Morgunblaðið - 29.12.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1943, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. des 1943. Minningaro Við þektumst snemma um æfi árdagsskeið, i og áttum saman þrá um blóma leið. Og gullstrengjaða gýju vonin snart, já, gjörvalt lífið var þá sólarbj art. J. B. í DAG, miðvikudaginn 29. des., verður til grafar borinn norður á Grýtubakka í Höfða- hverfi, einn af gömlu hún- versku bændunum, Erlendur Erlendsson frá Hnausum. Um æsku hans og uppvaxt- arár er mjer að mestu ókunn- ugt, annað en það, að hann var fæddur í Skálholti 20. júní 1874. Foreldrar hans voru, Er- lendur Eyjólfsson frá Snorra- stöðum í Laugardal og Mar- grjet Ingimundardóttir frá Efstadal í Laugardal. Erlendur sál. misti föður sinn, er hann var nýfæddur, en gæfustjarna hans var þá strax hátt á lofti, því að hin valin- kunnu sæmdarhjón Eiríkur Eiríksson og kona hans Guð- rún Jónsdóttir í Miklaholti í Biskupstungum, tóku hann til uppfósturs. Ólst hann upp hjá þeim í hinu mesta ástríki til fullorðins ára, en þá höfðu ör- lögin ákvarðað leiðir hans norð ur í Húnaþing. — Þar kyntist hann eftirlifandi konu sinni Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur frá Grund í Svínadal. Þau gift ust 20. apríl 1901 og byrjuðu búskap á Rútsstöðum í Svína- dal og bjuggu síðan á ýmsum stöðum í Húnaþingi, síðast Hnausum. Vorið 1929 brugðu þau búi og fluttu . til Reykjavíkur, stundaði hann þar veggfóðrun o. fl., uns sjónin tók að deprast að hann 1940 flutti til dóttur sinnar Jóhönnu og manns hennar að Grýtubakka í Höfða hverfi. Þeim hjónum Erlendi og Sig urbjörgu varð margra bama auðið, af þeim komust upp og lifa átta, tveir drengir og sex stúlkur. Eftir að Erlendur sál. kom 1 Húnaþing, kyntumst við mik- ið, sem mest stafaði af sam- eiginlegum málefnum okkar. Hann var afburða söngelsk- ur maður og hafði á unga aldri um Erlend gengið í þjónustu þjóðkirkj- unnar og gegnt organleikara- starfi til fjölda ára, síðast við Þingeyrakirkju, þar til hann flutti suður. Um Erlend sál. má með sanni segja, við leiðarlokin, ,að harm var lánsmaður. Frá náttúrnrm ar hendi var hann glæsimenni. hrókur alls fagnaðar, alt ljek í höndum hans og afburða dug legur, sterkur og snar og þbtti mikill glímumaður á yngri ár- um. Munu nú flestir glímufje- lagar hans látnir, nema frændi hans f.v. bankastj. Bjaim Jó.os son frá Unnarholti. Lángefni virtist Erlendur sál. hafa hlotið í vöggugjöf, fyrst og fremst að fá það upp- eldi, sem hann fekk hjá fóst- urforeldrum sínum, og annað, þá leiðir hans á þroskabraut lágu burt úr átthögunum, að kynnast þá þeirri konu, er úr því varð lífsförunautur hans, af einni bestu bændaætt í Húnaþingi (hún og Magnús Guðmundsson f.v. ráðherra voru bræðrabörn). Síðast og ekki síst, að öll börn þeirra, sem upp komust, reynast hin mannvænlegustu. Heimili þeirra hjóna var annálað gestrisnis og gleðskap arheimili. Höguðu atvikin því þannig, að lengst af bjuggu þau við þjóðbraut. Var því af eðlilegum ástæðum oft mann- margt á heimili þeirra, enda bæði hjónin höfðingjar í lund og vinsæl í hjeraði. Sem fleira, hafði Erlendur sál. þegið söngnæmi í vöggu- gjöf og einmitt á uppvaxtar- árum hans og fyr, var á þeiin Erlendsson slóðum og víðar í Árnessýslu, vagga sönglistarinnar í land- inu, er með fram hefir skap- ast af áhrifum frá hinni þjóð- kunnu Bergsætt, sem heíir alið hvern afburðamanninn efti: annan á sviði tónlistar. Á uppvaxtar- og þroskaái- um Erlendar sál. voru ýmsir afburða raddmenn í Tungun- um, þar á meðal Brekkubræð- ur, Björn og Jón, ennfremur Erlendur hálfbróðir hans, allt afburða söngmenn. Þetta umhverfi æskuaranr.a var það, sem mótaði tónlistar- eðli Erlendar sál., er fylgdi honum til síðustu stundar. Fyrstu kynni hans af lífiru voru í sveit, í samfjelagi við hina lifandi náttúru, horfa á grasið og blómin spretta og fölna, hlusta á vorfuglaklið- inn og fylgja þeim í anda út í bláma fjarlægðarinnar, er þeir kvöddu. Horfa á skepn- urnar fæðast og þroskast og lifa með þeim. Myndir af öllu þess o f) , hafa setið óafmáanlegar á hugarspjöldum hans, er hann á gamals aldri flutti út í sveit, Iangt norður í land til dóttur sinnar, sem bar gæfu til að annast hann, er honum lá mest á. Erlendur sál. ljest að Grýtu- bakka 19. þ. m. á sjötugasta aldursári. Við gröf hins látna, skyldurækna og óeigingjarna sæmdarmanns, fjarri átthögum og æskustöðvum, mun að þjóð arvenju sunginn sálmurinn „Alt eins og blómstrið eina1'. Verður þá skoðað að líkum, frá þjóðfjelagsins hlið, að fuliu greitt fyrir áratuga störf hans hans í þjónustu íslensku rík- iskirkjunnar. Þorsteinn Konráðsson. — VOPN GUÐANNA. Framh. af bls. 2. samanlögðu mjög glæsileg og vissulega þess verð að hún verði mikið sótt. Frú Ásta Norðmann hefir sjeð um dansinn í leiknum og farist það ágætlega úr hendi, eins og vænta mátti. I leikslok var höfundur og leikendur óspart hyltir af leik- húsgestum. Sigurður Grímsson. — Rússland Framh. af bls. 1. til að færa hersveitunum ben- sín og matvæli. Þessi nýja sókn Rússa í Ukrainu hefir augsýni- lega komið Þjóðverjum alger- lega á óvart. Rauði herinn sækir nú fram eftir landsvæði þar sem eru raðir þýskra her- mannagrafa og, sem á eru letr- uð dagsetningar í nóvember og desember 1943 og bera glögt vitni því óhemju manntjóni, er Þjóðverjar urðu fyrir í gag-n- sókn sinni fyrir skemstu. Rússar notuðu nýja skrið- drekategund. Rússar tefldu fram nýrri tegund skriðdreka í sókn sinni vestur af Kiev, jog er talið að þeir eigi þessum skriodrekum sigur sinn að þakka að miklu leyti. Þessir skriðdrekar komu Þjóðverjum mjög á óvart og tókst Rússum með þeim að brjóta sjer braut gegnum sterk ar varnir Þjóðverja. — Ekki hefir verið látið neitt uppi um þessa nýju skriðdrekategund, eða hverjir yfirburðir þeirra ero. Rússar taka Korostyshev. — í herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld er tilkynt, að þeir hafi tekið borgina Koros- tyshev og Koteyvka og 60 aðra bæi og þorp á Zitomirsvæðinu. Rússar segjast hafa hrundið öflugum gagnárásum Þjóð- verja fyrir norðan Kirovgrad. í gær (mánudag), segjast Rússar hafa eyðilagt 105 óvina skriðdreka. Korostyshev er um 30 km austur af Zitomir og um 28 km suður af Radomysl á vestur- bakka Terevfljótsins. Uppsögn Dags- brúnarsamninga ATKV.EÐAGREIÐSLA fer. fram um það í Dagsbrún núna eftir áramótin, hvort fjelagið eigi að segja upp samningum við atvinnurekendur. Trtmaðarráð fjelagsins jmf- ir samþykt að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um þetta mál og að hvetja fje- lagsmenn til þess að sam- þykkja uppsögnina. — Siiarnborsi Framh. af bls. 1. Sharnhorst og skutu að því tundurskeýtum. Þrjú skeyti-n hittu. Litlu síðar komst Duke of York enn í færi við þýska; orustuskipið og hitti })að. Logaði nú Sharnhorst og var nærri stöðvað. Komst þá beitiskipið Jamaica í tund- urskeytafæri og hitti Sharn- horst og sökti skipinu. Þetta var klukkan 7,45. Heillaóskir. George Bretakonungur hefir sent Bruce Fraser flotaforingja skeyti, þar sem hann segir: ,,Góð frammistaða, Duke of York og þið hinir. Jeg er hreyk inn af ykkur“. Churchill sendi flotaforingj- anum eftirfarandi skeyti: „Hjartanlegar hamingjuóskir til yðar og heimaflotans fyrir fyrirtaks frammistöðu. Alt kem ur til hans, sem kann að biða“. « Duke of York. Duke of York er eitt af nýj- ustu og fullkomnustu orustu- skipum Breta. Sennilega 45.000 smálestir að stærð. Það var fyrst kunnugt að það vseri full- búið fyrir' tveimur árum, er Churchill sigldi með því vestur til Ameríku á fund Roosevelts forseta. Duke of York er syst- urskip Prince of Wáles, sem sökt var skamt frá Singapore. Beitiskipin, sem þátt tóku í þessari sjóorustu, eru einnig kunn af fyrri afrekum. Shef- field og Norfolk voru með, er Bismarck var sökt. - „Alfaslóðir" Framhald af bls. 6. samdi ævintýrin sín, ekki síst „Riddarann í skóginum“, ævin- týrið um kóngsdótturina, sem í harmi sínum vildi ekki kaupa gleðina því dýra verði að gleyma dökkeyga riddaranum, sem hafði eftir örskamma sælu gefið henni gáfu sorgarinnar. í þessu yndislega ævintýri eru mikil skáldleg tilþrif, hinn „dramatíski“ stígandi er ósvik- inn, djúpsett lífsspeki er klædd í fagurt form og í látleysi sínu er stíllinn heillandi. Það væri freistandi að minn- ast á sögu afdalabóndans og annað fleira, því að með þessari bók eignast höfundurinn vafa- laust lesendahóp, sem hlakkar til að fá meira. Jón Auðuns. X - 9 OO^XiOOO^XiOOOOOOC^OOOOOOOOOO^ Eítir Robert Storm ÖOOOOOOÖOOOOO'OKXX ><><>00000000) K"S TAU'G WITH THE AGStSTANT \NA K DEN.. e^^ænBH»aaaBaaiSEes®mTr- HE WA& A FAMOUB STUNT MAN BEFORE HE COsVMlTTED MURDER...WHAT FACTB HAVE yOU eOT ON HIAI? J| ..ESSE VJAO ABSOLUTEUS NO W/y FOR "ALEXANDER, THE GREAT," TO GET OUT CF THI5 PRiBQN, X-9 l ^ f THERE N MUBT HAVE EEEN rnv ...HE'S . OUT! > HÉ A1UST HAVE BEEN DOUBLE- JOINTEDO TO &OUEET.E INTO THAT CANNONÍ X-9 ræðir við aðstoðarfangavörðinn: —Einhvern veginn hefir hann komist, því farinn er hann. Fangavörðurinn:- — Það var ábyggilega ekki nokkur leíð fyrir Alexander að -strjúka úr þessu fangelsi, X-9: — Hánn var frægur maður áður en. hann Fangavörðurinn: —- Við Skulum athuga þessar blaðaúrklippur. — í blaðinu er sýnd mynd áf Alexander. þar sem honum er skofið -úr- fall- var tekinn. Hvað vitið þjer um hann? byssu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.