Morgunblaðið - 22.12.1943, Page 1

Morgunblaðið - 22.12.1943, Page 1
30. árgangur 290. tbl. — Miðvikudagur 22. desember 1943. ísafoldarprentsmiðja h.f, 8ókn og gagnsókn skipi ast á í Hússiandi Orustur mestar við Vitebsk og fyrir vestan Kiev Lonðon í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Hörð loifvarna- skottiríð í London London í gærkvalði. ITver einasta loftvarnabyssa í London og umhverfi var tek- in í notkun í kvöld, ei"-hættu- merki voru gefin, og þýskar flugvjelar flugu inn yfir borg- ina. Skothríðin var Svo hörð,, að annað eins hefir ekki heyrst Sókn og gagnsókn skiftast nú á í Rússlandi. Rússar eru í sókn á Vitebsksvæðinu, þar sem þeir segjast hafa tekið mörg þorp í gær, og sótt nokkuð fram bæði austan og norðaustan Vitebskborgar. Það kemur hinsvegar fram í tilkynningu Rússa, að Þjóðverjar sækja nú á bæði fyrir vestan Kiev, við Kirovograd og fyrir suðvestan Slobin, þar sem þeir hafa nýlega byrjað árásir í allstórum stíl, að sögn Rússa. Rússar tala ekki um bar-| dagana á Vitebsksvæðinu, I . - ~ , að öðru leyti en því, að segja Maöurmn, sem í langan tíma, kiilubrotin sem fra töku þorpanna þar. Þjóð verjar segja hinsvegar frá mjög harðri varnarbdráttu, sem víðasthvar hafi tekist vel. Þá segja Rússar, að herir þeirra hafi með góðum ár- angri varist harðvítugum árásum Þjóðverja fyrir suð- vestan Slobin. Voru áhlaup þessi gerð með miklu skrið dreka- og fótgönguliði, að sögn Rússa. Ennfremur geta Rússar þess, að hersveitir þeirra fyr j ir vestan Kiev, nánar tiltek ið fyrir austan Korosten, verjist miklum áhlaupum Þjóðverja, og sömu söguna sje að segja frá Kirovograd- vígstöðvunum. Þjóðverjar segjast hafa unnið á á báðum þessum svæðum, en kveða Rússa hafa gert nokkur á- hlaup á Nikopol- og Dnie- propetrowskvígstöðvunum. Rússar segjast nú hafa tek ið forvígi Þjóðverja við Kherson, en það sögðust Þjóðverjar hafa yfirgefið í fyrradag. Báðir telja tjón andstæðinganna mikið í or- ustum síðustu da'ga. Japanar hörfa á Bougaínville Washington í gærkveldi. Knox flotamálaráðherra sagði í dag, að þess sæjust merki, að Japana væru nú að hörfa norður á bógimi á Bougainville-ey, en þeir hafa lialdið ])ar uppi harðri bar- áttu við Augustaflóa að und- anförnu. Taldi Knox þetta, stafa af því, að Japanar liefðu nú ekki lengur neinn flugvötl á eynni. — Reuter. sökti þýska flofan- um, er látinn London í gærkveldi. Fregnir frá Þýskalandi í dag herma, að látinn sje von Reuter fyrrum flotaforingi, 74 ára að aldri. Það var von Reuter, sem hafði stjórn á þýska flotanum, eftir að hann var fluttur til Scapa Flow, eftir síðustu heims styrjöld, og gaf þar skipun um að sökkva honum, þann 21. júní 1919. Sökk þar allur nýjasti og besti hluti flotans, bæði orustu skip, orustubeitiskip, beitiskip og tundurspillar. — Reuter. London í gærkveldi. Einkask. til Morgunbl. frá Reuter. Bandamenn hafa haldið uppi loftsókninni gegn meginlandi Evrópu af miklu kappi og voru miklar árásir gerðar á þýskar borgir í nótt sem leið, en í dag flugu stórar flugvjelasveitir yfirum Ermarsund, til þess að gera atlögur að ýmsum stöð- um í Norður-Frakklandi. Telja áhorfendur, að sjaldan hafi jafn miklir flugvjelahópar farið yf- ir Ermarsund, eins og í gær. Aðalárásin í nótt, sem leið var gerð Frankfurt am Main, og seg ir í tilkynningum, að 2000 smá- lestum sprengja hafi verið varp að á borgina. Einnig var ráðist á borgirnar Mannheim — Ludwigshafen, en Mosquita- og sprengju- fjellu svo þjett, hagljel gengi yfir. — Uni tjóu af sprengjum er enn ekki vitað. — Reuter. Fleiri Frakkar iangelsaðir ’ Algiers í gærkveldi. Þjóðfrelsisnefndin franska hefir látið handtaka tvo kunna Frakka í viðbót við þá þrjá, sem sagt var frá í frjettum í gær, en það voru þeir Flandin, Pey- routon og Boisson. Eru allir þess ir fimm menn ákærðir fyrir landráð. Hinir tveir eru: Albert, fyrverandi þingmaður og er hann nýsloppinn til Norður- Afríku og De Viniat, áður yfir- maður upplýsingastofnunar Vichystjómarinnar í Norður- Afríku. Sagt er, að ekki muni verða dæmt i málum þessara manna, fyrr en Frakkland sje frjálst aftur, en handtaka þeirra skýrð með því, „a'ð franska þjóðin heima, hefði ekki þolað að þeir gengju lausir“. Reuter. flugvjelar fóru víðar yfir, sum- ar rjeðust á staði í Belgíu. Varnir Þjóðverja voru eins og fyrri daginn óhemju harðar, enda mistu Bretar 42 sprengj- flugvjelar i nótt, sem leið. Voru orustuflugvjelar allstaðar á sveimi og lýstu upp loftið með svifblysum, og segja bresku flugmennirnir að nóttin hafi oft orðið björt sem dagur af þess- um orsökum. Áhöfn einnar sprengjuflugvjelar varð vör við 6 loftorustur á einum 15 mín- útum. Það voru Marauder-flugvjel- ar, sem rjeðust á Norður-Frakk land í dag, og fylgdi þeim fjöldi orustuflugvjela. Ekki hafa enn borist nánar fregnir af árásum þessum. Loftsókn banda- manna í algleymingi Hifler flyfur bækistöðvar sínar New York. — Þann 29. nóv. s. 1. birtir ameríska tímaritið „Time” fregnir af því, að sök- um sóknar Rússa hafi Hitler orðið að flytja aðalbækistöðv- ar sínar í Rússlandi, nokkrum sinnum. Segir tímaritið um þetta meðal annars: „Fregnir frá Stokkhólmi segja, að Hitler hafi orðið að flytja til aðalbækistöðvar sín- ar nokkrum sinnum sökum sóknar Rússa. Maður nokkur, sem „stendur í sambandi við lífvarðarsveit Hitlers”, hefir sagt nánar frá dvöl hans á víg- stöðvunum. Þegar ný bækistöð hefir ver ið reist, en það er oftast gert í skóglendi, fjarri hættusvæð- um, þá eru íbúarnir reknir burtu af svæðinu. Aðalbæki- stöðvarnar eru svo vel faldar, að rússneskir flugmenn fljúga oft yfir þær, án þess að koma auga á þær. Loftvarnaskytt- unum hefir verið skipað að nota ekki byssur sínar, nema á bækistöðvarnar sje ráðist. En ef rússneskar flugvjelar nálg- ast, fer Hitler venjulega í löft- varnabyrgi sitt. Lifnaðarhættir Hitlers. Hitler ferðast ýmist með járnbraut eða í flugvjel, og Framh. á 2. siðu. Aravaflugvöllur lekinn Washingtoii í gærkveldi. Bandaríkjaherinn á Nýja- Bretlandi, hefir tekið flugvöll inn við Arawa, og sækir nú. fram inn í landið á langrf víglínu. Ilefir sóknin gengið sæmilega, þegar tillit er tek- ið til þess, að landslag er mjög erfitt til sóknar, frumskóg- ar mjög þjettir. Auk þess fara varnir Japana harðnandi, þótt þeir eigi stöðugt erfið- ar um að koma flugliðinu við. Loftárás hcfir verið gerð á Cape Cloueester.. — Reutcr. r Areksfur á Hafnarfjarðar- veginum í GÆR ók amerísk herbifreið á fólksflutningabifreið á Hafn- arfjarðarveginum. Við árekst- urinn meiddist farþegi sem í fólksbifreiðinni var. Bifreiðin hafði bilað og var bifreiðastjórinn að gera við, er amerísk herbifreið ók á bíl hans, við áreksturinn kastaðist bifreiðin út af veginum og far- þegi sem í bílnum var hlaut meiðsli af. Mófspyrna Grikkja virðisf hæff London í gærkveldi. Mótspyrna Grikkja heima fyr ir gegn Þjóðverjum virðist hafa legið niðri um nokkrar vikur, en vitað var, að skæruliðar voru sjálfum sjer sundurþykkir. Er haldið að Þjóðverjar hafi þegar getað flutt herlið brott frá Grikklandi. Breskir liðsfor- ingjar eru enn með skæruliðun- um, og reyna að fá þá til þess að sættast sín á milli, en það hefir ekki borið árangur enn sem komið er. I dag flutti Tsuderos, forsæt- isráðherra grísku útlagastjórn- arinnar útvarpsermdi til Grikk lands, og bað skæruliðana í sínu nafni og í nafni yfirhershöfð- ingja bandamanna í Austurlönd um, að láta deilur niður falla og taka upp baráttuna gegn Þjóðverjum. — Reuter. Sókn á Huanskaga gengur að óskum London í gærkveldi. I tilkynningu frá bækistöðv- um Mac Arthurs segir, að sókn- in á Huanskaga, Nýju-Guineu, gangi að óskum. Hafa banda- menn tekið þar víggirtar stöðv- ar af Japönum, en flugvjelar bandamanna sökktu 8000 og löskuðu 6000 smálesta skip jap- anskt á Kaviengiflóa, en einu skipi var sökkt í Rabaul og tvö löskuð. — Reuter. Doriot fær járnkross Útvarpið í Vichy hefir sagt frá því, að Doriot, einn af æstustu fylgismönnum Lavals og Þjóðverja í Frakklandi, hafi að undanförnu barist með1 frönskum sjálfboðaliðum á Austurvígstöðvunum, og hafI Þjóðverjar sæmt hann járn- krossinum fyrir hraustlegá framgöngu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.