð og blaðamennirnir fengu í þessari ferð, sem svo ótal mörgum öðrum að kynnast hlýju viðmóti, sem Bandaríkja- mönnum er svo eðlilegt að sýna gestum sínum. En það var ekki það, sem jeg ætlaði að segja ykk ur frá, heldur de Gink. ★ Eins og fjárhús að utan. í GREIN um þetta ferðalag, sem birtist hjer í blaðinu í gær var Hotel de Gihk lýst þannig, að það væri eins til að sjá eins og fjárhús, er maður sæi það að utan. Þessi samlíking er rjett, en það er allt annað en fjárhús- legt er inn kemur. Það er hins- vegar ekki rjett, eins og margir hafa haldið, að feikna íburður sje í öllu. En innrjetting og hús- munir, þó frekar einfalt sje, er sjerstaklega smekklegt. Þegar inn kemur verður fyrst fyrir manni einskonar setustofa, eða salur, sem í enskum gistihúsum er nefnt „Lounge“. Þar eru djúp- ir og þægilegir hægindastólar og sófar. Á einum veggnum er stórt landabrjef af Islandi. Þar er bókaskápur, radiogammofónn og lítil skrifstofa. Þetta herbergi er í aðal-,,bragganum“ og í sama bragga er borðsalurinn. En út frá þessum aðalbragga eru aðrir minni sitt til hvorrar handar og þar eru svefnherbergin. Svefnherbergin eru búin að húsgögnum eins og tíðkast i bestu erlendum gisthúsum og ef maður væri leiddur blindandi inn í eitt slíkt herbergi gæti manni aldrei dottið í hug, að það væri í „her- mannabragga". Hverju herbergi fylgir setustofa og baðherbergi og er því um að ræða litla snotra íbúð fyrir hvern gest. ★ de Gink — „gististað- ur flækinga“. ÁLSTAÐAR þar sem Banda- ríkjaflugherinn hefir flugveíli á alþjóðaflugléið hefir hann eitt slíkt. gistihús eins og Hotel de Gink hjer á landi og allsstaðar heita þessi hótel sama nafninu. Mjer var sagt og sel það ekki dýrar en jeg keypti, að nafnið de Gink, sje í spaugi notað af umrenningum í Ameríku um þá gististaði, sem þeir af tilviljun hafa valið sjer næturstað á, hvort sem það er hlaða, bekkur í lystigarði eða heystakkur á víða vangi. En það er nú eitthvað annað, en að það hafi verið flækingar, sem gist hafa de Gink á Islandi. Ekki alls fyrir löngu var gefinn út listi yfir fræga menn, sem gist hafa Island undanfarin tvö ófriðarár á ferðum sínum milli heimsálfanna. Þar voru nöfn eins og Wilhelmína Hollandsdrottn- ing, Pjetur Júgóslafakonungur, Harry Hopkins og fleiri og fleiri, hvers nöfn verða skráð í mann- kynssöguna. Ef til vill eftir mörg ár, getum við bent börnum okk- ar og barnabörnum á þann stað, er Hotel de Gink stendur nú og sagt „Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti gisti þarna"! ★ Því byggja Islendingar ekki sín „Gink“ gisti- hús. JEG HEFI verið svona fjölorð- ur um Hotel de Gink vegna þess, að mjer finst, að við getum lært mikið af þessu fyrirmyndar gisíi- húsi, einmitt fyrir hve einfallt það er. Árum saman hefir verið rætt um ísland sem ferða- mannaland, en ótal ljón hafa ver- ið á veginum. Eitt er það, að við höfum ekki átt gistihús við helstu sögustaði, eða annarsstaðai', þar sem ferðamenn vildu helst gista. Við höfum verið að bauka við að gera hjeraðsskólana að gisti- húsum og hefir það gengið mis- jafnlega. En við erum svo stór- tækir og stórhuga íslendingar, að við höfum ekki getað hugsað okkur boðlegt gistihús, nema það væri 3—4 hæða höll úr járnbentri steinsteypu. Nú hefir okkur ver- ið sýnt, að það er hægt að koma upp gistihúsi, sem boðlegt er þjóð höfðingjum og sem víðförlir heimsmenn hrífast af, i her- mannakofum, sem bygðir eru úr bárujárni. Nú er fjarri mjer, að jeg leggi til að klambrað sje upp báru- járnskofum hingað og þangað um landsbygðina og þeir sjeu gerðir að gistihúsum. En það, sem hægt er að gera, er að byggja ágætis fyrsta flokks gistihús úr litlu og tiltölulega ódýru efni, og samt hugsað um að innanhúss sje smekklega og vel gengið frá öllu. ★ „Minnisvarði yfir- borðsmennskunnar“. HALLDÓR KILJAN LAX- NESS skáld skrifaði á dögunum grein í dagblað hjer í bænum, þar sem hann kemst svo að orði, að Þjóðleikhúsið sje „minnisvarði yfirborðsmennskunnar í íslensk- um menningarmálum síðasta ára tugar, allt miðast við að sýnast, ekkert að vera“. Þarna hitti rit- höfundurinn vissulega naglan á höfuðið. Yfirborðsmenskan, sem þarna er lýst á því miður alltof mikil ítök á þjóðinni. Þjóðleik- húsið er þjóðinni dýrt, miklu dýrara en landsreikningarnir sýna. En ef það gæti orðið okkur viðvörun um að ráðast ekki í méiri stórræðr héldur en við get- um ráðið við, þá er reynslan ekki of dýrkeypt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.