Morgunblaðið - 22.12.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1943, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. des. 1943. OKGUNBLAÐIÐ 11 Saganafkongsdóttur og svarta boia lögmíl mannlegs eðlis, að það getur aldrei verið gersneytt t.il- finningum. Sjeu þær lengi byrgðar inni, eru þær þeim mun sterkari, er þær brjót- ast upp á yfirborðið Tilfinn- ingarnar hefndu sín á Helen með því að gagntaka hana af ást á versta tíma og skökkum manni. Lítilmótlegur amerísk- ur sölumaður, fulltrúi í útibúi Eos kvikmynda og Ijósmynda- fjelagsins í Shanghai, unnusti miðstjetta hjúkrunarkonu, meö almaður með meðalmanns- hjarta, sem hafði í vikulaun eina sextíu og fimm dollara. ekkert af þessu — það er að segja, þegar hún leit hlutlaus- um augum á málið. En hún kærði sig ekkert um að hugsa skýrt nje hlutlaust. Hana lang- aði til að láta reka á reiðanum og tilfinningarnar ráða. í upp- hafi ástaræfintýris er ætíð það tímabil, sem mönnum er unt að snúa við; kæfa neistann og gleyma. En þegar því tímabili er leyft að líða hjá, hvort sem það er af kæruleysi eða af á- settu ráði, er engin leið til baka; ástin verður óviðráðan- leg. Þessi óskynsamlega ást Helen var þegar orðin óviðráð- anleg. Þar sem hún hafði aldrei elsk að áður, hegðaði hún sjer eins og sextán ára skólastelpa ást- fangin í fyrsta sinn. Hún stóð oft tímunum saman fyrir fram- an spegilinn og braut heilann um hvort hún væri nógu fög- ur handa manninum sem hún elskaði. Hún skifti um hár- greiðslu. Hún ók til franska hverfisins og keypti kjóla, hatta og ilmvötn. Hún fjekk á- kafann hjartslátt í hvert sinn, sem síminn hringdi og gagn- tekinn þunglyndi ef það var ekki Frank. Hún spurði Clarkson, þjón- ustustúlku sína í þaula um forn ar og gleymdar ástir hennar. Hún sat tímunum saman í and- dyrinu til að missa ekki að sjá Frank um leið og hann kæmi inn. Hún sönglaði yfir hinum mörgu brjefum sem hún skrif- aði honum, en-sendi aldrei. — Hún grjet oft og án tilefnis, og hún var í fyrsta skifti á æfinni í raun og sannleika hamingju- söm. Ekkert var hið sama og áður, ekki ctnu sinni svefn hennar. Hann hafði áður verið djúpur og draumlaus. Nú fór hana að dreyma, og það var undarlegt að draumar hennar snjerust ati ir um bernsku hennar, eins og árin á eftir henni, hefðu aldrei verið til. Frank var altaf í þess- um draumum hennar, ekki sem' greinileg persóna, heldur að- eins sem óljós ánægja. Það vildi svo til að þá þrjá daga sem liðu milli fyrsta koss þeirra og komu unnustu Frank, var Bobbie lítið heima og hvarf algerlega allar nætur. Potter þjónn hans, sem hjelt samvisku samlega dagbók yfir atferli og hugarástand húsbónda síns skrifaði eftirfarandi athuga- semdir „Ejarverandi frá kl. 7,34 eftir hádegi til kl. 9,10 fyr- ir hádegi næsta dag. Ódrukk- inn“. „Svaf frá morgni til kvölds. Át ekkert. Skapgóður og ódrukkinn. Veit ekki hvert hann fór“. Helen fór inn í herbergi Bobbie og virti hann fyrir sjer. Andlitsdrættir hans voru þreytulegir þótt hann svæfi og hann gljáði af svita. Peninga- veski hans og armbandsúr lágu á náttborðinu. — Helen leit snöggvast ofan í veskið. Það var úttroðið af pappírspening- um Shanghai. Hún lagði það frá sjer aftur og kallaði á Potter. „Viltu segja manni mínum, þegar hann vaknar, að jeg hafi farið til að hlýða á fyrirlestur um kínverskar listir og síðan til Chang-hjónanna“ skrökvaði hún. Hún vissi að Bobbie myndi heldur hætta sjer inn í brennandi hús en í fjelagsskap hinna mentuðu Kínverja. Hún hringdi til Frank, ekki frá her- bergjum sínum, heldur frá al- menningssímklefa gistihússins. Þau óku í leigubifreiðum, sátu í skemtigörðum, snæddu í af- skektum frönskum, rússnesk- um og kínverskum matsöluhús um. Þau fóru á dansleik öll þrjú kvöldin. Þau óku heim á kvöldin í tveimur ljettikerrum, hlið við hlið^ og án þess að sleppa hönd hvers annars. — Dráttarkarlarnir hlógu og hlupu gætilega til að trufla ekki útlendingana og vinna sjer inn drjúgan skilding. Þau stóðu lengi á götuhorni, altaf að kveðjast; skilnaðurinn var þeim svo þungbær. Þrír dagar og þrjú kvöld. Kvöld eitt heimsótti hún Frank í litlu íbúðina, sem hann r I bjo í asamt blaðamannmum Morris. Frank hafði hótað Morris öllu illu, ef hann ieyfði sjer að reka nefið inn fyrir dyrnar þetta kvöld Hann hafði mikinn undirbúning. var næst- um búinn að ganga af þjóni sín um, Ah Sinfu, dauðum, svo mikið verkefni fjeku liann hon um. Hann fjekk lánuð silki- tjöid, keypti Lióm og kampa- vin, því að nann hafði sterk?. | hugmynd um að ástaræfintýri: með konu eins og Helen yrði að eiga sjer stað í slíku umhverfi. — Sjálfur hafði hann mestu skömm á kampavíni og laum- aðist til að drekka wiský. Hann tók Helen í faðm sjer og kysti hana eins og hann ætti lífið að leysa. Suðurhafseyjablóðið í æð um hans logaði í fyrsta skifti. Helen undraðist hversu orðfár hann var. Hann skorti alger- lega orð til að lýsa tilfinning- um sínum. „Jeg elska þig“, sagði hann. „Enn meira í dag en í gær. Á morgun enn heitar en í dag“. „Og eftir morgundaginn er öllu lokið“, sagði Helen. Hann þrýsti henni fastar að sjer, en sá alt í einu að tár runnu nið- ur kinnar henni. „Hvað er að?“ spurði hann skelfdur. „Jeg get ekki mist þig aftur“, sagði Iiel'en. Þetta er dálagleg klípa, sem jeg hefi komið mjer í, hugsaði hann, þegar hann var orðinn einn á ný.\ Jeg elska Ruth, hugsaði hann þrjóskulega. En hann vissi að það var ekki leng ur satt. Engu að síður ímyndaði hann sjer að koma Ruth myndi binda enda á allar efasemdir og hugarvíl hans. Einu sinni áður hafði hún birtst á örlagaríku augnabliki og rjett hann við. Augu hennar, málrómur og styrkar smáar hjúkrunarkonu- hendur hennar voru honum í fersku minni. Yfir morgunverð inum kom hann vini sínum, Morris, á óvart með heimspek- ishjali sínu. „Það er ást og ást“, sagði hann. „Það er til einskon- ar flugeldaást, rauð, græn og blá, hávaði og glys. — Bloss- ar upp snöggvast, sloknar síðan og eftir er aðeins sviðin spýta. Og svo er það önnur tegund, ást við arineldinn, ekkert spennandi en hlý og staðföst, maður getur setið við arininn hvern dag ævi sinnar og glaðst yfir að vera heima“. Morris varð svo hissa að hann hætti að borða steikta eggið sitt. „Bók Ovids gamla „Ars Amandi“ kemst ekki í hálfkvisti við þessa ástarfræði þína“, stundi hann upp um síð- ir. Þetta var síðasta kvöldið fyr- ir komu Ruth. Þau dönsuðu í ljósadýrð Peong klúbbsins. „Ef við værum bæði frjáls, Frank“, sagði Hqlen. Ljósin vörpuðu -skærri birtu á andlit hennar. Hann þrýsti henni svo fast að sjer, að hún fanntil. „Við erum ekki frjáls. Við skulum ekki kvelja okkur með því að hugsa um það“, sagði hann hásróma. Þau dönsuðu án afláts. „Mig langar til að kyssa þig fyrir framan alla“, hvískraði Frank. „Gerðu það“, sagði hún og rödd hennar var heit og titrandi. — Hann kysti hana bak við papp- írsblóm í einu horninu. Saxo- fónspilarinn sá það og deplaði augunum framan í þau; svipur hans var fullur skilnings og samúðar. Æfintýr eftir P. Chr. Ásbjörnsen. * 9. „Æ, til hvers ætli það sje“, sögðu hinar. ,,Þú manst lík- lega, hvernig það gekk síðast“. Katrín ljet sig ekki, en hjelt áfram að biðja um þetta, þangað til hún fjekk það, og svo hljóp hún upp stigana og skrölti í trjestakknum. Konungssonur þaut út, og þegar hann sá, að þetta var Katrín, reif hann af henni hand- klæðið og kastaði því beint framan í hana. „Reyndu að komast burtu, ókindin þín. Skelfing ertu ljót“, sagði hann. „Heldurðu að jeg vilji nýta handklæði, sem þú hefir snert með sótugum fingrunum“. Síðan fór konungssonur til kirkjunnar, og Katrín bað einnig um að fá að fara þangað. Hún var spurð, hvað hún ætlaði að gera þangað, svona svört og óhrein, eins og hún væri. En Katrín sagði, að sjer fyndist presturinn svo góð- ur ræðumaður, hún hefði svo gott af því að hlusta á hann, blessaðan, sagði hún, og þá var henni leyft að fara. Hún gekk að berginu og barði á klettinn, og svo kom maðurinn þar út og fjekk henni kjól, sem var miklu fallegri en sá fyrri, hann var allur útsaumaður með silfri, og hest fjekk hann henni líka með silfursaumuðum söðli og beisli. Þegar Katrín kóngsdóttir kom til kirkju, stóð allt fólkið úti enn, allir fóru að hugsa um það, hver þessi glæsilega stúlka væri, þegar hún kom í ljós. Konungssonur komst kannske á kreik, kom hlaupandi og vildi halda í hestinn fyrir hana, meðan hún steig af baki. En hún þurfti ekki h jálp, heldur stökk af baki, því hesturinn var svo vel tam- inn, að hann stóð kyrr, þegar hún sagði honum það. Svo fór allt fólkið í kirkju, og konungssonur var enn hrifnari af Katrínu nú, en í fyrra skiftið, og fáir heyrðu hvað prest- ur sagði, því Katrín vakti enga smávegis eftirtekt. Þegar messan var búin, og fólk tók að fara burtu, vildi konungs- sonur endilega hjálpa hinni ókunnu mey á bak. Ekki vildi hún það, en þá spurði hann hana hvaðan hún væri. „Jeg er frá Handklæðalandi“, sagði Katrín konungs- dóttir, og um leið misti hún keyrið sitt, og þegar konungs- sonur beygði sig til þess að taka það upp, sagði hún: „Komi nú þokan, kolsvört og stríð, svo kóngssonur sjái ekki hvert jeg ríð“. Aftur var hún öll á burtu, og ekki gat konungsson- ur vitað, hvað ef henni hefðið orðið, hann fór langar jfHp 'TjfLtB' mc&C|^/rJec4|i uutull | Thomas Corwin, þingmaður- ; inn, gaf ungum ræðumanni eitt sinn eftirfarandi ráð: „Komið þjer fólki aldrei til þess að hlægja. Ef þjer viljið komast vel áfram í lífinu, þá verið alvarlegir, alvarlegir eins og asni. Allir hinir miklu minn isvarðar eru bygðir yfir alvar- lega asna“. ★ Californiubúar eru þektir fyr ir það hvað drottinhollir þeir eru við land sitt. Eitt sinn fór innfæddur Californíubúi í heim sókn til ættingja sinna í aust- urrikjunum. Þá hittist svo á, að maður, sem var lítt þektur þar í bygðarlaginu andaðist og var maðurinn frá Californíu við jarðarför hans. Þegar prest- urinn hafði haldið sína ræðu , yfir þeim látna, spyr hann, hvort enginn vildi standa upp og segja nokkur orð um hinn framliðna. Það varð löng þögn. Loks stendur sonur Californiu upp og segir: „Jæja, fyrst hjer er enginn, sem ætlar að tala um þenna látaoa bróður, vil jeg nota tæki- færið og segja ykkur eitthvað um Californíu.“ ★ Bismarck sagði sögúna af því þegar Svisslendingur einn, sem bjó í Alpafjöllunum, sýndi Berlínarbúa fegurð Alpanna. „Þið hafið ekki fjöll neitt svipað þessu í Berlín,“ sagði Svisslendingurinn. „Nei“, svaraði Þjóðverjinn, „við höfum ekki fengið slík fjöll, en ef svo hefði verið, hefðu þau verið mikið vandaðri en þessi“. _____________Jt______________ Jerrold var staddur í Frakk,- landi og ræddi þá m. a. við Frakká einn, sem var mjög á- kafuf fylgismaður Fransk- enska sambandsins. — Hann kvaðst vera mjög stoltur af því að Englendingar og Frakk- ar skyldu vera svo góðir vinir, sem raun var þá á. „Tut“, svaraði Jerrold, „það bhsta, sem jeg veit að er milli Englands og Frakklands — er sjórinn“. Kennarinn: Ógurlegt málæði er í þjer, Tommi. Jeg verð víst að spyrja þig 'um eitthvað svo þú þagnir. ★ „Mannstu, hvar jeg lagði píp una mína?“ „Nei“. „Þetta er_ eftir kvenfólkinu. Aldrei man það nokkurn skap- aðan hlut. ~k Á dögum'Edwin Booth töldu flestir klerkar það synd, að fara í leikhús. En samt sem áð- ur kom einn prestur að máli við herra Booth og ljet í ljós þá ósk sína, að honum gæfist kost ur á að horfa á hinn mikla leik- ara. Presturinn spurði þvínæst að því, hvort hann gæti ekki farið inn um einhverjar bakdyr, þar sem enginn kæmi auga á þegar hann færi inn. Herra Booth svaraði: „Það eru engar dyr á húsinu, þar sem guð sjer ekki, þegar gengið er um þær“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.