Morgunblaðið - 07.01.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.01.1944, Blaðsíða 5
Föstuclagur 7. janúar 1944. MORGUNBLAÐIÐ 5 - HVAÐ AFREKAÐI ÞINGIÐ? - ALÞINGI stóð að þessu sinni frá l.*sept.—17. des. eða rúm- lega 15 vikur s.l. vor. Og s.l. vor hafði það staðið í 1 viku. Saga þess í aðal- atriðum hefir verið sögð: Hve það afgreiddi mörg lög, hafði mörg mál til meðferðar, sam- þykti mikið af þingsályktun- artillögum og annað því um líkt. En með þeirri upptalningu er í raun og veru ekki mikið sagt. Hitt er meira virði hvern ig öll lögin og tillögurnar voru, hvað var leyst af þeim verk- efnum sem þinginu v.oru ætl- uð, hvernig var sú lausn, og hvað var látið ógert af nauð- synlegum verkum. Væri öllu þessu svarað, þá væri starf- semi þingsins að fullu lýst, hin eiginlega saga þess skrifuð. Að gera þetta að fullu yrði oflangt mál sem blaðagrein, enda ætla jeg mjer eigi þá dul að takast það verk á hendur. — Fáeina þætti úr sögu þessa liðna þings er hinsvegar vert að minnast á til umhugsunar og leiðbein- inga fyrir ókunnugt fólk, sem eðlilega er í þeirri hættu, að sjá eingöngu kosti og galla. Þetta þing var kallað saman á óvenjulegum tíma og óhent- ugum. Það byrjaði á aflíðandi slætti, þegar einna örðugast er fyrir sveitamenn að fara heim an að. En þeir eru nú orðnir svo fáir á þingi, að tillit þykir ekki nauðsynlegt að taka til þeirra. En orsökin til þessarai ráðabreytni var aðallega vænt anleg afgreiðsla dýrtíðarmála. Menn voru í vafa um árang- ur af starfi 6 manna nefndar- innar svonefndu, og þær heim- ildir sem ríkisstjórninni voru gefnar með dýrtíðarlögunum frá 4. apríl miðuðust að nokk- uru við 15. sept sem takmark. Auk þess varð að ákveða verð á sláturfjárafurðum í byrjun sláturtíðar, og mátti ætla, að ákvarðanir þingsins kæmu til greina á því sviði. Þau verkefni, sem ætlast var til að þetta þing afgreiddi voru aðallega þrjú: 1. Afgreiðsla fjárlaga. 2. Ráðstafanir gegn dýrtíð- inni. 3. Akvarðanir í sjálfstæðis- málinu. Fjárlög. AFGREIÐSLA fjárlaga er jafnan eitt af aðalverkum hvers reglulegs Alþingis og hvernig um það fer, er jafn- vel sannasti mælirinn á það hve vel þingið gefst og Itversu vel reynist sú stjórnarforusta sem þjóðin hefir við að búa á hverjum tíma.Þannig var þetta nú og svo verður áfram. — Áð þessu sinni fór í aðalatriðum á þessa leið: Þegar stjórnin Iagði fjárlaga frumvarpið fyrir í byrjun þings, þá voru tekjur áætlað- ar tæplega 67 milj. kr. og rekstrar afgangur tæplega 4.5 milj. kr. — En það þurfti eigi lengi að líta yfir þetta frum- varp til að sjá, að í þessari mynd mundi það tæplega ná samþykfci. Verklegar frám- kvæmdir svo sem haínar- og lendingarbætur voru hálega þurkaðar út. Framlög tii vega vorú 'lækkuð til verolegra muna o. fl.‘— Hihsvegar höfðú launagreiðslur og annar rekstr arkostnaður hækkað gífurlega vegna hækkandi verðlagsupp- bóta og verðhækkunar. Til dýr tíðar ráðstafana var ekkert ætlað í frumvarpi stjórnarinn- ar. Á heimildargrein stóðu að eins 5 liðir sem eigi hafði þótt fært að strika burt o. s. frv. Þegar þingið gekk frá fjár- lögunum voru \ekjurnar áætl- aðar rúmlega94 milj. kr. og gjöldin um 90 milj. Áætlaðar tekjuafgangur á rekstarreikn- ingi er 4.5 milj. en á sjóðyfir- liti er áætlaður greiðsluhalli að upphæð 350 þús. kr. Með þessu er þó ekki sagan öll, því á heimildargrein fjár- laganna eru milli 50 og 60 lið- ir og mundu þær greiðslur nema 15—20 milj. króna, ef allar heimildirnar yrðu notað- ar. Mikið af þeim er óhjá- kvæmilegt að nota eins og í pottinn er búið, en hve langt gengur, er auðvitað í óvissu. Auk þessa eru heimildir rikis- stjórnarinnar til niðurgreiðslu á dýrtíðinni og mundi þar verða um ærið háar upphæð- ir að ræða. Verður nánar vikið að þeim málum síðar í þessari grein. ★ * ÞÁ ER að lokum þess að geta, að á þingi þessu voru samþyfct ýms lög sem hafa útgjöld í för með sjer fyrir ríkið. Sumt af þeim var ekki hægt að taka á fjárlög af því lögin voru sam- þykt eftir að fjárlög vorú af- greidd. Má þar einkupi nefna þrenn lög um lífeyrissjóði opinbers starfsfólks: 1. embættis- og starfsmanna ríkisíns, ríkis- stofnana bæjarfjelaga o. fl. 2. barnakennara og 3. hjúkrun- arkvenna. Þessi lög voru knúin fram í þinglok og munu þau hafa í för með sjer 2—3 milj. króna aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Það eru því ekki fjárlögin ein sem hafa áhrif á það hver verð ur fjárhagsafkoma ríkisins á árinu 1944. Sú ein bót er í máli að nokkrir tugir miljóna af tekjunum eru áætlaðar til verklegra framkvæmda og sem ríkisstjórnin getur eitthvað tak markað ef nauðsyn ber til, enda í algerri óvissu að verka*. menn sjeu fáanlegir til allra þeirra framkvæmda. Að hinu leytinu er ekki ólíklegt að tekj ur fari nokkuð fram úr áætlun ef sæmilega gengur fyrir okk- ar atvinnuvegum. Eins og nú horl'ir má jafnvel gera ráð fyr- ir að helst verði umframtekj- ur af áfengissölu. Eru þær þó áætlaðar á fjárlögunum fullar 10 miljónir kr. nettö. Þrátt fyrir þetta er afgreiðsla fjármála á þessu þingi slík, að ekki er líklegt að nokkur þing- ræðisstjórn hefði látið svo fram fara og setið róleg samt. Varðandi þingflokkana er það sjerstaklega athyglisvert, að núverandi stjórnarástand býð- ur þeim beinlínis upp á þá ógætni, að hafá engin samtök sín á unilli til vamar því tak- markalausa fjárkröfuflóði, er yfir þingið streymir úr ölhim áttum. Þess ber þó að geta, að úfÍjaldatiIÍÖ^ur íúþpi*á riökkiá trigi ’ rniljóriá rtrörú drepnar' á þinginu og er nú þegar hafinn áróður meðal fólksins út af því að slíkt skyldi gert, því alltaf hafa einhverjir um sárt að binda. En að þetta fór ekki alt í gegn, bygðist aðallega á starf semi einstakra manna í fjár- veitinganefnd og svo á persónu legri ábyrgðartilí'inningu þeirra þingmanna, sem að því studdu með atkvæði sínu og viðtali við aðra að ekki var meira sam- þykt. Þessi takmörkun er að vísu mikils virði, en þá er frá gang.ur þingsins á þessum mál- um sá, að útgjöldin næsta ár geta orðið 110—120 miljónir króna. Er það ekki gætilega stefnt og litlar líkur til að þannig geti lengi haldið áfram. Ðýrtíðarmálin. VEGNA þess að Alþingi var kallað svo snemma saman í til- efni af dýrtíðarráðstöfunum, var búist við miklum átökum um þau mál og ef til vill rót- tækum ráðstöfunum. Reynsl- an varð sú, að meira varð um deilur og ráðagerðir, en hag- nýtar framkvæmdir og þegar um það er rætt, hverjir eigi sökina, þá ganga „klögumálin á víxT’. Þegar tillögur 6 manna nefnd arinnar urðu kunnar, sló óhug nokkrum á þá menn, sem áður höfðu haldið, að hægt væri að lækka dýrtíðina á kostnað bændanna. Sú leið var nú lok- \ uð og verðið á afurðum land- búnaðarins lögfest á innlend- um markaði. Það kom þá strax í ljós í þingbyrjun, að mjög misjafnar skoðanir ríktu um framkvæmd þeirrar löggjafar. Snerti það einkum kjötið sem að nokkru leyti er selt innan- lands, en að nokkru leyti er- lendis. Um það var enginn á- greiningur að mjólkurfram- leiðendur ættu að fá það verð sem nefndin ákvað fyrir mjólkina. Unt gærur og ull hefði naum ast orðið ágreiningur ef þær vörur einar væru fluttar út, enda virðist augljós skylda hvíla á því opinbera að bæta nokkuð úr því áfalli, sem lok- un venjulegra markaða fyrir þær vörur hefir i för með sjer. Stafar það af því, að Bretar töldu sjer skylt í stríðsbyrjun að bæta nokkuð fyrir markaðs töp beinlínis, en síðar hafa þeir tglið sig gera það á óbeinan hátt með betri samningum en ella, varðandi sölu annara af- urða. Sama ætti að gilda um kjötið, en sú er þó raunin, að nokkuð af því var selt í Bret- landi áður og því ekki um ein- hliða markaðstöp að ræða fyrir þá vöru. En hjer er annað að athuga. Bretar og Bandaríkja- menn hafa með veru sinni hjer á landi aukið allan framleiðslu kostnað innlendra afurða. Þeg- ar stjórnskipuð nefnd með hag stofustjóra ríkisins í formanns sæti hafði reiknað út hvað kost aði að framleiða aðal fram- leiðsluvöru landbúnaðarins, kjötið, þá hefði mátt ætla, að þeir erlendu menn, sem hafa orsakað dýrtíðina, teldu sjer eigi annað samboðið, en borga það af henni, sem þeir keyptu með tilkostnaðarverði. u- Hvatð ' verður er ekki að fulhi Veýnf, en flestir samningsaðilar ís- lands hafa gert ráð fyrir, að þetta mundi ekki verða. Við fengjum ekki á þessu sviði að njóta eðlilegrar sanngirni, og hvað var þá annað fyrir hendi en að ríkið bætti mismuninn. Einstaka þingmaður leit svo á, að hitt væri rjettara, að setja verðið svo hátt innanlands, að hægt væri að verðbæta þar af það kjöt, er selja þurfti undir- málsverði erlendis. Með því hefðu neytendur á íslandi bein línis greitt fje til þess að er- lendir menn fengju ódýrari vöru en ella. Þessi deila var leyst á þann veg eins og kunnugt er, að meiri hluti þingmanna ákvað að ríkissjóður ábyrgðist mis- muninn hver sem hann yrði. •Með það fyrir augum var inn- lenda verðið ákveðið. Þetta snérti hina innlendu dýrtíð, miðað við hina aðferð- ina en annars ekki. Og þá var eftir sá aðalþáttur málsins, að halda verðlagsvísitölunni ó- breyttri innanlands. Þar sem ríkisstjórnin hafði frá upphafi talið það sitt aðalhlutverk, að halda dýrtíðinni í skefjum, bjuggust þingmenn eðlilega við nýjum tillögum frá henni í þingbyrjun, er hefðu í sjer fólgnar nýjar heimildir til dýr tíðarráðstafana, tekjuöflun í því skyni og einhverjar reglur um framkvæmdir. Þetta brást. Það eina, sem stjórnin ákvað var að hækka verð á tóbaki og áfengi og kvaðst hún mundi verja ágóðanum til dýrtíðar- ráðstafana. Hinsvegar fór hún fávíslega þrætu við þingið um það, hvort hún hefði sam- kvæmt gildandi lögum heimild til að borga niður dýrtíðina áfram. Taldi hún ótakmarkaða heimild felast í lögunum frá 4. apríl fyrra árs, um þetta at- riði. Fekk hún í því stuðning Framsóknarmanna, en allir aðrir flokkar þingsins bundu sig eðlilega við það, sem til var ætlast með þeim lögum, að heimíldin væri einskorðuð við þær tekjur, sem inn kæmu sam kvæmt þeim sömu lögum. — Sjálfstæðismenn ætluðu sjer að bera fram frumvarp, er setti niður þessa deilu, en formaður Sósíalistaflokksins varð fyrri til og skifti það í sjálfu sjer litlu máli. Frumvarpið gekk í gegnum efri deild og tvær um- ræður í neðri deild. Varð lok- um að samkomulagi að sam- þykkja þingsályktun er hgim- ilaði ríkisstjórninni greiðslur í þessu skyni. Fólst í því full staðfesting og viðurkenning á því, að stjórnin hefði eigi leng- ur neina dýrtíðarráðstafana heimild. Var frumvarpið þá orðið óþarft og var látið daga uppi. Annars er til þess ætlast, að þessi ákveðna heimild gildi aðeins skamma stund. Næsta reglulegt þing kemur saman innan skamms og nefir á valdi sínu að samþykkja ný dýrtíð- arlög, þar sem kveðið er skýrt á um öll <þau atriði, er til greina koma. Aðferðin, sem notuð hefir verið, er flestum stjettum þjóðarinnar ógeðfeld og fullkomið neýðarúrræði. — Gæti vel komið til greiria, 'að -borgá 1 niðtir' 1 éiha þýðíngar- mikla neysluvöru t. d. kjötið og það svo mikið, að verulega skifti til aukinnar neyslu og nægilegrá áhrifa á vísitölu, cn að beita aðferðinni á margar vörur eftir jafn vafasömum reglum, sem gert hefir verið, er fráleit frambúðar ráðstöf- un. Hitt er og ljóst, að Varan- leg dýrtíðarráðstöfun er ekki til önnur en sú, að hægt sje að lælcka vöruverð beinlínis vegna lækkaðs framleiðslu- kostnaðar.Að gera það, er fram tíðarinnar mál. En það verður ekki gert nema með sterkum samtökum og sameiginlegu átaki þeirra manna, er hlut eiga að máli. Verður fjelagsleg viðleitni að beita sjer að því marki á næsta tímabili. Saga dýrtíðarmálanna á þessu síð- asta þingi gefur ótvírætt til kynna, að árangurs er ekki að vænta á neinn hátt. Sjálfstæðismálið. ÞAÐ MÁL er nú orðið svo- þrautrætt á undanförnum mán uðum, bæði í þessu blaði og öðrum, að eigi er þörf að hafa um það mörg orð. Þegar Al- þingi kom saman, þá vonuðust bæði þingmenn og aðrir eftír að þing og þjóð bæri gæfu til að standa saman í því máli, enda þótt nokkur óheillamerki hefðu komið í Ijós. Þetta fór eins og kunnug er orðið á þá leið, að þingið afgreiddi málið ekki, en frestaði því fram yfir áramót. Þrír stærstu flokkar þingsins ákváðu hinsvegar að ganga frá málinu á þá leið, að stjórnarskrá hins væntanlega íslenska lýðveldis gæti gengið í gildi 17. júní næstkomandi. Einn flokkurirm, Alþýðuflokk- urinn, skarst úr leik, illu heilli. Lítur út fyrir að nokkrir ut- anþingsmenn annara flokka, fylgi honum að málum í þessu efni. Um málið er í stuttu máli það að segja, að þeir íslending- ar munu vera fáir, sem ætluð- ust til að samningarnar við Dani væru endurnýjaðir. — Ákvarðanir var búið að taka áður en striðið hófst, þó form- legar samþyktir væru eigi gerðar. Málið er því ekki stríðs mál. Samningstiminn er út- runninn og að þeirra manna áliti, sem trilja ganga hiklaust til verks, er skilnaðurinn jafn sjálfsagður eins og það að af- Iýsa skuldabrjefi sem búið er borga. Þeir sem á móti stánda, hafa eina röksemd fyrir sig að bera, en sem þeir hreyfa lítt við og hún er sú, að þjóðinni sje ekki treystandi til að ráða sjer sjálf, henni sje betra að hafa erlendan en innlendan þjóðhöfðingja o. s. frv. Þetla er athugunarefni, sem er tal- andi um. En sjálfstæðishvöt og frelsisþrá íslensku þjóðarirnar er svo sterk, að enda þótt menn sjái skugga á þeirri leið, að ráða sjálfir, þá treysta flestir öðrum þjóðum ver. Þetía mal er ekki illviljamál til eins eða neins. Það stendur ofan vlð persónulegar og flokkslegar þrætur. Þess vegna skulum við öll vöriá, að þeir, se'm hingað til hafa verið andófsmerin, ‘ stándi líka með, þegar til álvöfunnar kemurt 'En á það feýniý Tfrátt. .1;:. í lli 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.