Morgunblaðið - 29.12.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.12.1943, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. des 1943. MORGUNBLAÐIf> 5 HORFT U M O X L i. ÞAÐ líður nú að þinglokurrl. Við, sem búsettir erum í fjar- lægum hjeruðum, förum að binda bagga okkar og búast til heimferðar. Nú, við lok þessa síðasta þáttar Alþingis- sögunnar, fer mjer eins og ferðamanninum: jeg staldra við og litast um. Þegar jeg lít yfir starfsferil tveggja síðustu þinga, vaknar hjá mjer riokkur ömurleika- tilfinning við þá yfirsýn. Enn- þá hefir ekkert samkomulag fengist um varanlega lausn dýrtíðarmálanna. Þao er ekki einu sinni hægt að segja að dýrtíðaraldan sje stöðvuð að fullu, þrátt fyrir miklar fjár- fórnir. Útgjöld rikissjóðs vaxa risaskrefum. Nýjar og auknar álögur vofa yfir. Fólkið yfir- gefur sveitirríar og flyst 1 kaup staðina, svo nærri stappar að fandbúnaðarframleiðslan stöðv ist á ýmsum stöðum af þeim ástæðum. íslenskar landbúnað- arvörur eru ekki taldar selj- anlegar á þeim erlendu mörk- uðum, er við höfum aðgang að, fyrir það verð er bændur þurfa að fá fyrir þær. Talið er að yfir sjávarútveginum vofi sama hættan, ef kaupgjald hækkar innanlands eða verðlag á sjávarafurðum lækkar á er- lendum mörkuðum svo nokkru nemi. H. HJA öllum hugsandi mönn- um verður vart uggs og ótta um hvað framundan sje. Störf Alþingis hafa heldur ekki ver- ið með þeim hætti, að þau hafi dregið úr þessum ótta. Aldrei hefir ósamkomulagið og tortryggnin innan Alþingis milli þingflokka og einstakra manna verið meiri og er þó margs að minnast frá fyrri tíð. Augljósustu sönnunina fyrir þessu lagði Alþingi á borðið fyrir kjósendur, er það gafst upp við að mynda þingræðis- stjórn í fyrsta skifti í sögu þingsins. Flokksofstækið, torti’ygnin og þvildin milli .þingflokka og einstakra þingmanna er að mínu áliti mesta mein þings- ins og þjóðinni stórhættulegt á þessum viðsjálu tímum. Á fyrstu og augljósustu af- leiðingu sundrungarinnar hef- ir þegar verið bent. Við þörfn- umst, eins og nú hagar hjer til, sterkrar ríkisstjórnar, þ. e. stjórnar með öflugan meiri hluta Alþingis að baki sjer. Ríkisstjórn, sem aðeins styðst við það sem kalla mætti hlut- leysi Alþingis, nýtur sín ekki til hálfs, hversu góðir menn sem í hana veljast. Þegar þar við bætist, að hver höndin er upp á móti annari á Alþingi, og þingið er án stjórnai'for- ustu, þá fer oft svo að smá- vægilegur ágreiningur um leið- ir eða aðferðir, sem ekki tekst að jafna, verði hinum þörfustu málum að fótakefli. Afleiðing þessa ástands verður, að erfið- ustu og oft nauðsynlegustu málin ér ékkí iirít ‘ að ‘ léýsá meðan svona stendur. ÁSTAND OG HORFUR Eftir Jón Sigurðsson, Reynistað hestar standa þversum á vegi og verður ekki þokað áfram af sjálfsdáðum, svo öll. umféi’ð verður þess vegna að sveigja út í fen og foræði, þá verður að setja ný öfl af stað til að v ryðja veginn. III. HIN hættan, sem þjóðinni stafar af sundi’unginni og flokksofstækinu í þinginu, er í mínum augum jafnvel enn alvarlegri. Það„ er sú aðstaða, er sundrung borgaraflokkanna veitir kommúnistum til að þoka málum á Alþingi í það horf, er síðar hlýtur að leiöa til vandræða og hruns. Eins og öllum er kunnugt, er Alþingi þannig skipað: Sjálfstæðism. Nd. 13 Ed. 7 Samt. 20 Framsókn . . 10 5 15 Kommúnistar 7 3 10 Alþýðufl. . . . . 5 2 7 Samt. 35 17 52 Ef litið er lauslega á þessa töflu, virðist ekki líklegt að kommúnistar geti komið miklu til leiðar, þar sem hinir flokk- ai’nir þrír eru allir yfirlýstir andstæðingar hinnar rússnesku einræðisstefnu, sem leyfir að- eiixs eina pólitíska skoðxrn og einn flokk, kommúnistaflokk- inn. Þegar betur er að gáð, víkur þessu nokkuð öðru visi við. Alþýðuflokkurinn er í svip- inn lamaður af geig við komm- ,'únista og vaxandi gengi þeirra hjá verkamönnum og Sjálf- st.fl. og Frams.fl. virðast skoða það sem eitt af helstu verk- efnum sínum að bera vopn hvor á annan. Eins og taflan ber með sjer, eru styrkleika hlutföll flokk- anna á Alþingi þinnig, að þeg- ar Sjálfst.fl. og Frams.fl. berj- ast, eins og oft vill verða, og Alþýðuflokkurinn hefir sig lít- ið í frammi eða veitir komm- úmstum að málurn, eru það kommúnistar sem ráða úrslit- um mála á Alþingi. Kommún— istar hafa þess vegna nú um skeið haft þá ákjósanlegu að- stöðu fyrir slíkan flokk, að geta haldið Alþýðuflokknum niðri, þannig að hann þori ekki að leggja út í nein stórræði, t. d. stjórnarmyndun án hans sam- þyktar, en veita Framsókn og Sjálfstæðismönnum að málum á víxl. Tilgangur þeirra er að magna fjandskapinn milli þess ara flokka, og stuðla að því að þeir gjöri hvor öðrum alt til tjóns er þeir geta. Þetta hlýtur að leiða til þeirrar upplausn- ar og öngþveitis í þjóðfjelag- inu, er kommúnistar þrá til þess að geta brotist til valda. Það er gámla reglan: deildu og d'rotnaðu. Þannig er ástand- ið í dag og þannig hefir það verið á annað ár. Það þarf engan spámann til að segja það fyi’ir, að komm- únistar auki fýlgi sitt rríeðan þeir halda þessai’i valdaað- stöðu. Hitt þarf þá heldur ekki a<$ éfa,‘ á8 tí’aust’ manhá' á Kmá flokkana fer þvervandi og að fjöldi manna telur þetta stjórn málaástand óviðunandi. IV. ÞÆR tilraunir, sem gerðar hafa verið og stefndu að því að koma á öflugri samvúnnu í þinginu, hafa strandað. Allir kannast við tilraunirnar haust ið 1942 til að koma á fót sam- vinnu allra flokka og svo til- raunir Framsóknar og Alþýðu- flokksins til að fá kommúnista til fylgilags vio sig. Árangurinn af öllu þessu varð harmagrátur einn, og þó mestur sá, sem kendur er við Eystein. Það mun líka mála sannast að kommúnistar vilja ekki og hafa aldrei ætlað sjer að ganga til stjórnarsamvinnu við nokkurn flokk, þótt þeir hafi að sögn látið ekki ólík- lega í fyrstu viðræðum. V. SAMVTNNA górhlu þjóð- stjórnarflokkanna væri á marg an hátt æskilegust, ef hennar væri kostur, en kunnugir telja það útiloVað, vegna ótta Al- 'þýðuflokksins við kommúnista, sem áður hefir verið vikið að. Eftir virðist þá aðeins ein leið út úr þessum ógöngum, þ. e. samvinna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksinsi Þess- ir flokkar hafa síðustu 20 árin verið stórveldin í íslenskum stjómmálum, sem hafa barist um áhrif og völd. Þessi 20 ára styrjöld, sem á köflum hefir verið mjög hörð, hefir runnið nokkrum flokksmönnum beggja flokka svo í merg og bein, að þeir skoða andstöðu- flokkinn sem erfðafjendur sína og stappar þar nærri heittrúar ofstæki fyrri alda. í þessu sambandi kemur mjer í hug þáttur úr sögu Eng- lendinga og Frakka. Þessi ná- granna stórveldi börðust öld- um saman um áhríf og völd og þjóðirnar skoðuðu hvor aðra sem erfðafjendur. Á þessu varð ekki veruleg bi’eyting fyr en þeir atburðir gerðust, að við hlið þessara þjóða reis upp stórveldi, grátt fyrir járnum og ógnaði báðum. Þetta varð til þess að þessir gömlu and- stæðingar og erfðafjendur tóku höndum saman og gei’ðu með sjer bandalag til sóknar og varnar. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn ættu að festa sjer þessa sögu vel í minni. J.ilassir flokkar eiga í sínum kjósendahóp samanlagt líklega 80—90% af öllum atvinnurek- endum þjóðarinnar, auk fjölda annara kjósenda, sem eiga alla afkomu sína og sinna undir at- vinnurekstri þessara manna. Við hlið þessara flokka er 113100 upp andstæðingur, kommúnistaflokkurinn, sen^ fáum árum er orðinn 3. stærsti flokkui4 þingsins og hefir íagt undir sig Alþýðusamband ís- lands og verkalýðsfjelög víðs- vegar um land. Þessi flokkur bíður nú tækifæris að leggja atvinnufyrirtæki andstæðinga sinna í rústii’. Þetta er ekki sagt út í bláinn. Kommúnistar hafa nú í hótunum almenna grunnkaupshækkun og undir- búa að sögn uppsögn vinnu- samninga um næstu áramót, en kauphækkun getur. eins og nú er ástatt, auðveldlega orðið þess valdandi, að sjávarútveg- urinn verði rekinn með tapi og útflutningur ýmsra sjávaraf- urða stöðvist. Afleioingum •þess er óþarft að lýsa. Hjer hefir því hafist til á- hrifa og mannaforráða flokk- ur sem ógnar atvinnurekstri og afkomu mikils þorra af kjós- endum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. VI. MARGIR hugsandi menn sjá hvert stefnir. Þeir spyrja sjálfa sig og aðra: Ætlar Alþingi eða meiri hluti þess að láta flokks- ofstæki og sundrung hamla nauðsynlegri samvinnu og verða þannig þess valdandi, að þjóðin verði smám saman skref fyrir skref lögð undir járnhæl kommúnista? Þetta má ekki veroa. Jeg hefi leitt rök að því, að eins og nú er ástatt, verður sókn kommúnista aðeins stöðv- uð með sameiginlegu átaki stærstu flokka þingsins. Jafnframt hefi jeg gjört grein fyrir því, að það er skylda þessara flokka að taka hönd- um saman vegna kjósenda sinna, ef þeir ætla ekki bein- línis að koma þeim á knje. Loks hefi jeg bent á, að þjóðin þarf að fá sterka rík- isstjórn, er hefir svo ríflegan meiri hluta Alþingis að baki sjer, að hún geti lagt höfuð- Unumar í starfi þingsins, þar I meðal lausn dýrtíðarmálanna og fengið þær samþyktar á Al- þingi. Þetta tel jeg aðeins unt eins og nú standa sakir, með samstarfi og sameiginlegu á- taki Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarílokksins. VII. FARI svo, mót von minni, að störf Alþingis á árinu 1944 verði enn mótuð sama mark- inu og verið hefir nú um sinn, getur ekki hjá því farið að aðalflokkar þingsins, sem mest ábyrgð hvílir á, bíði við það mikinn hnekki, sem getur leitt til upplausnar, enda fer þá að verða fullreynt, að þeir eru ekki þess megnugir að full- nægja gi’undvallarskilyrðum þingræðisins, og verðskulda því ekki annað. Jeg drep á þqtta, ekki af því, að jeg „telji nýa flokks- myndun æskiíega, heldur þvert á Yn’ótí, • netrírí" anhárs sje ekkr kostur. Ef tveir rammstaðir ★ Jeg læt hjer staðar nymið að sinni. Jfg get búist við því, að þeir flokksbræðra minna, sem ekki þola að heyra Fram- sóknarflokkinn nefndan á nafn án þess að umhverfast, telji mig hafa unnið mjer til óhelg- is með þessum skrifum, jeg sje að svíkja Sjálfstæðisflokk- inn, ganga í Framsóknarflokk- inn eða stofna nýjan flokk, o. s. frv. Þessa og þvílíka sleggju- dóma læt jeg mig engu skifta. Jeg tel stjórnrtiálaástandið svo alvarlegt, að jeg hika ekki við að benda á hætturnar, er af því geta leitt og jafnframt leið- ir til úrbóta, þótt þær sjeu ekki öllum að skapi. 16. des. 1943. - Níðcireinin um ísland Framh. af bls. 2. frá hemum og saltað það. Þegar einn bóndinn var mintur á, að hann hefði verið heppinn að fá svona mikinn mat fyrir lítið verð, svaraði hann: ,,Já, en salt ið var nú fjári dýrt“. Svar Thor Thors. Nokkrum dögum eftir að þessi furðulega grein birtist í Nordisk Tidende birtist í sama blaði grein frá Thor Thors sendiherra í Washington, þar sem hann rekur firrurnar í greininni lið fyrir lið og segir m. a.: „íslenska þjóðin og íslenska ríkisstjórnin harmar mjög, að viðtal eins og þetta skuli vera birt í einu fremsta blaði Norð- manna í Ameríku. íslendingum þykir mjög vænt um Noreg og Norðmenn. íslendingar hafa fundið til með hinni þjáðu þjóð, Norðmönnum, og sem lítið dæmi um velvilja íslendinga í garð Norðmanna má geta þess, að á s.l. ári var safnað 750.000 krónum til Noregshjálparinn- ar“. Kveðjur frá Jakob- ínu Johnson Þ.TÓÐRÆKNISF.IELAGh INU hefir borist kveðja frá fi’ú Jakebími .Tohnson skáld- konu. í kveðjunni segir Jak- obína; „Kærá íslenska ættfólk mitt. Mig langar áð senda ykkur öllum ástúðlegar Iiátíðakveðj-f ur. Um leið vil jeg á uý þakka* mjög innilega afmæliskveðj- una, 24. okt. s.l. meðtekna frát ritara ykkar. Hún mun vand- lega geymd í huga mínum. Ykkar einlæg .Takobína John- son‘ ‘. .Takobína skiildkona býr í :íM)B. • 59 •tír • Sti'éet; Bháttle, Washington.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.