Morgunblaðið - 04.01.1944, Page 1

Morgunblaðið - 04.01.1944, Page 1
31. árgang'ur. 1. tbl. — Þriðjudaginn 4. janúar 1944 ísafoldarprentsmiðja h.f, Rússar nálgast landamæri Póllands Stöðuaar árás London í gærkveldi. Síðustu tvo sólarhiúngana hafa verið gerðar tvær mikl- ar árásir á Berlín, og sögðu könnunarflugmenn, er flugu yfir borgina í dag, að þar hefðu logað miklir eldar í tveim hverfum. — Árásin í nótt sem leið var allmikil, en ráðist var á fleiri staði í truflunar- skyni, enda virtust orustuflug- sveitir Þjóðverja hafa verið nokkuð tvístraðar. Loft var skýjað, og komu leitarljós Þjóð verjum að engu haldi, en skot- hríð var hörð. Þessi árás var hin 18. stórárás á höfuðborg Þýskalands, síðan 18. nóv. s.l. Bretar mistu alls 29 sprengju flugvjelar í nótt sem leið, og voru flestar þeirra 4ra hreyfla Lancaster-vjelar. — Reuter. Siöðug iiiviðri á Ítalíu London í gærkveldi. Veður eru nú hin verstu á Ítalíuvígstöðvunum, miklar snjókomur og þokur tíðar, og hafa af þessum orsökum legið niðri bardagar á mestum hluta vígstöðvanna, ög ekki verið annað um að vera á vígstöðv- um fimta hersins en framvarða skærur. Aftur á móti lentu sveitir úr áttunda hernum í hörðum bar- dögum við Þjóðverja, sem gerðu áhlaup fyrir norðan Or- tóna. Var áhlaupum þessum hrundið eftir skæðar viðureign ir. Er barist þarna um hæð nokkra, all-mikilvæga. Orustuflugvjelar, vopnaðar sprengjum, rjeðust á bifreiða- lestir Þjóðverja, sem fests höfðu í fönn, og unnu þeim allmikinn geig. Aðrar flugvjelar gerðu atlögur að hafnarborginni Civita Vecchia og komu upp eldar. Þá var ráðist á járnbraut ina milli Marseilles og Cannes á suðurströnd Frakklands. Reuter. Stefna Tyrfcja óbreyti Ankara í gærkveldi. Zaracoglu, forsætisráðherra Tyrkja, hefir haldið útvarps- ræðu í tilefni af áramótunum, og sagt, að stefna Tyrkja í ut- anríkismálum muni í framtíð- inni verða hin sama og hingað til, og óskuðu Tyrkir eftir vin- áttu allra þjóða. — Ennfremur sagði Zaracoglu, að friðurinn væri eitt það allra dýrmætasta, sem nokkur þióð gæti átt. Reuter. Stöðugt er talað í frjettum um hið slæma tíðarfar á ítal- íu, og' sýnir myndin hjer að ofan, breskan sendiboða, sem hefir orðið að nema staðar vegna þess að vatn hefir komist vjelina á bifhjóli hans. Lítil ítölsk telpa horfir á, undir stórri regnhlíf. , Sjiíkra- og íbúð- arhúsið á Brekku brennur SJÚKRAHUSIÐ og íbúðar- húsið að Brekku í Fljótsdal brann að morgni 3. þ. m. og stendur ekkert eftir af því nema berir steinveggirnir. Tveir piltar, sem sváfu á neðri hæð hússins, urðu varir við mikinn reyk kl. hálf fjög'- ur þá um morguninn. Vöktu þeir þegar hitt heimilisfólkið, orðið vart. Komst alt fólkið út úr húsinu án þess að nokkurn sem svaf flest á efri hæð húss- ins, en þar hafði reyksins ekki sakaði. Eldur hafði komið upp í kjallara hússins og var reykur mikill. Engin tök voru að slökkva eldinn, og var húsið alelda á skömmum tíma. Af innanstokksmunum húss- ins var litlu sem engu bjarg- að. Alt, sem var á efri hæðun- um, brann til kaldra kola, en nokkuð af lyfjum sjúkrahúss- ins náðist út og lítilsháttar úr kjallara. Annað íbúðarhús og gripahús, sem stendur rjett hjá læknisbústaðnum, sakaði ekki, enda stóð vindur af þeim. Hontgomery kominn til Bretlands London í gærkveldi. Montgomery hershöfðingi, sem stjórna skal her Breta í innrásinni í Evrópu, er kominn heim til Bretlands, að því er tilkynt hefir verið opinberlega í London. Áður en hann fór frá Ítalíu, kvaddi hann áttunda herinn, og ljet svo um mælt, að hann væri eini þrautþjálfaði her- inn, sem Bretar ættu, og myndi reynsla hans koma öðrum herj um Breta að góðu haldi. Sagð- ist hann taka með sjer til Bret- lands ýmsa af reyndum for- ingjum hersins. Var Mont- gomery hyltur mjög innilega af hermönnunum, er hann fór. Reuter. Bretar vinna á í Burma. Hafa tekið bæ, aðeins 13 kílómetra frá þeim London í gærkvöldi. — Einkaskeyti tll M«rg- unblaðsins frá Reuter. í herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld segir, að þeir hafi tekið bæinn Olevsk, sem sje aðeins 13 km. frá hinum fyrri landamærum Póllands. Er bær þessi vestur af Kor- osten. í dagskipan frá Stalin fyrr í dag var tilkynt taka borgarinnar og járnbrautarmiðstöðvarinnar Novograd Volinsk, sem er nokkru austar, beint vestur af Zitomir. Við Nevel og í Dnieperburgðunni eru einnig miklar or- ustur háðar, en þær eru ekki eins grimmar og undan- farna daga. _______________________ Fregnritari vor í Moskva, Duncan Hooper, segir, að hersveitir Mannsteins hers- höfðingja eigi nú orðið mjög erfitt um vörnina í hinum mikla Kiev-boga, og þótt þær hafi stundum gert hatramleg gagnáhlaup, þá hafi þau ekki kömið að neinu haldi og líti svo út, sem Þjóðverjar hafi enn ekki náð sjer eftir hin fyrstu grimmileg áhlaup Rússa. Ný innrás á Nýju- Guineu Washington í gærkveldi. Bandaríkjahersveitir hafa gengið á land á enn einum stað á Nýju-Guineu, ekki langt frá Madang, sem er nú mesta bæki ,stöð, sem Japanar hafa þar enn. Kom innrás þessi Japön- um því sem næst á óvart, og hefir innrásarliðinu tekist að ná öruggri fótfestu og búa mætavel. um sig. Eru Japan- arnir þá milli tveggja elda, því að Ástralíumenn sækja að þeim úr annari átt. Staður sá, er inn rásin var gerð, heitir Sardor. Mun nú viðnám Japana á N,- Guineu fara að minka. Loftsókn er haldið uppi gegn Japönum á öllu Suðvestur- Kyrrahafssvæðinu, og voru harðar árásir gerðar á höfn eina á Admiralseyjum. Var þar sökt einu 9000 smálesta skipi, en annað minna skemt mjög mikið. Hallaðist það er frá var horfið. — Reuter. London í gærkveldi. Breskar framsveitir hafa unn- ið nokkuð á í Burma. Hafa þær tekið hæðadrög af Japönum eftir allharða bardaga en flug- vjelar veittu landhernum mikla aðstoð við sigur þenna, að því er Mountbatten tilkynnir. — —Reuter. Stálu af honurn bux- um með 2500 kr. Á NÝÁRSNÓTT var farið inn í herbergi hjá sofandi manni hjer í bænum og bux- unum hans stolið. í buxunum var peningaveski og í því voru 2500 krónur. Morguninn eftir fundust bux urnar fyrir utan húsið, en pen- ingaveskið var horfið. Rann- sóknarlögreglan hefir málið tíl meðferðar. I fyrrinótt var enn farið inn í tvö herbergi hjá sofandi mönn um í kjallaraíbúð. í öðru her- berginu var stolið veski úr vasa , og voru í því 60 krónur í pen- ingum, en í hinu herberginu 'var stolið um 1700 krónum, i sem geymdar voru í vasa a föt- um. j Öll voru herbergi þessi ólæst og útidyj- einnig álæstar. Sókn til Vinnitza. Aðrar rússneskar hersveit ir en þær, er til landamær- anna sækja, sækja nú suð- vestur á bóginn í átt til hinn ar mikilvægu jámbrautar- stöðvar Vinnitza, sem stend ur á járnbrautinni til Odessa, og er ekki alllangt frá landamærúm Rúmeníu. Er mikil hætta fóigin í því fvrir Þjóðverja, ef borg þessi fellur, því fall hennar myndi torvelda mjög lið- flutninga Þjóðverja til og frá Dnieperbugðunni. Rólegt í Dnieperbugnum. Hvorugur aðili segir frá nema smábardögum í Dni- eperbugðunni. Þjóðverjar tala þar um að dregið hafi úr áhlaupum Rússa, og eins fyrir suðvestan Dniepro- petrowsk. — En norður við Nevel eru enn harðir bardag ar háðir, og segjast Rússar hafa tekið þar mörg þorp í gær. Þjóðverjar segjast hins vegar hafa hrundið áhlaup,- um Rússa þar. — Snjókom- ur og frost eru nú um því- nær allar arnar. Austurvígstöðv- Pjetur konungur fer frá Cairo London í gærkveldi. Tilkynt hefir verið í Cairo. að Pjetur Jugoslafajkonungur hafi farið þaðan í fyrrakvöld. Ekkert hefir verið látið uppi um það, hvert konungurinn ætlaði, og telja sumir fregnrit- arar, að hann muni hyggja á að fara heim til Jugosl-afíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.