Morgunblaðið - 22.12.1943, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.12.1943, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÍJ Miðvikudagur 22. des. 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigf.ús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Bækur: Miljóna-krossgáta ,,TÍMAMENSKAN“ er söm við sig! Frá því er skýrt í forystugrein í Tímanum, að tólf þingmenn hafi á síð- asta þingi lýst sig andvíga almennum raforkufram- kvæmdum með því að beita sjer gegn framkíjmnu frum- varpi um ríkislántöku fyrir raforkusjóð. „Andstæðingum rafmagnsmálsins hefir með undanbrögðum og málþófi tekist að koma því til leiðar, að þetta frv. náði ekki fram að sinni“, segir Tíminn. Já, — „andstæðingar rafmagnsmálsins“, segir Tíminn, og bætir svo við að „fyrir þá, sem bíða eftir rafmagninu“ sje vert að festa þetta „vel í minni“. ★ Umrætt frumvarp um ríkislántöku til raforkusjóðs heimilaði ríkisstjórninni að taka innanlands lán handa raforkusjóði með útgáfu og sölu handhafaskuldabrjefa, alt að 20 milj. króna. Nú hagar svo til, að í raforkusjóð, sem Sjálfstæðis- menn fluttu frumvarp um árið 1942 að stofnaður yrði, hafa þegar safnast um 12 milj. króna, og samkv. lögum tilskilið % miljón kr. viðbótarframlag af ríkistekjum 1 sjóðinn árlega. Hins vegar er það augljóst mál, að stór átök í raforku framkvæmdum um gjörvalt land, er naumast senriilegt að viðráðanlegt verði af ytri ástæðum, sökum efnisskorts og annara styrjaldarástaeðna, alveg á næstunni. Er þá eina bjargráðið, undir slíkum kringumstæðum, að leggja alt kapp á að auka raforkusjóð með lántöku alt að 20 milj. króna? Það á að tryggja, að fjeð sje handbært, er til þarf að taka, segja flutningsmenn málsins og Tíminn, meðan peningar eru nógir í umferð, eins og nú er. Þeir, sem líta inn í Landsbankann þessa daga og sjá hinar fyrirferðarmiklu og alveg óvanalegu auglýsingar um lánsútboð, kynnu að freistast til að halda, að pen- ingarnir lægju ekki nú orðið jafn lausir fyrir og ætl- að er. ★ En hvað um það, þá er einnig önnur hlið á þessu máli, — svolítið reikingsdæmi, — sem engin ofrausn væri að ætlast til af þingmönnum og „áhugamönnum“ í Tíma- liðinu að gera sjer grein fyrir, áður en gripið er til gífur- yrða og sleggjadóma. í fljótu bragði reiknast svo til, að af 20 milj. kr. láni, sem tekið væri til 30 ára með 4y%°/o vöxtum og ætti að endurgreiðast með jöfnum afborgunum, svo sem ráð var fyrir gert, þyrfti að greiða árlega 1.227.831,00 kr. Ef legið er með lánið í 10 ár vaxtalaust, er á þeim tíma búið að greiða 12.278.310,00 kr. Eftir eru þá af 20 miljónunum upphaflegu 7.721.690,00 kr., en jafnframt ógreitt af láninu 24.556.670,00 kr., — þ. e. a. s. rúml. 1.2 milj. krónur árleg greiðsla í 20 ár, sem eftir eru af láns- tímanum. Það kostar þá lántakanda 24% miljón að geta notað þessar 7.7 miljónir, sem eftir eru af upphaflegu lánsupphæðinni! Þannig stæði dæmið, ef ekki yrði hægt að nota fjeð til stórframkvæmda, fram yfir þær framkvæmdir, sem raforkusjóður, eins og hann nú er, 12 milj. kr., að við- bættri % miljón árlega, stæði undir, fyr en eftir 10 ár. Að vísu kæmi til álita að ávaxta fjeið aftur. En yrði það hægt, nema með því að binda það að nýju? Svo virðist sem þeir þingmenn, er ekki gátu ratað út úr þessari miljóna krossgátu, og stungu við fótum, geti þess vegna haft fullgóða samvisku. Kæmi að sjálf- sögðu einnig til álita að festa sjer þá hlið málsins, sem hjer hefir verið rædd, „vel í minni“, ef því er að skifta. Vonandi verður hægt að hefja stórtækar framkvæmdir á sviði raforkumálanna sem allra fyrst. En enginn vafi er á því, að líklegra er til ávinnings að ræða málin af meiru samræmi og skynsemi en Tíminn gerir, og með meiri hug á því, hvað raunverulega er hægt að gera rjettilega en hvað menn ímynda sjer vænlegt til póli- tískra þlekkinga. Fjallkonuútgáfan gaf út. ÞVÍ BER vissulega að fagna, hve ör vöxtur hefir orðið í bókaútgáfu hjá okkur Islend- ingum á síðustu árum. Islend- ingar eru flestum þjóðum bók- hneigðari og kunna að meta góoar bækur. Hinu ber mikíu síður að fagna, að síðan bóka- útgáfan margfaldaðist, hefir margskonar rusli verið undir- búningslítið og af fullkominni hroðvirkni verið fleygt út á bókamarkaðinn. En engu að síð ur verður alltaf einhver til að lofsyngja ruslið, hversu lje- legt og gegnrotið, sem það hef- ir verið. „Business” útgefand- ans hefir þannig alloft átt rík- ari ítök í penna ritdómarans, en heigðin til þess að leiðbeina og halda á lofti merki heil- brigðrar gagnrýni. Eitt dæmi þess, hvernig ekki á að gefa út bækur, hefir nýlega gerst. Fyrir nokkrum dögum er kom- in á bókamarkaðinn bók, sem nefnist „Afmælisbókin”. Gefur Fjallkonuútgáfan hana út. Bók þessi á að vera svipaðs eðlis og afmælisbók sú, er Guðmundur Finnbogason eitt sinn gaf út og þekt er orðin og vinsæl hjer á landi. Að vissu leyti má segja að þörf hafi verið orðin á að slík bók væri á ný gefin út. Margir munu því hafa fagnað því, er skýrt var frá útkomu þessarar nýju bókar. En því miður virðist hafa tekist hörmu lega til með útgáfu hennar. — Ber þar margt til. Allur frá- gangur bókarinnar er afleitur. Prentvillur vaða uppi, brot bókarinnar er óhentugt, alltof stórt og óhandhægt og það sem verst er, vísurnar í henni eru sumar afbakaðar og rangar. Má sem dæmi þess nefna hið þekkta ljóð eftir Jóhann Sig- urjónsson, Bikarinn, sem hluti er birtur af. Höfundavalið í bókinni e>' einnig mjög af handahófi, ým- iskonar leirburður er þar á borð borinn. Við hvern mán- aðardag er greint frá einum eða fleiri merkismönnum, innlend- um og erlendum, sem fæddir eru þann mánaðardag. Jafn- framt er greint frá fæðingar- ári þeirra. En ekki hefir sögu- þekkingin verið fjölskrúðugri en það hjá þeim, sem þetta hefir ritað, að sumstaðar er ein ungis greint frá dánardægri hinna merku manna. Fæðing- ardagurinn hefir farið fyrir of- an garð og neðan. Að öllu samanlögðu, er þessi „Afmælisbók”, sem svo er nefnd, hín ómerkilegasta og eru mikif vonbrigði að því að svo skuli vera, því vissulega hafa slíkar bækur verulegt gildi, ef til þeirra er vandað. S. Bj. Sprenging í Oslohöfn. LONDON í gærkveldi: — Fregnir frá Svíþjóð í dag, segja frá því að sprengingar hafi í gær orðið í þýsku skotfæraskipi á Oslohöfn, og það skemdist mik ið. Hefir fólk verið flutt burtu af svæðinu umhverfis, ef fleiri sprengjur skyldu springa. — Enn berast hita- veitubrjef. DAGLEGA berast mjer brjef um Hitveituna og kennir sem fyrr margra grasa. Ekki eru öll brjefin af sanngirni skrifuð nje þekkingu eins og gengur. Skal hjer drepið á efni tveggja brjefa. íbúi við Reynimel skrif- ar: „Jeg hefi til þessa reynt að beita kristilegri þolinmæði við alt, sem mjér hefir þótt aflaga fara í framkvæmdum við Hita- veituna og reynt að finna ástæð ur og afsökun fyrir ágöllum þeim, sem aðrir hafa fundið að. En nú er jeg kominn í þrot í leit að afsökunum fyrir einni lítilfjörlegri framkvæmd, — eða öllu heldur framkvæmda- leysi og vildi því biðja þig, Víkverji sæll, að verða mjer þar að liði. Við Melabúar bár- um eitt sinn þá von í brjósti, að við yrðum með þeim fyrstu, er yrðum aðnjótandi hins lang- þráða heita vatns, svo langt er síðan götuæðarnar voru full- gerðar í hverfinu því. En sá „galli er á gjöf Njarðar“, að enn hefir stofnæðin alls ekki verið lögð að þessum götuæð- um, heldur standa berir stúf- arnir á götuæðunum austur úr nafnlausu götunni og mæna eftir uppsprettunni, sem aldrei kom. Reynimelslögnin. TIL BRÁÐABIRGÐA var svo ákveðið að hleypa vatninu í Melagöturnar „bakdyramegin", þ. e. með öryggisæðum, í Hofs- vallagötunni, — en víða í bæn- um er sjeð fyrir slíku auka- sambandi til öryggis ef eitt- hvað bilar. Fyrir nærri mán- uði vaknaði von hjá okkur Reynimelsbúum um að ekki myndi farið eftir bókstafnum með okkur um að „hinir fyrstu skuli verða hinir síðustu", því þá var gráfinn skurður frá Víði mel til Reynimels fyrir þessa aukaæð, sem láðst hafði að leggja með hinum æðunum. Síðan hefir ekki annað verið gert, en að steypa stokk þvert yfir Víðimelinn, en skurður- inn bíður opinn viku eftir viku eftir þessari stuttu pípu, sem virðist vera svo örlítið brot af æðakerfinu öllu, en á þó að færa heilli götu heitt vatn. Þótt þeim, sem framkvæmdum þess um stjórna liggi, ef til vill, í ljettu rúmi hvort þessi eina gata fær heitt vatn um leið og hverfið í kring, þá hjelt jeg að hægara væri að sjóða þessa pípu við stofninn áður en vatni- væri hleypt í hann. Jeg var að reyna að skilja svona tilfelli í sumar á meðan unnið var í miklum hluta bæj- arins í einu. En nú þegar meiri hluti kerfisins er fullgerður og mönnum hefir veriðfækkað að miklum mun, — nú spyrjum við íbúar heillar götu: „Hvað veldur þessum drætti? — Eig- um við ekkiað fá heita vatnið um leið og nálægar götur? — fyrir jól.“ • Þolinmæði er nauðsynleg. ÞAÐ ER SKILJANLEGT, að Reynimelsbúi sje áhyggjufull- ur vegna þessarar lagnar, sem vissulega hefir verið lengi á leiðinni. En það eru fleiri en Reynimelsbúar, sem bíða ó- þreyjufullir eftir heita vatninu. Gat jeg áí dögunum um íbúa við Smáragötu og hluta Hring- brautar, sem hafa orðið fyrir hinu sama.-En það er nú svo, eins og jeg hefi svo oft sagt, að það er ekki hægt að búast við,að allir geti fengið heita vatnið í einu. Það verða því allir að vera þolinmóðir, sem ekki fá heita vatnið strax. Þeir hafa verið svo lengi án þess, að nokkrir dagar í viðbót ættu ekki að gera mikið til. Lang- verst er, að vera án baðvatns- ins núna fyrir hátíðina. Um Reynimelslögnina er mjer sagt, að það takiekki nema dag eða svo, að koma henni í lag og hún muni varla tefja lengi fyr- ir því, að sú gata fái vatnið. • Reykjavatnið er alveg hættulaust. VESTURBÆINGUR, sem augsýnilega er nýbúinn að fá heita vatnið skrifar á þessa leið: „Nú er blessað heita vatnið komið í húsið, sem jeg bý í. Það er í alla staði gott og bless- að og öll fjölskyldan lofar það. Þökk sje Sjálfstæðismönnum fyrir þær framkvæmdir. Aftur á móti ættu allir hinir flokkarn ir að fá dóm sinn hjá Reyk- víkingum við næstu bæjar- stjórnarkosningar. Þann dóm að þeir komi ekki neinum bæj- arfulltrúa í bæjarstjórn. En það eru þrjár spurning- ar, sem jeg vildi fá svar við í sambandi við Hitaveituna: 1. Má þvo matarílát upp úr heita vatninu? 2. Má nota það í mat og kaífi? 3. Má drekka það sjer til heilsubótar? Jeg bíð óþolinmóður eftir svari.“ Það er óhætt að fullyrða, að Reykjavatnið er algjörlega ó- skaðlegt í alla staði og vitan- lega má þvo matarílát úr því. Það er meira að segja búið að finna upp nýtt tæki, sem bók- staflega byggist á notkun hita- veituvatns til þvottar á matar- í látum. Um aðra og þriðju spurning- una er þetta að segja: Hætt er við að ekki líkaði öllum hvera- vatnskaffi, en dæmi eru þó til, að fólk búi sjer til kaffi úr hveravatni og vitanlega er það eins hægt úr Reykjavatninu, sem öðru hveravatni. Ekki skal það þó ráðlagt. Um síðustu spurninguna er það að segja, að margir læknar halda því fram, að hveravatn sje holt og geti læknað ýmsa kvilla. Hins- vegar er það mál ekki rann- sakað til hlýtar ennþá og skal því engum ráðlagt að þamba Reykjavatn úr heitavatnskran- anum á meðan nóg er af Gvend arbrunnavatni í kalda vatnskran anum. Spellvirki í Kaupmannahöln Stokkhólmsfregnir herma, að spellvirkjar nokkrir hafi kom- ,ist inn í aflstöð verksmiðju Burmeister og Wains í Kaup- mannahöfn, og sprengt þar vjelasamstæður í loft upp. — Eyðilögðust þær að mestu. Þá segja einnig Stokkhólmsfregn- ir að kveikt hafi verið í vöru- skemmu einni við höfnina í Kaupmannahöfn, og hafi ýmsar vörur eyðilagst af eldinum. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.