Morgunblaðið - 05.01.1944, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.01.1944, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 5. janúar 1944 MINNING 1 Anton B TVEGGJA ÍÞRÖTTAMANNA Björnsson Hreiðar Jónsson ,,Dáinn, horfinn — harmafregn hvílíkt orð mig dynur yfir. En jeg veit að látinn lifir! það er huggun harmi gegn”. Glaður og reifur, fullur eld- móðs og áhuga fyrir hinu nýja starfi, er hann hafði valið sjer að lífsstarfi, kvaddi hann mig og nokkra fjelaga sína úr Knattspyrnufjelagi Reykjavík- ur fimtudaginn 25. nóv. f. á. Um jólin átti hann að koma í bæinn aftur og halda starfi sínu áfram víðsvegar um land- ið á vegum Iþróttasambands íslands. Við hlökkuðum til að hittast þá aftur og ræða nán- ar um framtíðarstarf hans fyr- ir K. R. — því við hann batt fjelagið miklar framtíðarvonir og reyndar öll íþróttafjelögin. En þetta átti nú öðru vísi að fara, því eins og í sálminum stendur, „Fótmál dauðans fljótt er stigið” og „æskan jafnt, sem ellin skundar, eina leið til banastundar”. Það voru hörmuleg tíðindi fyrir vora fámennu þjóð, er það frjettist, að hið nýja og glæsilega skip, v.b. Hilmir, var horfinn í sæ með hinu fríðasta liði. Hjer á margur um sárt að binda og þjóðin öll saknar góðra drengja. Atvikin -— oft hin einkenni- legu atvik — ollu því, að An- torv fór sem farþegi með bátn- um. Enda var hjer um fijóta og góða ferð að ræða — ef alt hefði farið með feldu, — til þess staðar á Snæfellsnesi, er ákveðinn var að hann skyldi kenna kenna íþróttir á um mánaðar skeið. Hjer hefir skeð það, sem jeg hef oft rekið mig á áður, að það er eins og vænstu menn- irnir, þeir, sem vjer megum síst án vera, sjeu kallaðir burtu í blóma lífsins. Hann var einmitt einn af þeim ungu mönnunrr, sem iþróttastarfið í landinu mátti síst missa. Hjer var framúr- skarandi kennaraefni að hefja starf sitt og hann átti í ríkum mæli flesta þá kosti, er mest prýða sannan íþróttamann. Minningarorð um hann hljóta um leið að verða óður til í- ! þróttanna. | Anton B. Björnsson. Hugur Antons bendist snemma að íþróttum, og gekk I^nn þegar sem barn að aldri í Knaftspyrnufjelag Reykja- víkur. Sem drengur iðkaði hann nokkuð knattspyrnu, en brátt sneri hann sjer ein- göngu að frjálsum íþróttum. Hann naut tilsagnar ágætra íþróttakennara og stundaái æf- ingar af mikilli kostgæfni og samviskusemi, enda varð hann brátt í fremstu röð jafnaldra sinna. Hann var mjög fjölhæf- ur íþróttamaður og því ágæt- ur fjölþrautarmaður og um skeið var hann tugþrautar- meistari. I fimleikum náði hann slíkri snilli, að hann mun hafa verið, hin síðari árin, fremsti fimleikamaður lands- ins. Hann var einn sá glæsi- legasti fimleikamaður, sem jeg hef sjeð. í hverri kepni var hann yfir- lætislaus og prúður, og dreng- skapurinn var honum í blóð borinn. Anton var fæddur 6. júní 1921, sonur þeirra dugmiklu heiðurshjóna, Björns Jónsson- ar, skipstjóra frá Ánanaustum, og Önnu PálsdóUur. Hafa þau eignast 13 börn og eru þau öll á lífi, nema dóttir, er þau mistu uppkomna, og svo nú hinn gjörfulegasta son. Anton nam bakaraiðn hjá Sveini M. Hjartarsyni bakara- meistara hjer í bæ, og varð fullnuma í þeirri iðn. En þegar því var lokið, höfðu íþróttirnar tekið hug hans all- an. Frá því hann var smá dreng ur, hafði hann kynst þessu mikla uppeldis- og menningar- máli og sjálfur þekti hann best af eigin reynslu, gildi og holl- ustu íþróttanna, fyrir æskuna í landinu. Hann sá, að til þess að sigur þessa málefnis yrði sem mest- ur í framtíðinni, þjóðinni til heilla, þurfti fleiri íþróttakenn ara. Anton skoðaði því ekki hug sinn um, að helga þessu áhugamáli sínu alla starfs- krafta sína. Því var það, að hann ákvað ao fara á íþróttakennaraskól- ann á Laugarvatni og þaðan útskrifaðist hann síðastliðið vor. Fyrst um sinn var hann svo ráðinn umferðakennari íþróttasambands íslands. Byrj- aði hann starf sitt hjá íþrótta- fjelögunum í Keflavík og var búinn að vera þar rúman mán- uð með íþróttanámskeið. Svo vel tókst honum þetta nýja starf, að Keflvíkingar óskuðu þess að hann þyrfti aldrei að fara frá þeim aftur. Kom í ljós, eins og vænta mátti, óvenjulega góðir kennarahæfi- leikar hjá honum. Hann átti því mikla framtíð í vændum í þessu starfi og æska landsins farsælla ávaxta að njóta. En hjer er svo sagan á enda. 22 ára er hann fallinn í val- inn. Kallaður heim. Og heim- koman verður honum fögur. Hann átti Krist að vini. Foreldrar þínir, Anton, syst- kini, ættingjar og vinir, eiga nú um sárt að binda, að þurfa að sjá á bak svo góðum dreng í æskublóma, en sá hópur, sem saknar þín, vinur, er miklu stærri. Við fjelagar þínir og allir samherjar íþróttahreyf- ingarinnar, tökum innilega þátt í sorg þeirra. Æfi þín.var stutt, en til fyr- irmyndar. íslenskt íþróttalíf hefir mist einn af sínum bestu sonum. — En eitt er víst, að: „Orðstírr deyr aldrigi hveim sjer góðan getr”. E. Ó. P. Þú varst og ert góður dreng- ur. Og góður drengur er alls góðs maklegur. Þessar setningar bergmál- uðu í huga mínum, er form. Knattspyrnufjel. Víkingur mæltist til þess, að jeg, með stuttri blaðagrein, mintist Hreiðars Jónssonar, sem fórst með vb. Hilmi, er nýskeð sökk með allri áhöfn í djúp hafsins. Hreiðar var í senn hreinskil- inn og hispurslaus, enda illa við allan fagúrgala í sinn garð. Það væri því ómaklegt að halda minningu hans á lofti með ósönnu lofi. Hitt væri sönnu nær og honum samboðn- ara, að vega galla hans öðrum til viðvörunar, sem og kosti hans til eftirbreytni. Fyrir 7 árum kyntist jeg honum fyrst, þá sem samstarfs manni mínum við verslunar- störf. Mjer' virtist þessir eðlis- þættir, góðar gáfur, ljettlyndi, geðprýði, fjör og óvenjuskerr.ti leg kýmnigáfa, sem hann beitti óspart, vera mest áberandi í fari hans, enda var hann þá og til dauðadags, hrókur a'lls fagnaðar í hópi kunningja sinna og vina. Hann var ágætt íþrótta- mannsefni og við fjelagar hans ólum í brjósti glæstar. vonir um hann, sem afreksmanns á því sviði. En hann reyndist ó- heppinn um margt, var t d. meiðsla gjarnt og um nokkurt skeið veikur af liðagigt. Gerð- ist áhugalítill um æfingar, enda jók hann þá um of vin- fengi sitt við Bakkus konung. Ekki þó svo að skilja, að hann gerðist þræll hins illa ókrýnda konungs. Þó mun manngiidi hans á sumum sviðum hata fyrir þá sök, beðið nokkurn hnekkir. Sá var og Ijóður á ráði hans, að hann af ásettu ráði, ljek sjer hð þeim eldinum, að sýnast fyrir þeim er hann umgekkst verri og ó- fyrirleitnari en hann var. Þeg- ar jeg eitt sinn deildi á hann fyrir þetta, varð honum að orði: „Jeg get ekki neitað mjer um þá skemtun. Jeg saka held- ur ekki aðra en sjálfan mig með því”. Hreiðar Þorsteinn Jónsson hjet hann fullu nafni. Fæddur 27. jan. 1915, sonur Jóns sál. Björnssonar ritstjóra og skálds, og konu hans, Dýrleifar Tómas dóttur. Hreiðar átti til fagrar hug- . sjónir og lifði þær stundum í. hillingum andans, en hann vantaði að jafnaði þrótt og þol til þess að hefja þær til þess flugs, er ekki misti jafnvægið áður en honum auðnaðist að láta þær festa rætur 1 daglegu lífi sínu. Hreiðari voru kunnar ýmsar stefnur eilífðarmálanna og hafði myndað sjer ákveðnar skoðanir á þeim. Gerði ráð fyrir áframhaldandi lífi og bjóst við dómi þegar yfir kæmi. Rjettlátum dómi, bygð- um á orsakaafleiðingum, eins og hann sjálfur komst að orði. Nú hefir hann, fyr en varði, mætt fyrir þessum dómstóli, og jeg óttast ekki dómsniður- stöðuna, því hann var og er góður drengur, og góður drengur er alls góðs maklegur. Hvort sem rjettarhafd þessa dómstóls hefir verið eintal sál- arinnar, eða með öðrum hætti, þá efa jeg auðvitað ekki, að eitt og annað úr endurminn- ingum þessarar síðustu jarð- vistar hans, hafi valdið honum sársauka, sem og þáð sem hann kann að hafa látið ógert af því, sem honum bar að gera til ávaxtar síns punds. En hver er sá lesandi þessara lína, sem ekki hefði þá sömu sögu að Framli. á bls. 10. X - 9 AOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Eftir Robert Storm ET' ooooooooooooooooooooooooooo) Maðurinn í bátnum:. Alexander miklj ætti____ vera á þessum slóðum. — Þaí^ Ííðúf lieldur ekki a að U löngu. þar til aðstoðarmaðurini) í. bátnum finnur hafi, ekki enn yejáð á hánn.' Alex’ah1der' íær' þær frjettir, 'aé Íog'reglán 1 fot* tá að klæðá "sig í. pessum Siooum, og nann iær ) ' «! V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.