Morgunblaðið - 07.01.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIíJ Föstudagnr 7. janúar 1944. Afmælisfagnaður að Reynivöllum SUNNUDAGURINN 5. des. s.l. mun mjer seint úr minni líða, því hann er einn hinn allra unaðsríkasti dagur, sem Jeg hefi lifað. Langar mig því að minnast hans að nokkru. Árla morguns runnu tvéir stórir mannflutningabílar frá Reykjavík, áleiðis inn að Reyni völlum í Kjós, hlaðnir fólki. Sumir farþeganna voru langt að komnir, en flestir voru hjeð- an úr Reykjavík, og var jeg einn af þeim. Þegar að Reynivöllum kom tók afmælisbarnið fagnandi á móti okkur og bauð okkur hjartanlega velkomin með þeim innileik, sem sr. Halldóri er eiginlegur. Brátt fyltist kirkjan, sóknar- bömin söfnuðust til messu. Allir höfðu eitt og sama mark- mið, að votta hinum aldna sóknarpresti vinsemd sína. — Guðsþjónustan hófst, hin þýðu sálmalög, samin af síra Hall- dóri, voru sungin samstiltum rómi af söngkór safnaðarins og kirkjugestum. Presturinn flutti ræðu sína, sem var þrungin af þakklaeti til guðs og manna, lofgjörð til hans, sem allar góð- ar gjafir gefur, þakklæti til samferðamannanna á lífsleið- inni og einskonar játning fyrir söfnuðinum, sem sá einn getur gert, sem hefir frómt hjartalag. Að guðsþjónustu lokinni reis biskup landsins úr sæti sínu og hjelt fagra ræðu fyrir minni afmælisbarnsins og flutti I»n- um þakkir frá hinni íslensku kirkju. Formaður sóknarnefndar Reynivallaprestakalls, Steini Guðmundsson á Valdastöðum, talaði fyrir hönd safnaðarins og þakkaði með hugljúfri ræðu öll hin mörgu störf, sem síra Halldór hefði unnið fyrir söfn- uðinn á umliðnum árum. Hann færði söfnuðinum þær frjettir, að kirkjumálaráðuneytið hefði orðið við þeirra ósk safnaðar- ins, að hann fengi að njóta starfskrafta síra Halldórs enn um skeið. Hann færði honum að gjöf gullúr, sem lítinn þakk- lætisvott frá söfnuðinum. Þá flutti formaður ung- «fiennafjelagsins Drengur, Njáll Guðmundsson, honum skraut- ritað ávarp og gullhring með 1 greyptu fangamarki hans, sém vott þakklætis fyrir öll hans störf, unnin að heill og fram- gangi fjelagsins. Brynjólfur Guðmundsson b&ndi að Kiðafelli færði síra Halldóri fyrir hönd Saurbæjar- sóknar, fagurt málverk, er sýnir útsýn frá æskuheimili hans, Stóra-Ármóti í Flóa. Enn fremur færði hann honum frá sjálfum sjer fallegt frumort kvæði, og virtist mjer sú gjöf- in gléðja afmælisbarnið ekki síst. Guðmundur Jónsson frá Sogni færði honum frá Kjósar- ingum búsettum í Reykjavík fallegt málverk af æskuheimili hans, Stóra Ármóti. Ellert bóndi á Meðalfelli flutti ræðu og sagði meðal ann- ars: „Síra Halldór hefir rekið stórt bú, unnið að öllum fram- -faramálum sveitarinnar í 44 ár, samið fjölda af fallegum söng- lögum og rækt öll sín embætt- isverk af stakri skyldurækni. Fyrir alt þetta lifir hann ekki lengst í minningunni. Lengst lifir maðurinn sjera Halldór, ljúfmennið góða og prúða, sem aldrei hefir mátt vamm sitt vita. Þakkir fyrir alt, sem hann hefir verið fyrir okkur, gei jeg ekki fært honum með orðum, jeg bið hann að lesa þakkir okkar af blöðum blómanna á altarinu“. Afmælisbarnið þakkaði af hjartans hlýjum huga allan þann sóma, er sjer væri sýnd- ur og lýsti gleði sinni yfir að mega dvelja enn um stund meðal sinna ástkæru vina og sóknarbarna. í því sambandi mintist hann á Rut, er sagði: „Neyddu mig ekki að yfirgefa þig. Þitt fólk er mitt fólk, þinn guð er minn guð“. Þá var sunginn söngur ung- mennafjelagsins, með lagi, er síra Halldór hefir samið og gefið fjelaginu. Að síðustu var sunginn sálm- urinn „Son guðs ertu með sanni“. Þá var þessi virðulega athöfn 1 kirkjunni á enda, en heima á staðnum biðu allra við- staddra góðgerðir veittar af hinni mestu rausri. Yfir borðum flutti Ólafur hreppstj. í Brautarholti snjalla ræðu og færði sr. Halldóri gjöf frá Brautarholtssókn. Frú Lilja Jónasdóttir í Laugarnesi flutti honum frumsamið kvæði valið að efni og formi, og fleiri gjaf- ir voru honum færðar. Er menn höfðu neytt góð- gerða, voru borð upptekin, heillaóskaskeyti lesin, sem af- mælisbarninu bárust hvaðan æva af landinu, söngur hafinn og að’ síðustu dans stiginn. Eftir að við höfðum hlustað á söng kirkjukórs Seltjarnar- nessóknar, sem söng þetta kvöld í útvarpið allmörg lög, samin af síra Halldóri, fórum við að tygjast til heimferðar. Við kvöllum okkar aldna, góða sóknarprest og óskuðum honum allra heilla, en hann þakkaði okkur komuna af vinhlýjum huga. Svo var lagt af stað og ekið heilum vagni heim um miðnæturskeið, en við vorum með hugann fullan af ljúfum minningum eftir liðinn dag. Þegar jeg var lagstur til hvíldar, fór jeg að hugsa um, hvað það væri, sem gerði síra Halldór svo vinsælan, sem dag- ur þessi bar vitni um. Að sið- ustu fanst mjer lausnan vera í fáum orðum þessi: Ástúð og hlýja síra Halldórs kemur frá hjartanu, því nær hún til hjart ans og kveikir þann kærleika, sem lifir í brjóstum safnaðar- barna hans og lýsti sjer í at- höfnum dagsins. 8. des. 1943. Sólm. Einarsson. -ðrdaglegalífinu Fi-amhald af bls. G. enginn meira en 3 lítra. Þá spurði kaupandinn hvort hann gæti þá fengið 3 og þrjá. Jú, það var velkomið. Hvað segja menn nú um önnur eins vísindi og þetta? Er ekki mál til komið fyrir okkur bæjarbúa, að fara að losa okkur við mjólkurprestinn og alt hans Iið?“ Áheit og gjafir til Laugar- neskirkju: — Frú Blöndal kr. 35.00, E. M. úr Landbroti 50.00, Agó 200,00, Guðm. Guðjónsson Kárastíg 6 15,00, Áheit frá konu (gamalt) 50,00, Guðlaug Ólafsdóttir 35,00, Ónefnd kona í Laugarn.sókn 200,00, Áheit frá Sigrúnu Einarsdóttur 10,00, Sigr. Kristjánsdóttir 10,00. — Kærar þakkir. Garðar Svavars- son. IMinningarð um Guhna Tómasson F. 22. okt. 1920. D. 31. des. 1943. i HANN er dáinn, elskaði vin- urinn minn. Hvílík náð, að hafa átt slíkan vin, sem Guðni var. En hvílíkur sársauki, á gaml- ársdagsmorgni, að fá fregnina: „Hann er dáinn“. Það er sárt að sjá ungan efn- ismann, íullan af starfsþrá og umhyggju, hverfa frá ungri konu og tveim bráðungum son- um sínum, og það er sárt fyr- ir fjelaga og vini, að verða að verða að sjá af slikum, sem Guðni var. En það er huggun fyrir þá, sem nú sakna, að vita það og eiga þá trúarfullvissu, að Guðni átti persónulega trú á Jesúm Krist, sem frelsara sinn og því örugga lífsvon frammi fyrir hásæti Guðs á himni. „Jesús er minn frelsari“. Það var vitnisburður hans. Guðni heitinn misti ungur ástríka foreldra sína, en varð- veitti þó ávalt í hjarta sínu heilaga minningu þeirra. Herdís Níelsdóttir og Magn- ús Guðjónsson bifreiðarstjóri tóku þá hinn unga svein að sjer og þar naut hann hins ástrík- asta samlífs, þar til hann gift- ist eftirlifandi konu sinni, Ingi- leifu Þórarinsdóttur. Eignuðust þau tvo mannvænlega drengi. Heimilislíf þeirra var alt með þeim brag, að til fyrirmyndar má teljast. Nefni jeg hjer aðeins það, ef til eftirbreytni mætti vei'ða, að áður en máltíð hófst, beygði hinn ungi heimilisfaðir höfuð sitt og þakkaði Guði fyr- ir deildan verð og bað sjer og húsi sínu blessunar Drottins. Enda var heimilislíf þeirra hjónanna þrungið af þrá eftir að verða til blessunar í Jesú nafni. En hversvegna var Guðni þannig? Af hverju að taka kristindóminn svo alvarlega? Þó ungur væri, þekti Guðni einnig líf heimsins, einnig líf syndarinnar, án fyrirgefningar. Hann þekti, hyað það var að lifa syndinni. En hann átti því láni að fagna að eiga foreldra, sem mjer er kunnugt um, að báru hann á bænarörmum fram fyrir Drottinn, og síðar trúaða og umhyggjusama fóstru, sem aldrei gleymdi Guðna sínum í bæn sinni. Og svo var þið fyrir nokkr- um árum síðan, að Guðni fann til tómleika í lífi sínu, fann, að líf án Guðs náðar er dauði. Qg því var það, að hann gaf frels- ara sínum algjört vald yfir lífi sínu og vitnaði nú um náð Drottins: Fyrr jeg heimsins ljettúð lifði, lífið er mjer Kristur nú. Þess jeg hefi aldrei iðrast, að jeg honum laut í trú. í K. F. U. M. fann Guðni starfsakur sinn. Og nú, þegar við fjelagar hans sjáum sæti hans autt, getum við ekki ann- að en dropið höfði og þakltað Guði fyrir slíkan starfsmann, sem Guðni var. En nú er hann dáinn, elskaði vinurinn minn. Hann er farinn heim, heim til frelsara síns. Ekkjan unga veit, að hann átti Drottinn að athvarfi, Jesús var frelsari hans. Og því ex hún örugg um hann heima sjá Jesú. En það er sárt fyrir hana, með litlu drengina sína, að sjá honum svift burtu í blóma lífsins, en einnig náð Guðs í Jesú Kristi er hennar athvarf. Systur hans kveðja góðan bróður og fósturforeldrar hans þakka fyrir 'þá náð, að hafa lifað með Guðna í gléði og erf- iðleikum. Og við f jelagar hans í K. F. U. M. þökkum og þökkum aft- ur fyrir Guðna og vitnisburð hans í starfinu. Jeg þákka fyrir elskaðan vih og bróður í Kristi. Jóhann Petersen. Eftir R«>her» Storra oeoocxxxvxxxxxv' 'ooooöO) Alexander mMi: Héyrðu Jeff, .hVaða krakkar eru þetfa? jeff: Þ'að eru víst einhverjir flækingar. Jeff: Géfðu mjer mínútu frest. Jeg ætla að fara hinum meginn við bílinn. Lögreglan sagði najer, einhver hefði strokið úr larit, ,..uu. — Við skulum opna fyrir bílútvarpið og vua'.ivort búið er að nú Alexander: Jæja, reyndu. að' losna aúð þau. Það gæti skeð þau þektu mig., , „ t v að við skildum fara beina leið heim. Hpnn sagði, að honum. i \ ■ i. •; f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.