Morgunblaðið - 05.01.1944, Side 5

Morgunblaðið - 05.01.1944, Side 5
Miðvikudagur 5. janúar 1944 MORGTJNBLAÐIÐ Æý&veMissíaéMð : TVEIR FYRSTU KAFLARNIR í FRUMVARPI ALÞINGI hefir verið kvatt Saman 10. þ. m.,.til þess m. a. að ganga endanlegaxfrá lýðveldisstj órnafskránni. Verð llir lagt fyrir þingið stjórnar- skrá rfrum varp m i lliþin ga- nefndar í stjórnarskrármál- inu. Þegar þingið hefir gengið frá lýðveldisstjórnarskránni, yerðui’ hún lögð fyrir kjósend- lur landsins, til staðfestingar eða synjunar. Staðfesti kjós- endur stjórnarskrána, og er ekki að efa að sú verður nið- [lirstaðan, verður lýðveldið stofnað 17. júní n. k., nema Alþingi komi ^sjer saman um annan dag’. Lý ð veldisst j órnarskráin. TIL ÞESS að almenningur leigi þess kost að kynnast sem best beirri stjórnarskrá, sem nú er í ráði að setja, þykir blaðinu rjett að birta þau ákvæði hennar, sem mestu rnáli skifta, en það eru ákvæð in í I. og II. kafla stjórnar- skrárfrumvarps milliþinga- nefndarinnar (1. til 30. gr.). Þessir kaflar eru svohljóð- andi: I. 1. gr. Island er lýðveldi með þingbundinni stjórn. 2. gr. Alþingi og forseti lýðveldisins fara saman með lögjafavaldið. Forseti og önn- lur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðr- lum landslögum fara með fram kvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. II. 3. gr. Sameinað Alþingi kýs forseta lýðveldisins. 4. gr. Kjörgengur til for- seta er hver 35 ára gamall xnaður, sem fullnægir skilyrð- lum kosningarrjettar til Al- þingis, að fráskildu búsetu- skilyrðinu. 5. gf. Til þess að kosning forseta lýðveldisins sje lög- mæt, þarf meira en % hluta þingmanna að vera á fundi og skila þar gildu atkvæði. Rjett kjörinn forseti er sá, er nær meira en helming greiddra at- kvæða þeirra, sem á fundi eru Ef sá atkvæðafjöldi næst ekki, skal kjósa af nýju óbundinni kosningu. Ef enginn fær þá heldur nógu mörg atkvæði, skal kjósa um þá tvo, er flest fengu atkvæði í síðari ó- bundnu kosningunni. En e.f fleiri hafa þá hlotið jafnmörg atkvæði, ræður hlutkesti, um hverja tvo skuli kjósa. Ef þeir fá báðir jafnmörg atkvæði í bundnu kosningunni, ræður hlutkesti, hvor þeirra verður forseti. 6. gr. Forseti lýðveldisins skal kosin til 4 ára. Kosn- ing nýs forseta skal fara fram á síðustu 6 mánuðunum áður en kjöi'tímabili hans er lokið. 7. gr. NÚ deyr forseti eða. lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, og' skal J)á kjósa nýjan fórseta til næstu 4 ára. Alþingi skal MILLIÞINGANE FN D A RIN N A R Ágreiningsatriðin: Kjör og valdsvið forseta koma saman í því skyni innan mánaðar. 8. gr. Nú verður sæti for- seta lýðveldisins laust eða hann getur ekki gengt störf- um um sinn vegna dvalar er- lendis, sjúldeika eða af öðrum ástæðum, og skulu ]>á forsæt- isráðherra, forseti Sameinaðs Alþingis og forseti hæstarjett- ar fara með forsetavald. For- seti Sameinaðs Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreining- ur er þeirra í milli, ræður meiri hlijii. 9. gr. Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður nje hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofn- ana eða einkaatvinnufyrir- tækja. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfje til for- seta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til for seta kjörtímabils hans. 10. gr. Forseti lýðveldisins vinnur eið eða drengskapar- heit að stjórnarski'ánni, er hann tekur við störfum. Af piðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóa frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafnið hitt. 11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlans á stjórnarat- höfnum. Svo er og um þá, ev störfum hans gegna. Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með sam- þykki Alþingis. ' Sameinað Alþingi getur samþykt að forseti lýðveldis- ins skuli þegar láta af störf- um, enda beri 10 þingmenn liið fæsta fram tillögu um það, % hlutar þingmanna sjeu á fundi, og sje tillaggn sam- þykt með a. m. k. % gildra atkvæða þeirra, sem á fufldi eru. 12. gr. Forseti lýðveldisins hefir aðsetur í Reykjavík eða nágrenni. 13. gr. Forseti lýðveldisins lætur ráðhera framkvæma vald sit.t. ! Ráðuneytið hefir aðsetur í Reykjavík. 14. gr. RáðherraT bera á- byrgð á embættisrekstri sín- um. Ráðherraábyrgð er ákveð in með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embætt- isrekstur þeirra. Landsdóm- ur dæmir þau mál. 1 15. gr. Forseti lýðveldisins skipar ráðherra og veitir þeim, lausn, Ilapn ákveður tölu þeirra og skiftir á{.örfum með, þó'fl- ; , I 16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðtherrar skipa ríkisráð. og hefir forseti þar forsæti. Lög og mikilvægar stjórn- arróðstafanir skal bera upp fyrir forseta í /íkisráöi. 17. gr. Ráðherra fundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra ósk ar að bera þar upp mál. Fund unum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefir kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisróðherra. 18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefir undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta. 19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafár- mál eða stjórnarerindi A-eitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. 20. gi'. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög- mæla. Engan má skipa embættis- mann, nema hann hafi íslensk- an ríkisborgararjett. Embætt- ismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórn- arskránni. Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefir veitt það. Forseti getur flutt embætt- ismann úr einu embætti í ann- að, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sje þeim veittur kostur á að fkjósa um embættaskiftin eða lausn frá embætti með lögmæt um eftirlaunum eða lögmælt- um ellistyrk. Með lögum má veita á- kveðnum embættismannaflokk, um sömu rjettindi, sem veitt erii dómurum þeim, er ekki hafa umboðsstörf á hendi. 21. gr. Forseti lýÖveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sjer fólgið afsal eða kvaðir á land eða landhelgi, eða eí þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. 22. gr. Forseti lýðveldisins stefnir saman Alþingi ár hevrt og ákveður, hvenær því skuli slitið. Þingi má eigi slíta fyr en fjárlög eru samþvkt. For- seti lýðveldisins kveður Al- þingi til aukafunda, þegar nauðsyn er til. 23. gr. Foi'seti lýðveldisius getur frestað fundum Alþing- is tiltekinn tíma, þó ekki leng ur en, tvær vikur, og ekki nepia cinu, sinni sgipa ( þingi. Alþingi getur þó veitt forseta frá sam])jiki til afbrigða þessurn ákvæðum. 24. gr. Forseti lýðveldisins, getui’-i'ofið Alþingi. Skal ]>á láta nýjar kosningar fara fram svo fljótt sem föng eru á, enda, komi -Alþingi saman eigi síðar en 8 mánuðum eftir þingrof. 25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Al- þingi frumvörp til laga og annara samþykta. 26. gr. Ef Alþingi hefir samþykt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveld isins til staðfestingar, og veit- ir staðfestingiu því lagagildi, Nvi synjar forseti lagafrum- varpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður laga- gildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er und- ir atkvæði allra kosningabæra manna í landinu til samþykkt- ar eða synjunar með leyni- legri atkvæðagreiðslu. Lögin falla lir gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. 27. gr. Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum. 28. gr. Þegar brýna nauð- syn ber til, getur forseti lýð- veldisins gefið út bráðabirgða lög- milli þinga. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórn- arskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi á eftir. Nú samþykkir Alþingi ^ekki bráöabirgöalög, og falla þau þá úr gildi. Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefir samþykt fjárlög í'yrir fjár- hagstímabilið. 29. gr. Forseti lýðveldisins getur ákveðið, að saksókn íyrir afbrot skulj niður falla, et' ríkar ástæður eru til. Hanu náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan sak- Isókn nje refsingu, sem lands- dómur hefir dæmt, nema með samþykki Alþingis. 30. gr. Forseti lýðveldisins veitir, annaðhvort sjálfur eða nieð því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefir verið eftir hingað til. skrána þannig úr garði, að þjóðin uni henni vel, því að það er hún sem á að setja sjer stjórnarskrá. Milliþinganefndin í stjórn- arskrármálinu samdi frum- varp sitt eftir uppkasti, sem hæstar j ettardómararnir þrír, þeir Einar Arnórsson, Gissur Bergsvejnsson og Þórður Eyjólfsson, ásamt Bjarna Benediktssýni þáverandi próf- essor, gerðu á árinu 1940. Yegna atburðanna þá, þótti þáverandi ríkisstjórn nauðsyn-, legt að vera viðbúin og fjekfc fyrgreinda menn til þess að gera uppkast að lýðveldis- stjórnarskrá. Þetta uppkast, var samið með tilliti til þess, að breyta yrði til í skyndi. En til þess kom ekki, að Al- þingi stigi sporið þá strax, heldur ákvaö það aðra skipan á málunum, til bráðabirgða. Nú er hinsvegar annað við horf en var 1940. Nú höfum við rneiri tíma til stefnu; þurf um ekki að grípa til skyndi- í'áðstafana. Er því sjálfsagt, að reyna að ganga þannig frá lýðveldisstjórnarskránni, að. þjóðin taki fagnandi á móti henni og telji hana sem sína eign. Skal nú vikið að ágrein- ingsatriðunum, en þau eru aðallega 1) um val forseta og 2) um valdsvið forseta. Milliþinganefndin. Milliþinganefndin hefir lagt til, að sameinað Alþingi kjósi foi’seta og hefir í því efni fylgt uppkasti fræðimanna frá 1940. Nefndin var þó ekki sammála um þetfá. Minnihl, vill að forsetinn verði þjóð- kjörinn. Er og meiri hluti stjórnarskrárnefndar einnig inni á þessari hugsun, en tel- ur eðlilegra, verði sú skipan. gerð,þá verði hún tekin upp síðar, þegar stjórnarskráin í heild verður endurskoðuð, en. sú endurskoðun stendur fyrir dyrum. Það er vitanlega mjög1 veigamikið atriði, hvernfg kjör foorsetans verður háttað ,og má færa báðum leiðunum (þjóðkjöri og- AlþingiskjÖri) ýmislegt til gildis. En þar sem. verulegur ágreiningur er ris- inn um þetta, rná ekki flaustra neinu af, heldur fara þá leið-r ina, sem aúla má að þjóðin sætti sig betur við oog er* traustari stoð fyrir lýðveldið. Vonandi tekst Alþingi, að leysa þetta ágreiningsatriði þanuig, að allir geti vel við nnað. ns- Ágreiningsatriðin. ÁGREININGUR _ hefir ið um _ nóiíkur 'ákvæði stj óruarskrá rfrumvarps‘‘ miili- þinganefndarinnar. Er , gjálf- áífgt að jafna þann ágreining ug' 'gerá' : ÍýðveldissIjoVhár- Valdsvið forseta. Um það eru ákvæði í 26. gr. stjórnarskrárfrumvarps mi 11 i þin ganef ndarinnár. Eins og- menn sjá af ákvæði greinariþwav,. h|sfir forseti ekki algert sjuijunarvald, heldur' ' f ,*;'H’árhK.’á 6. síðú. v

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.