Morgunblaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Lriðjudag'ur 4. janúar 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stéfánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Sameinum þjóð, þing og stjórn! ,ÁRAMÓTIN hafa, eins og að venju, orðið til þess að menn skygnast um farinn veg og horfa fram á veginn. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa birt yfirlitsgrein- ar í blöðunum um ástand og horfur á stjórnmálasviðinu. Það ber við, að litlu skakkar um dóma þeirra um ástand það, sem ríkjandi er, þótt nokkuð sje leitað mismunandi orsaka. Eitt sjónarmið er þó öðrum fremur áberandi: að sjálft fyrirkomulagið, að hjer sitji við stýrið ríkisstjórn án stuðnings Alþingis, hafi ótvírætt sýnt sig þess eðlis, að í skjóli þess geti naumast vel farið, þrátt fyrir góðan vilja og ásetning stjórnar og þings. Þetta sama sjónar- mið hefir einnig verið viðurkent að hálfu sjálfrar stjórn- arinnar. Eysteinn Jónsson talar fyrir hönd Framsóknarflokks- ins, um „glundroðann á Alþingi“, sem „haldist hefir alt árið“. Formaður Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, segir: „Það hefir komið fyllilega í ljós á því ári, sem nú er að enda, að það leiðir til fullra vandræða, að stjórn sitji að völdum, án þess að hafa fult, ákveðið og einlægt sam- starf við verulegan hluta Alþingis, og að stjórnarhættir og þingstörf mótist af ákveðinni og einbeittri stefnu und- ir forystu stjórnarinnar, og með styrk þess hluta Alþingis sjerstaklega, er veitir stjórninni brautargengi“. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemst svo að orði: „Hjer skal engu spáð um, hvað framundan er um samvinnu þingflokkanna um myndun þingræðisstjórnar og sameiginlega ábyrgð á sviði löggjafar og framkvæmda. En það eitt er víst, að meðan svo vindur fram sem nú horfir, er einskis bata von. Þetta hefir þingið vitað lengi, þjóðinni vex nú óðum á því skilningur, og ef dæma má af ummælum sjálfrar ríkisstjórnarinnar á Alþingi nýver- ið, virðist einnig hún vera sammála. Þegar svo er komið, verður þingið að láta sjer skiljast, að þyngsta sökin fellur á það sjálft, ef erjur og úlfúð valda því, að lengur dragist að leiða stjórnmál landsins í eðlilegan farveg, inn á þær brautir, sem einar liggja að farsælli lausn á vandamálum þjóðarinnar“. Um kommúnista er það vitað, að enga oftrú munu þeir hafa á því fyrirkomulagi nú, að utanþings stjórn fari með völd, enda þótt þeir hafi átt að því uppástungu og stutt þá ráðstöfun, er til hennar var gripið, fyrir um það bil ári síðan. Þess er að minnast, að menn höfðu frá öndverðu mis- jafna trú á þeirri ráðstöfun, er ríkisstjóri skipaði ríkis- stjórn án atbeina eða stuðnings Alþingis. En út frá þeirri forsendu, að þingið hafi þá gefist upp á myndun meiri hluta stjórnar, hefir slíkt vafalaust verið hugsað sem til- raun til úrbóta. Það virðist ekki leika mjög á tveim tungum, að sú tilraun hafi mistekist. Þegar svo er komið, má ekki láta reka á reiðanum. Þá er engu síður knýjandi að gera nýja tilraun í annari mynd. Það er augljóst, að um það, hvað gera skuli, eru menn miklu síður sammála, en vandkvæði þau, sem ríkjandi eru. En höfum við ráð á nokkru öðru fyrirkomulagi á þeim tímum, sem framundan eru, en að sameina þjóð, þing og stjórn? Og hvaða ráð er annað til þess að sameina en að finna meðalveginn? Reyna að rata allir sömu götu, jafnvel þótt öllum finnist þeir þurfa að bera fyrir borð nokkuð af sínum hagsmunum, sinpi stefnu og flokks- sjónarmiðum? Formaður Sjálfstæðisflokksins segir í áramótahugleið- ingum sínum: „Enn bendum við Sjálfstæðismenn á þessa leið, helst á allra flokka stjórn, en a. m. k. á sterka þing- ræðisstjórn, sem hefir að baki sjer einbeittan þingvilja. Ef slík stjórn nær innbyrðis samkomulagi, myndu þing- flokkar hennar fylgja henni. Ef Alþingi sættist á leið- irnar, mun þjóðin ekki mögla“. Sameining skátafje- iaga áknreyrar ára Frá frjettaritara vor- um á Akureyri. Fimm ár eru liðin frá því að skátafjelögin á Akureyri sam- einuðust í eitt fjelag, Skáta- fjelag Akureyrar. í tilefnj þessa bauð skáta- fjelagið foreldrum og öðrum forráðamönnum meðlima sinna ásamt frjettariturum blaða og útvarps o. fl. til kaffidrykkju í barnaskólanum á Akureyri. — Tryggvi Þorsteinsson, íþrótta- kennari og foringi fjelagsins, bauð gesti velkomna með ræðu og skýrði frá hinum ýmsu störfum fjelagsins, m. a. stækk- un skíðaskálans Fálkafell. Þá afhenti foringinn Hauk Snorra- syni, aðstoðarfjelagsforingja og Sigurði Guðlaugssyni, sveitar- foringja, heiðursmerki SÍB fyr- ir 10 ára skátastörf og Jóhanni Björnssyni og Richard Þórólfs- syni, sveitarforingjum fyrir 5 ára störf, ennfremur Snorra Sigfússyni fyrir margskonar aðstoð. Snorri Sigfússon þakkaði boð ið fyrir hönd gesta. Þá var skoðuð sýning, er skátarnir höfðu efnt til. Að lokum var sýnd eftirlíking af varðeldi og skátar skemtu með söng. Sam- koma þessi var hlutaðeigandi til hins mesta sóma. Meðlimir Skátafjelags Akur- eyrar eru um 80 að meðtöld- um Ylfingum og RS-skátum. Hýárskveðjur frá ís- lendingum í Noregi Eftirfarandi náýrskveðjur hafa borist frá íslendingum í Noregi: „Bestu nýársóskir til Olafs Gestssonar, Fjarðarstræti, ísa- firði og Guðrúnar Jónsdóttur, Laugaveg 97, frá Gunnari Ól- afssyni, Þrándheimi. Til Bjarn ar Jónssonar, Tjarnargarðs- horni, Dalvík, frá syninum Hall grími, Þrándheimi. Til Sveins Sæmundssonar, Heylæk, Fljóts hlíð, frá syninum Óskari, Aas- háskóla”. JÓN ÞÓRARINSSON LEGGURSTUNDÁ TÓNLISTARFRÆÐI JÓN ÞÓRARINSSON, starfs- maður Ríkisútvarpsins, hefir fengið leyfi frá störfum í tvö ár til þess að leggja stund á nám í tónlistarfræði við Yale- háskólann í Bandaríkjunum. Hann nýtur styrks frá Ríkis- útvarpinu og mun starfa að tónlistarmálum þess, er hann hefir lokið námi. Jón Þórarinsson er frá Seyð- isfirði, sonur Þórarins Bene- diktssonar fyrrum bónda á Gilsárteigi og konu hans, Önnu Maríu Jónsdóttur. Hann lauF stúdentsprófi á Akureyri vor- ið 1937. Hefir síðan unnið nær því fjögur ár hjá Ríkisútvarp- inu, en jafnframt lagt stund á tónlist og tónsmíðar og munu hlustendum kunnug nokkur lög hans, sem leikin hafa ver- ið og sungin í útvarpið. werji óhrlj-o Ú <L CUi I ? | | f ❖ Gleðilegt nýtt ár. GLEÐILEGT NÝTT ÁR, les- endur góðir nær og fjær. Sjer- staklega vil jeg þakka ykkur fyrir gott samstarf á liðnu ári með þeirr ósk, að sambandið milli okkar megi vera eins gott á þessu nýbyrjaða ári eins og það var á hinu liðna. Það eru mörg verkefni, sem bíða úrlausn- ar og umtals og jeg treysti á ykk ur, sem skrifið mjer til, að halda því áfram eins og hingað til. Við skulum halda áfram uppteknum hætti að rabba um áhugamál okkar. Nöldra svolítið þegar það á við, en benda á það, sem vel er gert. © Nokkur brjef. ÞAÐ liggja hjá mjer allmörg brjef frá fyrra ári, sem ekki hef- ir unnist rúm til að svara. Jeg verð að fara fljótt yfir þau flest. Fjölda margir skrifa enn um Hitaveituna. Eru allmargir orðn- ir þreyttir á að bíða eftir henni og telja, að þeir hafi orðið fyrir svikum, þar sem gefið hafi verið í skyn, að ekki myndi taka svona langan tíma að hleypa heita vatninu í húsin í bænum. Um þetta get jeg því miður lítið eitt upplýst annað en það, að svo virðist, sem ýmisleg mistök hafi átt sjer stað, þegar leiðslur voru lagðar í göturnar í sumar. Það hefir gleymst að ganga frá leiðsl- unurri, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Sumstaðar var lokað fyrir hana við „inntakið" svo- kallaðaj og þurfti þá að grafa upp á nýtt til að opna fyrir hana. Ekki var gert ráð fyrir slíkum mistökum, þegar áætlað var, hvenær heita vatnið yrði komið í öll hús í bænum. Þá hefir það og komið fyrir, að láðst hefir að ganga frá endaleiðslum í götum, og þegar átti að fara að hleypa vatni í hús við þessar götur, var það ekki hægt. Það var eftir að steypa fyrir endana á leiðslunum, en slíkt er ekki hægt nema í þíðviðri. <g» Það er fljótlegt ai> læra meðferð heita vatnsins. ALLMARGIR skrifuðu mjer fyrir áramót og vilcþt fá ýmsar ráðleggingar um meðferð heita vatnsins. Nú hefir Hitaveitan gefið út leiðarvísi í bæklings- formi og geri jeg ráð fyrir, að ó- þarfi sje að bæta neinu við þann leiðarvísi. Mjer er líka kunnugt um, að fólk ’ lærir furðu fljótt meðferð heita vatnsins, hvernig best er að tempra það og þess- hattar. • Skemmir heita vatn- ið silfurmuni? LOFTUR BJARNASON pípu- lagningameistari skrifar mjer alllangt brjef um Hitaveituna og í því brjefi segir hann m. a.: ,,Það er reynsla min og annara, sem hafa notað hveravatn, að það er alls ekki gott fyrir silfur- borðbúnað og plettvöru, að þvo hann upp úr hveravatni. Ekki svo að skilja, að hlutir úr silfri og pletti eyðileggist beint við að þeir eru þvegnir up úr hvera- vatni, en þeir vilja dökkna mjög með tímanum“. „Jeg er uppalinn við hvera- vatn“, segir Loftur ennfremur. í minni sveit var það notað til margs, meira að segja í kaffi, þar sem annað vatn var stundum ekki fáanlegt. Þótti mörgum hveravatnskaffi gott, nema helst aðkomufólki, sem var því óvant. Mín skoðun er, að varla sje hægt f S V A íecýCi fí^inu ? f að fá hveravatn með minni hvera vatnseiginleikum en Reykja- vatnið“. Hveravatn sem læknislyf. SUMIR brjefritarar mínir spyrja, hvort rjett sje, að hvera- vatnið frá Reykjum sje heilsu- bætandi og telja sig hafa heyrt því fleygt og jafnvel staðhæft af sumum. Þeirri spurningu get jeg ekki svarað að svo stöddu. En jeg hygg, að það sje mikið rann- sóknarefni fyrir efnafræðinga og lækna. Margir telja, að þeir hafi fengið bót ýmsra meina sinna með því að baða sig í hveravatni og anda að sjer hveravatnsgufu. Gigtveikt fólk hefir t. d. sótt til þeirra staða, þar sem hveravatn er, og talið sig fá nokkra bót. En litt mun þetta rannsakað á vísindalegan hátt hjer á landi. Er þó hjer um að ræða stórmérki legt atriði, sem rannsaka þj'rfti mjög gaumgæfilega og það sem fyrst. Útlerdan lækni hefi jeg hevrt staðhæfa, að Island ætti mikla framtíð fyrir sjer sem ferða- mannaland einmitt vegna hverj- vatnsins, sem væri heilsubæt- andi á ýmsa kvilla. Því mið- ur vanst mjer ekki tími til nje tækifæri að ræða nánar vi5 þenna útlenda lækni um þetta atriði, og síðar, er jeg ætlaði að fara á fund hans og ræða þetta mál við hann nánar og vita, hvað hann.hefði fyrir sjer í þessu, var hann farinn af landinu og nijvr hefir ekki tekist að hafa upn á því, hvar hann er niður kominn. • Kynnings(rstarfsemi innanlands. SJÓMAÐUR hjer í bænum skrifar mjer skemtilegt brjef og athyglisvert í tilefni af greinar- korni, sem hjer birtist um ljós- myndara frá ameríska tímarit- inu „Life“. Margt í þessu brjefi er hárrjett athugað, en einna merkilegasta tillagan í því er um það, að landsmönnum verði kynt betur en hingað til hefir verið gert, atvinnulíf sjómanna. Það er alveg rjett athugað hiá sjómanninum, að of lítið hefir verið gert að því að kynna þjóð- inni atvinnulíf landsmanna. Þó hafa verið teknar ágætar kvik- myndir af ýmsum atvinnuhátt- um, og er þá fyrst að minnast Islandskvikmyndar Lofts Guð- mundssonar, sem var alveg prýðileg, er hún var tekin. Ein . ig hefir Óskar Bjarnason tcl.ið ágætar kvikmyndir, Vigfús Sig- urgeirsson og jafnvel fleiri. En það er ekki nógu langt gengið í því að kynna atvinnu- hætti landsmanna innan lands nje utan. Stafar það að strnu leyti af skilningsleysi og að öðru leyti af íhaldssemi og jafnvel þvermóðskuhætti. Sumum mönn um finst þeir vera að trana sjer fram, ef þeir gera ráðstafanir til, að almenningur fái vitneskju um framkvæmdir þeirra. Aðrir vita ekki, hvernig þeir eiga að fara að því að kynna fyrirtæki sín. Við Islendingar erum komnir mjög skamt í öllu, sem nefna mætti kynningarstarfsemi og yf- irleitt mætir kynningarstarfsemi mótspyrnu víða. En það verður samt ekki hjá því komist, að í framtíðinni verði þau mál betur rekin heldur en verið hefir hing að til. Hver einasta stofnun, sem almenning varðar, ætti að ■ 'ifa í sinni þjónustu sjerstaka mei'ii, se.n sjá um kynningu á málefh- um þeim, sem stofnunina vavða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.