Morgunblaðið - 29.12.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.1943, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. des 1943. tóORGUNBLAÐIÐ 11 ennið og með hina örsmáu van-' sköpuðu fætur gamla tímans. Fyrir framan hana stóð blint tötralegt barn með ölmösuskál. „Já, það er ekki algengt nú Qrðið að sjá reirða fætur“, sagði Frank, kæruleysislega. „Það var barnið, sem jeg átti við“, sagði Ruth. „Það sátu flugur í augum þess“. „Þú átt eftir að venjast því“, sagði hann. „Það er ekki alveg eins þrifalegt í Shanghai og á spítölunum, sem þú áttir að venjast. Ruth leit af betlurunum á Frank. „Það amar ekkert að þjer, er það?“ spurði hún eftir að hafa virt hann fyrir sjer um stund. „Amar að mjer? Nei. Höfuð- verkur, ef til vill“, sagði hann. „Jeg gat ekki sofið“, bætti hann við. Ruth brosti sælubrosi. „Jeg ekki heldur, Frank“, sagði hún ástúðlega. „Jeg hefi aspirín í ferðatöskunni minni, sagði hún. „Okkur tekst brátt að losa þig við höfuðverkinn“. Honum gramdist hughreyst- andi hjúkrunarkonurödd henn- ar. „Það er ekki hægt að lækna höfuðverk eins og minn með aspiríni“, sagði hann. „Byssu- púður kynni helst að hjálpa“. „Sjálfsmorð?“ spurði Ruth. „Ekki beint. Maður á að taka stein úr plómu og setja byssu- púður í staðinn fyrir hann. — Morris vinur minn sver óg sárt við leggur að það sje óbrigðult höf uðverkj armeðal“. „En hvað það er mikið af Kínverjum hjerna!“ sagði Ruth. „Við erum nú í Kína“, svar- aði Frank. Hún hafði hlegið dátt að lýsingu hans á höfuð- verkjarlyfinu. „Geta menn keypt ^byssupúður eftir vild í verslunum Shanghaiborgar?“ spurði hún hlæjandi. Frank leit á hana meðan hún ljet dæluna ganga. í fyrstu gramdist honum að hún skyldi geta hlegið að höfuðverk hans, en brátt tók hann einnig að híæja. Hann stýrði með ann- ari hendi og þreifaði eftir hendi hénnar með hinni. Er hann fann hana tók hann fast utan um hana og stakk henni í frakkavasa sinn. Ruth andvarp aði djúpt eins og í svefni. Þetta var ástaratlotið, sem hún hafði oft minnst í draumum sínum. „Það er langt síðan við skild- um, finnst þjer ekki, Frank?“ spurði hún feimnislega. „Jú. En nú ertu komin“, sagði hann aftur. „Ertu feginn?“ spurði hún. „Er jeg feginn?“ endurtók hann. „Já, Ruth litla, sannar- le'ga er jeg feginn“. En eftir fáeinar mínútur ó- kyrðist hann og slepti hendi hennaf. Hann tók hana upp úr vasa sínum og lagði hana aftur á sætið eins og hlut sem væri honum til trafala. Hann hjelt við stýrið með hnjánum meðan hann tók upp klút og þurkaði sjer um lófana. „Þetta er ljóta óþrifabælið11, sagði hann, um leið og hann tók stýrið á ný og beygði inn í Nankingstræti. Ruth horfði forvitnislega í kringum sig, en augu hennar leituðu brátt aftur til Frank. Hann hreyfði höfuðið vand- ræðalega, lagfærði á sjer háls- knýtið og sljetti á sjer hárið. „Shanghai hótel, ungfrú“ sagði hann og stöðvaði bifreið- ina. Ruth teygði höfuðið og virti fyrir sjer hið stórfenglega átján hæða hús. „Það er sann- arlega glæsilegt“, sagði liún full aðdáunar. Frank fjekk kínverskum ljettadreng tösku hennar og sagði klaufalega: „Jeg vona að þjer líki her- bergið — þú átt auðvitað ekki að gista í því nema til laugar-' dags“. Ástæðan fyrir því að Frank tók herbergi handa Ruth í Shanghaihótel var sálfræðilegs eðlis. Það var varúðarráðstöf- un,óyfirstíganleg hindrun miiii hans og Helen. Með Ruth og Helen á sama hótelinu var hann öruggur fyrir ölium freist ingum, því endá*þótt hann kynni að langa til að hitta Helen myndi sú staðreynd að Ruth var nærri aftra honum frá því. Rjett í því að hann tók undir handlegg hennar til að leiða hana inn í gistihúsið togaði lít- ið barn í pils hennar. Ruth leit undrandi við og sá ótrú- lega óhreinan smásnáða sem brosti breiðu brosi svo að skein í tvær raðir stórra glampandi tanna. Hann sagði eitthvað sem Ruth ekki skildi og benti á litla körfu sem hann hjelt á í hendinni. Hún var full af gul- leitum dún og ámátlegasta tíst heyrðist upp úr henni. „Hvað vill hann?“ spurði Ruth. Dyravörður hótelsins var kominn á vettvang til að rcka barnið burtu, en Ruth hjelt fast í granna litla höndina, sem hafði togað í pilsfald hennar. „Hann vill selja þjer dúsín andarunga“, sagði Frank. — „Andarunga“, sagði Ruth ráða- leysislega. Hún leit ofan í körf- una. Undan dúnþöktum vængi - unum gægðust lítil höfuð með undarlega stór nef og tístu aum ingjalega. Drengurinn tók einn ungan og lagði hann í lófa Ruth. Hann hjúfraði sig niður í hlýjuna og virtist kunna vel við sig. Frank æpti að drengn- um, en hann hló aðeins og svar aði honum fullum hálsi. Noltkr ii dráttarkarlar, sem hímdu venjulega fyrir utan hótelið söfnuðust saman kringum þar - g hlóu Ruti; nafði í fjölda ára ekki heyrt jafn hjartanlegan hlátur Hún stóð með andat- ungann í lófanum og leit á víxl á þá Frank og snáðann og röð hinna hlæjandi, óhreinu út- lendu andlita. „Hversvegna hróparðu að honum?“ spurði hún. „Kínverjar skilja ekkert ann að“, svaraði hann. Hann mynd- aði sig‘ til að taka ungann og láta hann aftur í körfuna, en hann sagði nokkur orð á sínu eigin máli, að því er virtist þóttalega og gremjulega, svo að Frank dró ósjálfrátt að sjer hendina. Þetta atvik jók mjög hlátrasköll dráttarkarlanna. „Hvað er ætlast til að maður geri við hann?“ spurði Ruth, sem skynjaði hið litla hjálpar- vana dýr með hverri taug lík- ama síns. „Ala hann býst jeg við, og eta síðan“. Maður getur fengið þá svo hundruðum skiftir hjer í Shanghai.Hverjir kaupa þá?“ spurði hann dyravörðinn. „Ríkir Kínverjar", svaraði hann „handa börnum sínum til að leika sjer að. Þau pynta þá til dauða". Rut þrýsti litla andarungan- um fastar að sjer, eins og hún á barnsaldri hafði haldið á hundum, blindum köttum og froskum. „Langar þig í eina körfu- fylli?“ spurði Frank. Elsku Ruth, hugsaði h^nn, hjartagóða blíða Ruth. „Aðeins þenna eina“, sagði Ruth. „Jeg er viss um að það er gæfumerki að eignast hann. — Hann er farinn að þekkja mig. Sjáðu bara? En sú vandræði að hann skuli bara tala kín- versku!“ ' Eftir hið venjulega þras og þref um verðið varð Ruth eig- andi að körfunni og einum and arunganna. Drengurinn fjekk nokkra smáskildinga og tróð hinum ungunum ellefu inn í ermarnar sínar. Og Ruth krepti lófana utan um lifandi, hlýjan, dúnhnoðran og gekk inn í dýrð Shanghaihótelsins, ljómandi af sælu. „Monsieur Taylor, Monsieur Taylor“, æpti Madame Tissand, sem sat í sínu venjulega sæti umkringd frönskum dagblöð- um. „Þjer þurfið ekki að segja mjer neitt — hjerna er þá brúð urin komin, jeg veit alt. Og þjer voruð næstum búnir að sofa yfir yður, slæmi, ungi mað ur! Hún er töfrandi. Þjer eruð indælar, fröken. Jeg vona að loftslagið eigi vel við yður. Það á ekki við alla, eða hvað finst „Bíddu þangað til í rökkrinu", sagði kerling. „Þá fara folarnir konungs hjerna fram hjá aftur á heimleiðinni, og þá geturðu hlaupið á eftir þeim. Það veit enginn að þú hefir legið hjer allan daginn, í stað þess að gæta folanna“. Þegar folarnir komu, fjekk kerling piltinum vatns- krús og mosaflyksu. Þetta átti hann að sýna konungin- um og segja, að svona væri það, sem folarnir sjö ætu og drykkju. „Hefirðu nú gætt folanna af trúmensku allan daginn?“ spurði konungur, þegar piltur kom um kvöldið. „Já, ætli það ekki“, svaraði piltur. „Þá geturðu sjálfsagt sagt mjer hvað það er, sem folarnir mínir sjö'eta og drekka?“ spurði konungur. Jú, piltur sýndi vatnskrúsina og mosann, sem kerlingin ljet hann fá. „Þarna sjerðu matinn þeirra og drykkinn“, sagði hann. En þá sá konungur strax, hvernig honum hafði farist gæslan á folunum úr hendi, og varð svo reiður, að hann skipaði að reka hann úr vistinni undir eins, en fyrst var hann hýddur duglega. Þegar piltur kom heim aftur, getur maður líklega ímyndað sjer, hvernig á honum lá. „Nú hefi jeg einu sinni reynt að fara í vinnumensku“, sagði hann, „en það geri jeg aldrei aftur“. Daginn eftir sagði svo annar sonurinn, að hann vildi reyna að fara út í heiminn og vinna fyrir sjer. Foreldrar hans sögðu nei og báðu hann að líta á bakið á bróður sínum, sem var alt gult og blátt. En hann ljet sig ekki, heldur sat við sinn keip, þar til hann fjekk að fara og lagði þá af stað. Þegar hann var búinn að ganga heilan dag, kom hann líka til konungshallarinnar og þar stóð konungur úti og spurði hvert hann væri að fara, og þegar piltur svaraði, að hann vildi komast einhversstað- ar í vist, þá sagði konungurinn að hann gæti gætt fol- anna sinna sjö, og svo bauð konungur honum sömu laun og hjet honum sömu refsingu og bróður hans. Jú, pilti leist vel á þetta starf, og sagðist skyldi gæta folanna og segja konungi hvað þeir ætu og drukku, hugsaði hann. í birtingu um morguninn slepti hestavörðurinn fol- unum sjö úr húsi, og þeir af stað aftur yfir hóla og hæðir, og piltur á eftir. En það fór eins fyrir honum og bróður hans. Þegar hann hafði þotið á eftir folunum í s$WfSS\ 0 01 orT rrt linu,- Sjötti hluti Bandaríkjanna er svo sviðin eyðimörk, að talið er að ekki verði hægt að rækta nema 5 % með því að veita vatni yfir landið. — Jarðfræðingar halda því fram, að þar sem þessar eyðimerkur eru nú. hafi í fornöld verið gróðurríki mikið og nægilegt vatn frá ótal st.öðu- vötnum. Mörg þessara uppþorn uðu stöðuvatna hafa skilið eftir þykk saltlög. — í Suður-Cali- forníu er Searles Lake, þar sem saltlagið er sumstaðar alt ao 60 fet á dýpt. — Saltið er grafið upp, og þegar búið er að hreinsa það, er það sent á mark aðinn. Sumstaðar er saltið þó svo hreint að ekki þarf að hreinsa það, það er strax hægt að mylja það, láta það í sekki og senda það af stað. ★ Það var fyrir nokkrum árum að birt var í blöðunum óvenju- leg trúlofunarírjett. Hún var þannig: „Nýlega opinberuðu trúlofun sína, á finska siglingaskipinu „Ponape“, í höfn í Ástraliu, 2. og 3. stýrimoður. Þriðji stýri- maður var ung stídka, sem ráð- in var á skipið í Englandi.“ ★ Eitt sinn kom kona inn í gjaldkeraskrifstofu vinnuveit- anda síns, til þess að taka á móti vikukaupinu. Þegar hún „kvittaði“ fyrir kaupið teiknaði hún hring á blaðið. „Hvað er þetta, Mandy“, spurði gjaldkerinn hana, „hversvegna seturðu nú hring í staðinn fyrir krossinn, sem þú ert vön að setja?“ „Nú“, svaraði Mandy, „Jeg gifti mig aftur og brevtti um nafn“. ★ Lincoln sagði eitt sinn áður en hann varð forseti: „Jeg veit ekki, hvað afi minn var, en jeg veit, hvað sonarson- ur hans vill verða“. ★ George Bernhard Shaw fekk eitt sinn brjef frá Isadora Dun- can, sem var álitin ein allra feg ursta kona heimsins en ekki að sama skapi gáfuð. Aftur á móti var Bernhard Shaw ófríður. — Duncan fór þess á leit við Shaw að þau eignuðust barn saman. Hún endaði brjefið á þessa leið: „Hugsið yður bara, herra Shaw, ef barnið fær fegurðina núna og gáfurnar yðar“. Shaw sendi .Duncan svar- brjef um hæl, þar sem hann afþakkar boðið. Hann endar brjefið á þessa leið: „Hugsið yður bara, ungfrú Duncan, ef barnið fær útlitið mitt og gáfurnar yðar“. ★ — Hvað er hann búinn að ganga lengi sá litli? — Bráðum sex mánuði. — Mikið hlýtur hann að vera þreyttur. ★ Síðasti svarti þrællinn í Bandaríkjunum ljest 1935, þá 105 ára gamall. Hann hjet Cudjó Lewis, en hinn illræmdi þrælasali, kafteinn Farster flutti hann til Ameríku og seldi hann þar ekrueiganda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.