Morgunblaðið - 19.12.1943, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1943, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 19. des. 1943. Fimm mínútna króssgáta Lárjett: 1 frost — 6 garnir — 8 íþr.fjel. — 10 verkfæri — 11 varla — 12 á fæti — 13 í geisla — 14 tryllt — 16 reiðir til reiði. Lóðrjett: 2 tveir samstæðir — 3 slösuð — 4 lagarm. — 5 átelur — 7 drabb — 9 dans — 10 síða — 14 rolla — 15 fangam. I. O. G. T. FRAMTÍÐIN Fundur annað kvöld kl. 8V2. Áríðandi mál á dagskrá. Upp- lestur, „Eyvindur“. Komið með nýja fjelaga. VÍKINGUR Fundur annað kvöld kl. 8.30 Inntaka nýrra fjelaga. Kvik- myndasýning, Fræðslu og skemtimyndir (talmyndir). — Mætið stundvíslega með nýja fjelaga. UNGL.ST. UNNUR 38. Fundur í dag kl. 10 f. h. Pjetur Zophoníasson skemtir. Harmon- ikuspil. Fjölsækið. Gæslumenn. Tilkynning BETANÍA. Sunnudagskóli kl. 3. Sameigin- leg samkoma í K. F. U. M. Kl. 8.30 síðd. K. F. U. M. Almenn samkoma í kvöld kl. | 8.30. Kristniboðsflokkur K. F. U. M. annast samkomuna. Sjera Sigurbjörn Einarsson og Ólafur Olafsson tala. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN. Helgunarsamkoma kl. 11. — Sunnudagaskóli kl. 2. Hjálp- ræðissamkoma kl. 8.30. Major Kjæreng stjórnar. Allir vei- komnir. 353. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 10.15. Síðdegisflæði kl.22.45. Ljósatími ökutækja frá kl. 14.55 til kl. 9.50. Helgidagslæknir, er Jóhann Björnsson, sími 5989. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni. Simi 5030. . □ Edda 594312217 — 1. Jólahl. I. O. O. F. = Ob. 1 P = 125122- 18 y4 — ES — KE. I. O. O. F. 3 = 12512208 = E. K. E. S. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjónaband af sjera jarna Jónssyni, ungfrú Halldóra Elíasdóttir og Jón Dan. Heimili brúðhjónanna er á Sólvallag. 5. Hjúskapur. í gær (laugardag) voru gefin saman í hjónaband af sjera Jóni Thorarensen, Eygló Jónsdóttir, Stóra-Skipholti við Grandaveg og Leó Guðlaugsson, byggingameistari, Mánagötu 25. Hjónaefni, í gær opinberuðu trúlofuh sína ungfrú Arnóra Helgadóttir, Laufásveg 58 og Jóhannes Árnason, sjómaður, Bragagötu 33. Ólafur Tryggvason læknir hefir fengið veitingu fyrir hjer- aðslæknisembættinu í Síðuhjer- aði. Kaupið jólamerki Thorvald- sensfjelagsins. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir Ljenharð fógeta kl. 8 í kvöld í síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 i dag. Blaðsölubörn, sem ætla að selja Drengjablaðið ,,Úti“ í dag eru beðin að mæta kl. 2 við afgr. Alþýðublaðsins. Óvenju há sölu- laun verða greidd, eða ein króna fyrir hvert blað. Jólapottar Hjálpræðishersins eru hafðir úti, enn að nýju. All- ir vita til hvers það fje fer, sem í þá safnast. Sá, sem þessar lín- ur ritar, er jólastarfi Hjálpræðis hersins dálítið kunnugur, og mjer þykir ekki ástæða til ann- ars, ep dást að því. Gjafirnar, sem sendar eru út fyrir jólin gleðja margt gamalmennið. Og Hjálpræðishersfólkið er svo kunnugt í bænum að það veit hvar þörfin er. Th. A. Ú'TVARPIÐ í DAG: 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sr. Friðrik Hallgrímsson). 14.30—16.30 Miðdegistónlejkar (plötur). 18.40 Barnatími (Ragnar Jóhann esson, Árni Björnsson, Helgi Hjörvar o. fl.). 19.25 Hljómplötur: Spönsk lög og dansar. 20.20 Einleikur á cello (Þórhall- ur Árnason): Sónata i g-moll eftir Handel. 21.30 Hljórrtþlöthr: 'íviassiskir dansar. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 20.30 Þýtt og endursagt (Finnur Jónsson alþingismaður). 20.50 Hljómplötur: Menuhin leik ur á fiðlu. 21.00 Um daginn og veginn (Gunnar Benediktsson rithöf.). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Is- lensk alþýðulög. Einsöngur (Einar Sturluson, tenór). Yfirlýsing Irá húsaleigunefnd VEGXA greinarinnar „Víta verð framkoma húsaleigunefnd ar“, í 284. tbl. Þjóðviljans, 17. þ. m., vill húsaleigunefnd- in fara þess á leit, að þjer ritstjqri, birtið eftirfarandi í blaði yðar: 1. Það eru algerleg ósann- indi, að setuliðið hafi athent eða boðist til að athenda nefnd inni hús eða íbúðir til um- ráða, nema hermannaskála þá, er nefndin hefir úthlutað hús- næðislausu fólki hjer í bænum. 2, Húsin Þórsgata 19 ög Laugavegur 86 hafa verið til. þessa í leigu hjá setuliðinix og' munu vera það enn. ITefir húsaleigunefndinni verið kunn' ugt, að eitthvað hefir verið við og við verið laust af í- búðum þessum, en meðan hús- in hafa alveg verið undir uni- ráðum setuliðsins, hefir hiisa- leigunefndin ekki talið fært, að hefjast handa í málinu, þar sem rjéttaraðgerðumi hefir þurft að lieina gegn her- stjórninni. Húsaleigunefndin í Rvík. Happdrætti Háskól- ans VIXXIXGAR í 10 flokki happdrættisins verða greiddir á mánudag, þriðjudag og mið- vikudag frá klukkan 1,30 til 5, á skrifstofu happdrættis- ins Vonarstræti 4, en eftir það á venjulegum tíma, frá kl. 2—3 daglega. Undirróður gegn Japönum Kaup-Sala Nokkur quilteruð TEPPI (sett) í barnavagna, ný gerð, til sölu Lækjarg. 6 A, efstu hæð. Viljið þið HEITAR LUMMUK með sírópi. Kaffi Aðalstræti 12. MINNINGARSPJÖLD Barnaspítalasjóðs Hrings- ins fást í versl. frú Ágústu Svendsen. MINNINGARSPJÖLD Slysavarnafjelagsins eru fallegust. Heitið á Slysa- varnafjelagið, það er best. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBL,\ÐINU 20.35 Erindi: Hver af Passíusálm unum er bestur? (Magnús Jóns son prófessor). 21.00 Hljómplötur: íslenskir gór- ar. 21.10 Erindi: Gömul hugvekja til unga fólksins; flutt um sum- armál (Hallgrímur Níelsson, bón'di á Grímsstöðum). Tapað KRABBE, SKINNHÚFA loðin að innan, tapaðist í fyrra- dag í Austurstræti. Vinsaml. skilist í Fjólu, Vesturgötu 29. Fundarlaun. Vinna BÓKBAND Bind inn bækur fyrir sann- gjarnt verð. Sæmundur Berg- mann, Efstasundi 28 (Klepps- j holti). London í gærkveldi. — Fregn ir hafa borist um það frá fraiíska Indokína, að þar sje hafinn undirróður gegn Jap- önnum. Eru ýmsir þeir menn, sem aðstoðuðu bandamenn fyr- ir innrásina í Norður-Afríku, sagðir komnir þangað, og er sagt að þeir standi fyrir undir- róðri þessum. -—- Reuter. I % Innilegustu þakkir þil allra, sem auðsýndu mjer vinsemd og virðingu á sexttíu ára afmæli mínu þann 10. þ. m. . Guðríi. Guðjónsson, vjelstjóri. I : : I "'4* I Kertaskreytingar | frá okkur má ekki vanta á jólaborðið. | Blóm & Ávextir | *T'-- «—«»—« ---■■-«■ ■■ --------M»—M—M—■■—■■—■»—■»—■*!• Raimagnseldavjel verður vinsælasta leikfangið í ár handa telp- um. Komu á markaðinn í gær og fást í flest- um leikfangaverslunum bæjarins. HEILDVERSLUN Erl. Blandon & Co. H.f. Hamarshús. — Sími 2877. + ---------—---—-----+ AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI Móðir mín, teng'damóðir 0g amma HÓLMFRÍÐUR JÚLÍANA DAVÍÐSDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Enni við Blönduós 18. þ. m. , Vandamenn. Jarðarför föður míns ÓLAFS SIGURÐSSONAR frá Tröðum fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 21. þ. m. og hefst með bæn að heimili hins látna Bergþórugötu 19 kl. 1 e . hád.. Fyrir mína hönd systkina minna og annara vanda- manna. Guðmundur Ólafsson. Jarðarför föður okkar og tengdaföður EINARS JÓNSSONAR fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. þ. m. Kveðjuathöfn hefst að heimili hins látna Grettisgötu 9 kl. 10 f. h. Sigríður Einarsdóttir. Bjarni Guðmundsson. Jarðarför SVEINS INGVASONAR er andaðist á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 13. þ. m. fer fram í Keflavk mánudaginn 20. des. og hefst með húskveðju að Vatnsnesi kl. 1 e. h. Fyrir hönd vandamanna. . Alfreð Gíslason. Jarðarför HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá heimili hennar Hólavöllum Garði, þriðju- daginn 21. þ. m. kl. 12 á hád. Jarðað verður að Út- skálum. Fyrir mína hönd 0g annara vandamanna. Guðmundur Helgason. Hjartkær maðurinn minn EINÞÓR B. JÓNSSON andað'st að heimili sínu, Grettisgötu 48 í gær. Fyrir mína hönd og annara vandamanna. Guðrún S. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.