Morgunblaðið - 29.12.1943, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.12.1943, Qupperneq 1
Scharnhorst reyndi að flýja til hafnar Leynivopn ameríska flotans Washington i gær. 'KNOX OFURSTI, flotamála- ráðharra Bandaríkjanna skýrði ffá því á fundi með blaðamönn um í dag, að Bandaríkjaflot- inn í Kyrrahafi hefði leynivopn, sém hann berðist með og hef^i leynivopn þetta komið Japön- ufn mjög á óvart og ætti enn eftir að valda þeim miklum heilabrotum. Ekki gat ráðherr- ann neitt um, hverskonar vopn þetta væri. Knox mintist á kafbátahern- aðinn og sagði, að á þessu ári hefði fleiri kafbátum Þjóðverja vérið sökt en nokkru sinni fyr, en kaupskipatjón bandamanna væri hinsvegar • minna á þessu ári heldur en það hafi verið áð- ur á einu ári í stríðinu. Víðtækar innrásar- æfingar Bandaríkjamanna AMERÍSKU hersveitirnar, sém nú eru í Bretlandi, hafa nrijög miklar og víðtækar inn- rásaræfingar. — Er mikil á- hérsla lögð á það, að æfingárn- ar verði sem raunhæfastar og líkastar þv.í, sem um innrás væri að ræða. Það er lögð svo rík áhersla á það, að þær verði sem eðlilegastar, að gert er ráð fyrjf, að hermennirnir eigi á haettu að falla eða særast í æf- ingunum. Þeir eru látnir gera innrásir í venjulegum innrás- arbátum og verða að sækja fram í kúlnaregni og svarta- myrkri, og eru m. a. látnir sofa undir berum himni og þola hungur og ýmsar aðrar þján- ingar, sem gera má ráð fyrir að bíði þeirra, er til innrásarinnar kemur. Alt fólk hefir verið flutt úr sumum sjávarbæjum í Eng- landi vegna þessara æfinga. Maður drukn- ar á aðfanga- dag ÞAÍ) SORGLEGA slys vildi tií á aðfangadag jóla, að mað ur að nafni Ögmundur lvetils- son frá Eyrarteigi í Skriðdal fjell í Grímsá á Fljótsdals- h.feraði og drukknaði. — Ög- intmdur ætlaði ríðandi yfir ána, en fjell af haki og var það honum að fjörtjóni. Ög- mtrndur var á áttræðisaldri. Barðisf við Sharnhorst ORUSTUSKIPIÐ DUKE OF YORK var forustuskip bresku flotadeildarinnar, sem liáði sjóorustuna við þýska orustu- skipið Sharnhorst, sem sökt var við N.-Noreg á annan jóladag. Amerískir kafbátar sökkva 12 jap- önskum skipum Washington í gærkveldi. Einkaskevti. til Mbl. frá Reuter. Flotamálaráðuneytið gaf út tilkynningu í kvöld, þar sem tilkynt er, að amerískir kafbát- ar á Kyrrahafi hafi nýlega sökt 12 japönskum skipum. Sökt var 1 tundurspilli, 2 stór- um olíuflutningaskipum, 1 stó-ru kaupskipi, tveimur meðal stórum flutningaskipum og sex meðalstórum kaupskipum. Devers hershöfðingi við Miðjarðarhaf Washington í gærkveldi. ROOSEVELT forseti tilkynti í kvöld tilfærslur á hershöfð- ingjum. Jacob Devers, sem ver- ið hefir hershöfðingiAmeríkuf manna í Bretlandi, verður yfir- hershöfðingi Bandaríkj ahersins við Miðjarðarhaf og gengur næst Sir Henry Maitland Wil- son. Ennfremur verður Jimmy Doolittle fluttur frá Miðjarðar- hafssvæðinu og verður yfir- máðúr 8. flughers Bandaríkja- manna í Englandi í stað Eakers, sem fer til Miðjarðarhafsins. — Reuter. Þrjú aðalvirki Þjóð- verja í hættu: Zhitomir, Bredischev og Vitebsk London i gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞRJÚ AF STÆRSTU og mikilvægustu virkjum Þjóð- verja á Rússlandsvígstöðvunum, Zitomir, Berdichev og Vitebsk, eru í hættu, símar frjettaritari vor í Moskva, Harold King, í kvöld. Rússar sækja fram á tvennum víg- stöðvum í hinni miklu vetrarsókn sinni og eru um 700 km á milli þessara aðalvígstöðva. Ukrainuhersveitir Vatukins hershöfðingja hafa sótt svo hratt fram síðustu klukkutíma, að þær nálgast nú bæði Zito- mir og Berdichev. Rússneskur her er nú 16 km. frá Zitomir, sem er mikilvæg járnbrautar- stöð Vestur af Kiev og sem Rússar náðu á vald sitt í haust, en mistu aftur. Nokkru sunnar er annar rússneskur her innan við 25 kílómetra frá Berdichev, sem stendur við járnbrautina milli Zitomir og Odessa. Norðar, á hinum svonefndu Eystrasalts- vígstöðvum, er vörn Þjóðverja við Vitebsk vonlaus. Þar hafa hersveitir Bagramyans slegið hring um borgina. Eru tvær síðustu aðflutningaleiðir Þjóð- verja til austurs í hættu, en þær eru, vegurinn suðvestur til Minsk og járnbrautin suður til Orsha. Hersveitir Vatukins sækja svo hratt fram, að þeir eru farnir að rekast á bíla, er hafa í flýti verið brotnir niður, eða brendir, er þýsku hersveirnar flúðu vestur á bóginn. Rússar nota flutningavjelar Framh. á 8. síðu. Frásögn Breta um sjóorustuna við Norður Noreg London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BRESKA FLOTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefir nú birt frásegn um sjóorustuna við Norður-Noreg á annan jóla- dag og'sagt frá því, hvernig þýska orustuskipinu Sharn- horst var sökkt. Það voru fjögur beitiskip og orustuskipið Duke of York, sem voru í fylgd með skipalestinni, sem Sharnhorst ætlaði að ráðast á. Smávægilegar skemdir urðu á einu breska beitiskipinu, Norfolk og tundurspilli. Ekkert kaupskip í lestinni var fyrir skemdum. -□ □- ÞJÓÐVERJAR BIJAST VIÐ INNRÁSINNI ÞÁ OG ÞEGAR STOKKHÓLMI í gærkv.: Einn af hermálafrjettarit- urum þýsku frjettastof- unnar (D. N. B.) skrifar í dag, að Þjóðverjar hafi nú lokið við að víggirða til fulls „Evrópuvirkið” og sjeu tilbúnir að taka á móti innrás bandamanna. Frjettaritarinn segir, að bandamenn gcti nú ekki dregið öllu lengur að gera tilraun tij innrásarinnar, sem þeir hafi rætt svo mik ið um. — Það hafi verið gengið frá því ó Teheran- ráðstefnunni hvenær inn- rásin skuli hafin. Hin nýbyrjaða vetrar- sókn Rússa sje aðeins inn gangurinn að því, sem í vændum sje. Reuter. □----------------------□ Nýtt vopn amer- ískra flugvjela LONDON í gær: — Amerískar flugvjelar X Englandi hafa fen^ið ný tæki, sem notuð eru í loftárásum þegar skýjað er og erfitt er að sjá skotmörk flugvjelanna. Er tæki þetta svo fullkomið, að flugmennirnir getajs hitt skotmörk sín, sem í heiðskýru veðri væri. — Er talið að þetta nýja tæki muni hafa mikla þýðingu. Tilkynt er, að amerískar flugvjelar hafi notað þessi tæki með ágætum árangri í loftárásum, sem gerðar voru á kafbátastöðvar í Wilhelmshaf- en og Kiel 14. desember síðast- liðinn og ennfremur í loftárás- um á Emden og Bremen. Alls hafa um 8000 sprengjuflug- vjelar og orustuflugvjelar not- að þessi nýju tæki. —Reuter. Fylgdarskipin bresku með skipalestinni, sem var á leið til Rússl. voru úr heimaflot- anum breska og var flotafor- inginn, Bruce Fraser, á for- ustuskipinu, hinu nýja orustu- skipi Duke of York. — Flota- defldin Var í tveim sveitum. — Þrjú beitiskip fylgdu sjálfri skipalestinni, en Duke of York og beitiskipið Jamaica og fjór- ir tundurspillar voru í nokk- urri fjarlægð frá sjálfri skipa- lestinni. — Það var það, sem skipstjóri Sharnhorst varaði sig ekki á. Beitiskip Breta voru lítil beitiskip, Jamaica og beiti skipin Belfast, Norfolk og Sheffield. Sharnhorst kemur á vettvang. Það var snemnia um morg- uniim á annan jó!a<fag, sem fyrst sást til Sharnhorst frá skipalestinni. Stefndi Sharn- horst í áttin til skipalestarinn ar með 28 mílna hraða. Þetta var miRi Bjarnarey^ar og Norðurhöfða Noregs. Reiti- skipin rjeðust þegar með skot- hríð á Sharnhorst ogð skot frá einu ■ þeirra, Norfolk hitti Sharnhorst. Snevi Shornhorst þá þegar við frá skipalest- inni með fullum hraða til norð-austurs, en nokkrum tímum seinna stefndi Sharn- horst enn til skipalestarinnar og tókst þá að koma skoti á Norfolk, aftan til á skipið, en sneri síðan við. Nú kom breska orustn skipið Duke of York til sög- ■unnar og lagði til atlögu við Sharnhorst. Sneri Sharnhorst þá þegar við og ætlaði að reyna að komast undan til næsta skjóls við norsku strönd, ina og nota hraða sinn til að komast undan. En Duke of1 York kom „breiðsíðu1 ‘ -skot- hríð á Sharnhorst. Þetta vai" klukkan 4,15 um daginn. Tundurspillarnir fjórir, ])ar af var einn norskur tundur- spillir, komust nú í færi við' Framhald á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.