Morgunblaðið - 29.12.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.1943, Blaðsíða 12
12 Miðvikudag'ur 29. des 1943. 2W«í 2 Á sprengdum vegi Þjóðverjar eyðileggja, sem kunnugt er, alla vegi og brýr a undanhaldi sínu á Italíu. Myndin sýnir skriðdreka vera að leggja í skarðí sem sprengt hefir verið í veginn til bæjarins Piscolella. Glæfraleg fjármálastefna: Ríkissjóðinn vantar tugi miljóna króna strax á næsta ári Qrtona á valdi bandamanna Einkaskeyti til Morgunblaðsins- frá Reuter. DAVIS BROWX frjettarit-. ari Reuters ,í aðalbækistöðv- um bandamanna í Norður- Afríku skýrir frá því, að; Þjóðverjar liafi tiikynt, að 3>eir bafi yfirgefið . hafnar- borgina Ortona á austurströnd Italíu. — Bandamenn haf aft- fur á móti ekki ennþá dilkynt um fall borgarinnar. —- Það <er gert j’áð fyrir að Þjóðverj- ar neyðist, vegna töku Ortona, til að hörfa af stóru svæði með fram ströndinni fyrir norð- vestan borgjna. Ennfremur loga miklir eldar í bænura Tollo, sem er 4 míhur frá, ströndinni, og þykir það benda. ti! að þeir muni yfirgefa þann bje, eftir að háfa gereyft hon- um. Það er gert ráð fyrír að hersveitii- Montgomerys fari t # ' * fram hjá Ortona til þess að veita þýska-* hernum eftirför og reyni að ná Pescala-vegin- uín, sem er um 18 km. norðar, eri eftir þeim vegi verði svo gerð aðalsóknin til Rómaborg- ar. — Ortona var síðasta aðal- hindrunin á leiðinni til þessa vegar og hefir luin verið nefnd „minni Stalingrad“. Þjóðverjar skildu eftir mik- ið- af jarðsprengjum fyrir norð- an borgina og er álitið, að það sje ein orsökin til þess, að her- sveitir bandamanna fóru fram hjá borginni. — Ortona fjell eftir mjög harða bardaga í sjö dægur og er orustan talin sú harðasta á Ítalíu, síðan Salerno orustunni lauk. — Þjóðverjar -óku skriðdrekum sínum inn í kjallara húsanna og ljetu byss- ur þeirra standa út um glugg- ana, og þurftu bandamenn að sækja gegn þessum virkjum úr steinsteypu og stáli. Ennfremur notuðu Þjóðverjar úrvalsher- sveitir fallhlífarhermanna og c’dspúandi skriðdreka. Mann- tjón varð að sjálfsögðu mikið á báða bóga. Það voru Kanadamenn, sem báru hita og þunga dagsins í viðureigninni um Ortona. — Bandamerin tóku einnig nokkra *Þæi og þorp suðvestur af borg- inni. Slökkviliðið kallað út þrisvar í gær fSLÖKKVILIÐÍi) var kall- fið út þrisvar í gær. Um morg- finrin var slökkviliðið kallað á Nýlendugötu 7. Ilafði kviknað þiar útfrá sótugum reykháfi ? fötuin. Slökkviliðinu t.ókst fijótlegá að slökkva eldina '0" urðu skemdir smávægileg- ar. A öðruru - tímanum var siökkviliðið kallað inn á( Jjaugavdg. Þar hafði orðið bilun á reykháfi. Voru þegar igerðar ráðstafanir til viðgerð fi' á því. Þá var slökkviliðið kallfið á Laugaveg 36. Er þangað korn, var eldur í rusli í mið- stöð í kjallara hússins. Slökkvi Jiðinu gjekk fljótlega að kæfa eldinn og urðu engar skemdir. FJÁRLÖGIN fyrir árið 1944, sem Alþingi gekk endanlega frá rjett áður en það fór heim, liggur nú fyrir prentað með samlagningartölum og sam- drætti, Verður hjer getið nið- urstöðutalna i heild og stærstu liðanna tekju- og gjaldamegin. Niðurstöðutölur. Á rekstursyfirlitinu erutekj- ur áætlaðar 94.3 milj. kr. og gjöld 89,8 milj. kr. Tekjuaf- gangur því 4,5 milj. Stærstu tekjuliðirnir eru: Skattar og tollar 77,1 milj. kr., tekjur af rekstri ríkisstofnana 16,6 milj. kr. (þaraf Áfengis- verslun 10.3 milj. og Tóbaks- einkasala 5,7 milj. kr.). Stærstu gjaldaliðir koma á þessar greinar fjárlaganna: 16. gr. (landbúnaðarmál, sjávar- útvegsmál, iðnaðarmál, dýrtíð- arráðstafanir, þ. e. 10 milj. verðuppbætur á útfluttar land búnaðarvörur), samtals 20,9 milj. kr.; 13. gr. (þ. e. sam- göngumálin) 20,1 milj. kr.; 14. gr. (kirkju- og kenslumál) 13,4 milj.; 17. gr. (fjelagsmál) 10,3 milj. I öðrum greinum ná gjöldin ekki 10 milj. kr. Til samanburðar má geta þess, að á fjárlögum 1943 voru rekstursútgjöld áætluð 61,2 milj. kr., svo að þau hafa hækkað um 28,5 milj. kr. Þar af stafa tæpar 8 milj. af breyt- ingum á færslu fjárlaganna; raunveruleg hækkun gjalda nemur því rúmum 20 milj. kr. Á sjóðsyfirliti á fjárlögum 1944, er niðurstaðan sú, að nú er greiðsluhalli er nemur rúm- um 357 þús. kr. Glæfralcg fjármálastcfna. Niðurstöðutölur fjárlaganna sýná, að þar er teflt á tæpasta vað og má ekkert út af bera, til þess að illa fari. En niður- stöðut.ölur fjárlagarina sýna þó engan veginn rjetta mynd af fjármálastefnu þings og stjórnar. Á 22. gr. fjárl. eru stórfeld- ar heimildargreiðslur, sem ekki eru með taldar í samdrættin- um. Er þar um að ræða mil- jónagreiðslur, sem ekki er unt að komast hjá að greiða. Einnig samþykti Alþingi nokkur lög, sem hafa allveru- leg útgjöld í för með sjer. Loks má geta þess, að enn er haldið áfram að verja stórum fjárfúlgum úr ríkissjóði til þess að greiða niður vísitöluna. Af þessu öllu er ljóst, að fjár málastefna þing og stjórnar er í hæsta máta glæfraleg. Full- yrða má, að ríkissjóð komi til að vanta tugi miljóna i aukn- um tekjum á árinu 1944, ef ekki verða gerðar sjerstakar ráðstafanir strax á næsta þingi til þess að lækka útgjöldin stórlega. Eitt er víst, að skattþegn- arnir vita á hverju þeir eiga von, ef ekki alger stefnubreyt- ing' verður upp tekin á næsta þingi.' Churchill albafa LONDON í gærkvöldi: — í kvöld var gefin út tilkynning frá Downing Street 10, for- sætisráðherrabústaðnum, þar sem sagt er, að bati Churchills hafi gengið mjög vel Fávifahæli að KleppjárnS' reykjum RÍKIÐ hefir í hyggjtt að reka fávitahæli að Ivlepp- .járnsreykjum í Borgarfirði, nú frá næstu áramótum að; telja. Blaðið hefir snúið sjer 1il landlæknis og spurst fyrir nm þetta mikilvæga mál. Skýrði læknir svo frá: Undan farið hefir fávitahæli verið' rekið^ að Sólheimum í Gríms- nesi, en þar sem við mikla örðuleika er við að et.ja hefir verið ákveðið að hælið verði lagt niður nú um áramót., Yar þá ákveðið að fávitahæli yrði starfrækt á Kleppjárns- reyk.jum í Borgarfirði. Ekki verður þo hægt að reka heim, ilið þar, nema-nægilegt starfs fólk fáist. Fari svo, að ekki fáist nægi lega rntkið af fólki, er ekki hægt annað en að senda fá-1 vitana heim til sín, en vonandi cr, að það komi ekki til. Ilið nýjav hæli á Ivlepp- járnsreykjum verður starf- rækt með sama sniði og önn- ur hæli hins opinhera. Gert er ráð fyrir að í þeim húsakymi um, sem nú eru þar, muni vera pláss fyrír um 20 s.júk- linga. Tekisl hefir að þjefla e.s. Hrímfaxa E.S. ÍIRÍMFAXI er strand- aði á dögunum á Raufarhöfn, og talið var að vafamál hvort takast mætti að halda skipinu á floti. Nú hefir tekist að þjetta skipið til bráðabirgða. Gerðar verða tilraunir til að fá dráttarbát til að di’aga skipið hingað til Reykjavíkur, þar sem ekki er hægt að draga skipið á land, til að- gerða annarsstaðar en hjer. Togarinn Júpíler skemdisl ekkert KAFARI r fenginn til þess að rannsaka botn togar- ans „Júpiters", sem rak á land í Ilafnarfirði. Kom í ljós að skipið hafði alls ekk- jert skemst, enda tók það niðri á leir og lá þár án þess að haggast nokkuð og komst út af eigin rammleik með hálf- aðföllnum sjó. Ameríska hernum fengin sljórn járnbrautanna STIMSON hermálaráðherra hefir fyrirskipað ameríska hern um að taka í sínar hendur stjórn járnbrautanna í Amer- iku. Var yfirvofandi verkfall járnbrautarverkamanna næstk. 1 fimtudag, Hvað kostar ulanríkiS' þjónuslanl VII) ÍSLENDINGAR höf- um nú tekið utanríkismálin að öllu leyti í okkar hendur og erum sem óðast að ganga frá framtíðarskipan þeirra mála. Meðan s j álfstæðisb a rá tta ni stóð sem kæst hjer fyr á ár- um, heyrðist oft raddir í þá átt, að íslenska þjóðin væri svo fátæk og fámenn, að hún væri þess ekki megnuð, aÚ standast þann kostnað, sem, óhjákvæmilega leiddi af uti anríkisþjónnstunni. Þetta var vitarílega sama og seg.ja, að við gætuni ekki verið sjálfstæð' þjóð, vcgna fátæktar og fá- niennis. Sem betur fer, eru þessar raddir fyrir löngu þagnaðar með öllu. Ilitt er svo annað mál, að sjálfsagt er fyrir okkj ur Islendinga, að gæta hóf^ á meðferð okkar utanríkisi þjónustu og sjá til þess, að hvergi sje þar sóað f.je að' nauðsynjalausu. Til þess að þjóðin geti fylgst með því, hvernig hjer. er af stað farið, þykir r.jetf að geta hjcr, hvað Alþingij áætlaði á árinu 1944 og hvern- ig því fje er varið. Ailur kostnaður við þessi mál er áætlaður kr. 682.000 og skiftist hann þannig: Sendiráð í Kaupmannahöfnj 62 þús., sendiráð í Stokkhólmij 75 þús'., sendiráð í Londoix 186 þús., sendiráð í Washing- ton 217 þús., aðalræðismannsi skrifstofan í New York 83 þús.; kostnaður vegna samn- inga við erlcnd ríki 60 þús. Þessar tölur sýna að hjeri er öllu stiit í hóf og er því vel! af stað farið. 5900 matvælaseðl- um úthlutað I gær ÚTHLUTUN matvælaseðla hófst í gær og voru þá afhentir um 5900 seðlar. Úthlutunin heldur áfram x dag og á morgun og fer hún fram í Hótel Heklu frá kl. 10 árdegis til kl. 6 síðdegis. Menn eru sjersaklega ámint- ir um að draga ekki að sækja miðana, sem eru afhentir gegn framvísun núgildandi stofna. Nafn og heimilsfang viðkom- anda verður að vera greinilega ritað á stofninn. Drengur handleggs- brofnar 1 GÆR vildi það slys til áj Laugaveginum að 'drenguu datt af reiðhjóli og handleggs brótnaði. Drengurinn heitir B.jarniJ Sigurðsson, til heimls á Berg-t staðastræti 28B. Bjáí’ni’ var á leið niður Laugaveg og ætlaði að stöðva, reiðhjólið, en þar sem hálftí var á götunni rann hjólið, en við það rnisti hann jafn-> vægið og fjell í götuna. Brottní aði handleggurinn r.jett ofan við xilfnlið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.