Morgunblaðið - 19.12.1943, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.12.1943, Blaðsíða 9
Sunnudagur 19. des. 1943. MORGCNBLADIÐ 9 Þingið. ÞINGIÐ stóð yfir að þessu sinni í 110 daga. Venjan hefir verið sú, að. afgreiðsla fjárlagt*. anna hefir reynst tafsgmust þingstarfanna; og lengd þing- setunnar farið eftir því, hvenær þau væru afgreidd. í þetta sinn var það ekki svo, því fjárlögin voru afgreidd nokkru fyrir þínglausnir, og hefðu getað veríð afgreidd mikið fyr, ef eigi hefði komið fyrir sjerstök töf, enda var sú tilætlun formanns fjárveitinga- nefndar, Pjetur Ottesen, er með miklum dugnaði rak áfram verk nefndarinnar. En þegar til átti að taka, var ekki hægt að taka fjárlögin til 3. umræðu, vegna þess að ríkisstjórnin hafði ekki haft for ystu um öflun tekna, sem nauð- syn krafði. Fjárlög þau, sem þingið af- greiddi nú, eru hin langsam- lega hæstu, er samþykt hafa verið. Hækkuðu fjárlögin mjög í meðferð þingsins, sem eðlilegt var, þegar Iitið er á heimils- ástæðurnar þar. Því meðan rík- isstjórn er utanveltu og enginn meiri hluti í þingínu, er ásamt ríkisstjórn ber ábyrgð á hvað þar nær fram að ganga, er hætt við að hver oti sínum tota, og hugsi um það eitt að skara eld að sinni köku, stjettar sinnar eða hjeraðs, umfram það, er góðu hófi gegnir. Enda varð nið urstaðan af fjárlagaumræðum, er útvarpað var á eldhúsdegi, ao allir flokkar og ráðherra sá, er tók til máls, komust að þeirri hinni sömu niðurstöðu, að slíkt stjórnarfyrirkomulag, sem nú er, mætti ekki halda áfram. Það var formanní fjárveit- inganefndar fyrst og fremst að þakka, að fjárlögin frá þessu stjórnlitla þingi urðu þó ékki ennþá hærri. Naut hann til þess stuðnings Sjálfstæðis- manna í nefndinni o. fl. í þessu efni tók hann að sjer það hlut- verk, sem annars er í höndum ríkisst j órnarinnar. Úlfaþytur frá vinstri. Alþýðuflokksmenn og komm únistar hafa reynt að blása upp úlfaþyt út af því, að bændur bæru óeðlilega háan hlut frá borði með núverandi skipun af- urðaverðs. En hjer er um skrípaleik að ræða frá þeirra hendi, eins og allír sjá, er fylgst hafa með í þeim málum. Fulltrúar þessara flokka láta í ljós megnustu óánægju út af verðuppbótum, sem ákveðnar eru, á útfluttar Jandbúnaðaraf- urðir. Eins og menn muna, sam- þykti Alþingi í vor einróma, með atkvæðum Alþýðuflokks og kommúnista, að ef sex manna nefndin, sem sat á rök- stólum í sumar, yiði sammála um verð á landbúnaðarafurð- um, þá skyldi það verðlag gilda til ófriðarloka. Með þessu móti lögfesti þingið verðlagið, með atkvæðum Alþýðuflokks og kommúnista. Úr því, sem þíngið samþykti í vor, var aðeins um tvent að velja. Að hækka vörurnar á inn lenda markaðinum, svo þar fengist uppbótarfje á útflutn- inginn, en dýrtiðarvi,sitalan hækkaði í leiðinni upp í a. m. k. 300, eða að taka ábyrgð á verðlagi útflutningskjötsins. Men.nrVilja ekki láta samþykt þingsin's ' um valcl 'áex manna! nefndar verða til þess að gefa dýrtíðarhækkun lausan taum. Og þá er ekki um annað að ræða en verðbæta útflutning- inn. Ef kommúnistar og Alþj'ðu- flokksmenn eru óánægðir yfir því, að sjávarútvegurinn fari á mis við fjárstyrki vegna þess- ara verðuppbóta, þá mega þeir sjálfum sjer um kenna, ekki sið ur en öðrum. Því ekki er hægt að nota sömu fjárupphæð nema í einu augnamiði. Þeir settu lög in um valdsvið sex manna nefndarinnar, geip þeirra um verðuppbæturnar, sém þeir sjálfir hafa samþykt, fellur því máttlaust niður. Deilan um stjórnar- heimild. Deila reis um það á öndverðu hinu nýlokna þingi, hvort ríkis- stjórnin hefði rjett til að kaupa verðvísitöluna niður með rík- isfje. Stjórnin leit svo á, að hún hefði þessa heimild, og voru Framsóknarmenn á sama máli. Aðrir þingmenn, undir forystu Sjáifstæðismanna, voru á öðru máli, litu svo á, að stjórnin hefði ekki vald til þessa, nema Alþingi gerði um það samþykt. Stjórnin beygði sig fyrir því. Nú í þinglokin báru Sjálf- stæðismenn og Framsóknar- menn fram þingsályktunartil- lögu um það, samkvæmt ósk ríkisstjórnarinnar, að stjórninni j'rði .fyrst um sinn heimilað að greiða niður vísitöluna, uns Al- þingi tæki aðrar ákvarðanir. En með því að stjórnin fór fram á heimild þessa, og Fram- sóknarmenn voru meðflutnings menn tillögunnar, viðurkendu bæði stjórnin og Framsókn, að heimildin var ekki fyrir hendi, nema að fenginni samþykt þingsályktunarinnar. Neyðarúrræði. Framlenging heimildarinnar nær fyrst og fremst til þess tíma, er þing kemur saman í janúar. Er þetta fullkomlegt neyðarúrræði, en engin lausn á dýrtíðarmálinu, eins og allir vita. Dýrtíðin getur eftir sem áður hækkað raunverulega, endaþótt hún sje keypt niður fyrir almannafje. Þingið samþykti ekki sjer- staka skattstofná, er notaðir yrðu til þess sjerstaklega að greiða niður dýrtíðina. En hún hafði farið fram á að fá slíkar tekjulindir. Frumvarp, sem hún bar fram, var þess efnis, að lagt yrðu 15% á núverandi tekju- skatt og 2% á innflutningsvör- una^ Frumvarp þetta fjekk kaldar móttökur á þingi, og fjell stjórnin frá því. Heildarsvipurinn Aðaleinkenni þingsins hafa í haust og vetur verið þessi. Þar er stjórnlaust, enginn, sem ber ábyrgðina, enginn, sem stjórn- ar skútunni. Það hefir sannast, sem Sjálf- stæðismenn í upphafi spáðu um utanþings stjórnina og afleið- I ingar ,af þeirri ráðaþreytni. Er ólíklegt að nokkru sinni verði á ný .tekinn upp sá stjórnar-r . háttur, eftir að koroist hefir 18. desember. verið yfir þá erfiðleika og þann glundroða allan, sem stafar af- núverandi stjórnarfyrirkomu- lagi. Þrátt fyrir allan glundroðann bar þingið þó gæfu til þess að taka ákvörðun um lýðveldis- stofnunina, að undanskildum Alþýðuflokknum, sem þó er klofinn í undanhaldi sínu. En Alþýðuflokksbrotið getur á eng an hátt hindrað það, að þing komi saman í janúar, til að ganga frá lýðveldisstjórnar- skránni. Einkennilegur fundur. Eitt af siðustu tiltækjum und anhaldsmanna í sjálfstæðismál- inu var fundahald með ein- kennilegum hætti. Þeir vita sem er, að þeir hafa í hóp sín- um allmargt af þessum 270 mönnum, sem skrifuðu undir skjalið í sumar. Þeir kalla saman fund meoal þessa fólks og fá hóað saman um 100 manns. — Utan þessa þrönga hrings, var mönnum ó- kunnugt um fundinn. Þarna er svo skrafað og skeggrætt og samþykt gerð, til að birta í út- varpi og Alþýðublaði. Og þar er þannig að orði komist, að reykvískir og hafnfirskir borg- arar hafi gert svohljóðandi sam þykt í sjálfstæðismálinu rjett eins og þarna hafi verið um almennan borgarafund að ræða en ekki leynilega haldinn kliku fund, þar sem ekki gerðist ann að en þ'að, að þeir menn, sem þangað voru kallaðir, samþyktu það, sem þeir hafa áður haldið fram, eða eins og einhver komst að orði; þeir samþyktu að vera með sjálfum sjer. — Og þótti engum mikið. Játning. Síðan farið var að setja Reykjaveituna í samband við hitalagnir húsa hjer í bænum, hafi andstæðingablöð Sjálfstæð ismanna lostið upp endurnýjuð um ópum um þá ósvinnu Sjálf- stæðismanna, að þeir skuli hafa gert Hitaveituna að flokksmáli. Er þannig t. d. skrifað í Þjóð- viljanum, að með þessu móti hafi Sjálfstæðisflokkurinn taf- ið framkvæmd verksins.Ef Sjálf stæðismenn hefðu ekki verið svo ósvífnir að gera Hitaveit- una að flokksmáli, þá myndi hún hafa komist í kring áður en ófriðurinn skall á, segir blaðið. í þessu tali andstæðingablað- anna felst mikil og eftirtektar- verð játning, sem eigi er vert að fari fram hjá mönnum. Meðan stóð á undirbúningi Hitaveitunnar undruðust bæjar búar mjög, hve Alþýðuflokk- urinn, Framsókn og kommún- istar snerust öndverðir í máli þessu. Ekki var hægt að kom- ast hjá því, að láta sjer detta í hug, að andúð þeirra stafaði af því, að þetta væri áhugamál Sjálfstæðismanna. Ef fram- kvæmdin gengi greiðlega, þá yrði það til hagsbóta fyrir Sjálf stæðisflokkinn. Jafnvel var á því ymprað hjer í blaðinu, að andstaða Framsóknarmanna og annara, hefði orðið til þess, að tefja málið svo, að Hitaveitian kæmist ekki á fyrir stríð. Þetta þess að Sjálfstæðismenn bæru það frám'og berðust!íyrir því. voru þungar ásakanír, o‘g erfitt að færa fullar sönnur á. En nú kemur Þjóðviljinn og meðgengur, segir,- að Hitaveit- an hefði komist á í tæka tíð fyr- ir stríð, ef hún hefði ekki verið flokksmál, ef andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hefðu ekki af bölvun sinni og meinfýsi, taf ið málið. Flokksmál. Játningar andstæðingablað- anna um það hvernig þeir, af ráðnum hug spiltu og töfðu hitaveitumálið, eru út af fyrir sig mikilsvirði. En hugsana- gangur þeirra er aftur á móti óskýr um það, hvernig hrinda átti málinu í framkvæmd, án Eklti er annað vitað, en það hafi fram til þessa verið „fiokksmár’ Framsóknar, að tefja framfaramál Reykjavíkur. Og vel muna menn kosningabit ann í Alþýðuflokknum 1937, er flokkurinn barðist fyrir því, að hitinn yrði sóttur alla leið upp í Hengil eða suour í Krýsuvík. Þær veitur hefðu orðið dýrar með stríðsprísum og stutt komn ar nú. En hvernig stjórnmálaflokk- ar eiga að koma nytjamálum fram, án þess að gera þau að flokksmáli, er erfitt að segja, meðan við þá andstæðinga er að eiga, sem leggjast gegn góðum málum af bláberri öfund, skammsýni og meinfýsi. 1 Norsku æf intýrin | 1 Ásbjömsens og Moa eru komin út. i I. hefti. I Þau verða vinsælasta bama- og unglingabókin i um þessi jól og framvegis. | Bókaútgáfan Heimdallur 1 i Pósthólf 41. ÍM imilMIMMMIMMMMMIMMiMMMMMIMirMMMn-'IMMMMmiMMmMMMMIMMMMIIIMIIMMMMIMItMMIMIMIMMIMMMiMll UNGLINGA vantar til að bera blaðið á Laugaveg II Laugaveg III Bræðrahorgarstíg Flókagötu Aðalstræti Skólavöruðustíg Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.