Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 1
Danski presturinn Kai Munk myrtur Manntjén r London í gærkveldi. ■ F O R D, hermálaráðherra Ástralíu tilkynti í dag mann- tjón Ástralíuhersins frá stríðs- Byrjun, og nemur það alls 5'5.819 mönnum. Þar af eru fallnir 10.813, særðir 15.332, týndir 3.779 og fangar 25895. Hafa Ástralíumenn barist víða um heim í styrjöld þessari, með ál annars mjög mikið í Norð- m-Afríku og Grikklandi og einnig eru margir þeirra í flug- herjum Bretaveldis. —Reuter. Spánverjar enn í Rússlandi London í gærkveldi. ; RÚSSAR hafa borið til baka fi’egnir, sem borist hafa um það að engir spanskir sjálfboðaliðar berðust lengur á Austurvig- siöðvunum. Segir í tilkynningu þessari, að nafn Bláa herfylk- i$ins hafi verið breytt, og heiti herinn nú Spánska fylkingin, Þótt vera kunni að eitthvað af hermönnum Bláa herfylkisins kunni að vera í henni. Segjast Rússar hafa handtekið nokkra spánska hermenn fyrir mjög skömmum tíma. —Reilter. Sföðug lofl- sókn gegn Horður-Frakk- landi London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Flugvjelar frá Éretlandi hafa í nótt sem leið og allan dag haldið uppi stöðugum loftár- ásum á staði í Norður-Frakk- landi, og eru þeir í tilkynn-1 ingunum nefndir „hernaðar- j stöðvar á Calais-svæðinu”. — j Telja margir að hinar stöðugu árásir, sem nú er haldið unpi gegn Norður-Frakklandi, sjeu merki þess að brátt fari að líða að því, að bandamenn láti til skarar skríða um innrásina á meginland Evi’ópu. Fjöldi sprengju- og orustu- flugvjela gerðu árásirnar í nótt, og í dag flaug hver flug- vjelahópurinn eftir annan yf- ir sundið, þótt þar væri þoku- slæðingur og hryssingskuldi. Engar þýskar orustuflugvjelar sáust, og komu allar flugvjelar bandamanna aftur. þess Mosquitoflugvjelar á Ber- 1 lín og aðra staði í Þýskalandi, Framh. á 12. síðu A Afftiir ráðisl á Kiel í gær London í gærkveldi. AMERÍSKAR sprengjuflug- vjelar rjeðust aftur á Kiel í dag en eins og vjer höfum sagt frá í fregnum, var hörð árás gerð á borgina í gær. Segir í tilkynn ingu um þetta, að flugvjelahóp- arnir hafi verið mjög stórir, sem á Kiel rjeðust, en aðrir i gerðu atlögur að flugvöllum við I nótt sem leið rjeðust auk Bordeaux. Ekki hafa enn borist skýrslur um flugvjelatjón aðila, nje árangur árásanna.. —Reuter. RÚSSAR SÆKJAINN í PÓLLAND TllkYM TÖkll ÖTRDICIV" London í gærkvöldi. -— Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Þjóðverjar tilkyntu í dag, að þeir hefðu orðið að yfir- gefa austurhluta járnbrautarbæjarins Berdichev, en í kvöld gaf Stalin út dagskipan, þar sem hann tilkynnir, að Rússar hafi tekið bofgina eftir fimm daga harða bar- daga. Rússneski herfregnritarinn Nisholai Atkimow segir í kvöld, að rússneskir herir sjeu komnir inn í Pólland og s.æki þar fram í áttina til borgarinnar Sarny, en hún ef um 55 km. frá landamærunum. Frá opinberri rússneskri hálfu hefir enn ekkert heyrst, sem staðfestir þetta. Rússar segjast hafa náð Berdichev með áhlaupi að lok- um, og hafi bardagar verið h'arðir. Ennfremur segja þeir að sótt hafi verið fram frá Byelaya Tserkov og tekin þar allmörg þorp. Norðar, á Nevelvígstöðvun- um, segir tilkynning Rússa, að enn hafi verið sótt fram, og voru þar að sögn tilkynning- arinnar tekin allmörg þorp og bæir. Þjóðverjar halda^áfram á- hlaupum fyrir vestan Rekitza, en Rússar kveðast hafa hrund ið þeim öllum og segja, að Þjóðverjar hafi beðið þar all- mikið manntjón og hergagna. Frá öðrum svæðum Austurvíg- stöðvanna er engra meiri hátt- ar bardaga getið í tilkynning- um hernaðaraðila. í gær segjast' Rússar alls þýska og 15 flugvjelar. Þjóð- verjar kveðast hafa eytt 17 skriðdrekum Rússa á einum hafa eyðilagt 37 skriðdreka stað. Fannst skotinn á akri skamt írá heimili sínu London í gærkveldi. Hinn kunni danski prestur og rithöfundur, Kai Munk. fanst í dag myrtur á akri einum eigi alllangt frá heimili sínu, en þangað komu í gær fjórir ókendir menn, sem kváðust eiga að handtaka prestinn. Óku þeir á brott með hann í bifreið og spurðist ekkert til hans, uns lík hans fanst, sem fvr segir. — Reuter. Ný sókn í vændum á Italíu London í gærkveldi. Þýska frjettastofan segir í kvöld, að glögglega megi sjá, að fimtu að áttundu herirnir á Ítalíu sjeu að undirbúa nýja og mikla sókn. Segja Þjóðverj- ar ennfremur í þessari fregn, að miklir liðflutningar eigi sjer nú stað að baki víglína banda- manna og komi þangað nýjar sveitir, bæði Ameríkumanna og hermanna úr samveldislönd um Breta. Þá segir að stað- bundnar árásir víða um víg- stöðvarnar sjeu undirbúningur sóknarinnar. Veður hafði aftur brugðið til hins verra á vígstöðvunum í gær, en þó hafa nokkrir bar- dagar verið háðir, einkum á Adriahafsströndinni, en breyt- ingar litlar orðið á aðstöðunni. Með kvöldinu tók að snjóa. Flugvjelar fóru ekki í árásir á stöðvar á Italíu. Talið er að Þjóðverjar hafi nú alls 10 her fylki í eldlinunni á Ítalíuvíg- stöðvunum.og tvö til vara. Reuter. Rafmagnslaust í Höfdaborg I gær bilaði háspennustreng- ur, sem ligg'ur frá „spennistöð” við Rauðarárstíg um Höfða- borg. Þetta hafði í för með sjer að rafmagnslaust varð í hverfin milli Rauðarár og Laug arnessvegar. Blaðið hafði tal af Júlíusi Björnssyni, aðalverkstjóra Raf veitunnar, í gærkveldi, og skýrði hann svö frá, að eftir mælingum að dæma, muni bil- unin vera einhversstaðar á þeim kafla, sem strengurinn liggur í Skúlagötu. Ekki er hægt að segja með vissu hve- nær viðgerðinni verður lokið. Sje^a Kai Munk var einn hinn frægasti núlifandi Dani. Hann var prestur í Vedersö á Jótlandi. Var hann jafnan af almenningi nefndur Vedersö-klerkur- inn, og naut mikillar hvlli. Vígðist Kai Munk til Veder- sö, þegar hann útskrifaðist Kai Munk var fæddur ár- ið 1898 og nam guðfræði við Kaupmannahaf narháskóla. Hann gaf sig snemma að rit störfum og samdi einkum leikrit, sem fræg eru orðin víða um heim. Af þeim má nefna meðal annars: Han sidder ved Smeltedigelen, En Idealist, Cant, Diktator- inden og síðast en ekki síst Niels Ebbesen, sem nýlega var farið með hjer í Ríkis- útvarpinu. Er talið að leik- rit þetta sje spegilmynd af hernámi Þjóðverja á Dan- mörku, og skoðun höfund- arins á þeim aðferðum, sem hann vill láta beita undir slíkum kringumstæðum. — Var leikrit þetta bannað af Þjóðverjum í Danmörku, og einnig var það bannað í Svíþjóð eftir eina sýningu. Kai Munk hefir síðan Danmörk var hernumin reynst föðurlandi sínu hinn traustasti stuðningsmaður og aldrei vikið hársbreidd frá sannfæringu sinni. Kom þetta ekki síst fram, er dönskum prestum var boðið að sýna ekki samúð starfs- bræðrum sínum í Noregi. Kvað þá Kai Munk svo á, að hann breytti ekki gegn sam- visku sinni. Auk leikrita sinna skrif- aði Kai Munk ýmsar aðrar bækur, þar á meðal mjög skemtilega og'vel ritaða bók um Pál postula. Ræðumað- ur þótti Munk ágætur, enda fór hann aldrei troðnar brautir í ræðum sínum. Kalundborgarútvarpið birti í gærkveldi vfirlýs- ingu, þar sem allir flokkar danska þingsins lýsa sorg sinrii og fyrirlitningu á þess um fáheyrða atburði, og kváðust aldrei hafa látið sig dreyma um, að baráttan vrði rekin með vopnum morðingjans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.