Morgunblaðið - 07.01.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstuáagur 7. janúar 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Quðmxmdsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Vonlaust verk LEIÐTOGAR stjórnmálaflokkanna hafa að vonum, í áramótahugleiðingum sínum, minst á öngþveitið sem nú ríkir á Alþingi. Allir eru þeir sammála um, að ástandið sje óviðunandi. Sn trúin er ekki jafn sterk hjá þeim öll- um, að auðvelt sje úr að bæta. En eitt er eftirtektarvert. Foringjar Framsóknarflokks- ins minnast aldrei svo á öngþveitið á Alþingi, að þeir ekki samtímis kasti fram því, sem þeir segja að sje undir- rót allra meinsemda í stjómmálunum, sem sje kjördæma- breytingin síðasta. Vitanlega á í þessu að felast þung ákæra á hendur þeim flokkum, sem stóðu að þessari al- mennu rjettarbót, þjóðfjelagsþegnunum til handa. En hjer kemur einnig fram mikilsverð játning frá sjálfum foringjum Framsóknarflokksins. Og hún er í því fólgin, að Framsóknarflokkurinn hefir, síðan kjördæmabreyt- ingin var lögfest, rekið hreina hefndarpólitík. Þetta er hið sanna í málinu. Og einmitt þetta er frumorsök glund- roðans og öngþveitisins, sem nú ríkir á Alþingi. ★ Það er augljóst mál, að sá stjórnmálaflokkur getur ekki átt neina framtíð í lýðfrjálsu landi, sem rekur hefndar- pólitík fyrir það, að borgurunum eru trygð þau rjettindi, sem sjálf stjórnarskráin segir að þeir skuli hafa. Fyr eða síðar hlýtur sá flokkur að líða undir lok. Enda hafa mik- ilsmegandi menn í Framsókn þegar gert þær kröfur opin- berlega, að stofnaður verði nýr flokkur í stað Framsókn- arflokksins. Það er vonlaust verk fyrir foringja Framsóknarflokks- ins, að ætla að þvo sig hreina með því að kasta allri sök- inni á kommúnista. Allir vita, að kommúnistar eru ekki nema fimti partur af þinginu. Einir geta þeir því engu ráðið. En meðan svo er, að fjölmennur borgaraflokkur er í þinginu, sem hefir ekki annað sjónarmið en að reka ábyrgðarlausa hefndarpólitík og skapa sem mesta upp- lausn í þjóðfjelaginu, ætti það að vera auðskilið mál, áð kommúnistar kunna að notfæra sjer þetta ástand. Enda hafa þeir gert það, og nægir í því sambandi að minna á aðíarirnar í skattamálunum. ★ Því er mjög haldið að bændum um þessar mundir, að þeim sje brýn nauðsyn að skipa sjer öllum í einn og sama flokk, harðsnúinn stjettarflokk. Þessu sama hefir verið haldið fast að bændum í full 27 ár, eða síðan Tíminn hóf göngu sína. En árangurinn hefir ekki orðið annar en sá, að helmingur (ýmist yfir eða undir) allra kjósenda í sveitakjördæmum hefir jafnan fylgt að málum þeim flokki, sem hefir yfirlýst- í stefnuskrá sinni, að hann sje flokkur allra stjetta. Þannig er það enn þann dag í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefir svipað fylgi í sveitakjördæm- unum og Framsóknarflokkurinn. Enginn þarf að halda, að breyting verði á þessu meðan íslenskir bændur eru frjálsir athafna sinna og skoðana. ★ Nauðsyn belra Sífs i. í bók Waerlands, „Matur og megin”, er óefað margt, sem að gagni getur orðið, og má benda á það sem sjerstaklega eftir- tektarvert heilræði, að drekka volgt vatn svo sem 2 tímum eftir aðalmáltíð. Það er líka vel gert að vara við að drekka kalt, og þá sjerstaklega, iskalt vatn. En rjettara hygg jeg, að fylgja ekki því ráði höfundar, að taka salatið framyfir spínat. Hið mun verra bragð salatblað anna virðist mjer þar nægi- lega skýr bending. Mjer gæti jafnvel komið í hug — án þess að jeg hafi þó nægilega þekk- ingu til að fullyrða það — að í salatblöðunum væri eitthvað af efni líku því sem frænd- jurtirnar, fíflarnir, framleiða til þess að verjast ásækni snígl- anna. En þótt fjarskyldir sjeu — um mjög margar miljónir ára að rekja til sameiginlegs foreldris — þá er mjer þó nokk ur grunur á, að það sem er sníglunum eitur, sje mönnun- um ekki allskostar holt. Eitt sem jeg tel mestu nauð- syn á að vara við. þó að Waer- mann hvetji mjög til þess, er að eta hráan lauk. Slikt athæfi er beinlínis tilraun til að gera sjálfan sig að viðbjóði; svo iil- ur er sá andi sem því fylgir. Sbr. þessar ljóðlínur úr Sturl- ungu: „Andi er Ingimundar •— ekki góðr á bekkjum”. Saga, sem lesa má í 1001 nótt, er einnig mjög íhugunarverð í þessu sambandi. Hefðarfrú sá á götu mann sem henni leist mjög vel á og ljet bjóða heim til að þiggja hjá sjer veislu. Þá maðurinn boðið. En þegar frúin fann að gestur hennar hafði etið hráan lauk, Ijet hún þjóna sína misþyrma hooum og fleygja síðan út. Svo óholt reyndist laukátið þeim manni. II. Jeg sje að Waermann hefir skrifað bækur, sem mjer er ennþá meiri hugur á að sjá en þessa viðurværisbók hans — þó að mjög mikilsverð sje og merkileg — og nauðsynlega þyrftu að koma hjer í bóka- búðir. Læt jeg þar nægja að. nefna „Várldsaltets Gáta (Al- heimsgátan). Þykir mjer ekki ólíklegt, að svo greindur og yel mentaður maður sem þessi landi Linnés og Swedenborgs auðsjáanlega er, mundi ekki hafa ráðist í að skrifa um það efni, ef hann gæti ekki eitt- hvað um það sagt, sem vert ‘er að lesa. í seinustu hugleiðingum Gáins (Af sjónarhól sveita- rnanns), er að þessu vikið, og segir þar m. a.; „Það hefir verið sagt um íslenska bændur, að þeir skoðuðu sig ekki sem stjett, heldur sem' þjóð. Þau um- mæli eru það mesta hrós, sem þeir hafa fengið, og sem betur fer held jeg að þeir eigi það skilið. Framundir síð- ustu aldamót var þjóðin bændur, og bændurnir voru þjóðin, og enn eimir mikið eftir af þeirri þjóðartilfinn- ingu hjá þeim, enda þótt margar aðrar stjettir virðist vera að gleyma skyldum sínum og hlutverki í þjóðar- heildinni“. Hjer kemur einmitt fram hið rjetta sjónarmið íslenskra bænda, og er það aðalsmerki þeirra. Er það því vonlaust verk með öllu, að ætla að knýja bændur í þröngsýnan stjettarflokk. 20. des. Helgi Pjeturss. Leiðrjetting. í greininni „Nýall og San- nýall”, Mbl. 30. nóv. s. 6, hafði misprentast: í bókabúð hjá Guðm. Gamalíelssyni, f.: í bókabúð Guðm. Gamalíels- sonar. H. P ÞÝSKA frjettastofan segir í dag, að Rússar hafi gert allhart áhlaup á Kirjálaevígstöðvunum en Finnar hrundið því eftir snarpan bardaga. —Reuter. A 'UdwerjL ihripa íl Á ar: agíecici líj-inu '1 Skroppið austur fyrir Fjall. ÞAÐ SKRUPPU nokkrir blaðamenn austur fyrir Fjall í gærmorgun. Þeir lögðu af stað hjeðan úr bænum klukkan 10,30 og voru aftur komnir heim til sín klukkustund síð- ar. Þeir voru ekkert að flýta sjer neitt sjerstaklega og held- ur ekki voru þeir að reyna að seja neitt nýtt hraðamet milli Ölfusár og Reykjavíkur, því þeir lögðu krók á leið sína og skruppu svona rjett i leiðinni suður á Reykjanes. Fyrst var meira að segja haldið nórður yfir Reykjavíkur höfn og ekki beygt í suðurátt fyr en komið var vestur fyrir Seltjarnarnes og síðan haldið með ströndinni austur fyrir Eyrarbakka og þá fyrst snúið við heim á leið og farið sem leið liggur vestur yfir Hellis- heiði til Reykjavíkur. 55. mín- útna ferðalag og þykja senni- lega ekki nein sjerstök tíðindi, hvað þá neitt til að stæra sig af. Rjett er nú það. En eitt hefðu blaðamennirnir átt að geta orð- ið sammála um, að það er ekki langt á eftir tímanum að rifast ujn hvort heldur skuli velja Krísuvikurleiðina, eða Hellis- heiðarleiðina austur yfir fjall.. Leið framtíðarinnar hjer á landi liggur mikið hæn a. Loft- ið er leiðin ög er eitt gott við það, að ekki þarf að rifast um „hvar vegurinn skuli lagður”, eða hvaða spræna skuli, brúuð. Það lokar vitanlega enginn augunum fyrir því, að þunga- vara verður enn um stund flutt milli hafna á skipum og á bif- reiðum á landi, en farþegaílutn ingur, póstflutningur og annar ljettaflutningur flyst meira og meira í loftið. Þetta er þegar orðin staðreynd víða 'erlendis og mun verða hjer, þvi fá lönd hafa eins mikinn hag af f’ug- vjelinni og möguleikunum. sum hún bíður upp á eins og eiri- mitt stór en strjálbýl lönd, veg - lítil og ill yfirferðar. Þægindi og hraði. ÞÓ FLUGIÐ sje ekki lengur neinum neitt undrunarefni í sjálfu sjer og almenningur sje farinn að taka það, sem sjálf- sögð þægindi. Þá er margt í sambandi við loftskipin, sem getur vakið til umhugsunar Flestir Reykvíkingar sjá dag lega stórar og smáar flugv.iel- ar fljúga yfir Reykjavík. Börn- in eru hætt að ,,húrra“ fyrir flugvjelum, sem svífa yfir bæn urn og menn nenna ekki leng- ur að líta upp þótt þeir heyri flugvjelaskrölt yfir höfði sjer. En hugsið ykkur, að flugvjel, sem þið sjáið hjerna yfir bæn- um um hádegið þegar þjer far- ið til vinnu yðar eftir matinn, er lent í Skotlandi um það leyti, sem þjer eruð að drekka mið- dagskaffið. Eða stóra hvítmál- aða flugvjelin, sem þjer komuð auga á í morgun þegar þjer fóruð til vinnu. Hún er kannske komin til New York áður en þjer ieggist til hvílu i kvöld. Og þeir, sem i flugvjelinni eru, hvort heldur það eru far- þegar eða flugmenn. Þeir eru ekki með lífið í lúkunum allan tímann, rígbundnir við sæti sín með stóra fallhlífarpoka á bak inu. Nei, þeir sitja í þægilegum sætum, reykja vindil sinn, eða sigarettu, eftir eigin hentisemi og rabba rólega saman um dag- inn og veginn, eins og farþegar í áætlunarbíl, milli Borgarness og Reykjavíkur. í flugvjelinni fá þeir meira að segja, það n. ekki fæst í venjulegum áæti'tn- arbíl, heitan kaffisopa og jafh- vel heitann nýtilbúinn mat. . • Framtíð flugsins hjer á landi. FJÖLDA MARGIR ungir ís- lendingar leggja nú fyrir sig flugnám. Sumir læra að fara með vjelar flúgvjela, aðrir læra stýrimensku. Það er gott t-il þess að vita, að ungir Islending ar skuli hafa áhuga fyrir flug- máhim, því þeirra er framtíð- in. Það er ekki nokkur vafi á, að framtíðarfarartækið hjer á íslandi er flugvjelin. Fleiri og fleiri eru að skilja þetta nú. AI- þingi, sem brátt sest á rökstóla, mun taka til meðferðar merki- legt frumvarp frá ungum þing- mönnum um þessi mál. En auk þess, sem ísland hiýtur að Verða mikið flugvjelaland í framtíð- inni, vegna innanlandssam- gangnanna, hafa fengist sanngn ir fyrir því, að ísland verðúr merkileg miðstöð í alþjóðaflug- samgöngum, að mihsta lcosti nokkum hhita ársins, og ef til vill alt árið, þegar fluginu herir fleygt enn meira fram i tækn- islegu sjónarmiði. • Enn citt brjef um mjólkursöluna. HÚSMÓÐIR, sem býr við Njálsgötu, skrifar mjer eftirfar- andi brjef um mjólkursöluna í bænum: „Kæri Víkverji! Þótt mikið sje nú búið að ræða og rita um ófremdarástand ið í mjólkurmálum okkar Reyk víkinga, langar mig samt til að leggja nokkur orð í þann belg. Við erum fjögur í heimili, þ. e. við hjónin og tvö börn, 5 og 7 ára. Við erum vön að kaupa 3 lítra af mjólk daglega. í morg un, er jeg kom í mjólkurbúð- ina, sem við verslum við, var mjer sagt, að það væri komin skömtun á mjólkina og fengi engin fjölskylda meira en 2 lítra, hve stór sem hún væri, og gæti jeg fengið 1V2 lítra. Jeg spyr nú, er þetta nokkur skömt un? Ef við vildum svo við hafá, gæti jeg farið með mjólkurílát- ið í eina búðina, maðurinn minn í aðra og börnin í þá þriðju, og þannig herjað út 4*4 lítra, eða með öðrum orðum meiri mjóik en við erum vön að kaupa og höfum venjulega þörf fyrir, og efast jeg eigi um, að þetta eru margir neyddir til að gera. Vita ekki’ þessir „dánumenn“, sem þessum málum ráða, hvað bæj- arbúar eru margir og hve mikll mjólk berst að dáglega? Væri ekki hægur vandi að ákveða í hvert sinn, hve mikið mjólkur- magn hver maður getur fengið og biðja fólk að framvísa stofn- unum af skömtunarseðlunum, stimpla þá með nafni mjólkur- búðarinnar o. s. frv. og leggja þá til grundvallar við mjólk- urskömtunina. Til gamans vil jeg segja þessa sögu: í haust sem leið kom mað ur í mjólkurbúð (en þá var einnig skömtun á þessari vöru) og var hann með tvo fjögra lítra brúsa, var að kaupa fyrir tvær fjölskyldur og bað um 4 lítra í annan brúsann en 2 í hinn. Af- greiðslústúlkan ságðist eigi mega láta svo mikið, það fengi Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.